Bíldekk menga meira en útblástur – samkvæmt nýrri rannsókn

Eftir því sem þyngri bílum fjölgar verður mengun frá bíldekkjum nærri tvö þúsund sinnum meiri en mengun vegna útblásturs, samkvæmt nýrri rannsókn. Mengun af þessu tagi gæti brátt orðið mikil áskorun fyrir löggjafa.

Mengun af völdum rykagna sem losna af dekkjum við akstur verður gæti von bráðar orðið áskorun fyrir löggjafa
Mengun af völdum rykagna sem losna af dekkjum við akstur verður gæti von bráðar orðið áskorun fyrir löggjafa
Auglýsing

Bildekk menga tvö þús­und sinnum meira en sem nemur loft­mengun frá útblæstri meðal bíls. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rann­sókn Emission Ana­lyt­ics, óháðs rann­sókn­ar­fyr­ir­tækis sem er leið­andi í rann­sóknum á útblæstri.

Rykagnir sem losna af bíldekkjum við akstur inni­halda líf­ræn meng­andi efni auk krabba­meins­vald­andi efna. Sér­fræð­ingar telja að mengun af þessum völdum verði von bráðar að áskorun fyrir lög­gjafa, að því er segir í umfjöllun The Guar­dian um rann­sókn­ina.

Auglýsing

Loft­mengun veldur millj­ónum ótíma­bærra dauðs­falla á heims­vísu. Í takt við aukna umhverf­is­vit­und hefur þrýst­ingur á bíla­fram­leið­endur aukist, meðal ann­ars með þeim afleið­ingum að útblástur frá nýjum bílum í þró­uðum ríkjum er nú mun minni í nýjum bíl­um. Í Evr­ópu mælist útblástur nýrra bíla til að mynda vel undir lög­legum mörk­um.

En nýjar áskor­anir blasa við. Þyngd bíla.

Aukin þyngd nýrra bíla, ekki síst raf­bíla, leiðir til þess að rykagnir af bíldekkjum menga meira en áður.

Dekk að taka við af púströrum sem helsti meng­un­ar­valdur

„Dekk eru óðum að taka við af púströrum sem helsta meng­un­ar­valdur bíla,“ segir Nick Mold­en, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Emission Ana­lyt­ics, sem fram­kvæmdi rann­sókn­ina. „Púströr eru svo hrein, ef við værum að byrja frá grunni í dag tæki ekki að reglu­væða þau,“ segir Molden.

Smæð rykagn­anna gerir það að verkum að mengun af völdum þeirra sé jafn­vel skað­legri en mengun af völdum útblást­urs. Í rann­sókn­inni kemur fram að rykagn­irnar megi finna í 250 mis­mun­andi teg­undum dekkja, sem eru öllu jafna fram­leidd úr gúmmíi sem unnið er úr hrá­ol­íu.

Agn­irnar eru sem fyrr segir agn­arsmá­ar, en fram kemur í rann­sókn­inni að við hvern keyrðan kíló­metra verður til yfir eitt tonn af rykögn­um, sem þýðir að agn­irnar eru innan við 23 nanó­metrar og geta, smæð­ar­innar vegna, kom­ist inn í blóð­rás fólks og þaðan í líf­færi.

Rykagnir smærri en 23 nanó­metrar er erfitt að mæla og engar reglur hafa verið inn­leiddar um losun svo smárra rykagna og efnin sem þau inni­halda í Evr­ópu eða Banda­ríkj­un­um.

Í rann­sókn­inni kemur fram að fyrir hvern keyrðan kíló­meter losna að með­al­tali 0,02 millígrömm út í and­rúms­loftið í formi útblást­urs. Ef tekið er til­lit til dekkja bíls­ins losna 73 millígrömm af rykögnum í and­rúmslof­rið á hverjum kíló­metra. Ef dekkin eru notuð er magnið tals­vert lægra, eða 36,5 millígrömm á hvern kíló­metra. Það er samt sem áður 1.850 sinnum meira en meðal losun við útblást­ur.

Snýst ekki um að hætta að keyra

Fyrsta skrefið til að draga úr meng­un­inni, að mati Mold­en, er að hætta notkun á dekkj­unum sem menga mest. „Þetta snýst ekki um að fólk hætti að keyra eða að finna upp nýja teg­und af dekkj­um. Ef við getum úti­lokað verri helm­ing­inn er hægt að breyta miklu. En eins og staðan er núna er ekk­ert reglu­verk, það er ekk­ert eft­ir­lit,“ segir hann.

­Þyngd bíl­anna skiptir einnig máli en alþjóð­lega þró­unin síð­ustu ár hefur verið sú að þyngri bílum er að fjölga. Þannig voru nýskráðir bílar á Íslandi í fyrra að með­al­tali 50 pró­sentum þyngri en bíl­arnir voru árið 1990.

Umræða hefur átt sér stað nýverið hvort raf­bíl­ar, sem eru þyngri en hefð­bundnir bílar, geti leitt til að auk­innar meng­unar af völdum rykagna í dekkj­um. Molden segir að það fari eftir akst­urs­lagi, þannig geti raf­bíll sem ekið er gæti­lega fram­leitt færri rykagnir en bílar sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti sem ekið er með offorsi.

Doktor James Tate, rann­sakndi í sam­göngu­fræðum við Háskól­ann í Leeds, segir aða taka beri nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar alvar­lega en hann bendir á að raf­bílar komi til með að verða létt­ari á næst­unni. „Í kringum 2024-2025 má búast við því að raf­bílar og bílar sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti verði jafn þung­ir. Aðeins lúx­usraf­bílar af stærri gerð­inni með lang­dræg­ari raf­hlöðu verða þyngri,“ segir Tate.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent