Síðasta farsæla vonin til að ná markmiðum í loftslagsmálum

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í Glasgow í morgun. „COP26 er okkar síðasta, farsælasta von til að vera innan 1,5 gráðu markanna,“ segir Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna var sett í Glasgow í morgun.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna var sett í Glasgow í morgun.
Auglýsing

Lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna, COP26, var sett í rign­ing­unni í Glas­gow í morg­un, ári á eftir áætlun vegna heims­far­ald­urs. Lítið annað en setn­ing og mót­tökur eru á dag­skránni í dag en á morgun hefj­ast samn­inga­við­ræður tæp­lega 200 leið­toga heims­ins. Þá er búist við að yfir 25 þús­und manns sæki ráð­stefn­una á meðan henni stendur næstu tvær vik­urn­ar.

Alok Sharma, breskur ráð­herra og for­seti lofts­lags­ráð­stefn­unn­ar, heitir því að Glas­gow muni koma til skila því sem lofað var í Par­ís. „COP26 er okkar síð­asta, far­sælasta von til að vera innan 1,5 gráðu markanna,“ sagði Sharma í setn­ing­ar­ræðu sinni í Glas­gow.

Auglýsing

Breski ráðherrann Alok Sharma stýrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow.

COP er stytt­ing á enska heit­inu „Con­­fer­ence of the Parties“ eða ráð­­stefna aðild­­ar­­ríkja og er þar vísað til alþjóð­­legra samn­inga, ann­­ars vegar um lofts­lags­­mál og hins vegar fjöl­breytni líf­­rík­­is­ins. Sam­ein­uðu þjóð­­irnar skipu­­leggja ráð­­stefn­­urnar en þátt­tak­endur eru hátt­­settir full­­trúar ríkja, stað­bund­inna sam­­taka og frjálsra félaga­­sam­­taka. Lofts­lags­ráð­­stefnan í París var sú 21. í röð­inni og var því kölluð COP21 og sú sem hófst í Glas­­gow í morgun númer 26 og kall­­ast því til stytt­ingar og ein­­föld­unar COP26.

Helsta mark­mið COP26 snýr að mik­il­vægi þess að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5 gráð­ur, við­mið sem sett var á lofts­lags­ráð­stefn­unni í París fyrir sex árum. Þátt­töku­ríki ráð­stefn­unnar þurfa hvert og eitt að gera grein fyrir aðgerð­ar­á­ætl­unum sínum til árs­ins 2030 þegar kemur að minnkun kolefn­is­út­blást­urs. Sam­kvæmt grein­ingu umhverf­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna á aðgerð­un­um, form­legum og óform­leg­um, munu þær hins vegar duga skammt þar sem hlýnun jarðar við lok þess­arar aldar verður 2,7 gráður með þessu áfram­haldi sem mun leiða til „lofts­lags­legs stór­slys­s“.

Ísland mun eiga sína full­trúa á ráð­stefn­unni, meðal ann­ars Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og Guð­mund Inga Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra. Íslensk stjórn­völd skil­uðu skýrslu sinni um lang­­tíma­á­ætlun í loft­lags­­málum til Lofts­lags­­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­FCCC) á fimmtu­dag. Í skýrsl­unni er að finna sam­an­­tekt um þegar yfir­­lýst mark­mið Íslands í lofts­lags­­málum og þá hluti sem stjórn­­völd hafa verið að vinna að und­an­farin ár.

Kast­ljósið bein­ist óneit­an­lega að helstu iðn­ríkjum heims þar sem nærri 80% kolefn­is­út­blást­urs kemur frá 20 stærstu iðn­ríkjum heims­ins. Leið­togar þeirra eru einmitt sam­an­komnir á ráð­stefnu í Róm. Í morgun komust þau að sam­komu­lagi um mik­il­vægi þess að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5 gráð­ur. Í sam­komu­lag­inu er hins vegar ekk­ert kveðið á um skýr lof­orð um kolefn­is­hlut­leysi árið 2050. Leið­tog­arnir halda nú til Glas­gow þar sem form­legar við­ræður hefj­ast á morg­un.

Greta Thun­berg og fleiri aðgerða­sinnar sækja Glas­gow heim

Aðgerða­sinnar í lofts­lags­málum hafa einnig lagt leið sína til Glas­gow. Um 130 voru sam­an­komnir þegar ráð­stefnan var sett í morg­un. „Ég er hér af því að ég vil að stjórn­mála­menn geri meira til að koma í veg fyrir lofts­lags­breyt­ingar og ég vona að COP leiði til kerf­is­breyt­inga,“ segir Allan MacIn­tyre, lofts­lags­að­gerðasinni.

Sænski lofts­lags­að­gerðasinn­inn Greta Thun­berg er einnig mætt til Glas­gow en hún segir heims­byggð­ina enn vera á rangri leið í lofts­lags­mál­um. „Ef við beinum sjónum okkar frá því að finna smugur og afsak­anir til að taka ekki þátt, sem ég tel að sé raunin núna, og ein­beitum okkur að því að takast á við lofts­lags­vána í raun og veru, þá fyrst getum við náð fram stór­tækum breyt­in­um,“ segir Thun­berg.

„Við getum alltaf komið í veg fyrir að hlut­irnir verði verri. Það er aldrei of seint að gera allt sem við get­u­m.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokki