Eigendur kísilvers greiði til baka ríkisstyrki áður en þeir fjárfesti í mengandi verksmiðju

Birgir Þórarinsson gerði hugmyndir eigenda kísilversins á Bakka um kaup á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík að umtalsefni á Alþingi í vikunni.

Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Birgir Þór­ar­ins­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins veltir því fyrir sér hvort eig­endur kís­il­vers­ins á Bakka eigi að greiða til baka þær 4.221 millj­ónir króna sem hafi farið í jarð­göng, lóða­fram­kvæmdir og þjálf­un­ar­kostnað starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins áður en þeir fjár­festi í „meng­andi verk­smiðju í Helgu­vík sem íbú­arnir vilja ekki“.

Þetta kom fram í máli hans undir liðnum störf þings­ins í síð­ast­lið­inni viku.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í mán­uð­inum að Arion banki og PCC SE, meiri­hluta­eig­andi kís­­il­ver­s­ins PCC BakkiSil­icon hf. á Húsa­vík, hefðu und­ir­­ritað vilja­yf­­ir­lýs­ingu varð­andi mög­u­­leg kaup á kís­­il­verk­smiðj­unni í Helg­u­vík.

Auglýsing

Birgir sagði í ræðu sinni að áfalla­saga kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík væri flestum kunn. „Þegar verk­smiðjan var starf­andi þurftu margir íbúar í nágrenni hennar að leita sér lækn­is­hjálpar vegna meng­un­ar. Að lokum fór svo að rekst­ur­inn var stöðv­aður og Arion banki tók verk­smiðj­una yfir vegna skulda. Bank­inn stefndi síðan að því að selja hana aftur og lýstu íbúar á svæð­inu almennt ánægju með þau áform. Það hefur sem sagt verið mikil and­staða meðal íbúa í Reykja­nesbæ við þessa verk­smiðju, kannski skilj­an­lega.“

Vís­aði hann í fréttir af vilja­yf­ir­lýs­ing­unni. „Þau áform hafa valdið hörðum við­brögðum meðal íbúa í Reykja­nesbæ sem ótt­ast að til standi að end­ur­reisa verk­smiðj­una. Rík­is­sjóður eða skatt­greið­endur studdu mynd­ar­lega við kís­il­verk­smiðj­una á Húsa­vík á sínum tíma. Þannig borg­aði rík­is­sjóður 3.525 millj­ónir í sér­stök jarð­göng ein­göngu fyrir verk­smiðj­una, sem almenn­ingur má ekki nota, 460 millj­ónir í lóða­fram­kvæmdir við verk­smiðj­una og 236 millj­ónir vegna þjálf­un­ar­kostn­aðar starfs­manna. Fyr­ir­tækið fékk síðan 40 pró­sent afslátt af hafn­ar­gjöldum í 14 ár.

Nú dreg ég ekki úr mik­il­vægi kís­il­verk­smiðj­unnar á Bakka fyrir atvinnustigið í Norð­ur­þingi en er ekki rétt, má ekki hugsa það sem svo, að fyr­ir­tækið greiði rík­is­sjóði til baka þær 4.221 millj­ónir króna sem það fékk í styrki frá skatt­greið­endum áður en það fer að fjár­festa í meng­andi verk­smiðju í Helgu­vík sem íbú­arnir vilja ekki?“ spurði hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent