Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það

Margar leiðir eru færar til að virkja kraft tilhlökkunar í daglegu lífi, ritar Ingrid Kuhlman í aðsendri grein. Hún bendir á að fjárfesting í upplifunum frekar en efnislegum hlutum veiti manni meiri hamingju.

Auglýsing

Fjöl­margar rann­sóknir benda til þess að það að hafa eitt­hvað til að hlakka til auki vellíð­an. Að vænta ein­hvers góðs lætur okkur líða betur á líð­andi stundu og getur aukið hvatn­ingu, bjart­sýni og þol­in­mæði.

Það er sem dæmi eft­ir­vænt­ingin sem gerir ferða­lag til útlanda spenn­andi. Að skoða fal­legar myndir af áfanga­staðn­um, athuga með dags­ferðir og veit­inga­staði, kaupa sér sund­bol og telja niður dag­ana er stór hluti af upp­lifun­inni. Auð­vitað getum við ekki bókað flug í hvert skipti sem við þurfum smá hress­ingu. En það eru til leiðir til að virkja kraft til­hlökk­unar í dag­legu lífi, sem verða reif­aðar hér fyrir neð­an.

Vertu spennt(­ur) fyrir mörgum litlum atriðum

Það getur verið jafn ánægju­legt að hlakka til margra lít­illa atburða og eins stórs. Í lok hvers dags er gott að skrifa niður eitt­hvað eitt sem vekur með þér spennu og eft­ir­vænt­ingu dag­inn eft­ir. Kannski er það ný bók, nám­skeið sem þú ert að fara á, að fá þér sörur eða send­ing sem þú átt von á. Þú munt upp­skera ávinn­ing­inn af því að láta þig hlakka til þó að um lítil atriði sé að ræða. Auk þess höfum við meiri stjórn á því sem ger­ist í náinni fram­tíð, eins og mat­ar­boði í kvöld, en sum­ar­fríi eftir sex mán­uði.

Auglýsing

Tengstu fram­tíð­ar­sjálf­inu

Hefur þú ein­hvern tíma labbað í gegnum hús sem var til sölu og séð þig fyrir þér bera fram glæsi­legan smá­rétta­disk á pall­in­um? Eða skoðað nýjan bíl og ímyndað þér ferð inn á hálend­ið? Þegar við upp­lifum að við færumst í átt­ina að fram­tíð­ar­sjálf­inu eykst vellíðan okk­ar.

Það er hins vegar ekki nóg að dagdreyma um fram­tíð­ar­sjálfið heldur þarf að gera eitt­hvað í mál­un­um. Kannski langar fram­tíð­ar­sjálf þitt að öðl­ast góða hæfni í frönsku á meðan þú getur varla pantað croissant í dag. Það þarf að taka áþreif­an­leg skref að þessu mark­miði, eins og t.d. að skrá sig á frönsku­nám­skeið. Þegar þú sérð síðan fram­farir verður það auð­veld­ara og þú munt hlakka til að gera það sem kemur þér nær fram­tíð­ar­sjálf­inu.

Hóg­vær umbun getur gert krafta­verk

Þeir sem hafa farið með barn í flensu­sprautu gegn lof­orði um að það fái ís á eftir þekkja kraft­inn sem felst í því að byggja upp eft­ir­vænt­ingu fyrir hlut sem þú vilt ekki gera með því að para hann við eitt­hvað sem þú hlakkar til.

Ein­blíndu á upp­lif­anir

Þó nokkrar rann­sóknir hafa fundið að við upp­lifum meiri ham­ingju þegar við fjár­festum í upp­lifun frekar en efn­is­legum hlut­um. Þar skiptir eft­ir­vænt­ingin einnig máli. Þegar þú ert sem dæmi að fara á stefnu­mót er hægt að hámarka til­hlökk­un­ina með því að velja stað sem skiptir þig máli eða athöfn sem er þýð­ing­ar­mikil fyrir þig, eins og t.d. golf eða leik­hús­ferð. Þá hef­urðu tvennt til að hlakka til, stefnu­móts­ins sjálfs en einnig að kynna deitið fyrir þínum heimi.

Kvíði og til­hlökkun eru syst­ur­til­finn­ingar

Hin hliðin á jákvæðri eft­ir­vænt­ingu er eft­ir­vænt­ing­ar­kvíði og það athygl­is­verða er að þessar til­finn­ingar birt­ast oft sam­tím­is. Kvíði og til­hlökkun eru nefni­lega syst­ur­til­finn­ing­ar. Þegar við giftum okkur eða eign­umst barn kemur oft blanda af þessum til­finn­ing­um. Eft­ir­vænt­ing­ar­kvíði er aðeins skað­leg ef við ein­beitum okkur bara að kvíð­anum og van­rækjum til­hlökk­un­ina.

Hafðu frum­kvæði

Ef veislur auka hjá þér til­hlökkun er gott að finna til­efni til að skipu­leggja fagnað í stað þess að bíða eftir ástæðu til að fagna. Haltu afmæl­is­veislu fyrir kött­inn þinn eða bjóddu upp á pönnu­kökur fyrir krakk­ana í göt­unni. Finndu leiðir til að halda upp á sér­stök til­efni.

Til­hlökkun getur verið öfl­ugt tæki til að stjórna til­finn­ingum okkar enda er hún mikið notuð í sjón­varps­þátta­röð­um. Flestir þættir enda á ein­hverju sem skapar eft­ir­vænt­ingu og fær okkur til að hlakka til næsta þátt­ar.

Grein­ar­höf­undur er leið­bein­andi og ráð­gjafi hjá Þekk­ing­ar­miðlun og með meistara­gráðu í jákvæðri sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar