Herþotur til sölu

Þeir sem láta sig dreyma um að eignast orrustuþotu geta kannski látið drauminn rætast. Danski flugherinn ætlar að selja 24 gamlar F-16 þotur. Margir sýna þeim áhuga en ekki fær hver sem er að kaupa vélarnar.

Danska varnarmálaráðuneytið, herinn og danska þingið, Folketinget, komust að þeirri niðurstöðu að F- 35 vélin væri besti kosturinn fyrir danska herinn.
Danska varnarmálaráðuneytið, herinn og danska þingið, Folketinget, komust að þeirri niðurstöðu að F- 35 vélin væri besti kosturinn fyrir danska herinn.
Auglýsing

Fyrstu F-16 þot­urn­ar, sem eru banda­rískar, voru smíð­aðar árið 1976 og þóttu á þeim tíma þær full­komn­ustu sem völ var á. Danski her­inn fékk árið 1978 sína fyrstu þotu af þess­ari gerð en á nú sam­tals 43 slík­ar. F-16 þotur danska hers­ins, smíð­aðar hjá Boeing, hafa reynst vel, eru í góðu lagi en þurfa mikið við­hald og tækni­bún­aður þeirra ekki lengur í sam­ræmi við ströng­ustu kröf­ur.

Umræður um end­ur­nýjun

Umræður um end­ur­nýjun flug­flot­ans hófust í danska þing­inu og innan danska hers­ins árið 2011. Þing­menn köll­uðu fyr­ir­hug­aða end­ur­nýjun „við­skipti ald­ar­inn­ar“. Nokkrar nefndir unnu að und­ir­bún­ingi kaupanna en þar var í mörg horn að líta. Vega og meta þurfti kosti og galla ein­stakra flug­véla­gerða, leggja mat á þarfir danska flug­her­ins á kom­andi árum o.s.frv. Fjár­fest­ingin er mik­il, vél­arnar þurfa að henta verk­efnum sem flug­her­inn sinni og tryggja þarf að að vara­hlutir verði fáan­legir næstu ára­tugi, svo fátt eitt sé nefnt.

Auglýsing

Þrjú meg­in­verk­efni

Verk­efni danska flug­hers­ins skipt­ast í þrjá meg­in­flokka:

  1. Eft­ir­lit með danskri loft­helgi. Þessu sinna að jafn­aði tvær vél­ar. Verk­efnið er að fylgj­ast með umferð erlendra flug­véla, ann­arra en far­þega­véla. Umferð erlendra flug­véla um danska loft­helgi, einkum rúss­neskra, hefur auk­ist til muna frá alda­mót­um. Danir hafa harð­lega gagn­rýnt Rússa fyrir að virða allar reglur að vettugi og árið 2015 mun­aði minnstu að far­þega­vél frá SAS og rúss­nesk flug­vél (sögð njósn­a­vél) rækjust saman yfir Eyr­ar­sundi.
  2. Loft­rým­is­eft­ir­lit á vegum Atl­ants­hafs­banda­lags­ins, NATO. Gæslan nær til Íslands og Eystra­salts­land­anna þriggja en þessi lönd ráða ekki yfir flug­her. Samn­ing­ur­inn um eft­ir­litið er frá árinu 2004 og síaukið hern­að­ar­brölt Rússa hefur orðið til þess að aukin nauð­syn er talin á slíku eft­ir­liti.
  3. Alþjóð­leg verk­efni. Dan­mörk hefur skuld­bundið sig til að taka þátt í alþjóð­legum verk­efnum NATO og leggja þar til að minnsta kosti fjórar vél­ar, með fullri áhöfn og þeirri þjón­ustu, t.d flug­virkj­um, sem slíkum verk­efnum til­heyra. Danir hafa sömu­leiðis tekið þátt í verk­efnum ein­stakra NATO landa. Fyrstu verk­efni af þessu tagi voru í Kosovu á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Danskar orr­ustu­vélar tóku einnig þátt í árásum í Afganistan 2002-2003, í Líbíu árið 2011 og Írak á árunum 2014 og 2015.

Verkefni danska hersins felast einkum í eftirliti með danskri lofthelgi, loftrýmiseftirliti á vegum NATO og alþjóðlegum verkefnum.

F-35, F-18, Eurofighter Typhoon

Eftir að hafa kannað val­kost­ina stóð valið milli þriggja véla: Nýju vél­ar­innar F- 35 Joint Strike Fighter frá Lock­heed Mart­in, F 18 Super Hornet frá Boeing og Eurofighter Typhoon frá Air­bus. Síð­ast­nefnda vélin er fram­leidd í Evr­ópu, hinar tvær eru banda­rísk­ar. Danska varn­ar­mála­ráðu­neyt­ið, her­inn og danska þing­ið, Fol­ket­in­get, komust að lokum að þeirri nið­ur­stöðu að F- 35 vélin frá Lock­heed Martin væri besti kost­ur­inn. Loka­á­kvörðun um flug­véla­kaupin lá fyrir í árs­lok 2016 og samn­ing­ur­inn við Lock­heed Martin hljóð­aði upp á 27 vélar af gerð­inni F- 35. Fyrsta vélin skyldi afhent árið 2023 og allar 27 vél­arnar yrðu komnar í hendur danska flug­hers­ins árið 2025. Þá verða liðin 14 ár frá því að umræður um end­ur­nýjun orr­ustu­þotna danska flug­hers­ins hófust.

Her­inn vill selja þær gömlu

Eins og áður sagði á danski her­inn 43 orr­ustu­þotur af gerð­inni F- 16. Ákveðið hefur verið að selja, í áföngum 24 þess­ara þotna og ráð­gert er að á næsta ári verði seldar 8 þot­ur. Síðan verði 16 þotur til við­bótar seldar fram til árs­ins 2025 en þá eiga allar nýju vél­arn­ar, 27 tals­ins að vera komnar í hendur danska hers­ins. Þótt gömlu F- 16 vél­arnar hafi brátt runn­ið, eða flog­ið, sitt skeið hjá danska hernum eru þær síður en svo á leið­inni í brota­járn. Danski her­inn ætlar að selja þær og sam­kvæmt mati hers­ins má fá fyrir þær umtals­vert fé, hund­ruð millj­óna danskra króna. Casper Børge Niel­sen tals­maður flug­hers­ins sagði í við­tali við danska sjón­varp­ið, DR, að margir vilji kaupa vél­arnar sem séu í topp­lagi, eins og hann komst að orði, og „þær eigi mörg ár eft­ir“.

F-16 þotur fylgja Hercules C-130 flutningavél á flugsýningu yfir Krónborgarkastala í tilefni af 70 ára afmæli danska flughersins haustið 2020.

Ekki hver sem er fær að kaupa

Dani sem ætlar að selja gamlan bíl, not­aða þvott­vél og 10 ára gamla kaffi­könnu lætur oft duga að smella inn aug­lýs­ingu í Den Blå Avis og áður en dagur er að kveldi kom­inn er hann laus við gamla dót­ið. Og er út af fyrir sig ekki mikið að velta fyrir sér hver kaup­and­inn sé, pen­ing­arnir eru aðal­at­riði máls­ins. Svona gengur það ekki fyrir sig þegar selja á gamla orr­ustu­þotu. Þar skipta pen­ing­arnir vita­skuld miklu en meiru skiptir þó hver kaup­and­inn er. Og gegnum það nál­ar­auga kemst ekki hver sem er. Þegar Danski flug­her­inn keypti F-16 þot­urnar á sínum tíma fylgdu kaup­unum ýmis skil­yrði. Eitt þess­ara skil­yrða var að banda­ríska varn­ar­mála­ráðu­neytið og fram­leið­and­inn Lock­heed Martin skuli sam­þykkja kaup­and­ann. Þetta er gert til tryggja að þot­urnar lendi ekki í höndum hryðju­verka­sam­taka eða óvin­veittra aðila, eins og það er orð­að. Auk þess þurfa flokk­arnir sem standa að danska varn­ar­sam­komu­lag­inu á þingi að leggja blessun sína yfir söl­una.

Casper Børge Niel­sen tals­maður flug­hers­ins sagði að sala þotn­anna tæki langan tíma en það skipti engu ,,við höfum nægan tíma“.

Strangar örygg­is­kröfur og mik­ill kostn­aður

Meg­in­að­setur danska flug­hers­ins er í Skydstrup á Suð­ur­-Jót­landi. Þýska her­námsliðið í Dan­mörku byggði flug­völl­inn sem var tek­inn í notkun árið 1943. Öll við­halds­vinna flug­flota danska hers­ins fer fram í Skydstrup og sam­stals starfa þar um eitt þús­und manns. Strangar örygg­is­kröfur gilda um alla starf­sem­ina og á síð­ustu árum hafa þær kröfur orðið æ strang­ari. Nýtt risa­stórt flug­skýli er í bygg­ingu, kostn­aður við það er fyrir löngu kom­inn langt fram úr áætl­un. Því valda fyrst og fremst síauknar kröfur um öryggi.

Hávaði og skaða­bætur

Þegar til­kynnt var um kaupin á nýju F- 35 vökn­uðu grun­semdir hjá nágrönnum flug­vall­ar­ins. Þeir töldu sig vita að nýju þot­urnar væru mun hávær­ari en þær gömlu og var hávað­inn þó, að þeirra mati, nægur fyr­ir. For­svars­menn flug­hers­ins full­yrtu að hávað­inn frá nýju þot­unum yrði að ,,mestu leyti innan marka“ eins og það var orð­að, og nán­ast sá sami og frá þeim gömlu. Síðar kom í ljós að þær full­yrð­ingar áttu ekki við rök að styðj­ast. Þetta olli miklum deil­um. Danska þingið sam­þykkti fyrir tveimur árum að íbúum í 1600 húsum í nágrenni flug­vall­ar­ins skyldu greiddar bætur vegna ónæðis frá her­þot­un­um. „Há­vaða­deil­unni“ er þó langt í frá lokið og búast má við að mála­ferli vegna hennar standi í mörg ár.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar