Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?

Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar um bága stöðu þolenda í réttarkerfinu og segir lágt sakfellingarhlutfall mikið áhyggjuefni. „Hvað þýðir að mál sé „nógu líklegt til sakfellingar“? Af hverju er verið að fella svona mörg mál niður?“

Auglýsing

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkja­banda­lag Íslands hafa skilað inn sam­eig­in­legri skugga­skýrslu til nefndar sem starfar á grund­velli samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart konum (Kvenna­sátt­mál­ans). Nefndin und­ir­býr nú fund þar sem full­trúar íslenska rík­is­ins munu sitja fyrir svörum um fram­kvæmd Kvenna­sátt­mál­ans.

Í skýrsl­unni var m.a. gerð grein fyrir bágri stöðu þolenda í rétt­ar­kerf­inu. Það þarf að ráð­ast í alls­herjar breyt­ingar á því og fara í gagn­gera end­ur­skoð­un. Þrátt fyrir að rétt­ar­kerfið virki vel ýmsum mál­um, þá virð­ist kerfið ekki vera í stakk búið til að takast á við kyn­bundið ofbeldi og þau mál sem ger­ast í skjóli einka­lífs­ins og skilar því oft ósann­gjörnum nið­ur­stöðum sem end­ur­spegla raun­veru­leika kvenna.

Auglýsing

Lágt sak­fell­ing­ar­hlut­fall er mikið áhyggju­efni. Hvað þýðir að mál sé „nógu lík­legt til sak­fell­ing­ar“? Af hverju er verið að fella svona mörg mál nið­ur? Hvers vegna er hægt að fella niður mál því það þyki „ekki lík­legt til sak­fell­ing­ar“ þegar erfða­efni (DNA) liggur fyr­ir, sem og vitni? Hvernig eiga þá önnur mál að eiga séns? Hver er að fella þessi mál nið­ur? Þetta þarf að skoða nán­ar. Ein­hverjar ástæður nið­ur­felldra mála má rekja til of ríkrar sönn­un­ar­byrðar og/eða að rann­sókn hafi tekið of langan tíma. Maður sem var kærður fyrir til­raun til nauðg­unar í októ­ber 2021 hefur ekki ennþá verið birt kær­an. 105 dagar eru liðnir frá því hann var kærður og enn er ekki búið að taka skýrslu af hinum kærða. Þegar mál drag­ast á lang­inn eiga vitni eiga erf­ið­ara með að fram­kalla minn­ingar frá atburð­in­um. Það þarf aukið fjár­magn, aukna þekk­ingu fólks sem starfar í mála­flokkn­um, sem og að ráð­ast í rót­tækar breyt­ingar eins og nefnt var hér fyrir ofan. Það þarf einnig að leggja þyngra vægi á orð þolenda og sál­fræð­inga. Eitt nei kærðs manns vegur hærra en sann­anir og orð kær­anda í kerf­inu eins og það virkar í dag.

Einnig lýsir skýrslan yfir miklum áhyggjum af því að ger­endur geti nýtt kerfið gegn þolendum sínum og beitt þau þannig áfram­hald­andi ofbeldi í formi kæru fyrir rangar sak­ar­giftir og/eða æru­meið­ing­ar. Það þarf að end­ur­skoða þessa mögu­leika og útsetja þannig að aug­ljósar vís­bend­ingar þurfi að liggja fyrir svo hægt sé að kæra fyrir rangar sak­ar­giftir eða æru­meið­ing­ar, ann­ars er þetta enn eitt þögg­un­ar- og ofbeldistólið sem ger­endur hafa aðgang að.

Það er umhugs­un­ar­efni að lands­réttur snúi við dómum í kyn­ferð­is­of­beld­is­málum oftar en í öllum öðrum málum og má setja spurn­ing­ar­merki við að kyn­ferð­is­brot fyrn­ist. Í kjöl­far vit­unda­vakn­inga í sam­fé­lag­inu eru konur opn­ari fyrir því að skila skömminni og hjá sumum felst það í að leggja fram kæru, sama hversu mörg ár hafa liðið frá atburð­in­um. Þær hins­vegar geta það ekki nema þær hafi verið undir 18 ára þegar brotið var á þeim. Þetta þarf að end­ur­skoða. Einnig þarf að skoða betur lag­ara­mmann í kringum staf­ræn kyn­ferð­is­brot og fyrn­ing­ar­tíma á þeim. Oft á tíðum eru þolendur staf­ræns kyn­ferð­is­brots ungar stúlkur sem gætu viljað kæra í náinni fram­tíð.

Auglýsing

Fólk veigrar sér að kæra kyn­ferð­is­of­beldi því þau trúa ekki að rétt­lætið muni sigra. Þetta sést svart á hvítu þegar teknar eru saman tölur frá árinu 2020 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, frá Stíga­mótum (299 nýjar heim­sókn­ir), Bjark­ar­hlíð (827 nýjar heim­sókn­ir) og Neyð­ar­mót­töku Land­spít­al­ans (130 nýjar heim­sókn­ir) og borið saman við tölur til­kynntar til lög­regl­unnar á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu (tæp 100 mál) og þær sem rík­is­sak­sókn­ari greindi frá (325 með­höndluð mál).

Það er ólíð­andi að kerfið sem á að gæta hags­muna þolenda og vernda þá sé ítrekað að bregð­ast er tengj­ast kyn­bundnu ofbeldi. Það er ekki boð­legt að fólk veigri sér að leita réttar síns vegna þess hvernig rétt­ar­kerfið tekur á þeirra mál­um. Einnig má setja spurn­ing­ar­merki við það hvernig hæsta­rétt­ar­lög­fræð­ing­ar, aðstoð­ar­maður dóms­mála­ráð­herra, fjöl­miðl­ar, lög­reglu­fólk og sam­fé­lagið í heild sinni kom­ast upp með að hefja og við­halda aðför að þolend­um. Þetta þarf að rann­saka og taka föstum tök­um.

Að öllu upp­töldu er kannski ekki skrítið að þolendur veigri sér að leita réttar síns. Við hvetjum því íslenska ríkið til að auka fjár­magn í mál­efni sem bæta stöðu þolenda, gera kynja- og kyn­fræðslu að skyldu­náms­grein og íhuga alls­herjar breyt­ingar á kerf­inu.

Höf­undur er ein af stjórn­ar­konum Öfga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar