Bíldekk menga meira en útblástur – samkvæmt nýrri rannsókn

Eftir því sem þyngri bílum fjölgar verður mengun frá bíldekkjum nærri tvö þúsund sinnum meiri en mengun vegna útblásturs, samkvæmt nýrri rannsókn. Mengun af þessu tagi gæti brátt orðið mikil áskorun fyrir löggjafa.

Mengun af völdum rykagna sem losna af dekkjum við akstur verður gæti von bráðar orðið áskorun fyrir löggjafa
Mengun af völdum rykagna sem losna af dekkjum við akstur verður gæti von bráðar orðið áskorun fyrir löggjafa
Auglýsing

Bildekk menga tvö þús­und sinnum meira en sem nemur loft­mengun frá útblæstri meðal bíls. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rann­sókn Emission Ana­lyt­ics, óháðs rann­sókn­ar­fyr­ir­tækis sem er leið­andi í rann­sóknum á útblæstri.

Rykagnir sem losna af bíldekkjum við akstur inni­halda líf­ræn meng­andi efni auk krabba­meins­vald­andi efna. Sér­fræð­ingar telja að mengun af þessum völdum verði von bráðar að áskorun fyrir lög­gjafa, að því er segir í umfjöllun The Guar­dian um rann­sókn­ina.

Auglýsing

Loft­mengun veldur millj­ónum ótíma­bærra dauðs­falla á heims­vísu. Í takt við aukna umhverf­is­vit­und hefur þrýst­ingur á bíla­fram­leið­endur aukist, meðal ann­ars með þeim afleið­ingum að útblástur frá nýjum bílum í þró­uðum ríkjum er nú mun minni í nýjum bíl­um. Í Evr­ópu mælist útblástur nýrra bíla til að mynda vel undir lög­legum mörk­um.

En nýjar áskor­anir blasa við. Þyngd bíla.

Aukin þyngd nýrra bíla, ekki síst raf­bíla, leiðir til þess að rykagnir af bíldekkjum menga meira en áður.

Dekk að taka við af púströrum sem helsti meng­un­ar­valdur

„Dekk eru óðum að taka við af púströrum sem helsta meng­un­ar­valdur bíla,“ segir Nick Mold­en, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Emission Ana­lyt­ics, sem fram­kvæmdi rann­sókn­ina. „Púströr eru svo hrein, ef við værum að byrja frá grunni í dag tæki ekki að reglu­væða þau,“ segir Molden.

Smæð rykagn­anna gerir það að verkum að mengun af völdum þeirra sé jafn­vel skað­legri en mengun af völdum útblást­urs. Í rann­sókn­inni kemur fram að rykagn­irnar megi finna í 250 mis­mun­andi teg­undum dekkja, sem eru öllu jafna fram­leidd úr gúmmíi sem unnið er úr hrá­ol­íu.

Agn­irnar eru sem fyrr segir agn­arsmá­ar, en fram kemur í rann­sókn­inni að við hvern keyrðan kíló­metra verður til yfir eitt tonn af rykögn­um, sem þýðir að agn­irnar eru innan við 23 nanó­metrar og geta, smæð­ar­innar vegna, kom­ist inn í blóð­rás fólks og þaðan í líf­færi.

Rykagnir smærri en 23 nanó­metrar er erfitt að mæla og engar reglur hafa verið inn­leiddar um losun svo smárra rykagna og efnin sem þau inni­halda í Evr­ópu eða Banda­ríkj­un­um.

Í rann­sókn­inni kemur fram að fyrir hvern keyrðan kíló­meter losna að með­al­tali 0,02 millígrömm út í and­rúms­loftið í formi útblást­urs. Ef tekið er til­lit til dekkja bíls­ins losna 73 millígrömm af rykögnum í and­rúmslof­rið á hverjum kíló­metra. Ef dekkin eru notuð er magnið tals­vert lægra, eða 36,5 millígrömm á hvern kíló­metra. Það er samt sem áður 1.850 sinnum meira en meðal losun við útblást­ur.

Snýst ekki um að hætta að keyra

Fyrsta skrefið til að draga úr meng­un­inni, að mati Mold­en, er að hætta notkun á dekkj­unum sem menga mest. „Þetta snýst ekki um að fólk hætti að keyra eða að finna upp nýja teg­und af dekkj­um. Ef við getum úti­lokað verri helm­ing­inn er hægt að breyta miklu. En eins og staðan er núna er ekk­ert reglu­verk, það er ekk­ert eft­ir­lit,“ segir hann.

­Þyngd bíl­anna skiptir einnig máli en alþjóð­lega þró­unin síð­ustu ár hefur verið sú að þyngri bílum er að fjölga. Þannig voru nýskráðir bílar á Íslandi í fyrra að með­al­tali 50 pró­sentum þyngri en bíl­arnir voru árið 1990.

Umræða hefur átt sér stað nýverið hvort raf­bíl­ar, sem eru þyngri en hefð­bundnir bílar, geti leitt til að auk­innar meng­unar af völdum rykagna í dekkj­um. Molden segir að það fari eftir akst­urs­lagi, þannig geti raf­bíll sem ekið er gæti­lega fram­leitt færri rykagnir en bílar sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti sem ekið er með offorsi.

Doktor James Tate, rann­sakndi í sam­göngu­fræðum við Háskól­ann í Leeds, segir aða taka beri nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar alvar­lega en hann bendir á að raf­bílar komi til með að verða létt­ari á næst­unni. „Í kringum 2024-2025 má búast við því að raf­bílar og bílar sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti verði jafn þung­ir. Aðeins lúx­usraf­bílar af stærri gerð­inni með lang­dræg­ari raf­hlöðu verða þyngri,“ segir Tate.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent