Síðasta farsæla vonin til að ná markmiðum í loftslagsmálum

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í Glasgow í morgun. „COP26 er okkar síðasta, farsælasta von til að vera innan 1,5 gráðu markanna,“ segir Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna var sett í Glasgow í morgun.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna var sett í Glasgow í morgun.
Auglýsing

Lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna, COP26, var sett í rign­ing­unni í Glas­gow í morg­un, ári á eftir áætlun vegna heims­far­ald­urs. Lítið annað en setn­ing og mót­tökur eru á dag­skránni í dag en á morgun hefj­ast samn­inga­við­ræður tæp­lega 200 leið­toga heims­ins. Þá er búist við að yfir 25 þús­und manns sæki ráð­stefn­una á meðan henni stendur næstu tvær vik­urn­ar.

Alok Sharma, breskur ráð­herra og for­seti lofts­lags­ráð­stefn­unn­ar, heitir því að Glas­gow muni koma til skila því sem lofað var í Par­ís. „COP26 er okkar síð­asta, far­sælasta von til að vera innan 1,5 gráðu markanna,“ sagði Sharma í setn­ing­ar­ræðu sinni í Glas­gow.

Auglýsing

Breski ráðherrann Alok Sharma stýrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow.

COP er stytt­ing á enska heit­inu „Con­­fer­ence of the Parties“ eða ráð­­stefna aðild­­ar­­ríkja og er þar vísað til alþjóð­­legra samn­inga, ann­­ars vegar um lofts­lags­­mál og hins vegar fjöl­breytni líf­­rík­­is­ins. Sam­ein­uðu þjóð­­irnar skipu­­leggja ráð­­stefn­­urnar en þátt­tak­endur eru hátt­­settir full­­trúar ríkja, stað­bund­inna sam­­taka og frjálsra félaga­­sam­­taka. Lofts­lags­ráð­­stefnan í París var sú 21. í röð­inni og var því kölluð COP21 og sú sem hófst í Glas­­gow í morgun númer 26 og kall­­ast því til stytt­ingar og ein­­föld­unar COP26.

Helsta mark­mið COP26 snýr að mik­il­vægi þess að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5 gráð­ur, við­mið sem sett var á lofts­lags­ráð­stefn­unni í París fyrir sex árum. Þátt­töku­ríki ráð­stefn­unnar þurfa hvert og eitt að gera grein fyrir aðgerð­ar­á­ætl­unum sínum til árs­ins 2030 þegar kemur að minnkun kolefn­is­út­blást­urs. Sam­kvæmt grein­ingu umhverf­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna á aðgerð­un­um, form­legum og óform­leg­um, munu þær hins vegar duga skammt þar sem hlýnun jarðar við lok þess­arar aldar verður 2,7 gráður með þessu áfram­haldi sem mun leiða til „lofts­lags­legs stór­slys­s“.

Ísland mun eiga sína full­trúa á ráð­stefn­unni, meðal ann­ars Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og Guð­mund Inga Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra. Íslensk stjórn­völd skil­uðu skýrslu sinni um lang­­tíma­á­ætlun í loft­lags­­málum til Lofts­lags­­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­FCCC) á fimmtu­dag. Í skýrsl­unni er að finna sam­an­­tekt um þegar yfir­­lýst mark­mið Íslands í lofts­lags­­málum og þá hluti sem stjórn­­völd hafa verið að vinna að und­an­farin ár.

Kast­ljósið bein­ist óneit­an­lega að helstu iðn­ríkjum heims þar sem nærri 80% kolefn­is­út­blást­urs kemur frá 20 stærstu iðn­ríkjum heims­ins. Leið­togar þeirra eru einmitt sam­an­komnir á ráð­stefnu í Róm. Í morgun komust þau að sam­komu­lagi um mik­il­vægi þess að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5 gráð­ur. Í sam­komu­lag­inu er hins vegar ekk­ert kveðið á um skýr lof­orð um kolefn­is­hlut­leysi árið 2050. Leið­tog­arnir halda nú til Glas­gow þar sem form­legar við­ræður hefj­ast á morg­un.

Greta Thun­berg og fleiri aðgerða­sinnar sækja Glas­gow heim

Aðgerða­sinnar í lofts­lags­málum hafa einnig lagt leið sína til Glas­gow. Um 130 voru sam­an­komnir þegar ráð­stefnan var sett í morg­un. „Ég er hér af því að ég vil að stjórn­mála­menn geri meira til að koma í veg fyrir lofts­lags­breyt­ingar og ég vona að COP leiði til kerf­is­breyt­inga,“ segir Allan MacIn­tyre, lofts­lags­að­gerðasinni.

Sænski lofts­lags­að­gerðasinn­inn Greta Thun­berg er einnig mætt til Glas­gow en hún segir heims­byggð­ina enn vera á rangri leið í lofts­lags­mál­um. „Ef við beinum sjónum okkar frá því að finna smugur og afsak­anir til að taka ekki þátt, sem ég tel að sé raunin núna, og ein­beitum okkur að því að takast á við lofts­lags­vána í raun og veru, þá fyrst getum við náð fram stór­tækum breyt­in­um,“ segir Thun­berg.

„Við getum alltaf komið í veg fyrir að hlut­irnir verði verri. Það er aldrei of seint að gera allt sem við get­u­m.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokki