Raunverulegur árangur eða „bla, bla, bla“?

Markmið loftslagssamkomulagsins sem náðist á COP26 í Glasgow miðar að því að hægja á loftslagsbreytingum. Óljóst er hins vegar hvort eiginlegt markmið náist, að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðum.

26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Í fyrsta sinn er kveðið á um að draga úr notkun kola í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar.
26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Í fyrsta sinn er kveðið á um að draga úr notkun kola í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar.
Auglýsing

Lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna, COP26, lauk í Glas­gow í gær, degi á eftir áætl­un, þegar leið­togar hátt í 200 ríkja heims sam­þykktu loka­út­gáfu yfir­lýs­ingar um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Lofts­lags­ráð­stefnan var sú 26. í röð­inni og þetta er í fyrsta sinn sem skýrt er kveðið á um að draga úr kola­notk­un. Orða­lagi varð­andi kola­á­kvæðið var hins vegar breytt í loka­út­gáfu sam­komu­lags­ins og hefur það varpað skugga á nið­ur­stöðu ráð­stefn­unn­ar.

Auglýsing
Alok Sharma, forseta COP26, var klappað lof í lófa við lok ráðstefnunnar.

Kína og Ind­land þurfa að útskýra mál sitt

Ekk­ert jarð­efna­elds­neyti veldur jafn mik­illi losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og kol. Í loka­drögum sam­komu­lags­ins sagði að „horfið yrði frá“ notkun kola sem elds­neyt­is. Í loka­út­gáfu sam­komu­lags­ins stendur hins vegar að „dregið verði úr“ notkun kola. Kín­verjar og Ind­verjar þrýstu mest á orða­lags­breyt­ing­una og höfðu að lokum erindi sem erf­iði. Alok Sharma, for­­seti lofts­lags­ráð­­stefn­unn­­ar, segir nið­ur­stöðu ráð­stefn­unnar „brot­hættan sig­ur“ og að hans mati skulda Kína og Ind­landríkjum sem við­kvæm eru fyrir lofts­lags­breyt­ingum útskýr­ingu á áhersl­unni sem ríkin lögðu á breyt­ingu orða­lags um kola­notk­un.

S­harma hét því við upp­haf ráð­stefn­unnar fyrir um tveimur vikum að Glas­­gow myndi upp­fylla það sem lofað var í Par­ís. „COP26 er okkar síð­­asta, far­­sælasta von til að vera innan 1,5 gráðu markanna,“ sagði Sharma í setn­ing­­ar­ræðu sinni í Glas­­gow. Sharma var með grát­staf­ina í kverk­unum við lok ráð­stefn­unnar í gær þegar hann baðst afsök­unar á fram­þróun mála. Hann sagð­ist skilja von­brigðin en að hans mati var breyt­ing á orða­lagi um kol nauð­syn­leg til að vernda önnur ákvæði samn­ings­ins. Það sem skipti máli er, að hans mati, að yfir­lýs­ingin tryggir að hægt verði að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráð­um.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra tók í sama streng í Silfr­inu í dag. „Ríki heims eru að standa við mark­miðið um að hlýnun jarðar auk­ist ekki meira en um 1,5 gráð­ur. Ef að við náum því ekki þá erum við að sjá gríð­ar­lega miklar breyt­ingar á vist­kerfum jarð­ar­inn­ar.“ Guð­mundur Ingi fagn­aði sam­komu­lag­inu í færslu á Face­book í gær. „Ég hefði samt viljað sjá ríki heims setja fram metn­að­ar­fyllri lands­mark­mið um sam­drátt í losun til að tryggja fram­tíð jarð­ar­innar okk­ar. Ég hefði líka viljað sjá ríki heims ná að tryggja að fullu 100 millj­arða lof­orðið til þró­un­ar­ríkja, en það vantar víst ekki mikið upp á,“ segir í færslu Guð­mund­ar.

Mik­il­vægt sam­komu­lag í höfn í Glas­gow! Þegar um 200 ríki ná mik­il­vægu sam­komu­lagi um stærstu mál­efni sam­tím­ans þá er...

Posted by Guð­mundur Ingi, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra on Sat­ur­day, Novem­ber 13, 2021

Póli­tískur vilji ekki til staðar

Megin áfang­arnir sem náð­ust á ráð­stefn­unni fel­ast í að hægja á lofts­lags­breyt­ing­um, það er með því að draga úr notkun kola, að horfa aftur til áætl­ana sem snúa að minnkun útblást­urs og aukin fjár­hags­leg aðstoð til þró­un­ar­ríkja.

Leið­togar þró­un­ar­ríkja eru einna helst óánægðir með nið­ur­stöðu ráð­stefn­unnar og hafa kallað eftir auk­inni fjár­hags­að­stoð sem bygg­ist á þeirri kröfu að efna­meiri ríki veiti fátæk­ari ríkjum fjár­hags­að­stoð til að bregð­ast við lofts­lags­breyt­ingum sem krefj­ast auk­inna fjár­út­láta sem ríkin geta ekki sjálf staðið fyr­ir. Óánægjan snýst einna helst að því að í sam­komu­lag­inu sem sam­þykkt var í gær var horfið frá því orða­lagi að tvö­falda fjár­magn til þró­un­ar­ríkja til að berj­ast við lofts­lags­breyt­ing­ar. Í stað­inn á að „auka fjár­fram­lög­in“.

Greta Thunberg

Ant­onio Guterres, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, fagn­aði sam­komu­lag­inu en segir heims­byggð­ina enn vera á barmi lofts­lags­ham­fara. Hann gagn­rýndi einnig að á ráð­stefn­unni reynd­ist ekki vera póli­tískur vilji til að stíga þau skref sem nauð­syn­leg eru í bar­átt­unni gegn hlýnun jarð­ar.

Greta Thun­berg er meðal þeirra sem gagn­rýna nið­ur­stöðu ráð­stefn­unnar og birti hún stutta sam­an­tekt á Face­book í gær: „Bla, bla, bla.“ Thun­berg hyggst þó halda bar­átt­unni ótrauð áfram. „Hið raun­veru­lega starf heldur áfram utan þess­ara fund­ar­sala. Og við munum aldrei nokkurn tím­ann gef­ast upp,“ sagði Thun­berg.

The #COP26 is over. Her­e’s a brief sum­mary: Blah, blah, bla­h. But the real work cont­inues outside these halls. And we...

Posted by Greta Thun­berg on Sat­ur­day, Novem­ber 13, 2021

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar