Hugsum með höfðinu

Guðmundur Þorsteinsson svarar leiðara sem birtist í Kjarnanum um nýliðna helgi.

Auglýsing

Bára Huld Beck skrifar leið­ara Kjarn­ans laug­ar­dag­inn 26. mars sl.

Umfjöll­un­ar­efnið er ofar­lega á baugi í umræðu dags­ins: nýt­ing og/eða vernd nátt­úru­auð­linda okk­ar. Kveikjan er ummæli höfð eftir Heið­ari Guð­jóns­syni for­stjóra um fólk sem seg­ist hugsa með hjart­anu en tali með rass­in­um.

Því miður fellur Bára Huld í þá gryfju að nota hug­takið nátt­úra eins og þar sé um að ræða fyr­ir­bæri sem sé ein­hvers­konar aðili sem eigna megi ýmsa eig­in­leika eins og að eiga sjálf­stæða hags­muni, hún geti orðið fyrir tjóni, verð­launað góða hegðun og jafn­vel refsað fyrir mis­gerð­ir. (Til skýr­ingar skal þess getið að orðið tjón felur í sér ein­hvers konar skaða sem aðeins form­legur aðili getur orðið fyr­ir. Nátt­úran getur hins vegar orðið fyrir raski af völdum manna eða ann­arra nátt­úru­afla). Í þeirri fall­gryfju er hún í fjöl­mennum félags­skap með mörgum ágætum lista­mönn­um og öðrum húman­ist­um. Má þar nefna sér­stak­lega Pál Skúla­son, fyrrum rektor HÍ þar sem Bára Huld vitnar í skrif hans.

Til að hægt sé að eiga skil­virka sam­ræðu um mál­efni þurfa máls­að­ilar að leggja nokkurn veg­inn sama skiln­ing í þau hug­tök sem notuð eru. Stutta skil­grein­ingin á nátt­úru er vænt­an­lega sú að þar sé um að ræða þann hluta umhverfis okkar sem ekki er mann­gerður og tekur þá hnatt­rænt til bæði líf­rík­is­ins og ann­arra nátt­úru­fyr­ir­bæra.

Af því leiðir að það er hrein rökvilla að ræða um nátt­úr­una sem ein­hvers konar hags­muna­að­ila eins og Bára Huld og fleiri gera.

Hún gerir sér tíð­rætt um „mann­hverf við­horf til nátt­úr­unn­ar“ og telur það ranga og ófull­nægj­andi nálg­un, segir orð­rétt:

„Mann­hverf við­horf til nátt­úru snú­ast um að mað­ur­inn sé yfir­burða­vera og sé í raun æðri nátt­úr­unni, þ.e. menn­irnir geti gert hvað sem þeir vilja við nátt­úr­una og auð­lindir jarðar ef það hentar þeim. Mað­ur­inn hafi þannig engar sið­ferði­legar skyldur gagn­vart nátt­úr­unni heldur aðeins gagn­vart öðrum mönnum sem einnig hafa sið­ferð­is­vit­und.

og

Ómann­hverf við­horf til nátt­úru lýsa sér í þeirri sýn á nátt­úr­una að hún hafi gildi í sjálfu sér, algjör­lega óháð mann­legri reynslu eða upp­lif­un. Menn­irnir eru hluti af heild­inni og þeim er skylt að horfa sömu sið­ferði­legu augum til nátt­úr­unnar eins og ann­arra manna.“

Varla verður því mælt á móti að mað­ur­inn er yfir­burða­vera í þeim skiln­ingi að hann er hin eina skepna jarð­ar­innar sem hefur tækni­lega getu til að gera næstum hvað sem er við nátt­úr­una og er á sama hátt eina skepnan sem getur haft ein­hvers konar við­horf til henn­ar, sem er þá óhjá­kvæmi­lega mann­hverft. Af skil­grein­ing­unni leiðir líka að nátt­úran hefur ekk­ert gildi í sjálfu sér og að við höfum engar sið­ferði­legar skyldur gagn­vart henni þar sem hún getur ekki verið aðili af því tagi sem fær notið slíkra skuld­bind­inga. Hins vegar hefur nátt­úran og öll hennar fyr­ir­bæri gildi fyrir okkur ein­stak­ling­ana hvern og einn með ýmsum og fjöl­breyti­legum hætti og frá­leitt að segja að þar með sé mönnum heim­ilt að umgang­ast umhverfi sitt eins og hverjum og einum kann að þókn­ast.

Einu sið­ferði­legu skuld­bind­ing­arnar sem verið getur um að ræða í þessu sam­band­i eru gagn­vart með­borg­urum okkar og kyn­slóðum fram­tíð­ar­innar og þær skuld­bind­ingar eru sann­ar­lega ekki létt­væg­ar. Til að standa undir þeim verðum við að nota þá víð­tæku þekk­ingu sem við höfum aflað með vís­inda­legum aðferð­um. Svo hvers­dags­legt og óróm­an­tískt sem það hljómar verður leið­ar­ljósið að vera hygg­indi og skyn­semi við að meta hags­muni mann­kyns­ins til langs tíma. Slíkt mat getur áreið­an­lega leitt til vernd­unar ákveð­inna land­svæða og nátt­úru­fyr­ir­bæra.

Auglýsing
Ágætt dæmi um slík vinnu­brögð er stefnu­mótun alþjóða­sam­fé­lags­ins í loft­lags­mál­um. Það er við­tekin skoðun að vá sé fyrir dyrum sé áfram haldið að brenna jarð­efna­elds­neyti í svo óheyri­legu magni sem verið hef­ur, ­jafnt fyrir mann­kynið allt sem aðra hluta líf­rík­is­ins. Sú stefnu­mörkun er vissu­lega dæmi um hags­muna­mat til langrar fram­tíð­ar, byggt á bestu þekk­ingu sem aflað hefur ver­ið. 

En mest­öll mann­leg starf­semi kallar á raf­orku og það í stöðugt auknum mæli. Vissu­lega er unnið hörðum höndum við að afla grænnar orku en ávinn­ing­ur­inn á því sviði gerir lítið betur en að mæta aukn­ingu í orku­þörf. Árangur í viður­eign­inni við gróð­ur­húsa­loft­teg­und­irnar fer fyrst og fremst eftir því hversu vel gengur að afla sjálf­bærrar orku. Um þessar mundir er talið að nær 80% af orku­þörf heims­ins sé mætt með bruna jarð­efna­elds­neyt­is.

Því blasir við að brýn­asta verk­efnið í hnatt­rænni nátt­úru­vernd er að auka raf­orku­fram­leiðslu frá end­ur­nýj­an­legum orku­lind­um. Það mætti því ætla að þeim sem hæst hrópa á nátt­úru­vernd sé það kapps­mál að sem mest sé virkjað af fall­vötn­um, jarð­varma og vindi en því er nú ekki aldeilis að heilsa. Flest af því fólki berst um á hæl og hnakka til að hindra slíkt. Annað hvort tekur það ekki mark á spá­dómum um ham­fara­hlýn­un­ina eða það kýs að leiða þá hjá sér vegna þess að umræðu­efnið er óþægi­legt. Gjarna er látið í veðri vaka að illa inn­rættir og orku­fíknir fjár­plógs­menn ætli sér að maka krók­inn með virkj­unum og kann að vera eitt­hvað til í því. Ein­hver tök ættu þó stjórn­völd að hafa til að hamla þar á móti og er ekki ill­skárra að ein­hver hagn­ist á góðu mál­efni en það nái ekki fram að ganga? Eigum við t.d. að hætta að kaupa raf­bíla af því að fram­leið­endur þeirra kunni að hagnast á fram­leiðslu þeirra? Eða lyf?

Bára Huld víkur lít­il­lega að franska heim­spek­ingnum Rene Descartes og frægri setn­ingu hans: Ég hugsa, því hlýt ég að vera til. Hún telur þetta dæmi um tví­hyggj­una í vest­rænni heim­speki, en ég hygg að hann hafi sett þetta fram til höf­uðs til­vist­ar­kenn­ingu kirkj­unn­ar: Ég trúi, þess vegna er ég til. Á 17. öld­inni var Rann­sókn­ar­réttur kaþ­ólsku kirkj­unnar enn við lýði og Lúth­ersk yfir­völd stund­uðu galdra­brennur ótæpi­lega. Ég hygg að Descartes hafi verið að reyna að losa um það kverka­tak sem kirkju­leg yfir­völd höfðu á frjálsri hugsun og vís­indum á þeim tíma.

Bára Huld fjallar nokkuð um þau náskyldu fyr­ir­bæri, til­finn­ingar og skynj­an­ir, sem hafa gagn­virk áhrif hvort á ann­að. Eins og hún bendir á eru þessi fyr­ir­bæri ein­stak­lings­bund­in, breyti­leg og óáreið­an­leg en jafn raun­veru­leg samt. Mætti kannski nota sam­heitið hug­hrif? Til­finn­ingar stjórna orðum okkar og gerð­um, sum­part eðl­is­læg­ar, sum­part lærð­ar. Það er því alls ekki ein­falt mál að nálg­ast og meta þessa hluti og gefa þeim vægi í umræðum og ákvörð­un­um.

Enn skal því leitað til vís­inda­legrar þekk­ingar sem segir okkur að til­finn­ingar okk­ar ­stjórn­ast af flóknum elektró-kem­is­kum boð­skiptum í heila okkar og tauga­kerfi. Það ein­faldar málið ekki mikið en getur þó komið í veg fyrir afvega­leið­andi rang­hug­mynd­ir. Þær til­finn­ingar sem við berum í brjósti hvert og eitt eru snar þáttur í til­veru okkar og inn­taki hennar og fram­hjá því verður ekki horft. Til mót­vægis koma þá einatt vits­mun­irn­ir, sem, vegna ofan­greindra ann­marka hug­hrifanna, hljóta að vega þyngra við töku ákvarð­ana um mik­il­væg mál­efni sam­fé­lags­ins til skemmri og lengri tíma.

Skila­boð mín eru því þessi: hættum að hugsa og tala með hjart­anu eða rass­in­um, notum höf­uð­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar