Efnahagsmálaumræðan „úrelt og þess vegna eiga hægri menn hana enn þá“

Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segist hafa trú á því að Samfylkingin geti orðið kjölfestuflokkur í íslenskum stjórnmálum, en fyrst þurfi að „kveða niður þá mýtu“ að flokkar vinstra megin við miðju geti ekki stjórnað efnahagsmálum.

Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Auglýsing

„Efna­hags­mála­um­ræðan hér á landi er úrelt og þess vegna eiga hægri menn hana enn þá. Þessu verðum við að breyta,“ skrifar Kristrún Frosta­dótt­ir, aðal­hag­fræð­ingur Kviku banka og nú fram­bjóð­andi í for­könnun Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík, í færslu sem hún birtir í Face­book-hópi Félags frjáls­lyndra jafn­að­ar­manna á Face­book.





Þar fal­ast Kristrún eftir stuðn­ingi í skoð­ana­könnun Sam­fylk­ing­ar­fé­lags­ins í Reykja­vík, sem hófst í gær og stendur fram á sunnu­dag og útskýrir í ítar­legu máli af hverju hún ákvað að gefa kost á sér. „Það væri ósatt að segja að þetta fram­boð hafi staðið til í langan tíma. Síð­asta ár hefur hins leitt mig niður ákveð­inn árfar­veg og ég hef leyft mér að fljóta með,“ skrifar Kristrún­.



Hún segir að henni hafi blöskrað hvernig umræðan hér á landi um efna­hags­leg við­brögð við COVID-krís­unni þró­að­ist. „Fólk og lítil fyr­ir­tæki sem hafa verið sjálf­sprottin byggða­stefna hér und­an­farin ár í ferða­þjón­ust­unni fengu þau skila­boð að í kreppum þyrfti ákveðin „hreins­un“ að eiga sér stað. Ég skildi þetta ekki og geri ekki enn – við stöndum í miðjum nátt­úru­ham­förum, þar sem opin­berar sótt­varn­ar­að­gerðir hamla getu tak­mark­aðs hóps til að sjá sér far­borða og ráða­menn geta leyft sér að full­yrða að ef atvinnu­leys­is­bætur verði hækk­aðar letji það fólk til vinnu. Það hefur enga vinnu verið að fá!“ skrifar Kristrún.

„Von­brigði mín hafa verið mik­il“

Hún seg­ist hafa rætt við fjölda eig­enda lít­illa fyr­ir­tækja um allt land, sem hafi byggt upp þjón­ustu og greitt sér lág laun til að styðja við fjár­fest­ingu og horft á allt eigið fé sitt hverfa á nokkrum mán­uð­u­m. 

Auglýsing

„Þetta eru fyr­ir­tæki sem eru ekki með öfl­uga og fjár­sterka bak­hjarla, ekki með sterkt banka­sam­band og margir hverjir að lenda í per­sónu­legum fjár­hags­erf­ið­leik­um. Fólk sem alltaf hefur staðið á sínu, og vann launa­laust síð­ustu mán­uð­ina til að halda öðrum í vinnu. Við erum lítið og náið sam­fé­lag, en við gátum ekki gripið utan um venju­legt fólk sem missti lífs­við­væri sitt né okkar við­kvæm­ustu hópa sem verða alltaf harð­ast úti í ástandi sem þessu. Von­brigði mín hafa verið mik­il,“ skrifar Kristrún og bætir við að hún hafi enda „látið ráða­menn heyra það“ und­an­farna mán­uði.

„Ég vissi fyrir víst að ég myndi ná til breið­ari hóps fólks því fáir bjugg­ust við því að mann­eskja í minni stöðu væri til­búin að gagn­rýna með­ferð á þeim sem veikast standa í dag,“ skrifar Kristrún. Hún seg­ist hins vegar hafa alist upp á jafn­að­ar­manna­heim­ili og gengið með þau gildi allt sitt líf. 

Þá seg­ist hún hafa reynt að hafa áhrif á fjár­mála­kerfið innan frá og haldið eldræður í sínu starfi um mik­il­vægi jöfn­uðar og hlut­verk hins opin­bera í að tryggja að kerfið vaxi fyrir alla en ekki fáa.

Sam­fylk­ingin þurfi að taka sig á í fram­setn­ingu efna­hags­mála

„Vel­ferð­ar- og jafn­rétt­is­mál okkar jafn­að­ar­manna eiga að vera leið­ar­ljósið í öllum stefnu­mál­um, en þeir sem stýra pen­ingum í land­inu og skilja hvernig fjár­magn flæðir um kerfið hafa gríð­ar­leg völd. Þetta vitum við öll. Ég tel mig búa yfir sér­stökum eig­in­leik­um; ég hef mikla þekk­ingu á fjár­mála­innviðum lands­ins og dýnamíkinni í hag­kerf­inu en afar tak­mark­aðan áhuga á að græða pen­inga. Þörf fólks til að finna fyrir fjár­hags­legu öryggi get ég þó tengt við enda eins og margir alin upp af fólki sem hafði oft áhyggjur af pen­ing­um,“ skrifar Kristrún.

Hún seg­ist hafa mikla trú á mögu­leikum Sam­fylk­ing­ar­innar til að verða kjöl­festu­flokkur í íslenskum stjórn­mál­um, en að erfitt hafi reynst að „kveða niður þá mýtu hér­lendis að flokkar vinstra megin við miðju geti ekki stjórnað efna­hags­mál­un­um.“

Hún segir flokk­inn þurfa að taka sig á varð­andi fram­setn­ingu efna­hags­mála og hvernig þau eru tengd við jafn­að­ar­manna­gild­i.  „Hag­fræðin hefur gjör­breyst á und­an­förnum árum, þar sem öll áherslan er einmitt á að reka hag­kerfi eftir gildum sem falla að öllu leyti með jafn­að­ar­mönn­um. Efna­hags­mála­um­ræðan hér á landi er úrelt og þess vegna eiga hægri menn hana enn þá. Þessu verðum við að breyta,“ skrifar Kristrún. 





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent