Gamli freki auðkýfingurinn vill ennþá sprengja hvali

Jóhann S. Bogason skrifar um hvalveiðar og að aðeins einn Íslendingur þverskallist „við að halda þessari villimennsku til streitu“.

Auglýsing

Um ára­tuga­skeið hafa íslensk stjórn­völd haldið hlífi­skildi yfir við­bjóðs­legum veiðum Íslend­inga á ein­hverjum merk­ustu og stærstu líf­verum Jarð­ar. Þessi dýr eru spen­dýr, og það felur ein­fald­lega í sér að þau eiga afkvæmi sem drekka mjólk af spena móð­ur­innar til að dafna. Rétt eins og mæður okkar hafa nært allar mann­eskjur um óra­tíma. Þetta eru vit­an­lega skíð­is­hval­ir, enda er nú búið að ganga svo nærri búr­hvölum að þeir voru við það að verða aldauða. Og ennþá veita íslensk stjórn­völd leyfi til að skjóta sprengju­skutlum í lang­reyð­ar.

Nú þegar tölu verður ekki kastað á þær dýra­teg­und­ir, sem eiga veru­lega undir högg að sækja um heim allan vegna taum­lausrar græðgi auð­ugra manna, þá er það þyngra en tárum taki að á ný rumskar furðu­lega sjálf­hverf íslensk risa­eðla.

Kotrosk­inn hyggst íslenski ólig­ar­k­inn Krist­ján Lofts­son enn og aftur bjóða heim­inum byrg­inn, til þess eins að við­halda þeirri sjúk­legu áráttu sinni að drepa hvali. Það vill hann gera enn og aftur með því að skjóta sprengjum í ein­hver stærstu og til­komu­mestu spen­dýrin í sögu Jarð­ar, rétt eins og hann hefur kom­ist upp með að gera í marga ára­tugi.

Þessi millj­arða­mær­ingur þyk­ist geta grætt enn meiri pen­ing og ætlar sér lík­ast til að bræða hval­ina niður í fæðu­bót­ar­efni fyrir gjör­vallt mann­kyn. Það var síð­asta útspil ólig­ar­kans Krist­jáns Loft­sonar – þegar útséð var að honum dygði ekki að fragta hvala­slátrið sitt yfir meira en hálfan hnött­inn með skipum í óþökk allrar heims­byggð­ar­innar með stór­kost­legum til­kostn­aði – og fólst í „glæ­nýrri“ hug­mynd hans um að það mætti mögu­lega græða á því að skjóta sprengjum í hvali og að breyta öllu þessu kjöt­gumsi úr þeim í fæðu­bót­ar­efni, einkum fyrir bág­stadda Asíu­búa. Gamli, freki auð­kýf­ing­ur­inn bindur lík­ast til vonir við að vera áhrifa­valdur í nafni fæðu­bót­ar­efna. Enda þyk­ist Krist­ján Lofts­son vita það, að fátt er um þessar mundir mik­il­væg­ara fyrir mann­kyn en nið­ur­brætt fæðu­bót­ar­efni úr hræjum hvala. Það var og.

Auglýsing

Þetta ræddi millj­arða­mær­ing­ur­inn glað­hlakka­lega nýverið við eitt­hvert mesta og stæk­asta aft­ur­hald okkar tíma á Útvarpi Sögu. Þar hamp­aði Krist­ján Lofts­son þeirri skoðun sinni að hvalir væru fyrst og fremst til ama. Þetta væru bara ein­fald­lega að hans mati leið­inda­kvik­indi. Eig­in­lega bara hel­ber mein­dýr. Sem dæmi bar hann því við, að skip sigla stundum á hvali, sem honum þykir ákaf­lega slæmt – fyrir skip­in. Eins benti þessi mold­ríki íslenski ólig­arki á að hvali reki stundum á strendur – mögu­lega eftir að skip hafa siglt á þá – og ef það eru sól­ar­landa­strendur sem verða fyrir slíkum „hval­reka“, þá verður megn almenn óánægja með slíkar trakt­er­ingar af hálfu hafs­ins, enda væri það jafnan mikið og kostn­að­ar­samt umstang að draga hvala­hræin á haf út. Að hans mati eru hvalir bara til óþurft­ar. Þarna hefur þessum mold­ríka gamla karli tek­ist að hafa enda­skipti á ævafornri við­tek­inni merk­ingu orðs­ins „hvalreki“. Fyrir honum eru hvalir mein­dýr.

Ein­hverra hluta vegna þá eru ótal Íslend­ingar sam­mála þessum þvætt­ingi og virð­ast sam­mála því, að það að drepa þessar mögn­uðu skepnur sé ekki ein­asta guðs­þakk­ar­vert, heldur enn­fremur að slík ódæði séu í ein­hverju nánu sam­bandi við forn­fá­legar hug­myndir land­ans um „full­veldi“ Íslands. Að skjóta sprengjum í stór­hveli varði bein­línis meint „sjálf­stæði“ okk­ar. Þetta er vit­an­lega auð­virði­legt bull.

Það eru marg­vís­leg nýleg dæmi af hval­veiðum okkar „sjálf­stæðu og full­valda“ Íslend­ing­um, sem lýsa svo stór­kost­legu mis­kunn­ar­leysi í algerri yfir­burða­stöðu gagn­vart þessum merki­legu skepn­um, að það er ein­fald­lega ekki hægt að kalla það neitt annað en hreina og beina ill­mennsku. En það að sprengja endrum og sinnum upp sirka­bát rúmmetra af holdi spen­dýrs telur Krist­ján Lofts­son vera ásætt­an­legan fórn­ar­kostn­að. Fyrir hann sjálf­an.

Þetta er ein­fald­lega bara hátta­lag manna sem eru í besta falli sið­blindir og er nákvæm­lega ástæða þess að við menn­irnir erum nú að útrýma dýra­teg­undum á skala sem má jafna við þær ham­far­ir, sem áttu sér stað þegar risa­stór loft­einn skall á Jörð­inni og útrýmdi mest­öllu lífi á landi fyrir ein­hverjum 65 milljón árum.

Bara sú hug­mynd að „veiða“ hvali með því að skjóta í þá skutli með sprengi­hleðslu hlýtur sér­hverjum sóma­kærum „sport­veiði­manni“ að þykja við­bjóðs­leg. Sá „sport­veiði­mað­ur“ má eiga sportið í því við sjálfan sig. Það breytir engu um að þetta er vit­an­lega laun­morð gagn­vart grun­lausri skepnu. Hvalir eru nefni­lega dálítið mikið eins og kýr. Þeir eru ekki styggir eins og hrein­dýr. Þeir synda bara mak­inda­lega um óra­vegu í haf­inu og skófla í sig átu í úthöf­un­um, syngja sína söngva og von­ast til að söngvar þeirra nái í gegnum sífelldan ærandi nið­inn af sigl­ingum ótal skipa. Þeir vilja bara fá sína maga­fylli og að geta af sér sín afkvæmi.

Samt sem áður eru nú komnar fram ein­hvers konar þrá­látar þjóð­sögur um íslenskar „full­veld­is­hetj­ur“ sem skjóta sprengjum í hvali og virð­ast ævin­lega reiðu­búnir til að koma fram í fjöl­miðlum til að hreykja sér af því. Næg eru dæm­in. Því­líkir ves­al­ings aum­ingj­ar. Þeir gætu eins hafa skotið sprengjum í kýr.

Það er bara einn maður sem þverskall­ast við að halda þess­ari villi­mennsku til streitu. Þetta er gamli auð­kýf­ing­ur­inn sem gat beðið sjálfan sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra íslensku þjóð­ar­innar – þann væna og bón­góða mann sem var svo umhugað um líðan vina sinna eins og dæmin sanna – um að breyta reglu­gerð um vinnslu á mat­vælum til mann­eldis sér í vil. Fyrst og fremst til að það mætti telj­ast algjör­lega ásætt­an­legt að mávar skitu yfir aðgerð­ar­plan hans. Vit­an­lega varð ráð­herr­ann við því. Enda sér gjöf ævin­lega til gjalda.

Allir sæmi­lega skyn­samir menn vita sem er að styrkir íslenska ólig­ar­kans til Sjálf­stæð­is­flokks­ins – sem vit­an­lega nema tug­millj­ónum króna – hafi markað póli­tíska stefnu flokks­ins og „full­veld­is­sinn­aðra Íslend­inga“ varð­andi hval­veiðar und­an­farna ára­tugi. Eins er nokkuð aug­ljóst að Haf­rann­sókn­ar­stofnun hefur gert út fjöl­marga lærða hvala­sér­fræð­inga, sem hafa sam­visku­sam­lega safnað saman ógrynni af „líf­fræði­legum sýn­um“ úr sprengdum hvöl­um, án þess að allt þetta umstang þeirra hafi bætt nokkru við vís­inda­lega þekk­ingu okkar á hvöl­um. Jafn­vel pró­fess­orar í líf­fræði spen­dýra kin­oka sér við að and­mæla þeirri fásinnu að sprengja hvali. Enda gætu þeir lent upp á kant við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og full­veld­ið.

Og enn og aftur er bless­aður karl­inn mættur á ný uppá dekk og er far­inn að rigga upp lík­ast til tvö hval­veiði­skip til að skjóta sprengiskutlum í sirka­bát 200 lang­reyðar ef guð og gæfan lof­ar. Hann er til­bú­inn að henda tug­millj­ónum í það verk­efni. Enda á hann glás af seðl­um.

Ef mark­mið þessa millj­arða­mær­ings væri aðal­lega að græða gríð­ar­lega mik­inn pen­ing – sem hann á reyndar miklu meira en nóg af nú þegar – þá er fyrir löngu búið að benda honum á þá ein­földu stað­reynd, að það að breyta hval­veiði­stöð sinni og flota í safn og hvala­skoð­un­ar­ferðir gæfi honum miklu meiri arð. Það væri ekki ein­asta safn á heims­vísu, heldur gæti hann gert út ein­hverja merk­ustu hvala­skoðun heims! En honum stendur alger­lega á sama. Því miður virð­ist gamli ríki karl­inn fá meiri ánægju úr því að skjóta sprengjum í ein­hverjar merki­leg­ustu skepnur Jarðar okk­ar.

Nýverið steig Svan­dís Svav­ars­dóttir fram og hreyfði við þeirri hug­mynd að fátt styðji áfram­hald­andi hval­veið­ar, enda sé með engu móti ljóst að nokkur ávinn­ingur felist í við­líka sprengju­skutlum fyrir þjóð­ar­bú­ið. Eins og vænta mátti leit­uðu fjöl­miðlar álits ólig­ar­kans, sem birt­ist þá okkur glottu­leitur á skjánum með blá­leita plast­húfu á koll­in­um, til þess eins að sýna okkur auð­mjúku þegn­unum fram á það hvað hann væri dug­legur að varna því að mávar á aðgerð­ar­plan­inu myndu skíta á koll­inn á hon­um.

Og sá hóf upp raust sína og benti við­kvæmum á að þetta væri bara „prí­vat­skoð­un“ ráð­herr­ans.

Það var og. Prí­vat­skoð­un. Ólíkt skoðun hans.

Alþjóð­legi gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur nýlega fengið helstu hag­fræð­inga sína til að rýna í gildi stór­hvela hvað varðar kolefn­is­jöfnun á heims­vísu. Þá kemur í ljós að sæmi­lega stórir skíð­is­hvalir eru – upp á sitt eins­dæmi – verðir um 300 millj­óna íslenskra króna per stykki. Eitt helsta ágæti hvala felst nefni­lega í því að þegar þeir þurfa að skíta, þá gera þeir það auð­vitað ofar­lega í sjón­um. Fyrir vikið eru stórir hvalir ein­hverjir lang­bestu áburð­ar­dreifarar fyrir líf­ríki sjáv­ar­ins. Um leið og þeir eru búnir að losa sig við úrgang­inn, þá kviknar ara­grúi af lífi, allt frá gerlum og síðar þör­ungum með til­heyr­andi ljóstil­lífun og yfir í þró­aðri dýr sjáv­ar­ins.

Upp úr því kviknar síðan litlu æðra líf eins og t.d. áta, og svo koll af kolli upp alla fæðu­keðj­una, sem verður á end­anum mest­an­part æti fyrir þró­aðri teg­und­ir. Teg­undir eins og þorsk, sem er jú und­ir­staða auð­æfa Krist­jáns Lofts­son­ar. Ekki nóg með það, heldur má líka reikna inn í dæmið að þegar hræið af hvölum sekkur til botns, þá hald­ast kolefnin þar í óra­tíma.

En Krist­jáni Lofts­syni er einnig skít­sama um svo­leiðis þvætt­ing. Hann hyggst jú fram­leiða fæðu­bót­ar­efni og það með því að gera út „full­veld­i­s­kappa“, sem skjóta sprengjum í ein­hver glæsi­leg­ustu spen­dýr Jarð­ar. Til að varna því að skip rek­ist á hval­ina.

Vit­an­lega veit hann sem er, að lang­flestir sæmi­lega skyni bornir menn í öllum þeim lönd­um, sem við berum okkur saman við, fyr­ir­líta hval­veið­ar. Og hann veit einnig að ferða­menn koma ekki hingað til að sjá hann skjóta sprengjum í hvali. Einn vit­leys­ing­ur­inn hélt því nýverið fram að fjöl­margir ferða­menn fari í hvala­skoð­un­ar­ferðir og stormi síðan inn á Þrjá frakka til að éta hvali. Satt að segja held ég að eng­inn hafi áhuga á Krist­jáni Lofts­syni nema nokkrir mak­ráð­ugir Sjálf­stæð­is­menn. En sjálfum er honum skít­sama, enda á hann glás af seðl­um. Mað­ur­inn þekkir aug­ljós­lega ekki sinn vitj­un­ar­tíma.

Í ljósi alls þessa þá þykir mér það ein­fald­lega með miklum ólík­indum að ekki sé fyrir löngu síðan búið að lýsa yfir því að gjörvöll land­helgi okkar sé frið­ar­ríki allra hvali. Og jafn­framt að ein rík­asta þjóð heims þurfi ekki að skjóta sprengjum í hvali. Flókn­ara er það ekki.

Meðan mold­ríkir ólig­arkar Íslands hafa jafn greiðan aðgang að ráð­herrum – sem breyta t.d. reglu­gerðum snimm­endis til að þókn­ast þessu furðu­lega blæti hr. Lofts­sonar – þá ætti þessi þjóð­rembu­lega glám­skyggni Íslend­inga kannski ekki að koma á óvart. En þá má kannski horfa til þess að ólig­ar­k­inn hefur stutt Sjálf­stæð­is­flokk­inn ríku­lega, allt frá því að hann varð svona ógeðs­lega rík­ur.

Öllu verra er að öll þessi ósvinna fer fram í skjóli svo­kall­aðra Vinstri grænna. Því­lík öfug­mæli!

Eða eins og einn ágætur maður sagði eitt sinn: „Mo­ney doesn´t talk, it swe­ar­s.“

Höf­undur er þýð­andi.



Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar