Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27

Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.

Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Auglýsing

Karl III. kon­ungur mun ekki sækja lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna, COP27, sem fram fer í Egypta­landi í nóv­em­ber.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá kon­ungs­höll­inni í kjöl­far fréttar the Sunday Times um helg­ina þar sem full­yrt er að Liz Truss, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hafi „skip­að“ kóng­inum að mæta ekki.

Í til­kynn­ingu kon­ungs­hall­ar­innar segir að kon­ung­ur­inn hafi leitað ráða hjá for­sæt­is­ráð­herr­an­um. „Í sátt og sam­lyndi og af virð­ingu var það sam­róma sam­komu­lag að kon­ung­ur­inn mun ekki sækja ráð­stefn­una,“ segir í til­kynn­ingu hall­ar­inn­ar.

Auglýsing

Karl hafði lýst yfir áhuga á að sækja ráð­stefn­una áður en hann tók við krún­unni í síð­asta mán­uði við frá­fall Elísa­betar II. Eng­lands­drottn­ing­ar, móður hans. Kon­ung­legur frétta­rit­ari BBC telur að ráð­legg­ingar for­sæt­is­ráð­herra hljóti að valda kon­ung­inum von­brigðum þar sem hann hefur sýnt umhverf­is­málum ástríðu svo ára­tugum skipt­ir.

COP er stytt­ing á enska heit­inu „Con­­­fer­ence of the Parties“ eða ráð­­­stefna aðild­­­ar­­­ríkja og er þar vísað til alþjóð­­­legra samn­inga, ann­­­ars vegar um lofts­lags­­­mál og hins vegar fjöl­breytni líf­­­rík­­­is­ins. Sam­ein­uðu þjóð­­­irnar skipu­­­leggja ráð­­­stefn­­­urnar en þátt­tak­endur eru hátt­­­settir full­­­trúar ríkja, stað­bund­inna sam­­­taka og frjálsra félaga­­­sam­­­taka. Lofts­lags­ráð­stefnan í Egypta­landi verður sú 27. í röð­inni og kall­ast því stytt­ingar og ein­föld­unar COP27.

Karl flutti ávarp á COP26 í Glas­gow á síð­asta ári, þá sem prins­inn af Wales. Strax að ráð­stefn­unni lok­inni sýndi hann áhuga á að taka þátt í COP27 þar sem hann ferð­að­ist til Egypta­lands, með sam­þykki þáver­andi rík­is­stjórnar Bret­lands, og fund­aði með Abdel Fattah Al-S­isi, for­seta Egypta­lands.

Tal­aði um lofts­lags­breyt­ingar á meðan flestir þögðu

Karl hefur verið ötull tals­maður fyrir umhverf­is- og lofts­lags­mál­um, löngu áður en slík mál komust í almenna umræðu. Árið 1968 tal­aði hann um lofts­lags­breyt­ingar í ræðu sinni, hug­tak sem fáir könn­uð­ust við á þeim tíma­punkti.

Þegar hann tók við krún­unni fyrir tæpum mán­uði síðan heyrð­ust raddir þær efnis að kon­ung­ur­inn myndi ekki tóna niður ástríðu sína fyrir umhverf­is­mál­um. En kon­ung­ur­inn þarf að fara eftir strang­ari regl­um, það er, að við­halda póli­tísku hlut­leysi.

Mark­mið COP síð­ustu ár hefur verið að hægja á lofts­lags­breyt­ing­um, einna helst með því að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráð­um. Í loka­yf­ir­lýs­ingu ráð­stefn­unnar í fyrra var í fyrsta sinn kveðið á um að draga úr kola­notk­un. Við­fangs­efni ráð­stefn­unnar í ár eru snú­in, ekki síst vegna orku­krís­unnar sem ríkir vegna inn­rás Rússa í Úkra­ínu.

Ekki er þó úti­lokað að kon­ung­ur­inn muni koma að ráð­stefn­unni með einum eða öðrum hætti. Í Glas­gow í fyrra flutti Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing ávarp en í gegnum fjar­fund­ar­bún­að. Ekki er úti­lokað að Karli muni gera slíkt hið sama í ár í Egypta­landi þó svo að Truss hafi meinað honum að mæta í per­sónu. COP27 hefst 8. nóv­em­ber og lýkur þann 16.

Tobias Ellwood, þing­maður Íhalds­flokks­ins, vonar að almenn skyn­semi muni ráði för og að kon­ung­inum verði leyft að sækja ráð­stefn­una. Í færslu á Twitter segir hann að kon­ung­ur­inn njóti virð­ingar um allan heim þegar kemur að umhverf­is­málum og lofts­lags­mál­um. „Nær­vera hans mun styrkja og vald­efla bresku sendi­nefnd­ina.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent