Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það

Margar leiðir eru færar til að virkja kraft tilhlökkunar í daglegu lífi, ritar Ingrid Kuhlman í aðsendri grein. Hún bendir á að fjárfesting í upplifunum frekar en efnislegum hlutum veiti manni meiri hamingju.

Auglýsing

Fjöl­margar rann­sóknir benda til þess að það að hafa eitt­hvað til að hlakka til auki vellíð­an. Að vænta ein­hvers góðs lætur okkur líða betur á líð­andi stundu og getur aukið hvatn­ingu, bjart­sýni og þol­in­mæði.

Það er sem dæmi eft­ir­vænt­ingin sem gerir ferða­lag til útlanda spenn­andi. Að skoða fal­legar myndir af áfanga­staðn­um, athuga með dags­ferðir og veit­inga­staði, kaupa sér sund­bol og telja niður dag­ana er stór hluti af upp­lifun­inni. Auð­vitað getum við ekki bókað flug í hvert skipti sem við þurfum smá hress­ingu. En það eru til leiðir til að virkja kraft til­hlökk­unar í dag­legu lífi, sem verða reif­aðar hér fyrir neð­an.

Vertu spennt(­ur) fyrir mörgum litlum atriðum

Það getur verið jafn ánægju­legt að hlakka til margra lít­illa atburða og eins stórs. Í lok hvers dags er gott að skrifa niður eitt­hvað eitt sem vekur með þér spennu og eft­ir­vænt­ingu dag­inn eft­ir. Kannski er það ný bók, nám­skeið sem þú ert að fara á, að fá þér sörur eða send­ing sem þú átt von á. Þú munt upp­skera ávinn­ing­inn af því að láta þig hlakka til þó að um lítil atriði sé að ræða. Auk þess höfum við meiri stjórn á því sem ger­ist í náinni fram­tíð, eins og mat­ar­boði í kvöld, en sum­ar­fríi eftir sex mán­uði.

Auglýsing

Tengstu fram­tíð­ar­sjálf­inu

Hefur þú ein­hvern tíma labbað í gegnum hús sem var til sölu og séð þig fyrir þér bera fram glæsi­legan smá­rétta­disk á pall­in­um? Eða skoðað nýjan bíl og ímyndað þér ferð inn á hálend­ið? Þegar við upp­lifum að við færumst í átt­ina að fram­tíð­ar­sjálf­inu eykst vellíðan okk­ar.

Það er hins vegar ekki nóg að dagdreyma um fram­tíð­ar­sjálfið heldur þarf að gera eitt­hvað í mál­un­um. Kannski langar fram­tíð­ar­sjálf þitt að öðl­ast góða hæfni í frönsku á meðan þú getur varla pantað croissant í dag. Það þarf að taka áþreif­an­leg skref að þessu mark­miði, eins og t.d. að skrá sig á frönsku­nám­skeið. Þegar þú sérð síðan fram­farir verður það auð­veld­ara og þú munt hlakka til að gera það sem kemur þér nær fram­tíð­ar­sjálf­inu.

Hóg­vær umbun getur gert krafta­verk

Þeir sem hafa farið með barn í flensu­sprautu gegn lof­orði um að það fái ís á eftir þekkja kraft­inn sem felst í því að byggja upp eft­ir­vænt­ingu fyrir hlut sem þú vilt ekki gera með því að para hann við eitt­hvað sem þú hlakkar til.

Ein­blíndu á upp­lif­anir

Þó nokkrar rann­sóknir hafa fundið að við upp­lifum meiri ham­ingju þegar við fjár­festum í upp­lifun frekar en efn­is­legum hlut­um. Þar skiptir eft­ir­vænt­ingin einnig máli. Þegar þú ert sem dæmi að fara á stefnu­mót er hægt að hámarka til­hlökk­un­ina með því að velja stað sem skiptir þig máli eða athöfn sem er þýð­ing­ar­mikil fyrir þig, eins og t.d. golf eða leik­hús­ferð. Þá hef­urðu tvennt til að hlakka til, stefnu­móts­ins sjálfs en einnig að kynna deitið fyrir þínum heimi.

Kvíði og til­hlökkun eru syst­ur­til­finn­ingar

Hin hliðin á jákvæðri eft­ir­vænt­ingu er eft­ir­vænt­ing­ar­kvíði og það athygl­is­verða er að þessar til­finn­ingar birt­ast oft sam­tím­is. Kvíði og til­hlökkun eru nefni­lega syst­ur­til­finn­ing­ar. Þegar við giftum okkur eða eign­umst barn kemur oft blanda af þessum til­finn­ing­um. Eft­ir­vænt­ing­ar­kvíði er aðeins skað­leg ef við ein­beitum okkur bara að kvíð­anum og van­rækjum til­hlökk­un­ina.

Hafðu frum­kvæði

Ef veislur auka hjá þér til­hlökkun er gott að finna til­efni til að skipu­leggja fagnað í stað þess að bíða eftir ástæðu til að fagna. Haltu afmæl­is­veislu fyrir kött­inn þinn eða bjóddu upp á pönnu­kökur fyrir krakk­ana í göt­unni. Finndu leiðir til að halda upp á sér­stök til­efni.

Til­hlökkun getur verið öfl­ugt tæki til að stjórna til­finn­ingum okkar enda er hún mikið notuð í sjón­varps­þátta­röð­um. Flestir þættir enda á ein­hverju sem skapar eft­ir­vænt­ingu og fær okkur til að hlakka til næsta þátt­ar.

Grein­ar­höf­undur er leið­bein­andi og ráð­gjafi hjá Þekk­ing­ar­miðlun og með meistara­gráðu í jákvæðri sál­fræði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar