Raunverulegur árangur eða „bla, bla, bla“?

Markmið loftslagssamkomulagsins sem náðist á COP26 í Glasgow miðar að því að hægja á loftslagsbreytingum. Óljóst er hins vegar hvort eiginlegt markmið náist, að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðum.

26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Í fyrsta sinn er kveðið á um að draga úr notkun kola í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar.
26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Í fyrsta sinn er kveðið á um að draga úr notkun kola í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar.
Auglýsing

Lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna, COP26, lauk í Glas­gow í gær, degi á eftir áætl­un, þegar leið­togar hátt í 200 ríkja heims sam­þykktu loka­út­gáfu yfir­lýs­ingar um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Lofts­lags­ráð­stefnan var sú 26. í röð­inni og þetta er í fyrsta sinn sem skýrt er kveðið á um að draga úr kola­notk­un. Orða­lagi varð­andi kola­á­kvæðið var hins vegar breytt í loka­út­gáfu sam­komu­lags­ins og hefur það varpað skugga á nið­ur­stöðu ráð­stefn­unn­ar.

Auglýsing
Alok Sharma, forseta COP26, var klappað lof í lófa við lok ráðstefnunnar.

Kína og Ind­land þurfa að útskýra mál sitt

Ekk­ert jarð­efna­elds­neyti veldur jafn mik­illi losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og kol. Í loka­drögum sam­komu­lags­ins sagði að „horfið yrði frá“ notkun kola sem elds­neyt­is. Í loka­út­gáfu sam­komu­lags­ins stendur hins vegar að „dregið verði úr“ notkun kola. Kín­verjar og Ind­verjar þrýstu mest á orða­lags­breyt­ing­una og höfðu að lokum erindi sem erf­iði. Alok Sharma, for­­seti lofts­lags­ráð­­stefn­unn­­ar, segir nið­ur­stöðu ráð­stefn­unnar „brot­hættan sig­ur“ og að hans mati skulda Kína og Ind­landríkjum sem við­kvæm eru fyrir lofts­lags­breyt­ingum útskýr­ingu á áhersl­unni sem ríkin lögðu á breyt­ingu orða­lags um kola­notk­un.

S­harma hét því við upp­haf ráð­stefn­unnar fyrir um tveimur vikum að Glas­­gow myndi upp­fylla það sem lofað var í Par­ís. „COP26 er okkar síð­­asta, far­­sælasta von til að vera innan 1,5 gráðu markanna,“ sagði Sharma í setn­ing­­ar­ræðu sinni í Glas­­gow. Sharma var með grát­staf­ina í kverk­unum við lok ráð­stefn­unnar í gær þegar hann baðst afsök­unar á fram­þróun mála. Hann sagð­ist skilja von­brigðin en að hans mati var breyt­ing á orða­lagi um kol nauð­syn­leg til að vernda önnur ákvæði samn­ings­ins. Það sem skipti máli er, að hans mati, að yfir­lýs­ingin tryggir að hægt verði að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráð­um.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra tók í sama streng í Silfr­inu í dag. „Ríki heims eru að standa við mark­miðið um að hlýnun jarðar auk­ist ekki meira en um 1,5 gráð­ur. Ef að við náum því ekki þá erum við að sjá gríð­ar­lega miklar breyt­ingar á vist­kerfum jarð­ar­inn­ar.“ Guð­mundur Ingi fagn­aði sam­komu­lag­inu í færslu á Face­book í gær. „Ég hefði samt viljað sjá ríki heims setja fram metn­að­ar­fyllri lands­mark­mið um sam­drátt í losun til að tryggja fram­tíð jarð­ar­innar okk­ar. Ég hefði líka viljað sjá ríki heims ná að tryggja að fullu 100 millj­arða lof­orðið til þró­un­ar­ríkja, en það vantar víst ekki mikið upp á,“ segir í færslu Guð­mund­ar.

Mik­il­vægt sam­komu­lag í höfn í Glas­gow! Þegar um 200 ríki ná mik­il­vægu sam­komu­lagi um stærstu mál­efni sam­tím­ans þá er...

Posted by Guð­mundur Ingi, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra on Sat­ur­day, Novem­ber 13, 2021

Póli­tískur vilji ekki til staðar

Megin áfang­arnir sem náð­ust á ráð­stefn­unni fel­ast í að hægja á lofts­lags­breyt­ing­um, það er með því að draga úr notkun kola, að horfa aftur til áætl­ana sem snúa að minnkun útblást­urs og aukin fjár­hags­leg aðstoð til þró­un­ar­ríkja.

Leið­togar þró­un­ar­ríkja eru einna helst óánægðir með nið­ur­stöðu ráð­stefn­unnar og hafa kallað eftir auk­inni fjár­hags­að­stoð sem bygg­ist á þeirri kröfu að efna­meiri ríki veiti fátæk­ari ríkjum fjár­hags­að­stoð til að bregð­ast við lofts­lags­breyt­ingum sem krefj­ast auk­inna fjár­út­láta sem ríkin geta ekki sjálf staðið fyr­ir. Óánægjan snýst einna helst að því að í sam­komu­lag­inu sem sam­þykkt var í gær var horfið frá því orða­lagi að tvö­falda fjár­magn til þró­un­ar­ríkja til að berj­ast við lofts­lags­breyt­ing­ar. Í stað­inn á að „auka fjár­fram­lög­in“.

Greta Thunberg

Ant­onio Guterres, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, fagn­aði sam­komu­lag­inu en segir heims­byggð­ina enn vera á barmi lofts­lags­ham­fara. Hann gagn­rýndi einnig að á ráð­stefn­unni reynd­ist ekki vera póli­tískur vilji til að stíga þau skref sem nauð­syn­leg eru í bar­átt­unni gegn hlýnun jarð­ar.

Greta Thun­berg er meðal þeirra sem gagn­rýna nið­ur­stöðu ráð­stefn­unnar og birti hún stutta sam­an­tekt á Face­book í gær: „Bla, bla, bla.“ Thun­berg hyggst þó halda bar­átt­unni ótrauð áfram. „Hið raun­veru­lega starf heldur áfram utan þess­ara fund­ar­sala. Og við munum aldrei nokkurn tím­ann gef­ast upp,“ sagði Thun­berg.

The #COP26 is over. Her­e’s a brief sum­mary: Blah, blah, bla­h. But the real work cont­inues outside these halls. And we...

Posted by Greta Thun­berg on Sat­ur­day, Novem­ber 13, 2021

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar