Jafnréttismál eru orðin hluti af sjálfsmynd Íslands – og jafnrétti að vörumerki

Jafnréttismál eru hluti af sjálfsmynd Íslands, samkvæmt nýrri rannsókn. Það lýsir sér m.a. í tilkomu Kvennalistans, kjöri Vigdísar Finnbogadóttur og valdatíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Katrínar Jakobsdóttur.

Jafnrétti
Auglýsing

Greina má ómeð­vit­aða vöru­mörkun í utan­rík­is­þjón­ustu Íslands í gegnum jafn­rétt­is­mál sem birt­ist einna helst sem rík áhersla á mála­flokk­inn í allri vinnu utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar, inn­an­lands sem erlend­is. Sér­tæk­ari vöru­mörkun á sér einnig stað í formi þess að færa jafn­rétt­isum­ræð­una til karla.

Þetta kemur fram í nýrri rann­sókn sem sagt er frá í grein­inni „Vöru­merkið jafn­rétti í utan­rík­is­stefnu Íslands“ og birt­ist í tíma­rit­inu Stjórn­mál & stjórn­sýsla í vik­unni. Höf­undar grein­ar­innar eru Kristín Sandra Karls­dótt­ir, MPA frá stjórn­mála­fræði­deild Háskóla Íslands, og Silja Bára Ómars­dótt­ir, dós­ent við sömu deild.

Tekin voru við­töl við fimm fyrr­ver­andi og núver­andi starfs­menn utan­rík­is­þjón­ustu Íslands og orð­ræðu­grein­ingu beitt á þau. Sam­kvæmt höf­undum er vöru­mörkun hug­tak sem hefur yfir­leitt verið tengt við mark­aðs­fræði. Í grein­inni segir að á síð­ustu ára­tugum hafi hug­myndir um vöru­mörkun ríkja rutt sér til rúms en í hug­tak­inu felist meðal ann­ars sú hugsun að ríki skapi sér sér­stöðu til að koma sér á fram­færi í alþjóða­sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

„Segja má að vöru­mörkun geti einkum nýst smá­ríkjum vel til að láta rödd sína heyr­ast hærra á meðal ann­arra stærri og valda­meiri ríkja, en smá­ríkja­fræðin halda því fram að sú ímynd sem alþjóða­sam­fé­lagið hefur af til­teknu ríki hafi áhrif á mögu­leika þess til að koma skoðun sinni á fram­færi. Eitt af því sem skapar Íslandi sér­stöðu í alþjóða­sam­fé­lag­inu er góð staða jafn­rétt­is­mála innan rík­is­ins en góður árangur inn­an­lands hefur haft áhrif á ímynd rík­is­ins erlend­is,“ segir í grein­inn­i. 

Ísland beitir þremur meg­in­að­ferðum við vöru­mörk­un, en þær eru: kynja­sam­þætt­ing, að taka sér dag­skrár­vald í mála­flokknum og alþjóð­leg sam­vinna. Fram­boð og eft­ir­spurn virð­ast helsti áhrifa­vald­ur­inn fyrir því að jafn­rétt­is­mál urðu fyrir val­inu sem vöru­merki Íslands, að því er fram kemur í grein­inni.

Þá segir að Ísland hafi mikið fram að færa í mála­flokkn­um, hafi skipað sér í fram­varð­ar­sveit í jafn­rétt­is­málum og vakið athygli alþjóða­sam­fé­lags­ins fyrir vinnu sína. Sú athygli hafi hvetj­andi áhrif á áfram­hald­andi vinnu rík­is­ins innan mála­flokks­ins. Engu að síður sé nauð­syn­legt að vera með­vituð um það hvers vegna íslenska ríkið telur þessa stöðu eft­ir­sókna­verða og í hvaða til­gangi hennar er leit­að.

Ekki með­vituð skýr stefna

Höf­undar draga þá ályktun að vöru­mörkun eigi sér stað af hálfu Íslands á sviði jafn­rétt­is­mála. Fyrsta rann­sókn­ar­spurn­ingin sem lagt var upp með var hvernig hún birt­ist í utan­rík­is­þjón­ustu Íslands. Svarið er sam­kvæmt Krist­ínu Söndru og Silju Báru að hún virð­ist vera ómeð­vituð afleið­ing þess að Ísland ein­beitir sér að mála­flokknum með því að taka sér dag­skrár­vald, beita kynja­sam­þætt­ingu og alþjóð­legri sam­vinnu. Ísland hafi þannig ekki með­vitað sett fram skýra stefnu um að jafn­rétti skuli vera sér­hæf­ing eða vöru­merki lands­ins.

„Með beit­ingu kenn­ing­ara­mma rann­sókn­ar­innar má hins vegar lesa það út úr aðgerðum og áherslum innan utan­rík­is­þjón­ust­unnar og út á við að vöru­mörkun á sér stað. Upp­haf þessa vöru­mörk­un­ar­ferlis er innan íslenskrar stjórn­sýslu þar sem áhersla er lögð á að jafn­rétt­is­mál séu höfð að leið­ar­ljósi á sér­hverjum vett­vangi innan utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar. Þessi áhersla hefur ekki aðeins áhrif á stefnu­mótun innan ráðu­neyt­is­ins heldur einnig á það hvernig starfs­fólk utan­rík­is­þjón­ust­unnar vinnur sína vinnu og hvernig það kemur fyrir sem full­trúar Íslands á alþjóða­vett­vang­i,“ segir í grein­inni.

Þá telja höf­undar að sér­tæk­ari vöru­mörkun eigi sér einnig stað af hálfu Íslands í formi þess að færa jafn­rétt­isum­ræð­una inn á karllæga vett­vanga eða jafn­vel með því að skipa karl­menn sem full­trúa Íslands í nefndum þar sem konur eru yfir­leitt í miklum meiri­hluta. „Greina mætti þetta sem sér­stakt ein­kenni á vinnu Íslands þegar kemur að jafn­rétt­is­mál­um, sem tekur þá til stöðu Íslands innan mála­flokks­ins og aðgreinir ríkið frá öðrum sem leggja einnig áherslu á jafn­rétt­is­mál, líkt og hin Norð­ur­lönd­in. Alþjóð­leg við­ur­kenn­ing á braut­ryðj­enda­starfi Íslands í þágu jafn­réttis kynj­anna rennir stoðum undir þessa grein­ing­u.“

Vöru­merkið lýsir „sál“ rík­is­ins

Í grein­inni kemur enn fremur fram að orðstír hafi mikil áhrif á hvers kyns vöru­merki ríki hafi tök á að móta en þar skipti máli að vöru­merkið lýsi „sál“ rík­is­ins. Færa megi rök fyrir því að jafn­rétt­is­mál séu hluti af sjálfs­mynd Íslands þar sem mála­flokk­ur­inn virð­ist skipta máli innan íslensks sam­fé­lags. Það lýsi sér einna helst í til­komu Kvenna­list­ans, kjöri Vig­dísar Finn­boga­dótt­ur, valda­tíð Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur og Katrínar Jak­obs­dótt­ur, og stefnum á borð við feðra­or­lof og jafn­launa­vott­un. „Þá virð­ist almennt ríkja þverpóli­tísk sam­staða um mik­il­vægi jafn­rétt­is­mála, þótt nýlegir atburðir á borð við Klaust­urs­málið skyggi á það inn­an­lands. Saman mynda þessir hlutir heildarí­mynd Íslands á alþjóða­vett­vangi en sam­kvæmt kenn­ingum um vöru­mörkun ríkja tekur sú ímynd til póli­tíska, efna­hags­lega og menn­ing­ar­lega sviðs­ins.

Að end­ingu segja höf­undar að femínískt ákall virð­ist eiga sér stað frá alþjóða­sam­fé­lag­inu um breyt­ingar á hina karllæga umhverfi utan­rík­is­mála, þar á meðal í formi ýmissa vit­und­ar­vakn­inga og sam­fé­lags­bylt­inga. Fram­boð og eft­ir­spurn spili stórt hlut­verk í vöru­mörkun jafn­rétt­is­mála en leitað sé til Íslands sem ákveð­ins frum­kvöð­ulsvið­miðs í mála­flokkn­um. Við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins virð­ist hafa mót­andi áhrif á stefnu Íslands í jafn­rétt­is­mál­um. Þegar ríkið fái aukin jákvæð við­brögð frá alþjóða­sam­fé­lag­inu fyrir áherslu sína á jafn­rétt­is­mál virð­ist það hafa hvetj­andi áhrif á áfram­hald­andi vinnu Íslands í mála­flokkn­um. 

„Ís­land er ekki eitt um að hafa jákvæða ímynd á sviði jafn­rétt­is­mála og því væri fróð­legt að vinna frek­ari rann­sóknir á þessu sviði, t.d. með því að bera Ísland saman við hin Norð­ur­löndin sem hafa svip­aða ásýnd í alþjóða­kerf­in­u,“ segir að lokum í grein­inn­i. 

Hægt er að lesa grein­ina í heild sinni hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent