Óreiðukenndir örlagadagar í Bandaríkjunum

Donald Trump virðist ætla að reyna allt sem hann getur til að halda völdum með öllum ómögulegum leiðum. Forsetinn virðist skeyta litlu um að hann er að splundra Repúblikanaflokknum og valda bandarísku lýðræði miklum skaða í leiðinni.

Donald Trump Bandaríkjaforseti á kosningafundi í Dalton í Georgíu í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti á kosningafundi í Dalton í Georgíu í gær.
Auglýsing

„Ég vil bara finna 11.780 atkvæð­i,“ sagði Don­ald Trump, frá­far­andi Banda­ríkja­for­seti, í ein­stæðu sím­tali sem dag­blaðið Was­hington Post birti, fyrst að hluta, og svo í heild sinni, á sunnu­dag. Orð for­set­ans beindust að Brad Raf­fens­berger, inn­an­rík­is­ráð­herra Georg­íu­ríki, og lög­fræð­ingum rík­is­ins sem voru með honum í sím­tal­inu.

For­set­inn reyndi að fá emb­ætt­is­menn­ina til þess að finna handa sér fleiri atkvæði en talin voru upp úr kjör­köss­unum í Georg­íu. Skoða málið með opnum huga, og reyna með ein­hverjum hætti að sjá að hann hefði fengið fleiri atkvæði en Joe Biden í kosn­ing­unum þann 3. nóv­em­ber. „Það er ekk­ert að því að segja, þú veist, að þið séuð búin að end­ur­reikna,“ sagði for­set­inn.

Trump er á útleið og þetta sím­tal, sem emb­ætt­is­menn­irnir í Georgíu tóku upp og létu fjöl­miðlum senni­lega í té eftir að for­set­inn fór með fleipur um efni þess á Twitter á sunnu­dags­morg­un, þótti flestum stjórn­mála­skýrendum til marks um að for­set­inn væri til­bú­inn að ganga nán­ast enda­laust langt í bar­áttu sinni fyrir því að halda völd­um, þrátt fyrir að hafa tapað kosn­ing­un­um.

Auglýsing

Nú eru rúmar tvær vikur þar til Trump lætur form­lega af völd­um, en í þess­ari viku eru tveir stór­við­burðir í banda­rískum stjórn­mál­um. Í dag er kosið um tvö laus öld­unga­deild­ar­þing­sæti í Georgíu og á morgun koma þing­menn bæði öld­unga­deildar og full­trúa­deildar saman til þess að stað­festa for­seta­kjör Joe Biden. 

Öld­unga­deildin gæti endað 50-50

Spennan er mikil í Georg­íu. Þar fékk eng­inn fram­bjóð­andi yfir 50 pró­sent atkvæða þegar kosið var í byrjun nóv­em­ber og ljóst varð að auka­kosn­ing­arnar í rík­inu skæru úr um hvernig valda­hlut­föllin í öld­unga­deild Banda­ríkja­þings myndu líta út í upp­hafi for­seta­tíðar Joe Bidens.

Mik­il­vægi kosn­ing­anna er því gríð­ar­legt – og end­ur­spegl­ast það í því að nærri 500 millj­ónum banda­ríkja­dala hefur verið varið í aug­lýs­ingar í Georgíu í aðdrag­and­an­um.

Sam­kvæmt sam­an­tekt á skoð­ana­könn­un­um, sem FiveT­hir­tyEight birti í gær­kvöldi, eru fram­bjóð­endur Demókra­ta­flokks­ins, Jon Ossoff og Rap­h­ael Warnock, báðir með um tveggja pró­sentu­stiga for­skot á keppi­nauta sína úr röðum repúblikana, David Per­due og Kelly Loeffler. Frá því í nóv­em­ber hafa skoð­ana­kann­anir hins vegar sveifl­ast fram og til baka – og það gæti í raun hvað sem er gerst.

Sam­kvæmt frétt Polit­ico eru ráð­gjafar Joe Bidens þó efins um að Ossoff og Warnock hafi báðir sigur og hafa gert áætl­anir um stefnu­mótun á fyrstu 100 dögum Bidens í emb­ætti sem gera ráð fyrir því að Demókra­ta­flokk­ur­inn hafi ekki stjórn á öld­unga­deild­inni. Ef þeir hefðu hins vegar báðir betur yrðu repúblikanar og demókratar í öld­unga­deild­inni þá jafn margir – og atkvæði vara­for­set­ans Kamölu Harris myndu ráða úrslitum varð­andi afgreiðslu mála.

Ýmsir telja að Trump sjálfur hafi glætt vonir demókrata um tvö­faldan sigur í kosn­ingum dags­ins, með ítrek­uðum afsönn­uðum full­yrð­ingum sínum um kosn­inga­svik, sem margir telja að gætu latt kjós­endur sem taka mark á Trump í því að greiða atkvæði. Til hvers ætti fólk að kjósa ef það telur að kosn­inga­kerfið sjálft sé að svíkja sig?

Polit­ico hefur eftir einum starfs­manni Demókra­ta­flokks­ins að sá hinn sami eigi erfitt að ímynda sér hvernig Trump hefði getað spillt meira fyrir sig­ur­vonum Per­due og Loeffler.

Ef þetta er raun­in, að við­brögð kjós­enda við árásum Trump á lýð­ræðið verði nei­kvæð fyrir Repúblikana­flokk­inn, gerði fram­koma hans á fjölda­fundi í Dalton í Georgíu í gær­kvöldi lítið til þess að hjálpa fram­bjóð­endum flokks­ins. Þar þver­neit­aði hann fyrir sigur Biden og setti fram ýmsar sam­sær­is­kenn­ingar um úrslit kosn­ing­anna í Georgíu og raunar víð­ar.

Gæti orðið róstu­samt í Was­hington

Þing­menn beggja deilda Banda­ríkja­þings munu á morgun koma saman til að kjósa um hvort stað­festa skuli nið­ur­stöður for­seta­kosn­ing­anna, þann fjölda kjör­manna sem hvor fram­bjóð­andi fékk í hverju rík­i. 

Í eðli­legu árferði er það ein­fald­lega gert – al­gjört forms­at­riði – en nú hafa á annan tug öld­ung­ar­deild­ar­þing­manna og yfir 100 full­trú­ar­deild­ar­þing­menn Repúblikana­flokks­ins gefið það út að þeir muni mót­mæla nið­ur­stöðum kosn­ing­anna í nokkrum ríkj­um.

Innan þing­liðs flokks­ins standa nú miklar deilur á milli þeirra sem ætla sér að feta þessa braut og ann­arra, sem segja vegið að lýð­ræð­inu í land­inu og stjórn­ar­skránni með þessum æfing­um. Rétt er að taka fram að þetta er ekki talið lík­legt til að breyta nokkru um það að Joe Biden sverji emb­ætt­is­eið sinn 20. jan­ú­ar.

Á sama tíma – og kannski til marks um ástandið í banda­rískum stjórn­málum – hafa allir tíu fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herrar Banda­ríkj­anna skrifað grein í Was­hington Post, þar sem þeir segja meðal ann­ars að Banda­ríkja­her megi ekki taka neinn þátt í til­raunum Trumps til þess að snúa kosn­inga­úr­slit­unum sér í hag.

Á meðal þeirra sem rita sig fyrir grein­inni er Dick Cheney, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, en sam­kvæmt fréttum átti hann hug­mynd­ina að því að fá alla núlif­andi varn­ar­mála­ráð­herrana saman í þessa áminn­ingu að her­valdi skuli ekki beita í þágu póli­tískra hags­muna.

Nokkur hund­ruð þjóð­varð­liðar hafa verið kall­aðir út í Was­hington DC, til þess að vera við­búnir mót­mælum sem þar eiga að fara að fram í dag og á morg­un, en búist er við því að mik­ill fjöldi stuðn­ings­manna for­set­ans leggi leið sína til höf­uð­borg­ar­innar til þess að láta skoðun sína á úrslitum kosn­ing­anna í ljós. 

„Það er fólk sem ætlar að koma til borg­ar­innar okkar grátt fyrir járn­um,“ ­sagði Robert Contee, lög­reglu­stjóri í Was­hington í gær, en skilti hafa verið sett upp í mið­borg­inni til þess að minna á að vopna­burður er óheim­ill. Þar hafa fyr­ir­tæki sömu­leiðis búið sig undir óeirðir á götum úti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent