Mynd:EPA

Ár frá árásinni á bandaríska þingið – Biden segir Trump hafa reynt að gera út af við lýðræðið

Árið 2021 átti að marka nýtt upphaf. Það átti að vera árið sem heimurinn sigraðist á kórónuveirunni og árið þar sem Joe Biden, nýr Bandaríkjaforseti, átti að minnka gjána sem myndaðist milli íhaldsmanna og frjálslyndra eftir stormasama embættistíð Donalds Trump. Árið hófst hins vegar með látum þegar hópur fólks réðst inn í þinghúsið í Washington. En hvar er æstur múgurinn sem réðst á þinghúsið í dag, þegar akkúrat ár er liðið frá árásinni?

6. jan­úar 2021 réðst stór hópur stuðn­ings­manna Don­alds Trump, frá­far­andi Banda­ríkja­for­seta, að þing­hús­inu í Was­hington þegar öld­unga­deild­ar­þingið var í þann mund að ganga frá form­legri stað­fest­ingu úrslita for­setaskosn­ing­anna 2020 þar sem Joe Biden hrós­aði sigri. Biden ávarp­aði banda­rísku þjóð­ina í dag þar sem hann sagði Trump ábyrgan fyrir árásinni á þing­húsið og sakar hann um að hafa reynt að gera út af við lýð­ræði í Banda­ríkj­un­um.

Kamilla Harris varaforseti og Joe Biden forseti fluttu ávörp í þinghúsinu í dag, ári eftir að hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðst inn í þinghúsið.
Mynd: EPA

„Hann reyndi að koma í veg fyrir frið­sam­leg valda­skipti ættu sér stað þegar æstur múgur réðst á þing­hús­ið. En þeim mistókst. Þeim mistókst. Og á þessum degi þegar við minn­umst þess verðum við að tryggja að árás eins og þessi ger­ist aldrei aft­ur,“ sagði Biden í ávarpi sínu þar sem hann var afar harð­orður í garð Trump. „Löskuð sjálfs­mynd hans skipti hann meira máli en lýð­ræðið eða stjórn­ar­skráin okk­ar, hann getur ekki við­ur­kennt tap,“ sagði Biden einnig, en ræðu hans í heild sinni má sjá hér:

Yfir 700 ákærðir fyrir aðild að árásinni

Frá því að úrslit for­seta­kosn­ing­anna 2020 voru ljós tal­aði Trump, auk hluta repúblikana, um kosn­inga­svindl án þess að sýna fram á sönn­un­ar­gögn máli sínu til stuðn­ings. Þess í stað hvatti hann stuðn­ings­menn sína til að þrýsta á þingið að stað­festa ekki nið­ur­stöðu kosn­ing­anna.

Dag­inn sem öld­unga­deild­ar­þingið stað­festi kjör Biden hélt Trump fjölda­fund við Hvíta húsið þar sem hann hvatti stuðn­ings­menn sína til að „bjarga landi þeirra“. Stuðn­ings­menn tóku hann á orð­inu og réð­ust inn í þing­hús­ið, sumir vopn­aðir í hefð­bundnum skiln­ingi en fleiri vopn­aðir snjall­símum þar sem atburð­ar­rásinni var streymt á sam­fé­lags­miðl­um.

Þing­menn földu sig og læstu sig inni í her­bergjum þing­húss­ins þegar mót­mæl­end­urnir æddu um gang­ana og hót­uðu að drepa bæði Nancy Pelosi þing­for­seta og Mike Pence vara­for­seta. Trump hvatti að lokum stuðn­ings­menn sína til að hverfa frá. „Ég finn fyrir sárs­auka ykkar og veit að þið eruð særð. Við gengum í gegnum kosn­ingar sem var stolið af okk­ur. Ég veit hvernig ykkur líð­ur, en þið verðið að fara heim núna, og farið heim í friði ,“ sagði hann í mín­útu­löngu mynd­skeiði sem hann birti á sam­fé­lags­miðl­um.

Fimm lét­ust í árásinni á þing­húsið og á annað hund­rað særð­ust. Trump var ákærður fyrir emb­ætt­is­brot í kjöl­far inn­rás­ar­innar en ákæran var felld í öld­unga­deild­inni þar sem repúblikanar eru með meiri­hluta.

Þús­undir tóku þátt í óeirð­unum og yfir 700 þeirra sem voru hand­teknir voru ákærðir fyrir þátt sinn í inn­rásinni á þing­hús­ið, allt frá því að fara inn í bygg­ingu þar sem aðgangur var bann­aður til ofbeld­is­brota. 71 dómur hefur verið kveð­inn upp í tengslum við óeirð­irn­ar, þar af voru 56 dæmdir fyrir að ganga fylktu liði að þing­hús­inu, fyrir að taka þátt í mót­mælum eða fyrir að umkringja þing­hús­ið.

31 hefur hlotið fang­els­is­dóm fyrir aðild að óeirð­un­um, 50 skil­orðs­bundin dóm, 38 vory dæmd til að sinna sam­fé­lags­þjón­ustu, 18 sættu stofu­fang­elsi í einn til þrjá mán­uði og 16 voru dæmd til að greiða sekt, allt frá 1.000 til 5.000 doll­ara.

„Qa­non-seið­mað­ur­inn“ afplánar 41 mán­aðar fang­els­is­dóm

Stuðn­ings­menn Trump virt­ust margir kunna vel við sig í þing­hús­inu, ekki síst Jacob Chans­ley, sem kall­aði sjálfan sig „Qa­non-seið­mann­inn“ og varð fljótt að eins konar tákn­gerv­ingi árás­ar­inn­ar. Chansley var hand­tek­inn 9. jan­úar og var upp­haf­lega birt ákæra í sex lið­um, meðal ann­ars fyrir að setj­ast í ræðu­stól Mike Pence vara­for­seta.

Qanon-seiðmaðurinn varð fljótt að tákngervingi árásarinnar á þinghúsið.
Mynd: EPA

Í febr­úar birti hann afsök­un­ar­beiðni á fram­ferði sínu í árásinni en lýsti jafn­framt von­brigðum sínum yfir því að Trump hafi ekki náðað stuðn­ings­menn sem tóku þátt í inn­rásinni áður en hann lét form­lega af emb­ætti. „Ég biðst afsök­unar á að hafa vakið óhug. Það var rangt. Punkt­ur,“ sagði meðal ann­ars í afsök­un­ar­beiðni Chansley. Hann ját­aði aðild sína að inn­rásinni og hlaut 41 mán­aðar fang­els­is­dóm.

Mál „Suð­ur­ríkja­fána­veifar­ans“ tekið fyrir í júní

Kevin Seefried vakti athygli fyrir að þeys­ast um ganga þing­húss­ins með stærð­ar­innar fána Suð­ur­ríkj­anna. Fán­inn hefur lengi verið umdeildur og skiptar skoð­­anir eru á því hvaða þýð­ingu hann hefur fyrir fólk í dag. Suð­­­ur­­­ríkin var sér­­­stakt sam­­­bands­­­ríki syðstu ríkj­anna í Banda­­­ríkj­unum á árunum 1861 til 1865 eða þar til borg­­­ara­­­stríð­inu í Norð­­­ur­-Am­er­íku lauk með sigri Banda­­­ríkj­anna í norðri. Fán­inn er nú iðu­­lega not­aður sem hat­­ur­s­­tákn og tákn­­mynd fyrir yfir­­­burði hvíta kyn­­stofns­ins.

Kevin Seefried arkaði um ganga þinghússins með Suðurríkjafánann og Aaron Mostofsky tyllti sér á bekk, umvafinn loðfeldi auk skjaldar og vestis sem hann stal af þinglögreglumanni.
Mynd: EPA

Seefried var hand­tek­inn ásamt syni sínum 14. jan­úar . Sam­eig­in­leg ákæra var birt feðg­unum í apr­íl. Kevin er ákærður í fimm liðum fyrir að fara inn í þing­húsið með ólög­mætum hætti og á yfir höfði sér 20 ára fang­els­is­vist. Dómur hefur ekki verið kveð­inn upp en málið verður tekið fyrir í júní. Kevin Seefried neitar allri sök.

Mað­ur­inn sem sett­ist í stól Pelosi neitar sök

Ric­hard Barnett, sem braust inn á skrif­stofu Nancy Pelosi og kom sér mak­inda­lega fyrir við skrif­borð hennar áður en hann gekk þar ber­seks­gang, var hand­tek­inn tveimur dögum eftir árás­ina og var í rúma þrjá mán­uði í gæslu­varð­haldi.

Barnett er meðal ann­ars ákærður fyrir að bera raf­byssu inn í þing­húsið og sak­sókn­arar töldu hann ógn við sam­fé­lag­ið. Barnett var lát­inn laus í lok apríl en sætir enn sjö ákærum en ekki liggur fyrir hvenær mál hans verður tekið fyr­ir. Barnett neitar allri sök.

Richard Barnett hefur verið ákærður í sjö liðum fyrir að ryðja sér leið inn á skrifstofu Nancy Pelosi þingforseta.
Mynd: EPA

Rétt­ar­höld yfir „hell­is­bú­an­um“ hefj­ast síðar í mán­uð­inum

Aaron Mostof­sky vakti athygli í þing­hús­inu, ekki síst fyrir klæða­burð sinn þar sem hann vafði sig inn í loð­feld og fékk við­ur­nefnið „hell­is­bú­inn“ fyrir vik­ið. Þar að auki tók hann vesti og skjöld frá þinglög­reglu­manni og fyrir það á hann yfir höfði sér allt að 10 ára fang­elsi.

„Ég held ekki að 75 millj­ónir hafi kosið Trump - ég held að það hafi verið nær 85 millj­ón­um. Ég held að viss ríki sem hafa verið rauð lengi hafi orðið blá og þeim rænt, líkt og New York,“ sagði Mostof­sky í við­tali sem vísað er í yfir­lýs­ingu FBI.

Mostof­sky var hand­tek­inn 12. jan­úar og hefur honum verið birt ákæra í átta lið­um. Rétt­ar­höld yfir honum verða síðar í þessum mán­uði. Mostof­sky neitar sök.

Biden forð­ast að nota nafn Trump

Trump fylgd­ist með ávarpi Biden í dag frá heim­ili sínu á Flór­ída. Í yfir­lýs­ingu þar sem reiðin skín í gegn segir Trump að Biden hafi notað hans nafn „til að ala á frek­ari sundr­ung“ í Banda­ríkj­un­um. Ávarp Biden í dag var „póli­tískt leik­rit“ að mati Trump og segir hann Biden hafa mis­tek­ist í einu og öllu. Þá skaut hann einnig á fjöl­miða, sagði þá sam­seka í því sem kallað er „Stóra lyg­in“. „Í raun og veru er „Stóra lyg­in“ kosn­ing­arnar sjálf­ar,“ segir í yfir­lýs­ingu Trump.

Biden hefur hingað til forð­ast að tala beint um for­vera sinn í starfi og tók lík­lega með­vit­aða ákvörðun um það í dag að nefna hann ekki á nafn heldur tala ein­ungis um „fyrr­ver­andi for­seta“. „Fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna hefur spunnið lyga­vef um kosn­ing­arnar árið 2020. Hann gerði það því völd eru honum mik­il­væg­ari en verð­leik­ar, af því að hann telur eigin hags­muni mik­il­væg­ari en hags­muni þjóð­ar­inn­ar,“ sagði Biden.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar