Útgerðarauður og hagkerfið

Þröstur Ólafsson segir Sjálfstæðisflokkinn vera helsta brimbrjót frjálshyggju hér og beri mikla ábyrgða á þeim þýfða efnahagsgrundvelli og misvægi í efnahagsmálum sem hér tíðkist. Yfirkeyrður markaður sem hafi hag fárra að leiðarljósi hafi ráðið þar ferð.

Auglýsing

Það var á upp­hafs­árum norska olíu­æv­in­týr­is­ins að ég var áheyr­andi að stuttu kynn­ing­ar­er­indi norsks hag­fræð­ings sem fjall­aði um vænt­an­legan olíu­auð úr bor­holum á haf­inu og áhrif hans á hag­kerfi norska fasta­lands­ins. Hann spurði hvað myndi ger­ast með efna­hags­lífið á fasta­landi Nor­egs ef pen­inga­flæði olí­unnar fengi að valsa um hag­kerfið þar. Eft­ir­spurn myndi rjúka upp mis­mikið þó. Fjár­fest­ingar myndu aukast veru­lega og skapa umfram­eft­ir­spurn eftir fyr­ir­tækjum einkum fjár­mála­tengd­um. Olíu­tengd laun myndu hækka. Fyrst yfir­manna og stjórn­enda; síðan myndu almenn laun hækka þótt engin fram­leiðni­aukn­ing væri á fasta­land­inu. Þetta myndi ýta undir verð­bólgu og ef stöðugt inn­flæði mik­ils olíu­pen­inga rynni inn á hag­kerf­ið, myndi hús­næði og öll umsvif fjár­mála­tengdra við­skipta bólgna út. Þetta yrði að hindra því ella yrði hag­kerfi lands­ins að gull­graf­ara­bæli.

Nið­ur­staðan varð sú að settur var á fót olíu­sjóður sem tók olíu­auð­inn úr umferð og fékk honum fjár­fest­inga­hlut­verk erlend­is. Þetta var snjöll lausn. Efna­hags­líf fasta­lands­ins þró­að­ist áfram eftir eigin far­vegi því það var of lítið til að geta gleypt og melt þá miklu fjár­muni sem olían skol­aði á land. Þarna voru að verki norskir sós­í­alde­mókrat­ar, sem höfðu sam­fé­lags­lega heild­ar­sýn að leið­ar­ljósi en létu minni hags­muni ekki ráða ferð. 

Stjórn­laust óhóf

Við Íslend­ingar horfð­umst í augu við sam­bæri­legan vanda við upp­haf ald­ar­innar þegar nýtt og fín­pússað fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi fór að skapa og skila á land miklum auði og háum tekjum til þeirra sem fengið höfðu afhent­an einka­nýt­ing­ar­rétt auð­lind­ar­innar án nokk­urra skuld­bind­inga, hvort heldur sem sneri að ­leigu­gjöldum fyrir nýtigat­rétt­inn, strangar reglum um veið­ar­færa­notkun eða lönd­un­ar­skyldu.

Auglýsing
Þetta var ávísun á villtan gull­gröft. Starfs­frelsi útgerð­ar­manna var sagt vega þyngra en far­sæl þróun efna­hags­mála og vönduð umgengni um fiski­auð­lind­ina. Sá afgangur af sölu­verð­mæti norsku olí­unnar sem rennur í olíu­sjóð­inn er þeirra auð­linda­gjald. Olíu­sjóð­ur­inn var hugs­aður til að ein­angra ruðn­ings­á­hrif olíu­tekn­anna á norskt efna­hags­líf. Hugs­unin um sjóð­inn sem eft­ir­launa­sjóð allra Norð­manna fædd­ist löngu seinna. Hér­lendis hefur aldrei náðst póli­tískt sam­komu­lag um auð­linda­gjald og sá mikli auður sem mynd­að­ist árlega r­ann óskertur inn í smá­vaxið hag­kerfi lands­ins eða fékk nokkuð óáreitt far­seðil til tortól­skra skatta­skjóla, til að fyrra útgerð­ar­menn per­sónu­legum skött­um. Rétt er að geta þess að þeir voru síður en svo einir Íslend­inga til að nýta sér þessa hag­kvæmu skatta­leið. 

Ávöxtun ofurauðs 

Allur þessi mikli auður sem nú þurfti að ávaxta sig í íslensku efna­hags­kerfi leiddi til mik­illa ruðn­ings­á­hrifa á fjár­mála – og fyr­ir­tækja­mark­aðI, svo ekki sé talað um hús­næð­is­mark­aðn­um. ­Ís­lenskt hag­kerfi er því ­yf­ir­spennt og óvíða í jafn­vægi. Fjöldi og fjár­ráð fjár­mála­stofn­ana hér í 370 þús. manna hag­kerfi segir sína sögu. Hér hleðst upp mikið fjár­magn, miklu meira en gerð­ist við eðli­legar aðstæð­ur. Fjár­magnið leita ávöxt­un­ar. Útgerð­in er orð­inn stór­eig­andi í við­skipta­líf­inu. Hún hefur keypt stærsta skipa­fé­lag lands­ins, á gild­andi hlut í heild­sölum og verk­taka­fyr­ir­tækj­um, sprota­fyr­ir­tæki og keypt aðrar útgerðir og kvóta o.s.frv. Þessi óseðj­andi eft­ir­spurn hækkar verð fyr­ir­tækja og fast­eigna einnig ­í­búð­ar­hús­næð­is. Fjár­mála­fyr­ir­tækin kom­ast í feitt og veita for­stöðu­fólki sínu mynd­ar­lega kaupauka sem spenna upp laun langt umfram það sem hinn hluti atvinnu­lífs­ins getur borgað án þess að velta því út í verð­lag­ið. Þetta orsaka­sam­band mun verða þjóð­inni dýrt að lokum ekki bara vegna þeirrar óreiðu sem þetta veldur í við­skipta­líf­inu heldur ekki síst innan laun­þega­hreyf­ing­ar­inn­ar. Þar munu menn ekki láta bjóða sér þetta launa­misvægi.

Nýja útgerð­ar­fjár­magnið er engin ein­skiptis búhnykk­ur, heldur verður árviss og því fastur liður verði ekk­ert að gert. Við erum að upp­lifa það sem Norð­menn ótt­uð­ust að upp­grip olí­unnar myndu valda miklum búsifjum í almenna atvinnu­líf­inu. Verka­lýðs­hreyf­ing­unn­i væri vel ráðið að gera kröfur um auð­linda­gjald og breyttan gjald­mið­il, sem að lokum yrði beitt til að jafna misvæg­ið. Sú hag­kenn­ing sem rétt­lætir svona óhóf og stjórn­leysi kall­ast ýmist nýfrjáls­hyggja eða mark­aðs­frjáls­hyggja. ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur verið helsti brim­brjótur hennar hér­lendis og er enn hirð­maður þess­arar sér­hyggju. Hann ber því mikla ábyrgða á þeim þýfða efna­hags­grund­velli sem og því misvægi í efna­hags­málum sem við höfum fyrir aug­um. Þar hafa skyn­samir heild­ar­hags­munir sam­fé­lags­ins ekki ráðið ferð, heldur óút­reikn­an­legur og yfir­keyrður mark­aður sem hefur hag fárra að leið­ar­ljósi. 

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar