Vilja aukið eftirlit með stöðugleikamyntum

Bæði Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa sýnt ákveðinni tegund rafmynta sem kallaðar eru stöðugleikamyntir aukinn áhuga á síðustu mánuðum. Gangi það eftir gæti eftirlit með rafmyntum, sem er í lágmarki hérlendis þessa stundina, aukist.

Nellie Liang, aðstoðarráðherra innanlandsfjármála Bandaríkjanna, til hægri.
Nellie Liang, aðstoðarráðherra innanlandsfjármála Bandaríkjanna, til hægri.
Auglýsing

Við­skipti með svo­kall­aðar stöð­ug­leika­myntir (e. Stablecoins) hafa verið að sækja í sig veðrið á alþjóða­vísu á síð­ustu árum, en stjórn­völd í bæði Banda­ríkj­unum og Evr­ópu hafa sagt að skýr­ari lag­ara­mmi í kringum þau sé nauð­syn­leg­ur. Sam­kvæmt Seðla­bank­anum er ekki til staðar neitt fjár­hags­legt eft­ir­lit með raf­myntum hér­lendis þessa stund­ina, en lög­fræð­ingur hjá Moner­ium segir að lönd geti byggt reglu­verkið í kringum stöð­ug­leika­myntir á núver­andi lög­gjöf um raf­eyri.

Þörf á reglu­verki

Í byrjun mán­að­ar­ins skil­aði starfs­hópur Joe Biden Banda­ríkja­for­seta frá sér skýrslu þar sem mælt var með því að skýr­ari lag­ara­mmi ætti að vera í kringum starf­semi með svoköll­uðum stöð­ug­leika­mynt­um, sem sé ein teg­und raf­mynta.

Raf­mynt­irnar sem starfs­hóp­ur­inn vildi búa til betra reg­ul­verk í kringum eru gefnar út í skiptum fyrir pen­inga og er ætla að end­ur­spelga verð­gildi þjóð­ar­gjald­miðla t.d. Banda­ríkja­dal. Sam­kvæmt umfjöllun mið­ils­ins Coindesk um málið hefur oft verið vafa­mál um það hversu vel mynt­irnar hafa náð að end­ur­spegla virði gjald­miðl­anna, en við­skipti með þær hafa stór­auk­ist á síð­ustu tveimur árum.

Auglýsing

Sam­kvæmt starfs­hópnum er mik­il­vægt að búa til skýrar leik­reglur fyrir þessa nýj­ung í fjár­mála­starf­semi. „Ég held að það sé sam­eig­in­legur skiln­ingur um að þörf sé á reglu­verki sem sé ekki of íþyngj­andi, veiti vernd og hjálpi þess­ari nýj­ungu að þróast,“ sagði Nellie Liang, aðstoð­ar­ráð­herra inn­an­lands­fjár­mála í fjár­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna í við­tali við Coindesk.

MiCA

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur einnig sýnt þess­ari teg­und af raf­myntum áhuga, en hún lagði fram til­lögu um sér­staka reglu­gerð um sýnd­ar­eignir í sept­em­ber í fyrra. Til­lagan, sem ber skamm­stöf­un­ina MiCA, hefur ekki enn verið sam­þykkt af Evr­ópu­þingu, en hún er til skoð­unar í sér­stakri nefnd innan þings­ins þessa stund­ina.

Sam­kvæmt Jóni Gunn­ari Ólafs­syni, lög­fræð­ingi hjá íslenska raf­eyr­is­fyr­ir­tæk­inu Moner­ium, er einn til­gangur MiCA sá að tryggja að við­skipti með stöð­ug­leika­myntir falli undir núver­andi reglu­verk sem gildir um raf­eyri í Evr­ópu.

Raf­eyr­is­lög­gjöfin góður grund­völlur

Raf­eyrir (e-mo­ney) er gjald­eyrir sem geymdur er á raf­rænu formi. Þetta er ekki það sama og raf­myntir (e. cryptoc­ur­rency), sem gætu ekki haldið verð­gildi gjald­eyris án þess að tryggja sig með vara­sjóð eða öðrum leið­um.

Jón Gunnar segir við­skipti með raf­eyri í Evr­ópu heyra undir 20 ára gam­alli lög­gjöf, sem Moner­ium starfar einnig und­ir, en fyr­ir­tækið öðl­að­ist starfs­leyfi á þeim grund­velli árið 2019. Hann sé þeirrar skoð­unar að ríki utan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins ættu að nota þessa lög­gjöf sem fyr­ir­mynd við laga­setn­ingu þegar setja á útgef­endum stöð­ug­leika­mynta leik­regl­ur, þar sem hún tryggi neyt­endum góða vernd og sé ekki of íþyngj­andi.

Han bætir við að fyr­ir­huguð MiCA-­reglu­gerð muni ekki hafa nein fyr­ir­séð áhrif á starf­semi Moner­ium, þar sem félagið hafi nú þegar öðl­ast starfs­leyfi sem raf­eyr­is­fyr­ir­tæki. Hún gæti hins vegar haft áhrif á starf­semi kaup­halla og raf­rænna veskja. Einnig gæti hún auð­veldað þjón­ustu­veit­endum sýnd­ar­fjár sem fengið hafa starfs­leyfi á grund­velli reglu­gerð­ar­innar í sínu heima­ríki að bjóða uppá þjón­ustu á öllu Evr­ópska efna­hags­svæð­inu.

Ekk­ert fjár­hags­legt eft­ir­lit með raf­myntum

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans um hvernig eft­ir­lit með raf­myntum væri háttað hér­lend­is. Sam­kvæmt svari bank­ans gilda engar sér­stakar reglur um raf­myntir á Íslandi, nema að þjón­ustu­veit­endur sem bjóða upp á við­skipti með þær þurfi að skrá sig hjá Fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­bank­ans vegna laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Þrátt fyrir þessa skrán­ing­ar­skyldu er ekk­ert fjár­hags­legt eft­ir­lit með slíkri þjón­ustu né eft­ir­lit með neyt­enda­vernd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar