Skjáskot/Bandaríska sendiráðið Jeffrey Ross Gunter Mynd: Skjáskot úr myndbandi bandaríska sendiráðsins
Jeffrey Ross Gunter hvarf á brott frá Íslandi í upphafi þessa árs. Ekki hefur heyrst að hans sé sárt saknað.
Skjáskot/Bandaríska sendiráðið

Fimm molar um afspyrnuslakan fulltrúa Bandaríkjanna á Íslandi

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti sendi svo sannarlega ekki sinn besta mann til Íslands, er hann ákvað að tilnefna húðlækninn Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra.

Skýrsla innra eft­ir­lits banda­rísku utan­rík­is­þjón­ust­unnar um starf­semi sendi­ráðs lands­ins á Íslandi vakti all­nokkra athygli hér­lendis í vik­unni og var til umfjöll­unar í flestum miðl­um. Í henni kom auk ann­ars fram að síð­asti sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi, Jef­frey Ross Gunter, hefði stjórnað með harðri hendi í sendi­ráð­inu og að starfs­liðið þar væri hrein­lega enn að jafna sig.

Einnig var bent á að að diplómat­ísk tengsl sendi­ráðs­ins við íslensk stjórn­völd hefðu laskast mjög á meðan að Gunter var í emb­ætti, en rakið er í skýrslu innra eft­ir­lits­ins að yfir­lýs­ingar sem hann sendi frá sér á sam­fé­lags­miðlum sendi­ráðs­ins án sam­ráðs við íslensk stjórn­völd hefði sumar hverjar reynst umdeildar í íslensku sam­fé­lagi.

Húð­sjúk­dóma­fræð­ingur sem styrkti Trump fjár­hags­lega

Don­ald Trump til­nefndi Gunter í emb­ætti sendi­herra á Íslandi í ágúst árið 2018 og skipan hans var sam­þykkt af Banda­ríkja­þingi í maí árið 2019. Fram að því hafði ekki verið skip­aður banda­rískur sendi­herra á Íslandi frá því að Robert C. Bar­ber lét af störfum í jan­úar 2017, um það leyti er Trump tók við völd­um.

Gunter, sem er mennt­aður húð­sjúk­dóma­fræð­ing­ur, hafði enga reynslu af alþjóða­sam­skiptum áður en hann kom til Íslands. Hann hafði hins­vegar veitt fram­boði Trumps fjár­stuðn­ing, alls um hund­rað þús­und banda­ríkja­dali, í kosn­inga­bar­átt­unni vest­an­hafs árið 2016.

Kjarn­inn tók saman nokkra mola um sendi­herr­ann Gunter og róstu­sama veru hans á Íslandi, sem ef til vill má segja að hafi haft í för með sér smætt­aða mynd af þeim álits­hnekkjum sem fjög­urra ára stjórn­ar­tíð Trump skóp Banda­ríkj­unum víða um heim.

1 - Taldi að reynslan úr heil­brigð­is­geir­anum myndi nýt­ast sér vel

Þegar sendi­herrar eru skip­aðir í Banda­ríkj­unum er fjallað um skipan þeirra í utan­rík­is­mála­nefnd Öld­unga­deild­ar­inn­ar. Í bréfi sem hinn þá nýlega til­nefni Gunter sendi nefnd­inni í októ­ber 2018 kom meðal ann­ars fram að hann hefði aldrei komið til Íslands, en einnig að hann teldi að reynsla sín úr fyrri störfum við húð­lækn­ingar og fyr­ir­tækja­rekstri í þeim bransa yrði honum til tekna í emb­ætt­inu á Íslandi.

„Ég trúi því að mér muni vegna vel sem sendi­herra þar sem ég hef lært hvernig á að byggja upp stóra heild, stjórna og fjár­festa í starfs­fólki og birgj­um, þjón­usta sjúk­linga og mæta þörfum bæði ein­stak­lings­ins og sam­fé­lags­ins,“ sagði Gunter í bréf­inu.

Miðað við nýlegan vitn­is­burð starfs­fólks sendi­ráðs­ins í skýrslu innra eft­ir­lits­ins nýtt­ist stjórn­un­ar­reynsla Gunters úr húð­sjúk­dóma­brans­anum honum ekki vel í hinu nýja starfi, sem hann hvarf frá í jan­úar á þessu ári, eftir að Joe Biden tók lyklunum að Hvíta hús­inu.

2 - Hreykti sér af „retweeti“ frá Trump og 121 emb­ætt­is­verki til við­bótar

Þegar Gunter var við það að láta af störfum í jan­úar fór hann hálf­gerðum ham­förum á sam­fé­lags­miðla­reikn­ingum banda­ríska sendi­ráðs­ins. Reykja­vík Grapevine tók eftir því og fjall­aði um að þangað inn hefði sett inn tvær færslur sem síðar hefði verið eytt af Face­book-­síðu sendi­ráðs­ins.

Í annarri færsl­unni þakk­aði sendi­herr­ann Don­ald Trump fyrir að gefa sér það stór­kost­lega tæki­færi að fá að ger­ast sendi­herra á Íslandi. Í hinni lét hann fylgja með hlekk á .pd­f-skjal þar sem þulin voru upp 122 afrek sendi­ráðs­ins sem unn­ist hefðu á skip­un­ar­tíma hans.

Hægt er að nálg­ast þetta skjal hjá Reykja­vík Grapevine, en áhuga­vert er að Gunter hreykti sér þar sér­stak­lega af því að hafa samið færslu á Twitter sem fengið hefði meiri útbreiðslu en nokkur önnur færsla sem banda­ríska sendi­ráðið á Íslandi hefði sett inn á þann mið­il.

Færslan fól í sér hrós til Don­alds Trump, fyrir að hafa haft milli­göngu um Abra­ham-­samn­ing­ana, sem sner­ust um að form­legt stjórn­mála­sam­band á milli Ísra­els­ríkis og Bar­ein ann­ars vegar og Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmanna hins veg­ar, var end­ur­reist.

Trump sjálfur end­ur­tísti færsl­unni frá Gunter – sem auð­vitað skýrir hina miklu útbreiðslu. Nánar til­tekið fékk færslan yfir 73 þús­und „li­ke“ og 23 þús­und „retweet“.

Ekki liggur fyrir hversu mörgum vinnu­stundum var varið í að semja þessa færslu, en í áður­nefndri skýrslu innra eft­ir­lits utan­rík­is­þjón­ust­unnar kom fram að álag á sam­skipta­deild sendi­ráðs­ins hefði verið mikið í tíð Gunter, ekki síst þar sem sendi­herr­ann fékk deild­ina gjarnan með sér klukku­tímunum saman til þess að fram­leiða efni fyrir sam­fé­lags­miðla.

3 - Olli fjaðrafoki með því að tala um „Kína-veiruna“

„Við stöndum sam­einuð um að sigra ósýni­legu Kína-veiruna,“ sagði í færslu frá banda­ríska sendi­ráð­inu á Twitter þann 20. júlí í fyrra, þar sem hann lét fylgja tjákn með bæði banda­ríska og íslenska fán­an­um.

Við­brögðin við þessum ummælum voru hörð og var sendi­herr­ann af mörg­um, meðal ann­arra þing­mönn­um, sak­aður um bæði ras­isma og heimsku, eins og dregið var saman í frétt Vísis frá þessum tíma.

4 - Vildi fá að bera byssu og ganga um í hníf­heldu vesti á Íslandi

Banda­ríska sjón­varps­stöðin CBS kaf­aði aðeins í mál­efni sendi­ráðs­ins á Íslandi í lok júlí 2020 og sagði frá ýmsum furðu­leg­heitum sem þar voru í gangi. Meðal sagði mið­ill­inn frá því að Gunter hefði viljað fá að bera byssu hér­lend­is.

Í frétt mið­ils­ins, sem byggði á sam­tölum við fjölda diplómata og ann­arra sem þekktu til mál­anna, sagði að sendi­herr­ann hefði ótt­ast um öryggi sitt allt frá því að hann kom til Reykja­víkur og að hann hefði óskað eftir því við utan­rík­is­þjón­ust­una að hann fengi leyfi til þess að eiga skot­vopn.

Heim­ild­ar­menn­irnir sögðu að Gunter hefði einnig óskað eftir því að láta flytja sig á milli staða í bryn­vörðum bílum og að hann hefði fleytt þeirri hug­mynd fram að fá að ganga í sér­stöku vesti til að verj­ast hnífstung­um.

Í svari við fyr­ir­spurn frá CBS neit­aði utan­rík­is­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna að tjá sig um hvort það teldi Gunter ein­hver raun­veru­leg hætta búin hér á landi, en heim­ild­ar­menn CBS sögðu að sendi­herr­anum hefði verið þrá­sagt að hann hefði ekk­ert að ótt­ast á Íslandi.

Frétta­flutn­ingur CBS vakti mikla athygli hér­lendis og var fylgt eftir af íslenskum miðl­um. Rík­is­út­varpið sagði til dæmis frá því að form­leg beiðni hefði borist frá banda­ríska sendi­ráð­inu til rík­is­lög­reglu­stjóra, í gegnum dóms­mála­ráðu­neyt­ið, þess efnis að sendi­ráðið fengi að ráða vopn­aðan örygg­is­vörð.

Ekk­ert hafði þó heyrst af því að form­leg beiðni hefði borist þess efnis að sendi­herr­ann sjálfur fengi að bera vopn sér til varn­ar.

Í kjöl­farið á þessu fjaðrafoki öllu, sem kom skömmu eftir tal sendi­herr­ans um Kína-veiruna, brast end­an­lega þol­in­mæði ýmissa Banda­ríkja­manna sem búsettir eru á Íslandi. Efnt var til und­ir­skrifta­söfn­unar á und­ir­síðu Hvíta húss­ins fyrir því að Gunter yrði leystur af hólmi sem sendi­herra.

Í yfir­lýs­ingu sem fylgdi und­ir­skrifta­söfn­un­inni og Frétta­blaðið sagði frá á sínum tíma sagði að hátt­semi hans væri ekki banda­rískum diplómata sæm­andi og að hegðun hans hefði slæm áhrif á sam­band Banda­ríkj­anna og Íslands.

5 - Sak­aði „Fals-Frétta­blað­ið“ um „fals­frétt­ir“

Afar áhuga­verð færsla birt­ist á Face­book-­síðu banda­ríska sendi­ráðs­ins fyrir rösku ári síð­an, eða undir lok októ­ber 2020. Þar var brugð­ist við frétt Frétta­blaðs­ins, sem fjall­aði um að starfs­maður sendi­ráðs­ins hefði greinst með COVID-19 og að starfs­menn hefðu verið kall­aðir út á sunnu­degi til að vinna að flutn­ingum sendi­ráðs­ins í ný húsa­kynni við Engja­teig.

„Eru fals­fréttir komin til Íslands?

Amer­íka náði að vígja nýja sendi­ráðið án COVID-19 smits. Skömmin er núna hjá Frétta­blað­inu fyrir ábyrgð­ar­lausan blaða­mennska. Löngu eftir vígslu kom upp eitt til­felli vegna smits í íslenskum skóla. Smit­tíðnin á Íslandi er með því hæsta í Evr­ópu. Ömur­legt að Fals-Frétta­blaðið væru svo ófag­mann­legt og sýnir virð­ing­ar­leysi með því að nota COVID-19 í póli­tískum til­gangi. Banda­ríska sendi­ráðið hefur alltaf verið og er örugg­asta athvarfið frá COVID-19 í Reykja­vík,“ sagði í færsl­unni frá sendi­ráð­inu, en athygli vakti að hún var birt um miðja nótt.

Has Fake News Arri­ved in Iceland? A­mer­ica has succeeded with the #NewUS­Emb­assy comp­leted and ded­icated while hav­ing...

Posted by US Emb­assy Reykja­vik Iceland on Thurs­day, Oct­o­ber 29, 2020

Við­brögð sendi­ráðs­ins við frétta­flutn­ingi Frétta­blaðs­ins var þó ekki bara á Face­book, heldur var boð til blaðs­ins um að hitta Robert Burke, flota­for­ingja í sjó­her Banda­ríkj­anna, einnig aft­ur­kall­að.

„Rúmum klukku­­tíma áður en hring­­borðs­um­ræð­urnar áttu að hefj­ast bár­ust skila­­boð frá send­i­ráð­inu til rit­stjórnar blaðs­ins, þess efnis að nær­veru Frétta­­blaðs­ins væri ekki ósk­að. (e. Frétta­­blaðið's part­icipation is tur­ned off)“ sagði í frétt Frétta­blaðs­ins um þetta.

Jón Þór­is­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, sagði það vekja „furðu að sendi­maður erlends ríkis geri með þessum hætti til­raun til þess að grafa undan frétta­flutn­ingi frjáls fjöl­mið­ils í gisti­rík­in­u.“

Ekki er enn búið að til­nefna nýjan sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi af hálfu Biden-­stjórn­ar­inn­ar, en maður að nafni Harry Kami­an, sem er með nærri þriggja ára­tuga reynslu af störfum í banda­rísku utan­rík­is­þjón­ust­unni, tók við for­stöðu í sendi­ráð­inu eftir að Gunter hélt af landi brott.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent