Óskaði sex sinnum eftir liðsauka

Yfirmaður þinglögreglunnar í Washington segist margoft hafa óskað eftir aðstoð þjóðvarðliðsins en það kom ekki á vettvang óeirðanna fyrr en þau voru nær yfirstaðin og fjórir lágu í valnum.

Skilti stuðningsmanns Trump á botni tjarnar við Bandaríkjaþing.
Skilti stuðningsmanns Trump á botni tjarnar við Bandaríkjaþing.
Auglýsing

Bein útsend­ing frá þing­hús­inu í Was­hington og óeirð­unum þar fyrir innan og utan var löngu hafin á sjón­varps­stöðv­unum áður en liðs­auki barst lög­reglu­mönn­unum sem voru að glíma við þús­undir æstra stuðn­ings­manna Don­alds Trump. Fólk sat heima í stofu og fylgd­ist með og hugs­aði: Hvar er eig­in­lega þjóð­varð­lið­ið? Liðið sem hefur verið mjög sjá­an­legt í öllum mót­mælum í borg­inni síð­ustu mán­uði? Hvers vegna var það ekki ein­fald­lega á staðnum þegar í upp­hafi í mót­mælum sem höfðu verið skipu­lögð vikum sam­an?



2.000 manna lög­reglu­lið sinnir örygg­is­gæslu í þing­hús­inu. Þetta er sér­stök lög­reglu­deild og eftir hryðju­verkin í Banda­ríkj­unum árið 2001 var fjölgað í henni. Sá sem henni stýr­ir, Steven Sund, hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir und­ir­bún­ing­inn fyrir her­skara Trump-­stuðn­ings­manna á mið­viku­dag. Hann sagði af sér strax dag­inn eft­ir. En í við­tali við Was­hington Post í dag segir hann sína hlið á mál­inu. Og hún er nokkuð önnur en almennt hefur verið talið.

Auglýsing



Í við­tal­inu segir hann til dæmis frá því að hann hafi sex sinnum óskað eftir liðs­styrk áður en hann loks mætti á vett­vang. Fyrsta skiptið átti sé raun stað áður en mið­viku­dag­inn rann upp. Hann hafði orðið sífellt áhyggju­fyllri er nær dró mót­mæl­un­um. Hann vildi hafa þjóð­varð­liðið til taks. En yfir­maður hans á Banda­ríkja­þingi hafn­aði þeirri beiðni. Sagði að slíkt lið, grátt fyrir járn­um, myndi senda röng skila­boð.



Fjar­vera þess sendi hins vegar „rétt skila­boð“ til múgsins þegar til kom. Hann taldi sig geta ruðst inn án mik­illar mót­stöðu. Og það reynd­ist rétt.



T­veimur dögum áður en  við­burð­ur­inn margaug­lýsti, „Björgum Banda­ríkj­un­um“, átti að fara fram, bað Sund yfir­menn örygg­is­gæslu beggja þing­deild­anna um leyfi til að óska eftir því að þjóð­varð­liðið yrði í við­bragðs­stöðu. Hann vildi hafa vaðið fyrir neðan sig ef upp úr myndi sjóða. Hann vildi geta kallað eftir liðs­styrk og fengið hann strax, ef á þyrfti að halda. Þó að lög­reglan hafi á þessum tíma­punkti fengið upp­lýs­ingar um að hóp­ur­inn sem Trump hafði boðað til Was­hington til að mót­mæla kosn­inga­úr­slit­unum yrði mun stærri en fyrri mót­mæli í borg­inn­i,  hafi yfir­menn örygg­is­gæsl­unnar hafnað beiðni hans. Þeim þótti var­huga­vert að lýsa yfir „neyð­ar­á­standi“ fyrir mót­mæl­in. Það myndi senda röng skila­boð. Yfir­maður örygg­is­mála í öld­unga­deild­inni lagði þó til að Sund myndi nota óform­legar leiðir til að biðja um að þjóð­varð­liðið yrði í við­bragðs­stöðu kæmi til þess að þinglög­reglan þyrfti aðstoð.  



Á mið­viku­deg­in­um, þegar umræður voru í báðum þing­deildum um stað­fest­ingu á úrslitum for­seta­kosn­ing­anna í nóv­em­ber, og tug­þús­undir stuðn­ings­manna Trump höfðu safn­ast saman fyrir framan þing­hús­ið, fóru að renna tvær grímur á þinglög­regl­una. Og þegar ljóst var að hún réði ekki við aðstæður seg­ist Sund hafa óskað eftir aðstoð fimm sinn­um. Ástandið varð, að hans sögn, miklu verra en hann hefði nokkru sinni getað ímyndað sér.



Aðeins fimmtán mín­útum eftir stuðn­ings­menn Trumps höfðu arkað að þing­hús­inu eftir að hafa hlustað á ræðu for­set­ans við Hvíta húsið hafði þeim tek­ist að kom­ast yfir ytri varn­ar­línu lög­regl­unnar við þing­hús­ið. Um 1.400 þinglög­reglu­menn voru á vakt.



„Ef við hefðum haft þjóð­varð­liðið hefðum við getað haldið þeim í skefjum lengur þar til að liðs­auki frá öðrum lög­reglu­sveitum hefði komið á vett­vang,“ segir Sund í við­tal­inu við Was­hington Post.

Hærri og sterkari girðingar eru nú komnar fyrir framan þinghúsið. Mynd: EPA



Rétt fyrir kl. 14 að stað­ar­tíma hafði stuðn­ings­mönnum Trump tek­ist að brjót­ast inn í sjálft þing­hús­ið. Þinglög­reglan lagði þá þegar áherslu á að koma þing­mönnum í öruggt skjól. Liðs­auki barst skömmu síðar frá lög­regl­unni í Was­hington-­borg en þá var ástandið komið úr bönd­un­um.



Klukkan 14.26 hafði Sund sam­band við varn­ar­mála­ráðu­neytið og óskaði eftir enn frek­ari aðstoð. Hann sagði neyð­ar­á­stand hafa skap­ast og að brýnt væri að þjóð­varð­liðið kæmi þegar í stað til aðstoð­ar.



Þá gerð­ist það sem kom öllum á óvart að Walter E. Piatt, yfir­maður her­deildar ráðu­neyt­is­ins, sagð­ist ekki get­að  mælt með því við her­mála­ráð­herr­ann að þjóð­varð­lið yrði kvatt á vett­vang. Sund segir að Piatt hafi sagt að sér hugn­að­ist ekki að sjá þjóð­varð­liða standa ásamt lög­regl­unni við þing­hús­ið.

Auglýsing



Fleiri tóku þátt í þessu sím­tali, m.a. emb­ætt­is­menn Was­hington-­borgar og einn þeirra segir í sam­tali við Was­hington Post að Sund hafi bók­staf­lega grát­beðið um hjálp, aftur og aft­ur.



Varn­ar­mála­ráðu­neytið hefur ítrekað sagt í kjöl­far árás­ar­innar á þing­húsið að þinglög­reglan hafi ekki beðið um aðstoð þjóð­varð­liðs­ins fyr­ir­fram, þ.e. áður en mót­mælin fóru úr bönd­un­um. Ekki hafi verið beðið um að þjóð­varð­liðið yrði í við­bragðs­stöðu. Beðið hafi verið um aðstoð eftir að allt fór úr bönd­unum þrátt fyrir að allir eigi að vita að þjóð­varð­liðið geti ekki brugð­ist við með mjög stuttum fyr­ir­vara. Tals­maður varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að þinglög­reglan og lög­reglan í Was­hington-­borg hafi talið sig ráða við verk­efnið og ekki beðið um að liðs­auki væri til taks.



Það var ekki fyrr en tæpum fjórum klukku­stundum eftir að ráð­ist var á þing­húsið að þjóð­varð­liðið var komið á vett­vang. Þá höfðu þegar fjórir lát­ist í átök­un­um.



Sund, sem hefur verið yfir­maður þinglög­regl­unnar í rúmt ár, sagði af sér og sagð­ist hafa brugð­ist sam­starfs­mönnum sín­um.



Mikil átök inn­an­dyra

Átökin sem þinglög­reglu­menn lentu í við múg­inn inni í þing­hús­inu voru mun meiri og alvar­legri en talið var í fyrstu. Á mynd­böndum og myndum sem birtar hafa verið um helg­ina má sjá lög­reglu­menn reyna allt hvað þeir gátu til að stöðva inn­rás stuðn­ings­manna Trumps og leggja líf sitt í hættu.



Sund mun láta af emb­ætti 16. Jan­ú­ar. Fjórum dögum síðar mun Joe Biden taka við emb­ætti for­seta. Sund ótt­ast að það sama ger­ist þá.



Í við­tal­inu við Was­hington Post við­ur­kennir Sund að öfga­hópar hafi dag­ana á undan mót­mæl­unum hót­að  því að brjót­ast inn í þing­hús­ið. Hann hafði áhyggjur en sagði slíkar hót­anir þó oft hafa verið settar fram án þess að af þeim yrði. „Fólk segir ýmis­legt á sam­fé­lags­miðl­u­m,“ segir hann um hót­an­irn­ar.



Hann hafi engu að síður ákveðið að hafa sam­band við yfir­menn örygg­is­mála í þing­inu og óska eftir því að þjóð­varð­liðið yrði til taks. Hann hafði sam­band við yfir­mann hjá þjóð­varð­lið­inu sem full­viss­aði hann um það að ef á þyrfti að halda gætu 125 þjóð­varð­liðar komið á vett­vang „nokkuð fljótt“.

Mættu með klif­ur­búnað



Ástandið við þing­húsið hafi hins vegar allt frá því fyrstu stuðn­ings­menn Trump mættu verið hlaðið ofbeldi. „Þeir voru með hjálma, gas­grím­ur, skildi og pipar­úða, flug­elda og klif­ur­bún­að. Klif­ur­bún­að!“ Sund seg­ist aldrei hafa séð nokkuð þessu líkt í Was­hington.



Þegar í stað hafði hann því sam­band við lög­reglu­stjór­ann í Was­hington sem sendi 100 lög­reglu­menn á vett­vang á innan við tíu mín­út­um. Þegar ljóst var að það myndi engan veg­inn duga til hringdi Sund í yfir­menn örygg­is­mála þings­ins og bað um þjóð­varð­lið­ið. En forms­at­riða vegna tók það alltof langan tíma. Og árás­in  á þing­húsið hófst af krafti.



Þjóð­varð­liðið í Was­hington-­borg heyrir ekki undir rík­is­stjór­ann heldur beint undir for­set­ann. Því þurfti að fá sam­þykki varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins til að senda þjóð­varð­lið á vett­vang.

Hvað ger­ist eftir nokkra daga?



Eftir mikið þras í sím­tal­inu sem fyrr er greint frá var nið­ur­staðan loks sú að yfir­maður örygg­is­mála í þing­hús­inu hafði sam­band við Mitch McConn­ell, for­seta öld­unga­deild­ar­inn­ar, til að reyna að fá þjóð­varð­liðið á vett­vang. Þá var klukkan að verða 16.



Liðs­auki hafði borist frá lög­regl­unni í Was­hington og alrík­is­lög­regl­unni.



Varn­ar­mála­ráðu­neytið segir að klukkan rúm­lega 15 hafi heim­ild til að kalla út þjóð­varð­liðið feng­ist en það átti eftir að taka um tvo tíma þar til liðs­menn þess, sem sinna sínum hefð­bundnu störfum dags dag­lega, komust á vett­vang.



Sund varar við því sem gæti verið í vændum í tengslum við inn­setn­ing­ar­at­höfn Bidens og mót­mæli sem boðað hefur verið til næsta mið­viku­dag í borg­inni. „Þetta er mjög hættu­legt fólk og það var mjög vel und­ir­bú­ið. Ég á erfitt með að kalla þetta mót­mæli,“ segir hann um upp­þot­ið  í síð­ustu viku. Hann kennir Trump um að hafa stofnað lífi þinglög­reglu­manna í hættu.



Í dag er búið að koma upp háum varn­ar­girð­ingum umhverfis þing­hús­ið. Fyrsta varn­ar­línan er orðin sterk­ari en hún var á mið­viku­dag­inn. Hvort við­bún­að­ur­inn nú reyn­ist nægur mun tím­inn leiða í ljós.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent