Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?

Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar um bága stöðu þolenda í réttarkerfinu og segir lágt sakfellingarhlutfall mikið áhyggjuefni. „Hvað þýðir að mál sé „nógu líklegt til sakfellingar“? Af hverju er verið að fella svona mörg mál niður?“

Auglýsing

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkja­banda­lag Íslands hafa skilað inn sam­eig­in­legri skugga­skýrslu til nefndar sem starfar á grund­velli samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart konum (Kvenna­sátt­mál­ans). Nefndin und­ir­býr nú fund þar sem full­trúar íslenska rík­is­ins munu sitja fyrir svörum um fram­kvæmd Kvenna­sátt­mál­ans.

Í skýrsl­unni var m.a. gerð grein fyrir bágri stöðu þolenda í rétt­ar­kerf­inu. Það þarf að ráð­ast í alls­herjar breyt­ingar á því og fara í gagn­gera end­ur­skoð­un. Þrátt fyrir að rétt­ar­kerfið virki vel ýmsum mál­um, þá virð­ist kerfið ekki vera í stakk búið til að takast á við kyn­bundið ofbeldi og þau mál sem ger­ast í skjóli einka­lífs­ins og skilar því oft ósann­gjörnum nið­ur­stöðum sem end­ur­spegla raun­veru­leika kvenna.

Auglýsing

Lágt sak­fell­ing­ar­hlut­fall er mikið áhyggju­efni. Hvað þýðir að mál sé „nógu lík­legt til sak­fell­ing­ar“? Af hverju er verið að fella svona mörg mál nið­ur? Hvers vegna er hægt að fella niður mál því það þyki „ekki lík­legt til sak­fell­ing­ar“ þegar erfða­efni (DNA) liggur fyr­ir, sem og vitni? Hvernig eiga þá önnur mál að eiga séns? Hver er að fella þessi mál nið­ur? Þetta þarf að skoða nán­ar. Ein­hverjar ástæður nið­ur­felldra mála má rekja til of ríkrar sönn­un­ar­byrðar og/eða að rann­sókn hafi tekið of langan tíma. Maður sem var kærður fyrir til­raun til nauðg­unar í októ­ber 2021 hefur ekki ennþá verið birt kær­an. 105 dagar eru liðnir frá því hann var kærður og enn er ekki búið að taka skýrslu af hinum kærða. Þegar mál drag­ast á lang­inn eiga vitni eiga erf­ið­ara með að fram­kalla minn­ingar frá atburð­in­um. Það þarf aukið fjár­magn, aukna þekk­ingu fólks sem starfar í mála­flokkn­um, sem og að ráð­ast í rót­tækar breyt­ingar eins og nefnt var hér fyrir ofan. Það þarf einnig að leggja þyngra vægi á orð þolenda og sál­fræð­inga. Eitt nei kærðs manns vegur hærra en sann­anir og orð kær­anda í kerf­inu eins og það virkar í dag.

Einnig lýsir skýrslan yfir miklum áhyggjum af því að ger­endur geti nýtt kerfið gegn þolendum sínum og beitt þau þannig áfram­hald­andi ofbeldi í formi kæru fyrir rangar sak­ar­giftir og/eða æru­meið­ing­ar. Það þarf að end­ur­skoða þessa mögu­leika og útsetja þannig að aug­ljósar vís­bend­ingar þurfi að liggja fyrir svo hægt sé að kæra fyrir rangar sak­ar­giftir eða æru­meið­ing­ar, ann­ars er þetta enn eitt þögg­un­ar- og ofbeldistólið sem ger­endur hafa aðgang að.

Það er umhugs­un­ar­efni að lands­réttur snúi við dómum í kyn­ferð­is­of­beld­is­málum oftar en í öllum öðrum málum og má setja spurn­ing­ar­merki við að kyn­ferð­is­brot fyrn­ist. Í kjöl­far vit­unda­vakn­inga í sam­fé­lag­inu eru konur opn­ari fyrir því að skila skömminni og hjá sumum felst það í að leggja fram kæru, sama hversu mörg ár hafa liðið frá atburð­in­um. Þær hins­vegar geta það ekki nema þær hafi verið undir 18 ára þegar brotið var á þeim. Þetta þarf að end­ur­skoða. Einnig þarf að skoða betur lag­ara­mmann í kringum staf­ræn kyn­ferð­is­brot og fyrn­ing­ar­tíma á þeim. Oft á tíðum eru þolendur staf­ræns kyn­ferð­is­brots ungar stúlkur sem gætu viljað kæra í náinni fram­tíð.

Auglýsing

Fólk veigrar sér að kæra kyn­ferð­is­of­beldi því þau trúa ekki að rétt­lætið muni sigra. Þetta sést svart á hvítu þegar teknar eru saman tölur frá árinu 2020 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, frá Stíga­mótum (299 nýjar heim­sókn­ir), Bjark­ar­hlíð (827 nýjar heim­sókn­ir) og Neyð­ar­mót­töku Land­spít­al­ans (130 nýjar heim­sókn­ir) og borið saman við tölur til­kynntar til lög­regl­unnar á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu (tæp 100 mál) og þær sem rík­is­sak­sókn­ari greindi frá (325 með­höndluð mál).

Það er ólíð­andi að kerfið sem á að gæta hags­muna þolenda og vernda þá sé ítrekað að bregð­ast er tengj­ast kyn­bundnu ofbeldi. Það er ekki boð­legt að fólk veigri sér að leita réttar síns vegna þess hvernig rétt­ar­kerfið tekur á þeirra mál­um. Einnig má setja spurn­ing­ar­merki við það hvernig hæsta­rétt­ar­lög­fræð­ing­ar, aðstoð­ar­maður dóms­mála­ráð­herra, fjöl­miðl­ar, lög­reglu­fólk og sam­fé­lagið í heild sinni kom­ast upp með að hefja og við­halda aðför að þolend­um. Þetta þarf að rann­saka og taka föstum tök­um.

Að öllu upp­töldu er kannski ekki skrítið að þolendur veigri sér að leita réttar síns. Við hvetjum því íslenska ríkið til að auka fjár­magn í mál­efni sem bæta stöðu þolenda, gera kynja- og kyn­fræðslu að skyldu­náms­grein og íhuga alls­herjar breyt­ingar á kerf­inu.

Höf­undur er ein af stjórn­ar­konum Öfga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar