200 færslur fundust merktar „bandaríkin“

Kevin McCarthy fagnar sigri. 15 atkvæðagreiðslur þurfti til áður en hann tryggði sér embætti þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Sögulegur en dýrkeyptur kosningasigur þingforsetans
Kevin McCarthy mistókst fjórtán sinnum að tryggja sér meirihluta atkvæða þingmanna í kjöri til forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. En það tókst í fimmtándu tilraun. Hans fyrsta verk gæti verið að ákveða pólitíska framtíð George Santos.
8. janúar 2023
Hilmar Þór Hilmarsson
Sjálfheldan í Úkraínu. Hatrið sigrar?
6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
5. desember 2022
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
30. nóvember 2022
Elizabeth Holmes mætti í dómsal á föstudag í fylgd móður sinnar og eiginmanns. Holmes er komin um sex til sjö mánuði á leið með annað barn þeirra hjóna. Hún var dæmd í ellefu ára fangelsi og á að hefja afplánun 27. apríl.
„Harmleikurinn í þessu er að frú Holmes er bráðgáfuð“
Elizabeth Holmes, sem ætlaði að bjarga heiminum með byltingarkenndri blóðskimunartækni, var dæmd í 11 ára fangelsi á föstudag. Hún er ólétt af sínu öðru barni og á að hefja afplánun í lok apríl, skömmu eftir að barnið kemur í heiminn.
21. nóvember 2022
Donald Trump og Melania eiginkona hans á kjörstað í Flórída-ríki.
Er tími Trumps liðinn?
Þingkosningarnar í Bandaríkjunum í vikunni fóru ekki eins og á horfðist. Úrslitin þykja bagaleg fyrir Donald Trump, en frambjóðendur sem hann studdi opinberlega náðu margir litlum árangri. Bandarískir íhaldsmenn huga nú að uppgjöri við Trumpismann.
12. nóvember 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
25. september 2022
Elon Musk, ríkasti maður heims, gerði yfirtökutilboð á Twitter í apríl. Í maí fékk hann bakþanka en nú mun Twitter láta reyna á það fyrir dómstólum að hann standi við gerða samninga.
Dómari mun skera úr hvort ríkasti maður heims verði að kaupa Twitter
Twitter mun fara fram á fyrir dómi að Elon Musk standi við kaup á fyrirtækinu. Kaupin hafa verið í uppnámi eftir að Musk vildi draga þau til baka vegna ágreinings um gervimenni.
17. september 2022
Tölvukubbar eru bráðnauðsynlegir í langflest raftæki, stór og smá. Bandaríkin ætla að setja mikið fé í að auka framleiðslu á þeim innanlands.
Bandaríkin munu girða fyrir fjárfestingar styrkþega í Kína
Bandarísk yfirvöld munu veita tugum milljarða dollara í að niðurgreiða framleiðslu á tölvukubbum á næstu árum. Fyrirtækin sem hljóta styrki mega á sama tíma ekki opna nýjar hátækniverksmiðjur á kínverskri grundu, samkvæmt viðskiptaráðherra landsins.
7. september 2022
Fjölmargir hafa fagnað aðgerðum Biden í þessum efnum.
Hvíta húsið lét hræsnara heyra það á Twitter
Viðbrögð Hvíta hússins við gagnrýni þingmanna Repúblikanaflokksins á afskrifun námslána hafa vakið verðskuldaða athygli.
28. ágúst 2022
Donald Trump og Anthony Fauci.
„Skunkurinn í lautarferðinni“ yfirgefur Hvíta húsið
Hann leiddi bandarísku þjóðina í gegnum faraldra HIV, inflúensu, ebólu og COVID-19. Hans stærsta orrusta var þó ef til vill af allt öðrum toga: Við forsetann fyrrverandi, Donald Trump.
27. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
13. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
9. ágúst 2022
Fyrr á þessu ári mótmælti fólk ákvörðun hæstaréttar Bandaríkjanna um að snúa við dómi í máli Roe gegn Wade.
Banni við þungunarrofi hafnað í hinu íhaldssama Kansas-ríki
Hátt í 60 prósent kjósenda í Kansas voru andvíg því að fella niður rétt til þungunarrofs. Ríki allt í kringum Kansas hafa saumað að réttinum til þungunarrofs eða jafnvel bannað með öllu og er ríkið orðið eins konar athvarf kvenna sem vilja rjúfa þungun.
3. ágúst 2022
Carrin F. Patman verður sennilega næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Rússland og Kína skilji efnahagslegt og hernaðarlegt mikilvægi Íslands
Carrin F. Patman, sem líklega verður sendiherra Bandaríkjanna hér á landi innan skamms tíma, sagði þingnefnd á fimmtudag að hún teldi að Rússland og Kína skildu hernaðarlegt mikilvægi Íslands og vill leggja áherslu á varnarmál í sínum störfum.
30. júlí 2022
Kaffibarþjónn leggur lokahönd á einn rjúkandi heitan cappucino.
Bandarísk kaffihús hafa ekki náð sér af COVID-19 sökum aukinnar heimavinnu
Í kórónuveirufaraldrinum þurftu margir að segja skilið við skrifstofuna og sinna vinnunni heiman frá sér. Bandaríkjamenn vinna enn talsvert heima hjá sér og kaffihús þar vestanhafs hafa þurft að súpa seyðið af þeirri þróun.
29. júlí 2022
Tsai Ing-wen, forseti Taívan, við vígsluathöfn nýs herskips í janúar síðastliðnum. Taívan hefur verið að auka varnir sínar vegna yfirvofandi átaka við Kína.
Er Taívan Úkraína Asíu?
Taívan hefur um áratugaskeið litið á sig sem sjálfstætt ríki þrátt fyrir takmarkaðan alþjóðlegan stuðning gegn kínverska stórveldinu, sem hyggst ná Taívan aftur á sitt vald með öllum ráðum.
27. júlí 2022
28 prósent Bandaríkjamanna telja að fljótlega geti komið til þess að almennir borgarar neyðist til þess að grípa til vopna gegn stjórnvöldum.
Nærri þriðjungur Bandaríkjamanna tilbúinn að grípa til vopna gegn stjórnvöldum
Meirihluti Bandaríkjamanna telur stjórnvöld þar í landi spillt og nærri þriðjungur að komið geti til þess að almennir borgarar neyðist til þess að grípa til vopna gegn stjórnvöldum á næstunni.
26. júlí 2022
Bann við þungunarrofi hefur alvarleg keðjuverkandi áhrif á aðra heilbrigðisþjónustu
Fjölgun ófrjósemisaðgerða og tilfella þar sem læknar þurfa að fresta lífsbjargandi aðgerðum fyrir þungaða sjúklinga sína með alvarlegum afleiðingum er meðal þeirra keðjuverkandi áhrifa sem bann við þungunarrofi í Bandaríkjunum hefur.
24. júlí 2022
Emmett Till á jólunum árið 1954. Þá var hann þrettán ára.
Heimili Emmetts Till gert upp og opnað almenningi
Emmett Till var aðeins fjórtán ára er hann var pyntaður og drepinn af hópi hvítra karla í Mississippi. Heimili hans í Chicago verður brátt að safni.
19. júlí 2022
Árásarmennirnir komu sér þægilega fyrir í þinghúsinu.
Segja leyniþjónustuna hafa eytt skilaboðum frá 6. janúar
Þegar óskað var eftir að fá afhent textaskilaboð úr farsímum leyniþjónustumanna daginn sem árás var gerð á bandaríska þinghúsið gripu rannsakendur í tómt.
15. júlí 2022
Vítisengill genginn – „Til andskotans með Harley-Davidson“
Vélhjólaklúbburinn og glæpasamtökin Hells Angels eiga sér langa sögu en einn þekktasti meðlimur samtakanna Sonny Bar­ger lést fyrir stuttu. Líf hans var litað af glæpum.
10. júlí 2022
Ketanji Brown Jackson er 51 árs, fædd í Washington en uppalin í Miami.
Fyrsta svarta konan við hæstarétt – 232 árum eftir stofnun hans
Ketanji Brown Jackson veit að hún er fyrirmynd margra og að sú ábyrgð sé mikil. En hún er tilbúin að axla hana. Ég tekst á við þetta með gjöfum forfeðra minna. Ég er draumur og von þrælanna.“
3. júlí 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
29. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
27. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
26. júní 2022
Kim Kardashian og Pete Davidson á Met Gala í maí.
Deila um hvort Kim Kardashian hafi skemmt kjól sem var í eigu Marilyn Monroe
Í vikunni voru birtar myndir sem sýna áttu slit á sögufrægum kjól sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala. Fyrirtækið sem lánaði kjólinn segir nýja kynslóð hafa kynnst arfleifð Marilyn Monroe í kjölfar lánsins og hafnar því að hann hafi skemmst.
19. júní 2022
Neytendur í Bandaríkjunum hafa ekki getað gengið að því vísu að fá allt á innkaupalistanum svo mánuðum skiptir.
Hökt í aðfangakeðjum hefur keðjuverkandi áhrif og veldur skorti á nauðsynjavörum
Nú eru það túrtappar, í síðasta mánuði var það þurrmjólk, í fyrra voru það raftæki og húsgögn. Bandarískir neytendur standa reglulega frammi fyrir skorti á ýmsum nauðsynjavörum og hafa gert frá því að hökta tók í aðfangakeðjum heimsins í faraldrinum.
16. júní 2022
Jennifer Hudson á rauða dregli Tony-verðlaunanna á sunnudagskvöld.
Fjölgar í hópi EGOT-verðlaunahafa
Jennifer Hudson varð í gærkvöldi 17. manneskjan til að vinna alslemmu á stærstu verðlaunahátíðunum í skemmtanabransanum á ferlinum. Hildur Guðnadóttir er í fámennum hópi þeirra sem einungis vantar ein verðlaun til þess að klára EGOT.
13. júní 2022
Vill „vernda börnin“ og meina þeim aðgang að dragsýningum
Krafan um endurskoðun byssulöggjafar í Texas hefur verið hávær eftir skotárás í grunnskóla í Uvalde í lok maí. Þingmaður repúblikana í ríkinu telur önnur mál brýnni og undirbýr frumvarp sem bannar börnum aðgang að dragsýningum.
12. júní 2022
Samvkæmt auðmannalista Forbes er Elon Musk ríkasti maður heims. Auðævi hans eru metin á rúma 223 milljarða Bandaríkjadala, Það samsvarar 29 þúsund milljörðum króna.
Munu gervimenni standa í vegi fyrir kaupum Elons Musks á Twitter?
Að mati auðkýfingsins Elon Musk hefur Twitter ekki veitt honum nægilega góðar upplýsingar um fjölda gervimenna eða botta sem fyrirfinnast á samfélagsmiðlinum. Lögmenn hans hafa sent Twitter bréf þar sem segir að Twitter hafi brotið skilmála kaupsamnings.
8. júní 2022
Börn á aldrinum 5-11 stunda nám í Robb-grunnskólanum í smábænum Uvalde í Texas. 19 börn og tveir kennarar létu lífið í skotárás í skólanum á þriðjudag.
Hvað þarf til svo byssulöggjöf í Bandaríkjunum verði breytt?
Skotárás í grunnskóla í smábænum Uvalde í Texas kallar fram kunnuglegan þrýsting um herta byssulöggjöf. Pólitískar hindranir eru enn til staðar og ólíklegt verður að teljast að harmleikurinn í Uvalde leiði til raunverulegra breytinga.
26. maí 2022
Mótmæli hafa staðið yfir nær stanslaust við Hæstarétt Bandaríkjanna frá því á mánudag þar sem þess er krafist að réttur kvenna til þungunarrofs verði virtur.
Ríkin þrettán sem geta bannað þungunarrof strax – verði meirihlutaálitið samþykkt
Réttur til þung­un­ar­rofs verður ekki lengur var­inn í stjórn­ar­skrá lands­ins og fær­ist í hendur ein­stakra ríkja verði það niðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna að snúa við dómi Roe gegn Wade frá 1973. Við það geta 13 ríki strax bannað þungunarrof.
5. maí 2022
Mótmælandi með skýr skilaboð við Hæstarétt Bandaríkjanna í dag.
„Mesta skerðing á réttindum Bandaríkjamanna í hálfa öld“
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur samþykkt drög að meirihlutaáliti sem felst í að snúa við dómi sem snýr að stjórnarskrárvörðum rétti kvenna til þungunarrofs. „Mesta skerðing á réttindum Bandaríkjamanna í hálfa öld,“ segja leiðtogar demókrata á þingi.
3. maí 2022
Löndin við Svartahaf, þeirra á meðal Úkraína, hafa verið stórtæk í útflutningi á hveiti á síðustu árum.
Ein ríkasta fjölskyldan verður enn ríkari vegna stríðsins í Úkraínu
Systkinin James, Austen og Marianne, barnabarnabörn Wallice nokkurs Cargill, hafa skotist upp á lista yfir 500 ríkustu manneskjur veraldar vegna stríðsins í Úkraínu. Langafinn stofnaði fyrirtæki árið 1865 sem hefur fært afkomendum hans gríðarleg auðæfi.
18. apríl 2022
Auknar líkur á hröðum vaxtahækkunum í Bandaríkjunum
Líkurnar á hraðri hækkun stýrivaxta Bandaríkjunum hafa aukist eftir væntingar um jákvæðar vinnumarkaðstölur, en sérfræðingar búast nú við tæplega þriggja prósenta vöxtum fyrir lok næsta árs.
1. apríl 2022
Tilnefning Ketanji Brown Jackson í stöðu hæstaréttar Bandaríkjanna verður að öllum líkindum staðfest í næsta mánuði. Jackson verður fyrsta svarta konan sem tekur sæti í réttinum í 233 ára sögu hans.
Sökuð um að fara mjúkum höndum um barnaníðinga og beðin að skilgreina orðið „kona“
Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þjörmuðu að Ketanji Brown Jackson í vikunni. Jackson stóðst prófið að mati demókrata og fátt ætti að koma í veg fyrir að hún taki sæti í Hæstarétt Bandaríkjanna í apríl, fyrst svartra kvenna.
27. mars 2022
Joe Biden Bandaríkjaforseti flytur ræðu sína í Varsjá síðdegis í dag.
Biden sagði Rússum að kenna ekki neinum öðrum en Pútín um lakari lífskjör
Joe Biden forseti Bandaríkjanna hélt kraftmikla ræðu til þess að marka lok heimsóknar sinnar til Póllands síðdegis í dag og sagði Vladimír Pútín hreinlega „ekki geta verið lengur við völd“. Blaðamaður Kjarnans endaði óvænt í áhorfendaskaranum í Varsjá.
26. mars 2022
Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri stríðsglæpamaður.
Reglur gilda líka í stríði
Stjórnmálasamband Bandaríkjanna og Rússlands hangir á bláþræði eftir að Joe Biden kallaði Vladimír Pútín stríðsglæpamann. En þó reglur gildi líka í stríði er það hægara sagt en gert að sakfella þjóðarleiðtoga fyrir stríðsglæpi.
17. mars 2022
Innrásin gæti dregið úr ferðavilja Bandaríkjamanna
Flugbókanir bandarískra ferðamanna drógust töluvert saman í öllum Evrópulöndum, að Íslandi, Belgíu og Serbíu undanskildu, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Erlendir sérfræðingar segja stríðið geta hægt á viðspyrnu evrópskrar ferðaþjónustu.
15. mars 2022
Verði tilnefning Jackson samþykkt mun hún taka sæti Stephen G. Breyer hæstaréttardómara.
Fyrsta svarta konan tilnefnd til hæstaréttar Bandaríkjanna
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Ketanji Brown Jackson sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna. Verði tilnefning forsetans samþykkt verður hún fyrsta svarta konan til þess að taka sæti í réttinum.
28. febrúar 2022
Gregory McMichael, Travis McMichael og William Bryan voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Ahmaud Arbery.
„Trúðu öllu illu“ upp á svartan mann að skokka
Karlarnir þrír sem drápu Ahmaud Arbery er hann var að skokka um hverfið þeirra gerðu það af því að hann var svartur, sögðu sækjendur í nýjum réttarhöldum yfir þremenningunum. Niðurstaðan: Morðið var hatursglæpur.
22. febrúar 2022
Breska pressan fjallar um dómsáttina sem Andrew prins gerði við Virginiu Giuffre. The Daily Telegraph fullyrðir á forsíðu sinni í dag að sáttagreiðslan hljóði upp á 12 milljónir punda.
„Gríðarstór sigur“ fyrir Giuffre en prinsinn sver enn af sér ábyrgð
Hvað verður um Andrew prins eftir að hann gerði samkomulag við Virginu Giuffre og hvernig ætlar hann að fjármagna sáttagreiðsluna? Þessum, og ótal fleiri spurningum, er ósvarað.
16. febrúar 2022
Amir Locke, 22 ára svartur karlmaður, er á meðal þeirra 80 sem lögreglan í Bandaríkjunum hefur skotið til bana á þessu ári. 1.055 létu lífið af völdum lögreglu í fyrra og hafa aldrei verið fleiri.
Aldrei fleiri drepnir af lögreglu í Bandaríkjunum
Frá árinu 2015 hefur lögreglan í Bandaríkjunum skotið 7.082 manns til bana. Í fyrra voru dauðsföllin 1.055 og hafa aldrei verið fleiri. Aðeins 13 prósent þjóðarinnar eru svartir en þeir eru nær fjórðungur þeirra sem lögregla skýtur til bana.
13. febrúar 2022
Bólusetning barna fimm ára og yngri gæti hafist í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði.
Sækja um leyfi fyrir bóluefni fyrir börn á aldrinum sex mánaða til fimm ára
Pfizer og BioNTech hafa sótt um leyfi fyrir bóluefni fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til fimm ára gegn COVID-19.
2. febrúar 2022
Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell voru góðir vinir.
Maxwell berst ekki lengur gegn afhjúpun áttmenninganna
Það er nú undir dómara í New York komið hvort að nöfn áttmenninga sem tengjast með einum eða öðrum hætti Jeffrey Epstein verði gerð opinber.
18. janúar 2022
Maður skokkar fram hjá minnisvarða um þá sem látist hafa úr COVID-19 í Bretlandi.
Er COVID orðið svipuð heilsufarsógn meðal bólusettra og inflúensa?
Þær eru farnar að hlaðast upp – vísbendingarnar um að ómíkron sé mun vægara en fyrri afbrigði. Blaðamaður New York Times segir að þar með virðist COVID-19 jafnvel minni ógn við heilsu aldraðra og bólusettra en inflúensa.
7. janúar 2022
Eitt ár er frá árásinni á þinghús Bandaríkjanna.
Ár frá árásinni á bandaríska þingið – Biden segir Trump hafa reynt að gera út af við lýðræðið
Árið 2021 átti að marka nýtt upphaf en hófst með látum þegar hópur fólks réðst inn í þinghúsið í Washington. En hver er staðan í dag, ári eftir árásina?
6. janúar 2022
Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, á yfir höfði sér áratuga fangelsisvist fyrir að svíkja fjárfesta. Blóðskimunartækni sem átti að geta greint hundruð sjúkdóma reyndist ekki sönn og Holmes blekkti fjölda fjárfesta.
Þráði að „uppgötva eitthvað sem mannkynið vissi ekki að væri mögulegt“
Hún var „yngsti kvenkyns milljarðamæringurinn sem byrjaði frá grunni“, „næsti Steve Jobs“ og útnefnd ein af áhrifamestu einstaklingum ársins 2015 af Time Magazine. Elizabeth Holmes var á toppnum en hefur nú verið sakfelld fyrir að svíkja fjárfesta.
4. janúar 2022
Leynigögn frá Pentagon varpa nýju ljósi á loftárásir Bandaríkjahers
Drónaárásir Bandaríkjahers þar sem fyllstu nákvæmni átti að vera gætt voru í raun margar byggðar á gölluðum upplýsingum, ónákvæmum ákvörðunum og mun fleiri dauðsföllum almennra borgara en upp hefur verið gefið. Þetta sýna leynileg gögn frá Pentagon.
20. desember 2021
Sjálfboðaliði tínir upp plastflösku í fenjunum í Miami í Flórída.
Bandaríkin tróna á toppi plastfjallsins
Engin þjóð í heiminum hendir jafn miklu af plasti og Bandaríkjamenn. Þúsundir tonna enda árlega í hafinu, ám og vötnum.
6. desember 2021
Kevin McCarthy setti málþófsmet í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt.
Blaðraði í átta og hálfan tíma gegn velferðar- og loftslagspakka Biden
Kevin McCarthy leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sló met í nótt er hann talaði í 8 klukkustundir og 32 mínútur í þeim tilgangi að tefja framgang velferðar- og loftslagsmálalöggjafar Biden-stjórnarinnar.
19. nóvember 2021
Jeffrey Ross Gunter hvarf á brott frá Íslandi í upphafi þessa árs. Ekki hefur heyrst að hans sé sárt saknað.
Fimm molar um afspyrnuslakan fulltrúa Bandaríkjanna á Íslandi
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti sendi svo sannarlega ekki sinn besta mann til Íslands, er hann ákvað að tilnefna húðlækninn Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra.
13. nóvember 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Barist gegn verðbólgunni í Bandaríkjunum
Vinsældir stjórnvalda í Bandaríkjunum hafa versnað töluvert samhliða hækkandi verðlagi, en verðbólgan þar í landi hefur ekki verið hærri í 31 ár. Forseti landsins boðar aðgerðir gegn verðbólgunni, en ekki er búist við að vextir verði hækkaðir strax.
11. nóvember 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna mælist slælega í skoðanakönnunum um þessar mundir.
Meirihluti Bandaríkjamanna ósáttur með frammistöðu Bidens í embætti
Eftir tæplega 300 daga í embætti mælist mikil og vaxandi óánægja með störf Joe Bidens Bandaríkjaforseta í skoðanakönnunum. Einungis einn fyrrverandi forseti landsins hefur mælst óvinsælli eftir jafn marga daga í embætti og Biden hefur setið nú.
9. nóvember 2021
Jeffrey Ross Gunter fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi fær vægast sagt slæma umsögn frá fyrrverandi undirmönnum sínum í bandaríska sendiráðinu í skýrslu innra eftirlits utanríkisþjónustu landsins.
Þrúgandi starfsumhverfi, versnandi tengsl og ekki greitt í samræmi við kjarasamninga
Algengt var að starfsmenn bandaríska sendiráðsins á Íslandi eyddu klukkustundum af vinnudeginum í að hjálpa fyrrverandi sendiherra að semja eina færslu á samfélagsmiðla, samkvæmt innra eftirliti bandarísku utanríkisþjónustunnar.
9. nóvember 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti á ráðstefnu G20 ríkjanna sem fram fer í Róm um helgina.
Biden reynist auðveldara að hækka fyrirtækjaskatta á heimsvísu en heima fyrir
Á sama tíma og G20 ríkin hafa komist að samkomulagi sem markar þáttaskil hvað varðar skattlagningu á alþjóðleg stórfyrirtæki miðar svipuðum áformum Bandaríkjaforseta lítið sem ekkert áfram.
30. október 2021
Tveggja ára barn frá Hondúras grætur á meðan landamæravörður leitar á móður þess við komuna til Bandaríkjanna. Myndin, sem John Moore tók í byrjun júní 2018 vakti heimsathygli.
Vilja greiða bætur til fjölskyldna sem aðskildar voru á landamærunum
Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á öllum börnunum sem voru aðskilin frá foreldrum sínum á landamærunum í stjórnartíð Donalds Trump. Fjölskyldur sem í þessu harðræði lentu glíma enn við áfallið.
30. október 2021
Bandaríkin hafa gefið út sitt fyrsta kynhlutlausa vegabréf.
Fyrsta kynhlutlausa vegabréfið gefið út í Bandaríkjunum
Kyn: X. Bandaríkin hafa nú bæst í þann stækkandi hóp ríkja sem gefið hafa út vegabréf með hlutlausri kynskráningu.
27. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
22. október 2021
Joe Biden ætlaði sér stóra hluti í umhverfis- og velferðarmálum. Nú kann babb að vera komið í bátinn.
Metnaðarfull áætlun Bidens í loftslagsmálum í uppnámi
Demókratar takast nú á um hvort aðgerðaleysi í loftslagsmálum muni að endingu kosta meira heldur en að taka stór skref í málaflokknum nú þegar.
18. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
16. október 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
16. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
16. september 2021
Joe Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í vikunni.
Biden búinn að fá nóg: Óbólusettir „valda miklum skaða“
Hann reyndi að höfða til þeirra með hvatningu. Hann reyndi að segja þeim hversu „samstaðan“ væri mikilvæg. En allt kom fyrir ekki. Þess vegna byrsti Joe Biden sig í vikunni við óbólusetta landa sína sem yfirfylla sjúkrahúsin.
11. september 2021
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur enn ekki tekið Texas-lögin fyrir efnislega.
Lævís lagasmuga þrengir að réttindum kvenna
Allt að því bann við þungunarrofi í Texas gengur þvert á stjórnarskrárvarin réttindi kvenna en vegna klækjabragða við lagagerðina hefur enn ekki tekist að fá þeim hnekkt.
7. september 2021
Andrew Cuomo hyggst ekki segja af sér sem ríkisstjóri New York ríkis í kjölfar skýrslu saksóknara sem fjallar um áreitni ríkisstjórans í garð kvenna.
Áreitni sögð hafi þrifist vel í eitraðri vinnustaðamenningu á skrifstofu ríkisstjórans
Ný skýrsla saksóknara segir Andrew Cuomo hafa áreitt ellefu konur en fyrstu áskanirnar á hendur honum litu dagsins ljós í desember. Stuðningur samflokksmanna hans fer þverrandi og Bandaríkjaforseti er á þeirri skoðun að hann eigi að stíga til hliðar.
4. ágúst 2021
Það hægðist á bólusetningum í Bandaríkjunum í sumar. Nú hafa 70 prósent fullorðinna þó fengið fyrri skammt bólusetnis hið minnsta.
Bólusettir kenna óbólusettum um fjölgun smita
Þegar bólusettir Bandaríkjamenn eru spurðir út í það hverju megi kenna um fjölgun smita og útbreiðslu nýrra afbrigða þar í landi nefna tæp 80 prósent þá landa sína sem eru af einhverjum ástæðum óbólusettir.
4. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
31. júlí 2021
Daniel Hale var í gær dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir að láta blaðamanni í té gögn frá Bandaríkjaher sem vörpuðu ljósi á það hvernig drónum hefur verið beitt í hernaði í Mið-Austurlöndum.
Dæmdur fyrir að segja frá drónadrápum
Eftir að hafa ofboðið beiting Bandaríkjahers á drónum til þess að ráðast gegn óvinum sínum í Afganistan ákvað ungur hermaður að gerast uppljóstrari. Í gær var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi.
28. júlí 2021
Steinsteypan gerir það að verkum að í borgum er hiti hærri en í næsta nágrenni þeirra.
Borgirnar hitna: Misskipting innbyggð í skipulagið
Öfgakenndar hitabylgjur eiga eftir að verða enn tíðari. Borgir heims verða verst úti. Og innan þeirra eru það fátækustu íbúarnir sem eru fórnarlömbin.
17. júlí 2021
Varðliði fylgist með mótmælum í borginni San Antonio á Kúbu.
„Frelsi!“ – Fyrstu fjöldamótmælin á Kúbu í áratugi
Frelsi! Niður með einræðið! Niður með kommúnismann! Þúsundir Kúbverja hafa látið heyra í sér á götum úti. Forsetinn hvetur stuðningsmenn sína til að berjast og skellir skuldinni alfarið á erkióvininn: Bandaríkin.
13. júlí 2021
Ástríðan ólgar enn í blóði Biles
Hún er mætt aftur. Full af einstökum krafti og persónutöfrum. Full ákafa, metnaðar og manngæsku. Simone Biles, fremsta fimleikamanneskja allra tíma, er enn að gera stórkostlegar æfingar sem kalla fram gæsahúð hjá áhorfendum.
4. júlí 2021
Bill Cosby.
„Í mínum huga átti aldrei að ákæra Cosby, aldrei“
„Þetta er hneyksli. Ég er með hnút í maganum.“ Viðbrögðin við ógildingu kynferðisbrotadóms yfir Bill Cosby hafa verið gríðarleg. Hann er ekki laus úr fangelsi vegna þess að hæstiréttur telji hann saklausan heldur vegna ákvörðunar frá árinu 2005.
2. júlí 2021
Viðvörunarbjöllur hringt í þrjú ár
Flestir voru í fastasvefni er hrikta tók í stoðum Champlain Towers South-byggingarinnar. Svo tóku hæðirnar þrettán að falla ein af annarri. Rétt eins og veikbyggð spilaborg. Sextán hafa fundist látin og 149 er enn leitað.
30. júní 2021
Ungur karlmaður fær bólusetningu í New York.
Mýtur og vantraust hindra leið að hjarðónæmi
Órökstuddar fullyrðingar um að bóluefni valdi ófrjósemi sem og vantrú fólks á yfirvöldum eru meðal ástæðna þess að bandarísk ungmenni mæta ekki í bólusetningu.
28. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
19. júní 2021
Bernhard Esau, annar tveggja namibísku stjórnmálamannanna sem Bandaríkin hafa gripið til aðgerða gegn.
Bandaríkin beita namibísku ráðherrana í Samherjamálinu refsiaðgerðum
Bandaríska utanríkismálaráðuneytið hefur gefið það út að Sacky Shanghala og Bernhard Esau, fyrrverandi ráðherrar í namibísku stjórninni sem sæta spillingarákærum vegna Samherjamálsins, megi ekki koma til Bandaríkjanna, vegna þátttöku sinnar í spillingu.
15. júní 2021
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Jón Ormur Halldórsson segir að ekki sé lengur hægt að útiloka að til afdrifaríkra átaka geti komið í kringum Kína.
13. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
12. júní 2021
Donald Trump þoldi illa slæmt umtal um vefsíðu sína sem varð ekki jafn vinsæl og vonir stóðu til um.
Dræmur lestur á bloggsíðu Trumps slökkti ljósið í „vita frelsisins“
Þann 4. maí opnaði Donald Trump vefsíðu til að koma skoðunum sínum á framfæri en allir stærstu samfélagsmiðlarnir sneru við honum baki fyrr á árinu. Nú hefur síðunni verið lokað en Trump fannst það vandræðalegt hve lítinn lestur færslur hans fengu.
6. júní 2021
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Kaflaskil í baráttunni gegn loftslagsbreytingum?
Ríkjum heims hefur gengið treglega að uppfylla sáttmála um minni kolefnislosun. Nú kann að verða breyting á vegna harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína og þess að fjárfestingar í grænni tækni aukast hratt og örugglega.
30. maí 2021
Biden reynir að selja Bandaríkjunum að ríkisstjórnin geti gert mikilvæga hluti
Joe Biden hélt fyrstu stefnuræðu sína í gærkvöldi og fagnar 100 dögum í embætti Bandaríkjaforseta í dag. Hann hefur lagt fram tvo nýja efnahagsaðgerðapakka á vikum sem samanlagt eru verðmetnir á 4 billjónir dollara.
29. apríl 2021
Biden bauð til leiðtogafundar í vikunni þar sem hann ræddi við leiðtoga 40 annarra ríkja í gegnum fjarfundabúnað.
Boða sókn í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum á leiðtogafundi Bidens
Á tveggja daga leiðtogafundi um loftslagsmál kynnti Bandaríkjaforseti frekari skuldbindingar sínar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Margir þjóðarleiðtogar fylgja Biden að máli en aðgerðarleysi Kínverja hefur valdið gremju bandarískra stjórnmálamanna.
24. apríl 2021
Skattar, skattar, skattar. Fjárfestar í Bandaríkjunum urðu hvumsa í gær þegar það spurðist út að til stæði að hækka fjármagnstekjuskatt á þá tekjuhæstu í Bandaríkjunum allverulega.
Fjármagnstekjuskattur á þau ríkustu allt að 43,4 prósent?
Nýjar og óstaðfestar skattatillögur Joe Biden Bandaríkjaforseta ollu titringi á fjármagnsmörkuðum á fimmtudag, en hann er sagður ætla að leggja til að fjármagnstekjuskattur á þau ríkustu í samfélaginu verði nærri tvöfaldaður.
23. apríl 2021
Xi Jinping forseti Kína fær hér lófatak á þingi kínverska kommúnistaflokksins árið 2018.
Alþjóðasamfélag sem byggir á lögum og reglum – en hverjir skrifa reglurnar?
Kína mun innan fárra ára sigla hraðbyri fram úr Bandaríkjunum sem mesta efnahagslega stórveldið. Það mun gera því kleift að taka fullan þátt í að setja reglurnar í alþjóðasamfélaginu og það verða Bandaríkjamenn að sætta sig við.
4. apríl 2021
Þinghúsið í Washington.
Þinghúsinu í Washington lokað vegna „öryggisógnar”
Starfsmenn þinghússins í Washington fengu skilaboð um að halda sig frá gluggum og ef þeir væru úti að leita sér skjóls. Að minnsta kosti einn maður hefur verið skotinn fyrir utan húsið.
2. apríl 2021
Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen vill alþjóðlega fyrirtækjaskatta
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur verið að vinna að samningi um lágmarksskatt á fyrirtæki á heimsvísu í samvinnu við OECD. Samningurinn myndi ná til rúmlega 140 landa heimsins og gæti litið dagsins ljós í sumar.
16. mars 2021
Joe Biden og Kamala Harris ræddu við blaðamenn eftir að öldungadeildin samþykkti björgunarpakka forsetans. Málið fer nú aftur til fulltrúadeildarinnar til lokastaðfestingar.
Kosið um björgunarpakka Bidens í vikunni
Síðasta atkvæðagreiðslan um nýjan björgunarpakka vegna kórónuveirunnar fer fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í síðasta lagi á morgun. Umfang efnahagsaðgerðanna nemur um 1,9 billjón Bandaríkjadala.
9. mars 2021
Donald Trump sýknaður í öldungadeildinni
Meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með sakfellingu í öldungadeildinni í kvöld en tvo þriðju atkvæða þurfti til að sakfella forsetann fyrrverandi. 57 þingmenn greiddu með sakfellingu en 43 með sýknu.
13. febrúar 2021
Kona á gangi fyrir framan veggmynd í Teheran þar sem valdatafli Bandaríkjanna er mótmælt.
Tekst Biden að endurnýja kjarnorkusamkomulagið við Íran?
Bandaríkjastjórn vinnur nú að því að ganga aftur inn í kjarnorkusamkomulagið við Íran um leið Joe Biden reynir að gera utanríkisstefnuna faglegri. Spurningin er hvort Bandaríkin séu föst í gömlu fari sem muni verða Biden fjötur um fót.
7. febrúar 2021
Hröð bólusetning er lykillinn að því að stöðva breska afbrigðið, segir faraldsfræðingur.
Breska afbrigðið eins og „fellibylur“ á leið að landi
Sérfræðingur í smitsjúkdómum spáir því að breska afbrigði kórónuveirunnar nái yfirhöndinni í Bandaríkjunum og muni skella á landinu „líkt og fellibylur“.
1. febrúar 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Kynþáttaójöfnuður í Bandaríkjunum
1. febrúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
24. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
21. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
20. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
19. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
18. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Öfgahægrið, gyðingaandúð, Capitol Hill og Lækjartorg
14. janúar 2021
Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump ákærður af fulltrúadeildinni í annað sinn – Sá fyrsti sem er ákærður tvisvar
Donald Trump varð í kvöld fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að verða tvívegis ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjanna fyrir embættisbrot. Ástæðan er hvatning hans með lygum sem leiddi til þess að æstur múgur réðst inn í þinghús Bandaríkjanna.
13. janúar 2021
Skilti stuðningsmanns Trump á botni tjarnar við Bandaríkjaþing.
Óskaði sex sinnum eftir liðsauka
Yfirmaður þinglögreglunnar í Washington segist margoft hafa óskað eftir aðstoð þjóðvarðliðsins en það kom ekki á vettvang óeirðanna fyrr en þau voru nær yfirstaðin og fjórir lágu í valnum.
11. janúar 2021
Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni.
Demókratar hóta því að ákæra Trump til embættismissis strax á miðvikudag
Demókratar hafa boðað að Donald Trump verði ákærður til embættismissis á miðvikudaginn ef honum verði ekki velt úr embætti í krafti 25. greinar stjórnarskrá Bandaríkjanna eða láti sjálfur af embætti næsta sólarhringinn.
11. janúar 2021
Borgarastríð í Bandaríkjunum?
Ójöfnuður, fortíðarþrá og breytt samfélagsleg viðmið hafa leitt til sundrungar í bandarísku þjóðfélagi sem endurspeglaðist í óeirðunum í Washington í síðustu viku. Ekki er útilokað að slíkur klofningur leiði til vopnaðra átaka þar í landi.
11. janúar 2021
Óeirðaseggir flagga nýfasískum táknum
Tákn segja stundum meira en þúsund orð og eru þau góð leið til að senda skýr skilaboð. Í óeirðunum í Washington í síðustu viku mátti sjá aragrúa af ýmiss konar táknum.
10. janúar 2021
Stacey Abrams hefur unnið ötullega að því að fjölga kjósendum í minnihlutahópum á kjörskrá í Georgíuríki.
Þúfan sem velti hlassinu
Demókratar hrósuðu sigri í aukakosningum til Öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu sl. þriðjudag. Þann sigur þakka þeir ekki síst baráttu konu sem kannski fáir kannast við.
10. janúar 2021
Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti
Samfélagsmiðlarnir þagga niður í Trump
Twitter er ekki eini samfélagsmiðillinn sem hefur lokað á Trump vegna ummæla hans og ofbeldisins sem talið er að fylgi þeim, en að minnsta kosti tólf samfélagsmiðlar hafa bannað eða takmarkað aðgang Bandaríkjaforseta og fylgismanna hans á síðustu dögum.
9. janúar 2021
Inni í þinghúsinu voru óeirðarseggirnir við völd
Borgarstjórinn vildi ekki liðsauka. Þinglögreglan taldi viðbúnað nægilegan og alríkislögreglumenn og þjóðvarðliðar létu lítið fyrir sér fara. Stórkostlegt vanmat á hættunni varð til þess að hundruð manna komust inn í þinghúsið með léttum leik.
8. janúar 2021
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd úr safni.
Trump segist allt í einu „æfur“ út í þá sem hann sagðist elska á miðvikudag
Bandaríkjaforseti las upp ræðu að kvöldi fimmtudags og sagðist „æfur“ út í ofbeldið sem fólst í árásinni á þingið á miðvikudag, þrátt fyrir að hafa áður sagst elska þá sem að henni stóðu. Einnig viðurkenndi forsetinn að ný stjórn tekur við 20. janúar.
8. janúar 2021
Ritstjóri sem elskar forseta sem elskar múg sem ræðst á grunnstoðir lýðræðis
None
7. janúar 2021
Þær eru margar furðulegu myndirnar sem birst hafa í kjölfar innbrotsins í þinghúsið. Hér stormar einn uppreisnarseggur með suðurríkjafána um ganga og annar situr sallarólegur í sófa, með loðskinn um sig.
Óeirðirnar í Washington: Frá upphafi til enda
Trump tók sér góðan tíma í að kalla út liðsstyrk við lögreglumennina sem höfðu ekkert í skrílinn sem braust inn í þinghúsið í Washington í gær. Hersingin hafði þrammað að húsinu undir herópi leiðtoga síns.
7. janúar 2021
Könnun YouGov var framkvæmd á meðan að atburðirnir í Washington voru enn í fullum gangi.
Könnun: 45 prósent kjósenda repúblikana studdu gjörðir þeirra sem réðust á þingið
Á meðan að heimurinn fylgdist með fréttum af innrás æsts múgs í þjóðþing Bandaríkjanna gerði fyrirtækið YouGov skoðanakönnun á því hvernig fólk upplifði atburðina. Demókratar og repúblikanar sáu hlutina gjörólíkum augum.
7. janúar 2021
Mike Pence varaforseti stýrði formlegheitunum í þinginu og lýsti svo Biden og Harris réttkjörin í embætti sín.
Formlegheitunum lokið – Kjör Biden og Harris staðfest af þinginu
Báðar deildir Bandaríkjaþings komu aftur saman kl. 1 í nótt að íslenskum tíma og hafa staðfest kjör næsta forseta og varaforseta landsins. Í fulltrúadeildinni lá við handalögmálum þegar demókrati sakaði repúblikana um að bera ábyrgð á árásinni á þingið.
7. janúar 2021
Atburðir gærdagsins í myndum. Þeir hófust með glaðbeittum Bandaríkjaforseta á fundi við Hvíta húsið og þróuðust út í uppþot.
Fjórir eru látnir – hundruð brutust inn í þinghúsið
Óeirðirnar í Washington hafa vakið margar spurningar. Hvernig gátu hundruð manna komist inn í þinghúsið? Og hvers vegna virtust viðbrögð lögreglunnar svona sein? Fjórir liggja í valnum.
7. janúar 2021
Forseti Bandaríkjanna stýrir fordæmalausri árás á lýðræðið
Mánuðum saman hefur Donald Trump sagt ranglega að svindl hafi leitt til þess að hann tapaði forsetakosningunum í nóvember 2020. Á fundi með stuðningsmönnum fyrr í dag sagði hann: „Við munum aldrei gefast upp.“
6. janúar 2021
John Ossoff, nýkjörinn þingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings í Georgíu.
Ossoff vinnur – Demókratar ná meirihluta í öldungadeildinni
AP, CNN, New York Times, Washington Post og Fox News hafa allir lýst demókratann John Ossoff sigurvegara í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Georgíu.
6. janúar 2021
Biden sagði Trump að „stíga upp“ – Trump sagðist „elska“ mótmælendurna
Verðandi og núverandi forseti Bandaríkjanna hafa talað með mjög mismunandi hætti um öfgamennina sem hafa gert árás á Bandaríkjaþing.
6. janúar 2021
Stuðningsmenn Trumps ruddust inn í þinghúsið.
Ivanka Trump kallaði múginn „föðurlandsvini“
Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump, kallaði múginn sem gerði aðsúg að þinghúsinu í Washington í dag, „föðurlandsvini“ á Twitter.
6. janúar 2021
Hundruð mótmælenda brutu sér leið inn í húsakynni Bandaríkjaþings á Kapitóluhæð í Washington DC.
Kona skotin í húsakynnum Bandaríkjaþings
Bandarískir fjölmiðlar greinar frá því að kona, líklega úr röðum mótmælenda, hafi verið skotin inni í húsakynnum Bandaríkjaþings í kjölfar þess að hundruð stuðningsmanna Trump brutu sér leið þangað inn. Þjóðvarðliðið í Washington DC hefur verið kallað út.
6. janúar 2021
Vopnaðir verðir og lögreglumenn inni í þingsalnum, tilbúnir að skjóta.
Uppþot og útgöngubann í Washington
Borgarstjórinn í Washington hefur sett á útgöngubann í borginni eftir að mótmælendur ruddust inn í þinghúsið þar sem staðfesta átti kjör Joe Bidens sem forseta landsins.
6. janúar 2021
Stacey Abrams hefur fengið mikið lof í dag, en hún og margir aðrir hafa barist fyrir kosningaþátttöku minnihlutahópa í Georgíu undanfarin ár.
Afdrifarík barátta í Georgíuríki
Demókratar virðast hafa hrifsað bæði öldungadeildarþingsætin af repúblikönum í Georgíu og þar með stjórn yfir öllum þremur örmum alríkisvaldsins í Bandaríkjunum. Repúblikanar bölva sumir Trump, en demókratar þakka Stacey Abrams.
6. janúar 2021
Donald Trump Bandaríkjaforseti á kosningafundi í Dalton í Georgíu í gær.
Óreiðukenndir örlagadagar í Bandaríkjunum
Donald Trump virðist ætla að reyna allt sem hann getur til að halda völdum með öllum ómögulegum leiðum. Forsetinn virðist skeyta litlu um að hann er að splundra Repúblikanaflokknum og valda bandarísku lýðræði miklum skaða í leiðinni.
5. janúar 2021
Black Lives Matter: Frá myllumerki til mótmælaöldu
Alicia Garza fann nístandi sorg læsast um sig þegar morðingi Trayvon Martin var sýknaður. Hún settist við tölvuna og skrifaði að það kæmi sér alltaf jafn mikið á óvart „hversu litlu máli líf svartra skipta“. Hún skrifaði: Black lives matter.
2. janúar 2021
Ljósglæturnar í kófinu 2020
Kristján Guy Burgess reynir sitt besta til að finna það jákvæða sem gerðist á hinu ferlega ári 2020. Og það í loftlagsmálum og stefnubreytingu Bandaríkjanna í þeim málaflokki með nýjum forseta.
28. desember 2020
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Hávær orðrómur um að Trump ætlaði að náða Assange fór á flug
Hávær orðrómur þess efnis að Trump Bandaríkjaforseti ætlaði sér að náða blaðamanninn Julian Assange fór á flug síðdegis í dag, eftir að bandamaður forsetans hélt því fram. Sá bar tíðindin síðan til baka.
14. desember 2020
Kamala Harris og Joe Biden eru manneskjur ársins 2020 hjá TIME Magazine.
Biden og Harris eru manneskjur ársins 2020 hjá TIME
Joe Biden og Kamala Harris hafa verið valin manneskjur ársins 2020 hjá TIME Magazine.
11. desember 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Er toppstykkið á Trump bilað?
9. desember 2020
Donald Trump á kosningafundi í Georgíu í október.
Trump hringdi í ríkisstjórann og hvatti til aðgerða til að ógilda sigur Bidens
Á föstudag tapaði kosningateymi Donalds Trump málum í sex ríkjum Bandaríkjanna. Á laugardag hringdi forsetinn í einn ríkisstjórann og bað hann um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í hag.
6. desember 2020
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd
Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.
24. nóvember 2020
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna
Eftir Trump – Endurreisn Bidens
Við hverju má búast í utanríkisstefnu Bandaríkjanna þegar Joe Biden verður forseti?
14. nóvember 2020
Þó að margir í Texas eigi rætur sínar að rekja til Rómönsku-Ameríku eða Afríku er stundum fátt annað sem sameinar þá.
Hvers vegna Trump tók Texas
Hvernig má það vera að innflytjendur við landamærin að Mexíkó kusu Donald Trump – manninn sem hefur beitt hörku gegn nýjum innflytjendum til landsins?
11. nóvember 2020
Biden fór á loftslagsráðstefnuna í París 2015 og kom heim til Bandaríkjanna til að bera út boðskapinn.
Bjargráð Bidens í loftslagsmálum
Eitt af því sem greindi Joe Biden og Donald Trump helst að í kosningabaráttunni voru loftslagsmálin en sá fyrrnefndi, sem nú hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að verja tveimur billjónum dala til að draga úr losun.
10. nóvember 2020
Það er þetta með lýðræðið
None
9. nóvember 2020
Joe Biden verður 46. forseti Bandaríkjanna þegar hann tekur við embætti.
Biden staðfestur sigurvegari hjá öllum stærstu fjölmiðlunum
Eftir mikla bið hafa allir stærstu miðlarnir „kallað“ Pennsylvaníu og staðfest þar með sigur Joe Biden í forsetakosningunum.
7. nóvember 2020
July Perry var drepinn og lík hans hengt fyrir framan hús dómara í Orlando.
Blóðbaðið í smábænum
Tilraun Mose Norman til að kjósa í forsetakosningunum í heimabæ sínum í Flórída fyrir heilli öld varð til þess að múgur hvítra manna réðst til atlögu við svarta íbúa bæjarins og úr varð blóðbað, það mesta sem orðið hefur á kosningadegi í landinu.
7. nóvember 2020
Joe Biden mun hafa betur í Pennsylvaníu og verður því næsti forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden verður næsti forseti Bandaríkjanna
Joe Biden mun fá fleiri atkvæði en Donald Trump þegar allt verður saman talið í Pennsylvaníu-ríki og því verða næsti forseti Bandaríkjanna. Decision Desk HQ reið á vaðið og lýsti yfir sigri demókratans, sem hefur tryggt sér að minnsta kosti 273 kjörmenn.
6. nóvember 2020
Stuðningsmenn forsetans fyrir utan talningarstað í Phoenix í Arizona.
„Stöðvið talninguna“ segir forseti Bandaríkjanna, eins og við mátti búast
Donald Trump virðist hafa tapað forsetakosningunum og eftir því sem fleiri atkvæði eru talin í lykilríkjum skýrist sú mynd. Í dag hefur hann lýst því yfir að stöðva eigi atkvæðatalninguna og „svindlið“ sem hann hefur verið að tala um mánuðum saman.
5. nóvember 2020
Biden virðist með pálmann í höndunum, nú þegar línur eru farnar að skýrast varðandi niðurstöðu forsetakosninganna.
Biden þarf einungis Pennsylvaníu á leið sinni til sigurs
Svo virðist sem Joe Biden verði næsti forseti Bandaríkjanna, nema eitthvað óvænt komi upp á lokametrum talningar atkvæða. Hann er kominn með 253-264 örugga kjörmenn samkvæmt fjölmiðlum, sem hafa verið misdjarfir í ályktunum um Arizona-ríki.
5. nóvember 2020
Algjör óvissa um hver sigraði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum
Donald Trump gekk mun betur en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna og lýsti yfir sigri í nótt. Enn á þó eftir að telja milljónir atkvæða sem munu ráða því hvernig kjörmenn lykilríkja skiptast milli hans og Joe Biden.
4. nóvember 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden forsetaefni Demókrata
10 staðreyndir um kosninganóttina
Í nótt verður kjörstöðum lokað í Bandaríkjunum og hefst þá talning atkvæða fyrir forseta þar í landi. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir sem gætu komið að notum fyrir kosninganóttina.
3. nóvember 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
30. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
25. október 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur alið á sundrungu og kynt undir ófriði á þeim tæpu fjórum árum sem liðin eru frá því að hann tók við embætti sínu.
Friðarsinninn Trump?
Donald Trump teflir því nú fram í kosningabaráttu sinni að hann hafi náð miklum árangri í friðarmálum. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að raunveruleikinn er í algerri andstöðu við þá mynd sem hann vill mála upp.
18. október 2020
Donald Trump fór í umdeildan bíltúr í gær og veifaði stuðningsmönnum sínum.
Trump fær að snúa aftur í Hvíta húsið
Donald Trump verður fluttur af Walter Reed-spítalanum í kvöld og aftur í Hvíta húsið. Hann mun halda áfram að fá lyfið remdevisir þegar þangað er komið. Forsetinn segir að honum líði betur en fyrir 20 árum síðan.
5. október 2020
Donald Trump er með COVID-19.
Aldur Trumps og ofþyngd stórir áhættuþættir
Læknar benda á að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé í áhættuhópi þegar komi að hættu á alvarlegum veikindum af COVID-19, sjúkdómnum sem hann hefur oftsinnis reynt að gera lítið úr en hefur nú sjálfur greinst með.
2. október 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans, Melania Trump.
Donald Trump og Melania greinast með COVID-19
Forsetahjón Bandaríkjanna hafa greinst með kórónuveiruna. „Við munum komast í gegnum þetta saman,“ segir forsetinn.
2. október 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
28. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
25. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
24. september 2020
Ruth Bader Ginsburg.
Ruth Bader Ginsburg er látin – Trump mun tilnefna nýjan dómara
Ruth Bader Ginsburg hefur verið lykildómari í frjálslynda hluta Hæstaréttar Bandaríkjanna allt frá því að hún var skipuð árið 1993. Þar greiddi hún atkvæði með mörgum stærstu mannréttindaúrbótum sem rétturinn hefur fellt dóma um. Ginsberg lést í gær.
19. september 2020
Dýraeftirlitsmaður í Berry Creek í Kaliforníu sinnir hesti sem var skilinn eftir er eigendurnir lögðu á flótta undan eldunum.
Loftslagsfræðingar orðlausir yfir hraða eldanna
Þó að sérfræðingar í loftslagsmálum hafi varað við því að risavaxnir skógareldar gætu blossað upp í Bandaríkjunum á mörgum stöðum í einu og á sama tíma voru þeir ekki undir það búnir að það myndi gerast núna. Þeir töldu áratugi í hamfarirnar.
12. september 2020
Prófanir á bóluefni Oxford-háskóla eru tímabundið í biðstöðu.
Djarfasta kosningaloforð Trumps fuðraði upp
Vonir Donalds Trump um að bóluefni gegn COVID-19 komi á markað fyrir kosningadag vestanhafs eru að nær engu orðnar og lyfjafyrirtækin ætla ekki að láta pólitískan þrýsting ráða för.
11. september 2020
Donald Trump með bíblíu í hönd í Washington í sumar. Hann kann sennilega betur við þá bók en ýmsar aðrar sem nýkomnar eru út eða væntanlegar.
Skruddurnar skella á Trump
Afhjúpanir í nýrri bók Bob Woodward hafa vakið mikla athygli, en þar játar Donald Trump að hafa gert minna úr kórónuveirunni opinberlega en efni stóðu til. Bók Woodward kemur út í næstu viku og gæti reynst forsetanum þung á lokametrum kosningabaráttunnar.
10. september 2020
Donald Trump er þegar búinn að sá fræjum efa í huga almennings um lögmæti komandi kosninga. Hvað gerist ef niðurstaðan verður hreint ekki ljós á kosninganótt?
Raunhæfur möguleiki á glundroða í kjölfar forsetakosninganna
Hvernig mun bandarískt samfélag dagsins í dag bregðast við ef svo fer, eins og margt bendir til, að úrslit forsetakosninganna þar í landi muni ekki liggja ljós fyrir á kosninganótt? Óhuggulegar sviðsmyndir eru fyrir hendi.
6. september 2020
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook.
Facebook grípur til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu í kringum kosningarnar
Stofnandi Facebook greindi frá því í dag að miðillinn ætlaði að beita sér sérstaklega gegn útbreiðslu misvísandi upplýsinga í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í haust. Facebook fer í samstarf við Reuters um miðlun lokaniðurstaðna.
3. september 2020
Jerry Falwell yngri í ræðustól á lokadegi landsþings repúblikana árið 2016. Skömmu síðar varð Donald Trump útnefndur forsetaefni flokksins í kosningunum sem þá voru yfirvofandi.
Far vel, Falwell
Jerry Falwell yngri, einn áhrifamesti stuðningsmaður Donalds Trumps, hefur ekki átt sjö dagana sæla. Vegna hneykslismála hefur hann nú sagt sig af sér sem forseti Liberty háskóla sem faðir hans, sjónvarpspredikarinn Jerry Falwell eldri, stofnaði.
30. ágúst 2020
Donald Trump hefur verið með þónokkra menn í kringum sig undanfarin ár sem síðan hafa á einn eða annan hátt lent í löngum faðmi laganna.
Sjö kónar Trumps
Fyrrverandi undirmenn Trump Bandaríkjaforseta virðast hafa einstakt lag á því að komast í kast við lögin. Í síðustu viku var Steve Bannon handtekinn og bættist þar með í hóp fyrrverandi Trump-liða sem ýmist hafa verið ákærðir eða dæmdir fyrir glæpi.
24. ágúst 2020
Kellyanne Conway
Kellyanne Conway að hætta í Hvíta húsinu
Einn sýnilegasti talsmaður Donald Trump, og einn hans nánasti ráðgjafi, hefur tilkynnt að hún muni hætta í Hvíta húsinu fyrir lok mánaðar. Eiginmaður hennar, einn sýnilegasti gagnrýnandi Trump, ætlar að draga sig út úr virkri andstöðu við forsetann.
24. ágúst 2020
QAnon stuðningsmaður á kosningafundi hjá Trump
Hvað er QAnon?
Samsæriskenningahópur sem er hliðhollur Bandaríkjaforseta og skilgreindur sem hryðjuverkaógn þar í landi hefur orðið áberandi á netheimum á síðustu árum. Forsetinn segist vita lítið um hópinn en sé þakklátur fyrir stuðninginn.
23. ágúst 2020
Steve Bannon hefur verið handtekinn fyrir fjársvik.
Steve Bannon handtekinn fyrir aðild að fjársvikamáli
Fyrrverandi aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta var í dag handtekinn, en hann er ákærður fyrir að hafa fóðrað eigin vasa með framlögum grunlausra borgara sem vildu styðja við að landamæramúr yrði byggður á milli Bandaríkjanna og Mexíkó.
20. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
13. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
11. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
9. ágúst 2020
Hugmynd Trumps um að fresta kosningunum hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn.
Frestunarhugmynd forsetans snarlega afskrifuð af samflokksmönnum
Donald Trump viðraði í gær hugmynd um að fresta forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. Tillögunni var fálega tekið, enda fráleit, þrátt fyrir að sumir hafi búist við henni. Áhrifamiklir samflokksmenn forsetans lýstu sig ósammála.
31. júlí 2020
Framlínustarfsmaður að störfum í Boston.
Framlínufólk sem sýktist við störf sín á rétt á bótum
Þúsundir opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum hafa sýkst af COVID-19. Í upphafi faraldurs var skilgreint hvaða störf væru í framlínunni og þar með hverjir væru í mestri hættu á að smitast við störf sín.
27. júlí 2020
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kaupmannahöfn.
Bjóða Færeyingum að opna ræðismannsskrifstofu í Washington
Áhugi Donalds Trump á því að kaupa Grænland var ekki til umræðu á fundi Mike Pompeo í Danmörku fyrr í vikunni. Hins vegar lagði utanríkisráðherrann áherslu á að styrkja tengslin milli Danmerkur, Færeyja og Grænlands.
24. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
10. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
4. júlí 2020
Hlutabréfaverð í Facebook féll um átta prósent á föstudag.
Stórfyrirtæki stöðva auglýsingakaup á Facebook og Instagram
Frá því um miðjan júní hefur hvert stórfyrirtækið á fætur öðru sett fram kröfur um að Facebook geri betur í aðgerðum sínum gegn hatursorðræðu. Fyrirtækin hyggjast ná sínu fram með því að auglýsa ekki á miðlum Facebook.
29. júní 2020
John Bolton starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps í 17 mánuði.
Þjóðaröryggisráðgjafinn leysir frá skjóðunni
John Bolton sem starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps lýsir honum sem spilltum, fávísum og kærulausum í nýrri bók sinni, The Room Where it Happened sem kemur út á þriðjudag.
21. júní 2020
Trump heldur fyrsta fundinn á slóðum fjöldamorðs
Donald Trump heldur í dag sinn fyrsta kosningafund frá því að faraldur kórónuveirunnar braust út. Fundurinn fer fram í borg sem á sér blóðuga fortíð er farið hefur hljótt í að verða heila öld.
20. júní 2020
Bókstafleg túlkun orðsins kyn færir hinsegin fólki mikla réttarbót
Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp ákvörðun á mánudag sem fer á spjöld réttindasögu hinsegin fólks í landinu. Með bókstaflegum lestri löggjafar frá 1964 komst sex dómara meirihluti að þeirri niðurstöðu að bannað væri að reka fólk á grundvelli kynhneigðar.
17. júní 2020
Sums staðar þarf ekki einu sinni að fara út úr bílnum fyrir skimun.
Fjöldi greindra COVID-19 smita eykst hratt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna
Um 2,1 milljón hafa smitast af COVID-19 í Bandaríkjunum. Gestir á kosningafundi Donalds Trumps, sem haldinn verður á laugardag, munu þurfa að skrifa undir samkomulag þess efnis að lögsækja ekki framboð Trumps ef þeir veikjast í kjölfar fundarins.
15. júní 2020
Sveinn Máni Jóhannesson
George Floyd og neyðarástandið í Ameríku
10. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
6. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
4. júní 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
30. maí 2020
Hvítir karlar fóru „á veiðar“ og skutu svartan pilt
„Það er svartur maður að hlaupa niður götuna,“ segir móður og másandi maður við neyðarlínuna. Nokkrum mínútum síðar liggur ungur karlmaður í blóði sínu á götunni. Hann hafði verið skotinn þrisvar.
27. maí 2020
Joe Biden, sem verður forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins nema eitthvað mjög óvænt gerist, svaraði í gær fyrir ásakanir um kynferðislegt ofbeldi.
Biden í bobba vegna alvarlegra ásakana
Joe Biden, sem væntanlega verður forsetaframbjóðandi demókrata gegn Donald Trump í haust, svaraði í gær fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi sem hann er sakaður um að hafa beitt árið 1993. Hann þvertekur fyrir að atvikið hafi átt sér stað.
2. maí 2020
Guðmundur Einarsson
Beðið eftir Biden
29. apríl 2020
Hjólreiðamaður á ferð í New York um liðna helgi.
Versti ársfjórðungurinn í Bandaríkjunum frá 2008 en sá næsti verður mun verri
4,8 prósent samdráttur varð í bandaríska hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýjum bráðabirgðahagtölum sem birtar voru í dag. Búist er að við að samdrátturinn verði margfalt meiri á þeim næsta.
29. apríl 2020
Hryllingurinn á hjúkrunarheimilunum
Það er undirmannað. Varnarbúnaður er af skornum skammti eða einfaldlega ekki fyrir hendi. Heimsóknarbanni hefur verið komið á til verndar íbúunum en það þýðir einnig að umheimurinn fær lítið að vita hvað gengur á innandyra.
29. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.
Repúblikanar hafa vaxandi áhyggjur af framgöngu Trumps
Vaxandi áhyggjur eru innan raða Repúblikanaflokksins af því að framganga Trumps, meðal annars á blaðamannafundum vegna heimsfaraldursins, gæti orðið til þess flokkurinn missi meirihluta sinn í öldungadeild þingsins í haust.
28. apríl 2020
Donald Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í Hvíta húsinu í gær.
Trump ætlar að banna alla nýja innflytjendur
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að gefa út tilskipun sem bannar tímabundið öllum útlendingum sem vilja búa og starfa í Bandaríkjunum að gera það. Tilgangurinn er að verja bandarískt vinnuafl frá samkeppni erlendis frá.
21. apríl 2020
Harmsaga Hart-eyju
Einu sinni hét hún Hjartaeyja. En svo féll einn stafur niður og nafnið Hart-eyja festist við hana. Þetta er að minnsta kosti ein kenningin um nafnið á eyjunni sem á sér svo átakanlega sögu að flestir íbúar New York vilja ekki vita að hún sé til.
12. apríl 2020
Lúxusfrí á lystiskipi breyttist í margra vikna martröð
„Því miður þá eru fjórir farþegar okkar látnir,“ heyrist skipstjórinn segja í hátalarakerfi skipsins. „Einn í nótt, tveir í gær og einn fyrir nokkrum dögum.“ Farþegar sitja hljóðir, lokaðir inni í klefum sínum. Það er farsótt um borð.
9. apríl 2020
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
4. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
2. apríl 2020
Fimmti hver Bandaríkjamaður þarf að vera heima
„Við erum að sjá hörmungar á skala sem við höfum ekki séð af völdum smitsjúkdóms frá árinu 1918,“ segir Jeffrey Shaman, prófessor í lýðheilsu. „Og þetta krefst fórna sem við höfum ekki séð síðan í síðari heimsstyrjöldinni.“
21. mars 2020
Fimm misvísandi skilaboð Donalds Trump – og nokkur til
Við höfum stjórn á þessu. Algjöra stjórn. Takið því bara rólega, þetta mun hverfa. Þetta mun hverfa fyrir kraftaverk. Leiðtogi hins vestræna heims gerði frá upphafi lítið úr faraldrinum og sendi misvísandi og röng skilaboð til þjóðarinnar.
20. mars 2020
Versti dagur á Wall Street síðan á „Svarta mánudaginn“ árið 1987
Þrátt fyrir að bandaríski Seðlabankinn hefði lækkað vexti niður í nánast núll og heitið því að beita öllum sínum mætti til að örva efnahagslífið þá hrundi hlutabréfaverð í Bandaríkjunum í dag. Ný tegund af kreppu er staðreynd og gömlu meðölin virka ekki.
16. mars 2020
Trump ekki með kórónuveiruna
Forseti Bandaríkjanna hefur verið prófaður til að kanna hvort hann væri með COVID-19. Niðurstaðan er að svo er ekki.
15. mars 2020
Mike Pence og Donald Trump.
Bandaríkin víkka út ferðabannið – Nær núna líka yfir Bretland og Írland
Donald Trump er búin að láta skima sig og niðurstaða um hvort hann sé sýktur af COVID-19 eða ekki mun liggja fyrir á næstu tveimur sólarhringum.
14. mars 2020
Trump: Kemur til greina að aflétta ferðabanni á ákveðin ríki
Bandaríkjaforseti segir að Bretland gæti bæst á lista yfir þau lönd sem ferðabannið nær yfir. Það komi líka til greina að taka ríki af listanum.
13. mars 2020
Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum
Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi sem hægt er að gera, til dæmis þegar farsóttir geisa. Aðgerðin veitir bandarískum stjórnvöldum aðgang að 50 milljörðum Bandaríkjadala.
13. mars 2020
Markaðurinn í Bandaríkjunum hefur snúist úr því að vera lengsti „bull-markaður“ í sögu landsins yfir í að vera alvarlegasti „bear-markaður“ sem sést hefur frá því í fjármálakreppunni.
Viðskipti aftur stöðvuð í kauphöllinni í New York
Bandarískir hlutabréfamarkaðir hrundu við opnun viðskipta í dag og í annað sinn í vikunni stöðvuðust viðskipti vegna mikils verðfalls. Ástæðan nú er ferðabannið sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um í nótt.
12. mars 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar þjóð sína frá Hvíta húsinu.
Trump leiðréttir sjálfan sig: „Takmarkanirnar stöðva fólk ekki varning“
Ferðabann Trumps mun ekki ná til allrar Evrópu heldur til Schengen-svæðisins. Ísland er samkvæmt því í hópi þeirra landa sem ferðabannið nær til.
12. mars 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar þjóð sína frá Hvíta húsinu.
Trump setur á ferðabann milli Evrópu og Bandaríkjanna
Eftir að hafa gert lítið úr alvarleika nýju kórónuveirunnar síðustu vikur ávarpaði Donald Trump bandarísku þjóðina í kvöld og tilkynnti um róttækar aðgerðir til að verjast veirunni.
12. mars 2020
Pólitískir vígvellir á spennandi tímum
None
4. febrúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
27. janúar 2020