Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það

Margar leiðir eru færar til að virkja kraft tilhlökkunar í daglegu lífi, ritar Ingrid Kuhlman í aðsendri grein. Hún bendir á að fjárfesting í upplifunum frekar en efnislegum hlutum veiti manni meiri hamingju.

Auglýsing

Fjöl­margar rann­sóknir benda til þess að það að hafa eitt­hvað til að hlakka til auki vellíð­an. Að vænta ein­hvers góðs lætur okkur líða betur á líð­andi stundu og getur aukið hvatn­ingu, bjart­sýni og þol­in­mæði.

Það er sem dæmi eft­ir­vænt­ingin sem gerir ferða­lag til útlanda spenn­andi. Að skoða fal­legar myndir af áfanga­staðn­um, athuga með dags­ferðir og veit­inga­staði, kaupa sér sund­bol og telja niður dag­ana er stór hluti af upp­lifun­inni. Auð­vitað getum við ekki bókað flug í hvert skipti sem við þurfum smá hress­ingu. En það eru til leiðir til að virkja kraft til­hlökk­unar í dag­legu lífi, sem verða reif­aðar hér fyrir neð­an.

Vertu spennt(­ur) fyrir mörgum litlum atriðum

Það getur verið jafn ánægju­legt að hlakka til margra lít­illa atburða og eins stórs. Í lok hvers dags er gott að skrifa niður eitt­hvað eitt sem vekur með þér spennu og eft­ir­vænt­ingu dag­inn eft­ir. Kannski er það ný bók, nám­skeið sem þú ert að fara á, að fá þér sörur eða send­ing sem þú átt von á. Þú munt upp­skera ávinn­ing­inn af því að láta þig hlakka til þó að um lítil atriði sé að ræða. Auk þess höfum við meiri stjórn á því sem ger­ist í náinni fram­tíð, eins og mat­ar­boði í kvöld, en sum­ar­fríi eftir sex mán­uði.

Auglýsing

Tengstu fram­tíð­ar­sjálf­inu

Hefur þú ein­hvern tíma labbað í gegnum hús sem var til sölu og séð þig fyrir þér bera fram glæsi­legan smá­rétta­disk á pall­in­um? Eða skoðað nýjan bíl og ímyndað þér ferð inn á hálend­ið? Þegar við upp­lifum að við færumst í átt­ina að fram­tíð­ar­sjálf­inu eykst vellíðan okk­ar.

Það er hins vegar ekki nóg að dagdreyma um fram­tíð­ar­sjálfið heldur þarf að gera eitt­hvað í mál­un­um. Kannski langar fram­tíð­ar­sjálf þitt að öðl­ast góða hæfni í frönsku á meðan þú getur varla pantað croissant í dag. Það þarf að taka áþreif­an­leg skref að þessu mark­miði, eins og t.d. að skrá sig á frönsku­nám­skeið. Þegar þú sérð síðan fram­farir verður það auð­veld­ara og þú munt hlakka til að gera það sem kemur þér nær fram­tíð­ar­sjálf­inu.

Hóg­vær umbun getur gert krafta­verk

Þeir sem hafa farið með barn í flensu­sprautu gegn lof­orði um að það fái ís á eftir þekkja kraft­inn sem felst í því að byggja upp eft­ir­vænt­ingu fyrir hlut sem þú vilt ekki gera með því að para hann við eitt­hvað sem þú hlakkar til.

Ein­blíndu á upp­lif­anir

Þó nokkrar rann­sóknir hafa fundið að við upp­lifum meiri ham­ingju þegar við fjár­festum í upp­lifun frekar en efn­is­legum hlut­um. Þar skiptir eft­ir­vænt­ingin einnig máli. Þegar þú ert sem dæmi að fara á stefnu­mót er hægt að hámarka til­hlökk­un­ina með því að velja stað sem skiptir þig máli eða athöfn sem er þýð­ing­ar­mikil fyrir þig, eins og t.d. golf eða leik­hús­ferð. Þá hef­urðu tvennt til að hlakka til, stefnu­móts­ins sjálfs en einnig að kynna deitið fyrir þínum heimi.

Kvíði og til­hlökkun eru syst­ur­til­finn­ingar

Hin hliðin á jákvæðri eft­ir­vænt­ingu er eft­ir­vænt­ing­ar­kvíði og það athygl­is­verða er að þessar til­finn­ingar birt­ast oft sam­tím­is. Kvíði og til­hlökkun eru nefni­lega syst­ur­til­finn­ing­ar. Þegar við giftum okkur eða eign­umst barn kemur oft blanda af þessum til­finn­ing­um. Eft­ir­vænt­ing­ar­kvíði er aðeins skað­leg ef við ein­beitum okkur bara að kvíð­anum og van­rækjum til­hlökk­un­ina.

Hafðu frum­kvæði

Ef veislur auka hjá þér til­hlökkun er gott að finna til­efni til að skipu­leggja fagnað í stað þess að bíða eftir ástæðu til að fagna. Haltu afmæl­is­veislu fyrir kött­inn þinn eða bjóddu upp á pönnu­kökur fyrir krakk­ana í göt­unni. Finndu leiðir til að halda upp á sér­stök til­efni.

Til­hlökkun getur verið öfl­ugt tæki til að stjórna til­finn­ingum okkar enda er hún mikið notuð í sjón­varps­þátta­röð­um. Flestir þættir enda á ein­hverju sem skapar eft­ir­vænt­ingu og fær okkur til að hlakka til næsta þátt­ar.

Grein­ar­höf­undur er leið­bein­andi og ráð­gjafi hjá Þekk­ing­ar­miðlun og með meistara­gráðu í jákvæðri sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar