Bjarni tekur undir áhyggjur Ásmundar Friðrikssonar af kostnaði við hælisleitendur

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra tekur undir áhyggjur Ásmundar Friðrikssonar um að kostnaður vegna umsókna um alþjóðlega vernd sé mikill. Hann segir að reyna ætti að flýta afgreiðslu umsókna sem augljóslega verði ekki samþykktar.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins gerir ekki athuga­semdir við Face­book-­færslur Ásmundar Frið­riks­sonar þing­manns flokks­ins um komur hæl­is­leit­enda til Íslands, sem hafa vakið athygli að und­an­förnu.

Hann seg­ist telja að þing­mað­ur­inn sé að benda á að á sama tíma og illa gangi að afgreiða beiðnir umsækj­enda um alþjóð­lega vernd falli til „gríð­ar­lega mik­ill kostn­að­ur“, sem sé slæmt, ekki síst þegar verið sé að reka rík­is­sjóð með 260 millj­arða halla. Þessu seg­ist Bjarni sam­mála.

Þetta kom fram í við­tali við Bjarna í hádeg­is­fréttum RÚV í dag, en þar sagði fjár­mála­ráð­herra einnig að það ætti að reyna að hraða máls­með­ferð hjá þeim umsækj­endum um alþjóð­lega vernd sem „munu aug­ljós­lega ekki fá jákvæða nið­ur­stöðu í sín mál.“ Í dag væri ríkið að jafn­aði að halda um það bil 500 manns uppi á hverjum tíma og verði til þess um 4 millj­örðum á ári.

Auglýsing

„[V]ið verðum að horfa í þessar tölur um leið og við höfum skýra afstöðu til þess að við Íslend­ingar ætlum að axla okkar ábyrgð með öðrum löndum í heim­inum til þess að koma þeim til aðstoðar sem eru að flýja hörmu­legar aðstæð­ur,“ sagði Bjarni.

Ásmundur Frið­riks­son hefur að und­an­förnu birt færslur á Face­book þar sem hann greinir frá komum hæl­is­leit­enda til lands­ins, svo gott sem í raun­tíma. Á sunnu­dag­inn, 11. októ­ber, birti hann síð­ast slíka færslu og sagði þá að síð­ustu þrjár vik­urnar hefðu 54 hæl­is­leit­endur komið til lands­ins og reikn­aði út að það myndi kosta ríkið á fjórða hund­rað millj­ónir króna.

Hann hefur ekki viljað segja hvaðan hann fær upp­lýs­ing­arnar um komur fólks­ins hingað til lands, sem liggja ekki opin­ber­lega fyr­ir. Í við­tali við Kjarn­ann fyrr í vik­unni sagð­ist hann hafa fengið sím­töl og skila­boð um að til­tek­inn fjöldi umsækj­enda um alþjóð­lega vernd hefði komið til lands­ins um Kefla­vík­ur­flug­völl.

Ásmundur telur að sumir hæl­­is­­leit­endur komi hingað til lands á fölskum for­­sendum til þess að sækj­­ast eftir betra lífi – betra lífs­við­­ur­væri og lífs­­kjör­­um. „Það fólk á auð­vitað að koma hingað á öðrum for­­send­­um. Það á að sækja um land­vist­­ar­­leyfi og vinnu. Fá atvinn­u­­leyfi eins og útlend­ingar þurfa að gera. Og þá þurfa þeir að gera það áður en þeir koma til lands­ins, ekki éta vega­bréfið sitt á leið­inn­i,“ sagði Ásmund­ur.

Ásmundur Friðriksson. Mynd: Bára Huld Beck.

Þing­mað­ur­inn hefur verið gagn­rýndur fyrir orð­ræðu sína í garð þeirra sem hingað koma og sækja um alþjóð­lega um vernd nokkuð reglu­lega á und­an­förnum árum, ekki síst fyrir að stilla umræð­unni upp með þeim hætti að Íslend­ingar eigi nóg með sig sjálfa.

„Þreng­ingar eru á hús­næð­is­­mark­aði. Heima­­fólk er sett á göt­una á meðan margar íbúð­ir, gist­i­heim­ili og gamlir skólar eru setin hæl­­is­­leit­end­­um. Nábýlið við suma þeirra er svo eld­fimt að það dugar ekki minna en sér­­­sveit lög­­regl­unnar ef stilla þarf til frið­­­ar,“ skrif­aði Ásmundur í Morg­un­blaðs­grein fyrir þremur árum síð­an, þegar efna­hags­á­standið á Íslandi var allt annað og mun betra en það er í dag.

Nú seg­ist Ásmundur telja að Íslend­ingar eigi nóg með sig vegna COVID-krepp­unnar og sagði þing­mað­ur­inn við Kjarn­ann í vik­unni að honum þætti „rétt að taka þráð­inn aðeins upp“ og ræða um kostnað vegna hæl­is­leit­enda, eftir að hafa lagt sig fram um að hafa frið í stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæð­is­flokks við Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk und­an­farin þrjú ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent