Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?

Framkvæmdastjóri Landverndar segir ávinninginn af raforkuframleiðslu Íslendinga fara að verulegu leyti úr landi. Hún segir að raforkan sem nú fer til stóriðju geti skapað verðmæti annarsstaðar. Mikið afl sé í fjölbreyttu íslensku atvinnulífi.

Auglýsing

Efna­hags­leg verð­mæti sem Ísland skapar á hverja ein­ingu raf­orku eru þau fjórðu lægstu í víðri ver­öld á sama tíma og Ísland er langstærsti raf­orku­fram­leið­andi heims. Raunar fram­leiða Íslend­ingar tvö­falt meiri raf­orku á mann en það land sem kemur næst á list­an­um. Þetta segir okkur að Íslend­ingar séu að sóa þeim gríð­ar­legu verð­mætum sem fel­ast í nátt­úru­spill­andi orku­öfl­un. En hvað veld­ur? Í hvað er raf­orkan að fara sem veldur svo lélegum efna­hags­legum heimt­um?

Stór­iðjan gleypir stærstan hluta raf­orkunnar

Skv. tölum Orku­stofn­unar nota stórnot­endur 78% raf­orkunn­ar. Þetta er málm­bræðsla (ál­ver og kís­il­ver) með 73% og gagna­ver með 4% raf­orkunn­ar. Íslenskt sam­fé­lag notar ekki nema 17% raf­orkunnar en það sem upp á vantar er orka sem glat­ast í kerf­inu. Málm­bræðsla á Íslandi er sum sé í efna­hags­legu til­liti afar léleg ráð­stöfun á raf­orku. 

Verð­mæti sem íslensk nátt­úra skapar sitja eftir í land­inu

Fyrir heims­far­ald­ur­inn var útflutn­ings­verð­mæti ferða­þjón­ust­unnar hæst allrar atvinnu­starf­semi á Íslandi. Helsta sölu­vara ferða­þjón­ust­unnar er íslensk lítt röskuð nátt­úra og stærstur hluti þeirra verð­mæta sem ferða­þjón­ustan skapar verður eftir í íslensku sam­fé­lagi. Tekjur í ferða­þjón­ustu á hvern íbúa hækk­uðu um 240% á lands­vísu frá árunum 2012 til 2019. Mun fleiri hafa lifi­brauð sitt af ferða­þjón­ustu en orku­frekum málm­bræðsl­um.

Auglýsing
Þessu til við­bótar greiða stórnot­endur raf­orku á Ísland­i litla sem enga skatta af hagn­aði hér­lendis þar sem hann endar hjá erlendum móð­ur­fyr­ir­tækj­u­m. ­Út­flutn­ings­verð­mæti málm­bræðsl­unnar er vissu­lega mikið en það verður að líta til allra hliða máls­ins til að reikna rétt. Þá kemur í ljós sú dap­ur­leg stað­reynd að ávinn­ing­ur­inn af gríð­ar­legri raf­orku­fram­leiðslu Íslend­inga fer að veru­legu leyti úr landi.

Lausnir gær­dags­ins eru úreltar – ný hugsun óskast

Sam­tök iðn­að­ar­ins og fleiri vilja telja Íslend­ingum trú um að raf­orka sem nú fer til stór­iðju geti ekki skapað verð­mæti nokk­urs staðar ann­ars­staðar en akkúrat þar. Að þeirra mati er eina lausnin að halda áfram að sóa orkunni í álver og annan meng­andi iðnað í stað þess að nýta hana skyn­sam­lega í efna­hags­legu til­liti. Stað­reyndin er að það er mikið afl í fjöl­breyttu íslensku atvinnu­lífi og engin ástæða til að ótt­ast að allt legg­ist í dróma þó raf­orku­frek starf­semi verði ekki sett í for­gang og íslenskri nátt­úru spillt. Það skortir ekki önnur og nátt­úru­vænni tæki­færi til að tryggja vel­sæld til langrar fram­tíð­ar. 

Lausnir gær­dags­ins sem sköp­uðu lofts­lags­vand­ann, eins og hin gjald­þrota stór­iðju­stefna, munu ekki geta leyst hann. Við þurfum nýja og fram­sækna hugsun þar sem nátt­úru­vernd og lofts­lags­vernd hald­ast í hendur um leið og lífs­gæði allra verða tryggð. Land­vernd hefur sett fram fram­tíð­ar­sýn þar sem þetta fer allt sam­an­. Hömlu­laus ásókn í gæði lands­ins, eins og sett var fram í skýrslu starfs­hóps umhverf­is­ráð­herra um stöðu og áskor­anir í orku­mál­um, til­heyrir gær­deg­in­um. Fram­tíðin krefst nýrrar hugs­un­ar, fjöl­breytts atvinnu­lífs þar sem virð­ing er borin fyrir auð­lind­unum sem fel­ast í nátt­úru lands­ins - og þar sem arð­ur­inn af auð­lind­unum situr eftir sam­fé­lag­inu til hags­bóta bæði í nútíð og ekki síst fyrir kyn­slóðir fram­tíð­ar­inn­ar.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar