Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?

Framkvæmdastjóri Landverndar segir ávinninginn af raforkuframleiðslu Íslendinga fara að verulegu leyti úr landi. Hún segir að raforkan sem nú fer til stóriðju geti skapað verðmæti annarsstaðar. Mikið afl sé í fjölbreyttu íslensku atvinnulífi.

Auglýsing

Efna­hags­leg verð­mæti sem Ísland skapar á hverja ein­ingu raf­orku eru þau fjórðu lægstu í víðri ver­öld á sama tíma og Ísland er langstærsti raf­orku­fram­leið­andi heims. Raunar fram­leiða Íslend­ingar tvö­falt meiri raf­orku á mann en það land sem kemur næst á list­an­um. Þetta segir okkur að Íslend­ingar séu að sóa þeim gríð­ar­legu verð­mætum sem fel­ast í nátt­úru­spill­andi orku­öfl­un. En hvað veld­ur? Í hvað er raf­orkan að fara sem veldur svo lélegum efna­hags­legum heimt­um?

Stór­iðjan gleypir stærstan hluta raf­orkunnar

Skv. tölum Orku­stofn­unar nota stórnot­endur 78% raf­orkunn­ar. Þetta er málm­bræðsla (ál­ver og kís­il­ver) með 73% og gagna­ver með 4% raf­orkunn­ar. Íslenskt sam­fé­lag notar ekki nema 17% raf­orkunnar en það sem upp á vantar er orka sem glat­ast í kerf­inu. Málm­bræðsla á Íslandi er sum sé í efna­hags­legu til­liti afar léleg ráð­stöfun á raf­orku. 

Verð­mæti sem íslensk nátt­úra skapar sitja eftir í land­inu

Fyrir heims­far­ald­ur­inn var útflutn­ings­verð­mæti ferða­þjón­ust­unnar hæst allrar atvinnu­starf­semi á Íslandi. Helsta sölu­vara ferða­þjón­ust­unnar er íslensk lítt röskuð nátt­úra og stærstur hluti þeirra verð­mæta sem ferða­þjón­ustan skapar verður eftir í íslensku sam­fé­lagi. Tekjur í ferða­þjón­ustu á hvern íbúa hækk­uðu um 240% á lands­vísu frá árunum 2012 til 2019. Mun fleiri hafa lifi­brauð sitt af ferða­þjón­ustu en orku­frekum málm­bræðsl­um.

Auglýsing
Þessu til við­bótar greiða stórnot­endur raf­orku á Ísland­i litla sem enga skatta af hagn­aði hér­lendis þar sem hann endar hjá erlendum móð­ur­fyr­ir­tækj­u­m. ­Út­flutn­ings­verð­mæti málm­bræðsl­unnar er vissu­lega mikið en það verður að líta til allra hliða máls­ins til að reikna rétt. Þá kemur í ljós sú dap­ur­leg stað­reynd að ávinn­ing­ur­inn af gríð­ar­legri raf­orku­fram­leiðslu Íslend­inga fer að veru­legu leyti úr landi.

Lausnir gær­dags­ins eru úreltar – ný hugsun óskast

Sam­tök iðn­að­ar­ins og fleiri vilja telja Íslend­ingum trú um að raf­orka sem nú fer til stór­iðju geti ekki skapað verð­mæti nokk­urs staðar ann­ars­staðar en akkúrat þar. Að þeirra mati er eina lausnin að halda áfram að sóa orkunni í álver og annan meng­andi iðnað í stað þess að nýta hana skyn­sam­lega í efna­hags­legu til­liti. Stað­reyndin er að það er mikið afl í fjöl­breyttu íslensku atvinnu­lífi og engin ástæða til að ótt­ast að allt legg­ist í dróma þó raf­orku­frek starf­semi verði ekki sett í for­gang og íslenskri nátt­úru spillt. Það skortir ekki önnur og nátt­úru­vænni tæki­færi til að tryggja vel­sæld til langrar fram­tíð­ar. 

Lausnir gær­dags­ins sem sköp­uðu lofts­lags­vand­ann, eins og hin gjald­þrota stór­iðju­stefna, munu ekki geta leyst hann. Við þurfum nýja og fram­sækna hugsun þar sem nátt­úru­vernd og lofts­lags­vernd hald­ast í hendur um leið og lífs­gæði allra verða tryggð. Land­vernd hefur sett fram fram­tíð­ar­sýn þar sem þetta fer allt sam­an­. Hömlu­laus ásókn í gæði lands­ins, eins og sett var fram í skýrslu starfs­hóps umhverf­is­ráð­herra um stöðu og áskor­anir í orku­mál­um, til­heyrir gær­deg­in­um. Fram­tíðin krefst nýrrar hugs­un­ar, fjöl­breytts atvinnu­lífs þar sem virð­ing er borin fyrir auð­lind­unum sem fel­ast í nátt­úru lands­ins - og þar sem arð­ur­inn af auð­lind­unum situr eftir sam­fé­lag­inu til hags­bóta bæði í nútíð og ekki síst fyrir kyn­slóðir fram­tíð­ar­inn­ar.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar