Kirkja Pútíns?

Þegar kirkja styður ríki sem kúgar annað ríki þarf hún að útskýra afstöðu sína, segir norskur rithöfundur í aðsendri grein.

Auglýsing

Stríð Rúss­lands gegn Úkra­ínu, hefur nú staðið í fjórar vik­ur. Leið­togi rúss­nesk-or­þódox kirkj­unn­ar, Kirill patrí­arki, hefur ekki enn for­dæmt inn­rás Rúss­lands. Eigum við að tala um kirkju Pútíns? Eða kirkju KGB?

„Moskvu-patrí­arkatið er í raun orðið að póli­tísku flokks­ræð­is­afli.“ Prest­ur­inn Pavlo, sem ég hitti fyrir utan borg­ina Kiev, jós úr skálum reiði sinn­ar. Árum saman var kirkjan hans undir stjórn patrí­arkans í Moskvu. Hann fékk reglu­lega flug­rit sem honum var skipað að deila út til safn­að­ar­ins.“

„Þetta var rúss­neskur áróð­ur, eins og um að kjósa Janu­kovit­sj, og svo fylgdu flug­rit með áróðri gegn úkra­ínskri tungu. Ekki var eitt orð um Jesú í þessum rit­um, ekk­ert annað en hrein­rækt­að­ur, póli­tískur áróð­ur.“

Pavlo deildi aldrei út þessum áróðri. Og það gerði nágranna­prest­ur­inn Oleksandr, ekki held­ur: „Ég renndi yfir text­ann, sem var ekk­ert annað en lygar á lygar ofan. Það sem stóð í þessum flug­ritum þekkir nú bara eld­ur­inn í ofni mín­um.“

Auglýsing

Þann 15. des­em­ber 2018 var stofnuð ný orþódox kirkja í Úkra­ínu. Bæði Pavlo og Oleksandr ákváðu strax að skrá sig í nýju kirkj­una.

Hún heyrði undir patrí­ark­ann í Kon­stant­ínópel, eins og verið hafði fram að inn­limun Rússa árið 1686.

Hin nýja, úkra­ínska kirkja fram­kall­aði rama­kvein í Moskvu. Bæði Pútín og patrí­arki hinnar rúss­nesk-or­þódoxu kirkju tryllt­ust. Leið­togi nýju kirkj­unn­ar, metrópólitan Epif­anij, útskýrði fyrir mér hvers vegna:

„Þetta merkti að rek­inn hafi verið nagli í lík­kistu drauma þeirra um að end­ur­vekja Hið rúss­neska keis­ara­veldi og löng­unar rúss­neska patrí­arkans um að verða í leið­andi for­ystu innan Rétt­trún­að­ar­kirkj­unnar í heim­in­um.“

Yfir­stand­andi stríð í Úkra­ínu gefur til­efni til að líta svo á að það sé til­raun til að draga út þennan lík­kistu­nagla. Um er að ræða sam­eig­in­legt átak Pútíns og Kirills sem báðir eiga rætur í KGB.

Árið 1937 voru 85.300 rúss­nesk-or­þódox prestar teknir af lífi í Sov­ét­ríkj­unum og ári síðar 21.500. Sov­ét­ríkin gengu nán­ast af kirkj­unni dauðri. Þeim kirkju­leið­togum sem eftir lifðu, náði KGB smátt og smátt aftur tökum þeim eins ríkið hafði haft á kirkj­unni um ald­ir.

Banda­lag kirkju og ríkis er ekki nýtt af nál­inni. Á 18. öld hafði þetta banda­lag þvingað for­feður og mæður hinna rúss­nesku­mæl­andi orþódoxa sem ég hitti í Úkra­ínu, Lett­landi og Eist­landi, til að flýja land.

Á 19. öld hafði þetta banda­lag ríkis og kirkju fengið því til leiðar komið að flytja burt frá Rúss­landi þau sem til­heyrðu söfn­uðum mót­mæl­enda (dukho­boerne og molokaner­ne) sem ég hitti í Georgíu og Armen­íu. Árið 1945 hafði kirkjum verið lok­að, sem millj­ónir grísk-kaþ­ólskra í Vest­ur­-Úkra­ínu til­heyrðu, og þær settar undir patrí­ark­ann í Moskvu með blessun Sov­ét­stjórn­ar­inn­ar.

Eftir 1991 hefur átt sér stað mikil end­ur­bygg­ing gam­alla kirkna og klaustra. Nýjar kirkjur hafa einnig verið reist­ar. Nú þykir það móð­ins að vera orþódox. Á sama tíma og Pútín hefur verið haf­inn upp til skýj­anna af leið­togum orþódoxu kirkj­unn­ar, hefur gagn­rýnin vaxið gríð­ar­lega á hann og Kirill.

Í sept­em­ber 2021 fór rúss­nesk-or­þódox prestur fram á það opin­ber­lega að patrí­ark­inn gerði grein fyrir tekjum sín­um.

Dag­inn eftir var hann fjar­lægður úr emb­ætti.

Sama dag og hinn fang­els­aði and­spyrnu­mað­ur, Aleksej Naval­nyj fékk Sak­harov-verð­laun Evr­ópu­þings­ins 2021, rit­aði prestur á Face­book: „Áður gagn­rýndi ég hann, en nú er ég reiðu­bú­inn til að taka í hönd hans.“

Nokkrum dögum síðar var hann rek­inn úr emb­ætti.

Í sunnu­dags­messu 6. mars s.l. hélt prestur nokkur pré­dikun þar sem hann gagn­rýndi stríðið í Úkra­ínu.

Fjórum dögum síðar var hann sektaður um 35.000 rúbl­ur.

Sama sunnu­dag hélt Kirill patrí­arki einnig pré­dik­un. Í stað þess að for­dæma stríðið tal­aði hann um skrúð­göngur til stuðn­ings sam­kyn­hneigð­um, og lét í það skína að almenn við­ur­kenn­ing á slíkum pride-við­burðum kynni að rétt­læta það sem gerst hefur í Úkra­ínu. Stríðið er þar með í hans augum eins konar heil­agt stríð gegn vest­rænum skoð­unum og lífs­hátt­um.

Pré­dik­unin dró taum hins rúss­neska við­horfs „rus­skij mir“ [rús­senskur frið­ur], um að fólkið sem stofnað hafði hið forna Kiev-­ríki væri fólk hverrar saga ætti sam­leið með orþódoxri trú.

Auglýsing

Margir vilja meina að slík hug­taka­notkun end­ur­spegli rúss­neska þjóð­rembu og póli­tískan metn­að, þar sem rúss­nesk tunga, trú og sögu­skiln­ingur eigi að ríkja þar sem nú er Rúss­land, Úkra­ína og Hvíta-Rúss­land. Og hugs­an­lega á öllu svæð­inu sem eitt sinn til­heyrði Rúss­neska heims­veld­inu eða Sov­ét­ríkj­un­um.

Er ég vann að ritun nýj­ustu bókar minnar um vald og trú í A-Evr­ópu hitti ég marga orþódoxa sem heyra undir patrí­ark­ann í Moskvu, en töldu sig alls ekki vilja eiga nokkuð saman að sælda við þessa hug­taka­notkun og voru óró­legir yfir þróun mála innan kirkj­unn­ar.

Nunna nokkur í Solovet­ski­j-klaustr­inu við Hvíta­hafið finnst það miður að kirkjan væri á leið í þræls­fjötra hjá rík­is­vald­inu. Hún reynir að halda sig fjarri opin­beru kirkju­valdi.

Gamli prest­ur­inn sem ég hitti í Pskov, hefur sofið illa um nætur og ber lítið traust til ungra presta. Hann kall­aði þá sov­éska og ung­komma í hugs­un.

En slíkar gagn­rýn­is­raddir geta gufað fljótt upp innan hins stóra hóps orþódoxa í Rúss­landi, sem and­spænis heila­þvotti sjón­varps­stöðv­anna virð­ast vera álíka sann­færðar í trú sinni og þau sem trúa á Guð.

En eitt­hvað er að ger­ast. Í Úkra­ínu steig fram emb­ætt­is­maður bisk­ups­dæm­is­ins í Moskvu, fyrrum sauð­tryggur fylgj­andi Kirills, metrópolitan Onu­frij og gagn­rýndi stríðið á fyrsta degi og for­dæmdi það.

Ef Kirill tapar trausti og valdi yfir þeim 12.000 söfn­uðum sem til­heyra Onu­fri­js, er víst að stríð Pútíns fer ekki heldur eins og stefnt er að.

Náið sam­band ríkis og kirkju er ekki nei­kvætt í sjálfu sér. En þegar ríkið er farið að kúga kirkj­una þarf hún að gefa sínar skýr­ing­ar. Já, í enn rík­ara máli þegar ríkið fer í stríð sem að hluta til er rétt­lætt með hug­tökum og gildum sem eiga sínar rætur í kirkj­unni.

Höf­undur er fjöl­miðla­fræð­ingur og rit­höf­und­ur. Hann hefur m.a. ritað bæk­urn­ar: Put­ins presse og Makten & Troen – en reise til de vakreste kirkene og klostrene i Europa.

Örn Bárður Jóns­son íslenskaði en hægt er að lesa grein­ina á frum­mál­inu hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar