Vilja aukið eftirlit með stöðugleikamyntum

Bæði Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa sýnt ákveðinni tegund rafmynta sem kallaðar eru stöðugleikamyntir aukinn áhuga á síðustu mánuðum. Gangi það eftir gæti eftirlit með rafmyntum, sem er í lágmarki hérlendis þessa stundina, aukist.

Nellie Liang, aðstoðarráðherra innanlandsfjármála Bandaríkjanna, til hægri.
Nellie Liang, aðstoðarráðherra innanlandsfjármála Bandaríkjanna, til hægri.
Auglýsing

Við­skipti með svo­kall­aðar stöð­ug­leika­myntir (e. Stablecoins) hafa verið að sækja í sig veðrið á alþjóða­vísu á síð­ustu árum, en stjórn­völd í bæði Banda­ríkj­unum og Evr­ópu hafa sagt að skýr­ari lag­ara­mmi í kringum þau sé nauð­syn­leg­ur. Sam­kvæmt Seðla­bank­anum er ekki til staðar neitt fjár­hags­legt eft­ir­lit með raf­myntum hér­lendis þessa stund­ina, en lög­fræð­ingur hjá Moner­ium segir að lönd geti byggt reglu­verkið í kringum stöð­ug­leika­myntir á núver­andi lög­gjöf um raf­eyri.

Þörf á reglu­verki

Í byrjun mán­að­ar­ins skil­aði starfs­hópur Joe Biden Banda­ríkja­for­seta frá sér skýrslu þar sem mælt var með því að skýr­ari lag­ara­mmi ætti að vera í kringum starf­semi með svoköll­uðum stöð­ug­leika­mynt­um, sem sé ein teg­und raf­mynta.

Raf­mynt­irnar sem starfs­hóp­ur­inn vildi búa til betra reg­ul­verk í kringum eru gefnar út í skiptum fyrir pen­inga og er ætla að end­ur­spelga verð­gildi þjóð­ar­gjald­miðla t.d. Banda­ríkja­dal. Sam­kvæmt umfjöllun mið­ils­ins Coindesk um málið hefur oft verið vafa­mál um það hversu vel mynt­irnar hafa náð að end­ur­spegla virði gjald­miðl­anna, en við­skipti með þær hafa stór­auk­ist á síð­ustu tveimur árum.

Auglýsing

Sam­kvæmt starfs­hópnum er mik­il­vægt að búa til skýrar leik­reglur fyrir þessa nýj­ung í fjár­mála­starf­semi. „Ég held að það sé sam­eig­in­legur skiln­ingur um að þörf sé á reglu­verki sem sé ekki of íþyngj­andi, veiti vernd og hjálpi þess­ari nýj­ungu að þróast,“ sagði Nellie Liang, aðstoð­ar­ráð­herra inn­an­lands­fjár­mála í fjár­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna í við­tali við Coindesk.

MiCA

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur einnig sýnt þess­ari teg­und af raf­myntum áhuga, en hún lagði fram til­lögu um sér­staka reglu­gerð um sýnd­ar­eignir í sept­em­ber í fyrra. Til­lagan, sem ber skamm­stöf­un­ina MiCA, hefur ekki enn verið sam­þykkt af Evr­ópu­þingu, en hún er til skoð­unar í sér­stakri nefnd innan þings­ins þessa stund­ina.

Sam­kvæmt Jóni Gunn­ari Ólafs­syni, lög­fræð­ingi hjá íslenska raf­eyr­is­fyr­ir­tæk­inu Moner­ium, er einn til­gangur MiCA sá að tryggja að við­skipti með stöð­ug­leika­myntir falli undir núver­andi reglu­verk sem gildir um raf­eyri í Evr­ópu.

Raf­eyr­is­lög­gjöfin góður grund­völlur

Raf­eyrir (e-mo­ney) er gjald­eyrir sem geymdur er á raf­rænu formi. Þetta er ekki það sama og raf­myntir (e. cryptoc­ur­rency), sem gætu ekki haldið verð­gildi gjald­eyris án þess að tryggja sig með vara­sjóð eða öðrum leið­um.

Jón Gunnar segir við­skipti með raf­eyri í Evr­ópu heyra undir 20 ára gam­alli lög­gjöf, sem Moner­ium starfar einnig und­ir, en fyr­ir­tækið öðl­að­ist starfs­leyfi á þeim grund­velli árið 2019. Hann sé þeirrar skoð­unar að ríki utan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins ættu að nota þessa lög­gjöf sem fyr­ir­mynd við laga­setn­ingu þegar setja á útgef­endum stöð­ug­leika­mynta leik­regl­ur, þar sem hún tryggi neyt­endum góða vernd og sé ekki of íþyngj­andi.

Han bætir við að fyr­ir­huguð MiCA-­reglu­gerð muni ekki hafa nein fyr­ir­séð áhrif á starf­semi Moner­ium, þar sem félagið hafi nú þegar öðl­ast starfs­leyfi sem raf­eyr­is­fyr­ir­tæki. Hún gæti hins vegar haft áhrif á starf­semi kaup­halla og raf­rænna veskja. Einnig gæti hún auð­veldað þjón­ustu­veit­endum sýnd­ar­fjár sem fengið hafa starfs­leyfi á grund­velli reglu­gerð­ar­innar í sínu heima­ríki að bjóða uppá þjón­ustu á öllu Evr­ópska efna­hags­svæð­inu.

Ekk­ert fjár­hags­legt eft­ir­lit með raf­myntum

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans um hvernig eft­ir­lit með raf­myntum væri háttað hér­lend­is. Sam­kvæmt svari bank­ans gilda engar sér­stakar reglur um raf­myntir á Íslandi, nema að þjón­ustu­veit­endur sem bjóða upp á við­skipti með þær þurfi að skrá sig hjá Fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­bank­ans vegna laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Þrátt fyrir þessa skrán­ing­ar­skyldu er ekk­ert fjár­hags­legt eft­ir­lit með slíkri þjón­ustu né eft­ir­lit með neyt­enda­vernd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Allt tengist
Kjarninn 25. september 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar