Kirkja Pútíns?

Þegar kirkja styður ríki sem kúgar annað ríki þarf hún að útskýra afstöðu sína, segir norskur rithöfundur í aðsendri grein.

Auglýsing

Stríð Rúss­lands gegn Úkra­ínu, hefur nú staðið í fjórar vik­ur. Leið­togi rúss­nesk-or­þódox kirkj­unn­ar, Kirill patrí­arki, hefur ekki enn for­dæmt inn­rás Rúss­lands. Eigum við að tala um kirkju Pútíns? Eða kirkju KGB?

„Moskvu-patrí­arkatið er í raun orðið að póli­tísku flokks­ræð­is­afli.“ Prest­ur­inn Pavlo, sem ég hitti fyrir utan borg­ina Kiev, jós úr skálum reiði sinn­ar. Árum saman var kirkjan hans undir stjórn patrí­arkans í Moskvu. Hann fékk reglu­lega flug­rit sem honum var skipað að deila út til safn­að­ar­ins.“

„Þetta var rúss­neskur áróð­ur, eins og um að kjósa Janu­kovit­sj, og svo fylgdu flug­rit með áróðri gegn úkra­ínskri tungu. Ekki var eitt orð um Jesú í þessum rit­um, ekk­ert annað en hrein­rækt­að­ur, póli­tískur áróð­ur.“

Pavlo deildi aldrei út þessum áróðri. Og það gerði nágranna­prest­ur­inn Oleksandr, ekki held­ur: „Ég renndi yfir text­ann, sem var ekk­ert annað en lygar á lygar ofan. Það sem stóð í þessum flug­ritum þekkir nú bara eld­ur­inn í ofni mín­um.“

Auglýsing

Þann 15. des­em­ber 2018 var stofnuð ný orþódox kirkja í Úkra­ínu. Bæði Pavlo og Oleksandr ákváðu strax að skrá sig í nýju kirkj­una.

Hún heyrði undir patrí­ark­ann í Kon­stant­ínópel, eins og verið hafði fram að inn­limun Rússa árið 1686.

Hin nýja, úkra­ínska kirkja fram­kall­aði rama­kvein í Moskvu. Bæði Pútín og patrí­arki hinnar rúss­nesk-or­þódoxu kirkju tryllt­ust. Leið­togi nýju kirkj­unn­ar, metrópólitan Epif­anij, útskýrði fyrir mér hvers vegna:

„Þetta merkti að rek­inn hafi verið nagli í lík­kistu drauma þeirra um að end­ur­vekja Hið rúss­neska keis­ara­veldi og löng­unar rúss­neska patrí­arkans um að verða í leið­andi for­ystu innan Rétt­trún­að­ar­kirkj­unnar í heim­in­um.“

Yfir­stand­andi stríð í Úkra­ínu gefur til­efni til að líta svo á að það sé til­raun til að draga út þennan lík­kistu­nagla. Um er að ræða sam­eig­in­legt átak Pútíns og Kirills sem báðir eiga rætur í KGB.

Árið 1937 voru 85.300 rúss­nesk-or­þódox prestar teknir af lífi í Sov­ét­ríkj­unum og ári síðar 21.500. Sov­ét­ríkin gengu nán­ast af kirkj­unni dauðri. Þeim kirkju­leið­togum sem eftir lifðu, náði KGB smátt og smátt aftur tökum þeim eins ríkið hafði haft á kirkj­unni um ald­ir.

Banda­lag kirkju og ríkis er ekki nýtt af nál­inni. Á 18. öld hafði þetta banda­lag þvingað for­feður og mæður hinna rúss­nesku­mæl­andi orþódoxa sem ég hitti í Úkra­ínu, Lett­landi og Eist­landi, til að flýja land.

Á 19. öld hafði þetta banda­lag ríkis og kirkju fengið því til leiðar komið að flytja burt frá Rúss­landi þau sem til­heyrðu söfn­uðum mót­mæl­enda (dukho­boerne og molokaner­ne) sem ég hitti í Georgíu og Armen­íu. Árið 1945 hafði kirkjum verið lok­að, sem millj­ónir grísk-kaþ­ólskra í Vest­ur­-Úkra­ínu til­heyrðu, og þær settar undir patrí­ark­ann í Moskvu með blessun Sov­ét­stjórn­ar­inn­ar.

Eftir 1991 hefur átt sér stað mikil end­ur­bygg­ing gam­alla kirkna og klaustra. Nýjar kirkjur hafa einnig verið reist­ar. Nú þykir það móð­ins að vera orþódox. Á sama tíma og Pútín hefur verið haf­inn upp til skýj­anna af leið­togum orþódoxu kirkj­unn­ar, hefur gagn­rýnin vaxið gríð­ar­lega á hann og Kirill.

Í sept­em­ber 2021 fór rúss­nesk-or­þódox prestur fram á það opin­ber­lega að patrí­ark­inn gerði grein fyrir tekjum sín­um.

Dag­inn eftir var hann fjar­lægður úr emb­ætti.

Sama dag og hinn fang­els­aði and­spyrnu­mað­ur, Aleksej Naval­nyj fékk Sak­harov-verð­laun Evr­ópu­þings­ins 2021, rit­aði prestur á Face­book: „Áður gagn­rýndi ég hann, en nú er ég reiðu­bú­inn til að taka í hönd hans.“

Nokkrum dögum síðar var hann rek­inn úr emb­ætti.

Í sunnu­dags­messu 6. mars s.l. hélt prestur nokkur pré­dikun þar sem hann gagn­rýndi stríðið í Úkra­ínu.

Fjórum dögum síðar var hann sektaður um 35.000 rúbl­ur.

Sama sunnu­dag hélt Kirill patrí­arki einnig pré­dik­un. Í stað þess að for­dæma stríðið tal­aði hann um skrúð­göngur til stuðn­ings sam­kyn­hneigð­um, og lét í það skína að almenn við­ur­kenn­ing á slíkum pride-við­burðum kynni að rétt­læta það sem gerst hefur í Úkra­ínu. Stríðið er þar með í hans augum eins konar heil­agt stríð gegn vest­rænum skoð­unum og lífs­hátt­um.

Pré­dik­unin dró taum hins rúss­neska við­horfs „rus­skij mir“ [rús­senskur frið­ur], um að fólkið sem stofnað hafði hið forna Kiev-­ríki væri fólk hverrar saga ætti sam­leið með orþódoxri trú.

Auglýsing

Margir vilja meina að slík hug­taka­notkun end­ur­spegli rúss­neska þjóð­rembu og póli­tískan metn­að, þar sem rúss­nesk tunga, trú og sögu­skiln­ingur eigi að ríkja þar sem nú er Rúss­land, Úkra­ína og Hvíta-Rúss­land. Og hugs­an­lega á öllu svæð­inu sem eitt sinn til­heyrði Rúss­neska heims­veld­inu eða Sov­ét­ríkj­un­um.

Er ég vann að ritun nýj­ustu bókar minnar um vald og trú í A-Evr­ópu hitti ég marga orþódoxa sem heyra undir patrí­ark­ann í Moskvu, en töldu sig alls ekki vilja eiga nokkuð saman að sælda við þessa hug­taka­notkun og voru óró­legir yfir þróun mála innan kirkj­unn­ar.

Nunna nokkur í Solovet­ski­j-klaustr­inu við Hvíta­hafið finnst það miður að kirkjan væri á leið í þræls­fjötra hjá rík­is­vald­inu. Hún reynir að halda sig fjarri opin­beru kirkju­valdi.

Gamli prest­ur­inn sem ég hitti í Pskov, hefur sofið illa um nætur og ber lítið traust til ungra presta. Hann kall­aði þá sov­éska og ung­komma í hugs­un.

En slíkar gagn­rýn­is­raddir geta gufað fljótt upp innan hins stóra hóps orþódoxa í Rúss­landi, sem and­spænis heila­þvotti sjón­varps­stöðv­anna virð­ast vera álíka sann­færðar í trú sinni og þau sem trúa á Guð.

En eitt­hvað er að ger­ast. Í Úkra­ínu steig fram emb­ætt­is­maður bisk­ups­dæm­is­ins í Moskvu, fyrrum sauð­tryggur fylgj­andi Kirills, metrópolitan Onu­frij og gagn­rýndi stríðið á fyrsta degi og for­dæmdi það.

Ef Kirill tapar trausti og valdi yfir þeim 12.000 söfn­uðum sem til­heyra Onu­fri­js, er víst að stríð Pútíns fer ekki heldur eins og stefnt er að.

Náið sam­band ríkis og kirkju er ekki nei­kvætt í sjálfu sér. En þegar ríkið er farið að kúga kirkj­una þarf hún að gefa sínar skýr­ing­ar. Já, í enn rík­ara máli þegar ríkið fer í stríð sem að hluta til er rétt­lætt með hug­tökum og gildum sem eiga sínar rætur í kirkj­unni.

Höf­undur er fjöl­miðla­fræð­ingur og rit­höf­und­ur. Hann hefur m.a. ritað bæk­urn­ar: Put­ins presse og Makten & Troen – en reise til de vakreste kirkene og klostrene i Europa.

Örn Bárður Jóns­son íslenskaði en hægt er að lesa grein­ina á frum­mál­inu hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar