Vilja aukið eftirlit með stöðugleikamyntum

Bæði Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa sýnt ákveðinni tegund rafmynta sem kallaðar eru stöðugleikamyntir aukinn áhuga á síðustu mánuðum. Gangi það eftir gæti eftirlit með rafmyntum, sem er í lágmarki hérlendis þessa stundina, aukist.

Nellie Liang, aðstoðarráðherra innanlandsfjármála Bandaríkjanna, til hægri.
Nellie Liang, aðstoðarráðherra innanlandsfjármála Bandaríkjanna, til hægri.
Auglýsing

Við­skipti með svo­kall­aðar stöð­ug­leika­myntir (e. Stablecoins) hafa verið að sækja í sig veðrið á alþjóða­vísu á síð­ustu árum, en stjórn­völd í bæði Banda­ríkj­unum og Evr­ópu hafa sagt að skýr­ari lag­ara­mmi í kringum þau sé nauð­syn­leg­ur. Sam­kvæmt Seðla­bank­anum er ekki til staðar neitt fjár­hags­legt eft­ir­lit með raf­myntum hér­lendis þessa stund­ina, en lög­fræð­ingur hjá Moner­ium segir að lönd geti byggt reglu­verkið í kringum stöð­ug­leika­myntir á núver­andi lög­gjöf um raf­eyri.

Þörf á reglu­verki

Í byrjun mán­að­ar­ins skil­aði starfs­hópur Joe Biden Banda­ríkja­for­seta frá sér skýrslu þar sem mælt var með því að skýr­ari lag­ara­mmi ætti að vera í kringum starf­semi með svoköll­uðum stöð­ug­leika­mynt­um, sem sé ein teg­und raf­mynta.

Raf­mynt­irnar sem starfs­hóp­ur­inn vildi búa til betra reg­ul­verk í kringum eru gefnar út í skiptum fyrir pen­inga og er ætla að end­ur­spelga verð­gildi þjóð­ar­gjald­miðla t.d. Banda­ríkja­dal. Sam­kvæmt umfjöllun mið­ils­ins Coindesk um málið hefur oft verið vafa­mál um það hversu vel mynt­irnar hafa náð að end­ur­spegla virði gjald­miðl­anna, en við­skipti með þær hafa stór­auk­ist á síð­ustu tveimur árum.

Auglýsing

Sam­kvæmt starfs­hópnum er mik­il­vægt að búa til skýrar leik­reglur fyrir þessa nýj­ung í fjár­mála­starf­semi. „Ég held að það sé sam­eig­in­legur skiln­ingur um að þörf sé á reglu­verki sem sé ekki of íþyngj­andi, veiti vernd og hjálpi þess­ari nýj­ungu að þróast,“ sagði Nellie Liang, aðstoð­ar­ráð­herra inn­an­lands­fjár­mála í fjár­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna í við­tali við Coindesk.

MiCA

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur einnig sýnt þess­ari teg­und af raf­myntum áhuga, en hún lagði fram til­lögu um sér­staka reglu­gerð um sýnd­ar­eignir í sept­em­ber í fyrra. Til­lagan, sem ber skamm­stöf­un­ina MiCA, hefur ekki enn verið sam­þykkt af Evr­ópu­þingu, en hún er til skoð­unar í sér­stakri nefnd innan þings­ins þessa stund­ina.

Sam­kvæmt Jóni Gunn­ari Ólafs­syni, lög­fræð­ingi hjá íslenska raf­eyr­is­fyr­ir­tæk­inu Moner­ium, er einn til­gangur MiCA sá að tryggja að við­skipti með stöð­ug­leika­myntir falli undir núver­andi reglu­verk sem gildir um raf­eyri í Evr­ópu.

Raf­eyr­is­lög­gjöfin góður grund­völlur

Raf­eyrir (e-mo­ney) er gjald­eyrir sem geymdur er á raf­rænu formi. Þetta er ekki það sama og raf­myntir (e. cryptoc­ur­rency), sem gætu ekki haldið verð­gildi gjald­eyris án þess að tryggja sig með vara­sjóð eða öðrum leið­um.

Jón Gunnar segir við­skipti með raf­eyri í Evr­ópu heyra undir 20 ára gam­alli lög­gjöf, sem Moner­ium starfar einnig und­ir, en fyr­ir­tækið öðl­að­ist starfs­leyfi á þeim grund­velli árið 2019. Hann sé þeirrar skoð­unar að ríki utan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins ættu að nota þessa lög­gjöf sem fyr­ir­mynd við laga­setn­ingu þegar setja á útgef­endum stöð­ug­leika­mynta leik­regl­ur, þar sem hún tryggi neyt­endum góða vernd og sé ekki of íþyngj­andi.

Han bætir við að fyr­ir­huguð MiCA-­reglu­gerð muni ekki hafa nein fyr­ir­séð áhrif á starf­semi Moner­ium, þar sem félagið hafi nú þegar öðl­ast starfs­leyfi sem raf­eyr­is­fyr­ir­tæki. Hún gæti hins vegar haft áhrif á starf­semi kaup­halla og raf­rænna veskja. Einnig gæti hún auð­veldað þjón­ustu­veit­endum sýnd­ar­fjár sem fengið hafa starfs­leyfi á grund­velli reglu­gerð­ar­innar í sínu heima­ríki að bjóða uppá þjón­ustu á öllu Evr­ópska efna­hags­svæð­inu.

Ekk­ert fjár­hags­legt eft­ir­lit með raf­myntum

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans um hvernig eft­ir­lit með raf­myntum væri háttað hér­lend­is. Sam­kvæmt svari bank­ans gilda engar sér­stakar reglur um raf­myntir á Íslandi, nema að þjón­ustu­veit­endur sem bjóða upp á við­skipti með þær þurfi að skrá sig hjá Fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­bank­ans vegna laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Þrátt fyrir þessa skrán­ing­ar­skyldu er ekk­ert fjár­hags­legt eft­ir­lit með slíkri þjón­ustu né eft­ir­lit með neyt­enda­vernd.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar