Útgerðarauður og hagkerfið

Þröstur Ólafsson segir Sjálfstæðisflokkinn vera helsta brimbrjót frjálshyggju hér og beri mikla ábyrgða á þeim þýfða efnahagsgrundvelli og misvægi í efnahagsmálum sem hér tíðkist. Yfirkeyrður markaður sem hafi hag fárra að leiðarljósi hafi ráðið þar ferð.

Auglýsing

Það var á upp­hafs­árum norska olíu­æv­in­týr­is­ins að ég var áheyr­andi að stuttu kynn­ing­ar­er­indi norsks hag­fræð­ings sem fjall­aði um vænt­an­legan olíu­auð úr bor­holum á haf­inu og áhrif hans á hag­kerfi norska fasta­lands­ins. Hann spurði hvað myndi ger­ast með efna­hags­lífið á fasta­landi Nor­egs ef pen­inga­flæði olí­unnar fengi að valsa um hag­kerfið þar. Eft­ir­spurn myndi rjúka upp mis­mikið þó. Fjár­fest­ingar myndu aukast veru­lega og skapa umfram­eft­ir­spurn eftir fyr­ir­tækjum einkum fjár­mála­tengd­um. Olíu­tengd laun myndu hækka. Fyrst yfir­manna og stjórn­enda; síðan myndu almenn laun hækka þótt engin fram­leiðni­aukn­ing væri á fasta­land­inu. Þetta myndi ýta undir verð­bólgu og ef stöðugt inn­flæði mik­ils olíu­pen­inga rynni inn á hag­kerf­ið, myndi hús­næði og öll umsvif fjár­mála­tengdra við­skipta bólgna út. Þetta yrði að hindra því ella yrði hag­kerfi lands­ins að gull­graf­ara­bæli.

Nið­ur­staðan varð sú að settur var á fót olíu­sjóður sem tók olíu­auð­inn úr umferð og fékk honum fjár­fest­inga­hlut­verk erlend­is. Þetta var snjöll lausn. Efna­hags­líf fasta­lands­ins þró­að­ist áfram eftir eigin far­vegi því það var of lítið til að geta gleypt og melt þá miklu fjár­muni sem olían skol­aði á land. Þarna voru að verki norskir sós­í­alde­mókrat­ar, sem höfðu sam­fé­lags­lega heild­ar­sýn að leið­ar­ljósi en létu minni hags­muni ekki ráða ferð. 

Stjórn­laust óhóf

Við Íslend­ingar horfð­umst í augu við sam­bæri­legan vanda við upp­haf ald­ar­innar þegar nýtt og fín­pússað fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi fór að skapa og skila á land miklum auði og háum tekjum til þeirra sem fengið höfðu afhent­an einka­nýt­ing­ar­rétt auð­lind­ar­innar án nokk­urra skuld­bind­inga, hvort heldur sem sneri að ­leigu­gjöldum fyrir nýtigat­rétt­inn, strangar reglum um veið­ar­færa­notkun eða lönd­un­ar­skyldu.

Auglýsing
Þetta var ávísun á villtan gull­gröft. Starfs­frelsi útgerð­ar­manna var sagt vega þyngra en far­sæl þróun efna­hags­mála og vönduð umgengni um fiski­auð­lind­ina. Sá afgangur af sölu­verð­mæti norsku olí­unnar sem rennur í olíu­sjóð­inn er þeirra auð­linda­gjald. Olíu­sjóð­ur­inn var hugs­aður til að ein­angra ruðn­ings­á­hrif olíu­tekn­anna á norskt efna­hags­líf. Hugs­unin um sjóð­inn sem eft­ir­launa­sjóð allra Norð­manna fædd­ist löngu seinna. Hér­lendis hefur aldrei náðst póli­tískt sam­komu­lag um auð­linda­gjald og sá mikli auður sem mynd­að­ist árlega r­ann óskertur inn í smá­vaxið hag­kerfi lands­ins eða fékk nokkuð óáreitt far­seðil til tortól­skra skatta­skjóla, til að fyrra útgerð­ar­menn per­sónu­legum skött­um. Rétt er að geta þess að þeir voru síður en svo einir Íslend­inga til að nýta sér þessa hag­kvæmu skatta­leið. 

Ávöxtun ofurauðs 

Allur þessi mikli auður sem nú þurfti að ávaxta sig í íslensku efna­hags­kerfi leiddi til mik­illa ruðn­ings­á­hrifa á fjár­mála – og fyr­ir­tækja­mark­aðI, svo ekki sé talað um hús­næð­is­mark­aðn­um. ­Ís­lenskt hag­kerfi er því ­yf­ir­spennt og óvíða í jafn­vægi. Fjöldi og fjár­ráð fjár­mála­stofn­ana hér í 370 þús. manna hag­kerfi segir sína sögu. Hér hleðst upp mikið fjár­magn, miklu meira en gerð­ist við eðli­legar aðstæð­ur. Fjár­magnið leita ávöxt­un­ar. Útgerð­in er orð­inn stór­eig­andi í við­skipta­líf­inu. Hún hefur keypt stærsta skipa­fé­lag lands­ins, á gild­andi hlut í heild­sölum og verk­taka­fyr­ir­tækj­um, sprota­fyr­ir­tæki og keypt aðrar útgerðir og kvóta o.s.frv. Þessi óseðj­andi eft­ir­spurn hækkar verð fyr­ir­tækja og fast­eigna einnig ­í­búð­ar­hús­næð­is. Fjár­mála­fyr­ir­tækin kom­ast í feitt og veita for­stöðu­fólki sínu mynd­ar­lega kaupauka sem spenna upp laun langt umfram það sem hinn hluti atvinnu­lífs­ins getur borgað án þess að velta því út í verð­lag­ið. Þetta orsaka­sam­band mun verða þjóð­inni dýrt að lokum ekki bara vegna þeirrar óreiðu sem þetta veldur í við­skipta­líf­inu heldur ekki síst innan laun­þega­hreyf­ing­ar­inn­ar. Þar munu menn ekki láta bjóða sér þetta launa­misvægi.

Nýja útgerð­ar­fjár­magnið er engin ein­skiptis búhnykk­ur, heldur verður árviss og því fastur liður verði ekk­ert að gert. Við erum að upp­lifa það sem Norð­menn ótt­uð­ust að upp­grip olí­unnar myndu valda miklum búsifjum í almenna atvinnu­líf­inu. Verka­lýðs­hreyf­ing­unn­i væri vel ráðið að gera kröfur um auð­linda­gjald og breyttan gjald­mið­il, sem að lokum yrði beitt til að jafna misvæg­ið. Sú hag­kenn­ing sem rétt­lætir svona óhóf og stjórn­leysi kall­ast ýmist nýfrjáls­hyggja eða mark­aðs­frjáls­hyggja. ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur verið helsti brim­brjótur hennar hér­lendis og er enn hirð­maður þess­arar sér­hyggju. Hann ber því mikla ábyrgða á þeim þýfða efna­hags­grund­velli sem og því misvægi í efna­hags­málum sem við höfum fyrir aug­um. Þar hafa skyn­samir heild­ar­hags­munir sam­fé­lags­ins ekki ráðið ferð, heldur óút­reikn­an­legur og yfir­keyrður mark­aður sem hefur hag fárra að leið­ar­ljósi. 

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar