Raunverulegur árangur eða „bla, bla, bla“?

Markmið loftslagssamkomulagsins sem náðist á COP26 í Glasgow miðar að því að hægja á loftslagsbreytingum. Óljóst er hins vegar hvort eiginlegt markmið náist, að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðum.

26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Í fyrsta sinn er kveðið á um að draga úr notkun kola í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar.
26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Í fyrsta sinn er kveðið á um að draga úr notkun kola í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar.
Auglýsing

Lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna, COP26, lauk í Glas­gow í gær, degi á eftir áætl­un, þegar leið­togar hátt í 200 ríkja heims sam­þykktu loka­út­gáfu yfir­lýs­ingar um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Lofts­lags­ráð­stefnan var sú 26. í röð­inni og þetta er í fyrsta sinn sem skýrt er kveðið á um að draga úr kola­notk­un. Orða­lagi varð­andi kola­á­kvæðið var hins vegar breytt í loka­út­gáfu sam­komu­lags­ins og hefur það varpað skugga á nið­ur­stöðu ráð­stefn­unn­ar.

Auglýsing
Alok Sharma, forseta COP26, var klappað lof í lófa við lok ráðstefnunnar.

Kína og Ind­land þurfa að útskýra mál sitt

Ekk­ert jarð­efna­elds­neyti veldur jafn mik­illi losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og kol. Í loka­drögum sam­komu­lags­ins sagði að „horfið yrði frá“ notkun kola sem elds­neyt­is. Í loka­út­gáfu sam­komu­lags­ins stendur hins vegar að „dregið verði úr“ notkun kola. Kín­verjar og Ind­verjar þrýstu mest á orða­lags­breyt­ing­una og höfðu að lokum erindi sem erf­iði. Alok Sharma, for­­seti lofts­lags­ráð­­stefn­unn­­ar, segir nið­ur­stöðu ráð­stefn­unnar „brot­hættan sig­ur“ og að hans mati skulda Kína og Ind­landríkjum sem við­kvæm eru fyrir lofts­lags­breyt­ingum útskýr­ingu á áhersl­unni sem ríkin lögðu á breyt­ingu orða­lags um kola­notk­un.

S­harma hét því við upp­haf ráð­stefn­unnar fyrir um tveimur vikum að Glas­­gow myndi upp­fylla það sem lofað var í Par­ís. „COP26 er okkar síð­­asta, far­­sælasta von til að vera innan 1,5 gráðu markanna,“ sagði Sharma í setn­ing­­ar­ræðu sinni í Glas­­gow. Sharma var með grát­staf­ina í kverk­unum við lok ráð­stefn­unnar í gær þegar hann baðst afsök­unar á fram­þróun mála. Hann sagð­ist skilja von­brigðin en að hans mati var breyt­ing á orða­lagi um kol nauð­syn­leg til að vernda önnur ákvæði samn­ings­ins. Það sem skipti máli er, að hans mati, að yfir­lýs­ingin tryggir að hægt verði að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráð­um.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra tók í sama streng í Silfr­inu í dag. „Ríki heims eru að standa við mark­miðið um að hlýnun jarðar auk­ist ekki meira en um 1,5 gráð­ur. Ef að við náum því ekki þá erum við að sjá gríð­ar­lega miklar breyt­ingar á vist­kerfum jarð­ar­inn­ar.“ Guð­mundur Ingi fagn­aði sam­komu­lag­inu í færslu á Face­book í gær. „Ég hefði samt viljað sjá ríki heims setja fram metn­að­ar­fyllri lands­mark­mið um sam­drátt í losun til að tryggja fram­tíð jarð­ar­innar okk­ar. Ég hefði líka viljað sjá ríki heims ná að tryggja að fullu 100 millj­arða lof­orðið til þró­un­ar­ríkja, en það vantar víst ekki mikið upp á,“ segir í færslu Guð­mund­ar.

Mik­il­vægt sam­komu­lag í höfn í Glas­gow! Þegar um 200 ríki ná mik­il­vægu sam­komu­lagi um stærstu mál­efni sam­tím­ans þá er...

Posted by Guð­mundur Ingi, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra on Sat­ur­day, Novem­ber 13, 2021

Póli­tískur vilji ekki til staðar

Megin áfang­arnir sem náð­ust á ráð­stefn­unni fel­ast í að hægja á lofts­lags­breyt­ing­um, það er með því að draga úr notkun kola, að horfa aftur til áætl­ana sem snúa að minnkun útblást­urs og aukin fjár­hags­leg aðstoð til þró­un­ar­ríkja.

Leið­togar þró­un­ar­ríkja eru einna helst óánægðir með nið­ur­stöðu ráð­stefn­unnar og hafa kallað eftir auk­inni fjár­hags­að­stoð sem bygg­ist á þeirri kröfu að efna­meiri ríki veiti fátæk­ari ríkjum fjár­hags­að­stoð til að bregð­ast við lofts­lags­breyt­ingum sem krefj­ast auk­inna fjár­út­láta sem ríkin geta ekki sjálf staðið fyr­ir. Óánægjan snýst einna helst að því að í sam­komu­lag­inu sem sam­þykkt var í gær var horfið frá því orða­lagi að tvö­falda fjár­magn til þró­un­ar­ríkja til að berj­ast við lofts­lags­breyt­ing­ar. Í stað­inn á að „auka fjár­fram­lög­in“.

Greta Thunberg

Ant­onio Guterres, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, fagn­aði sam­komu­lag­inu en segir heims­byggð­ina enn vera á barmi lofts­lags­ham­fara. Hann gagn­rýndi einnig að á ráð­stefn­unni reynd­ist ekki vera póli­tískur vilji til að stíga þau skref sem nauð­syn­leg eru í bar­átt­unni gegn hlýnun jarð­ar.

Greta Thun­berg er meðal þeirra sem gagn­rýna nið­ur­stöðu ráð­stefn­unnar og birti hún stutta sam­an­tekt á Face­book í gær: „Bla, bla, bla.“ Thun­berg hyggst þó halda bar­átt­unni ótrauð áfram. „Hið raun­veru­lega starf heldur áfram utan þess­ara fund­ar­sala. Og við munum aldrei nokkurn tím­ann gef­ast upp,“ sagði Thun­berg.

The #COP26 is over. Her­e’s a brief sum­mary: Blah, blah, bla­h. But the real work cont­inues outside these halls. And we...

Posted by Greta Thun­berg on Sat­ur­day, Novem­ber 13, 2021

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar