Hvað er QAnon?

Samsæriskenningahópur sem er hliðhollur Bandaríkjaforseta og skilgreindur sem hryðjuverkaógn þar í landi hefur orðið áberandi á netheimum á síðustu árum. Forsetinn segist vita lítið um hópinn en sé þakklátur fyrir stuðninginn.

Auglýsing
QAnon stuðningsmaður á kosningafundi hjá Trump
QAnon stuðningsmaður á kosningafundi hjá Trump

„Ég veit ekki mjög mikið um hreyf­ing­una, en mér skilst að þeim líkar mjög vel við mig. Sem ég kann mjög vel að meta,“ sagði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti á blaða­manna­fundi síð­asta mið­viku­dag þegar hann var spurður út í sam­sær­is­kenn­inga­hóp sem kallar sig QAnon. 

Ummæli Trump vöktu tölu­verða athygli, sér­stak­lega í ljósi þess að alrík­is­lög­regla Banda­ríkj­anna hefur skil­greint kenn­ing­arnar sem hóp­ur­inn kennir sig við sem hryðju­verkaógn. Repúblikana­flokk­ur­inn virð­ist einnig klof­inn í afstöðu sinni gagn­vart hópn­um, en stuðn­ings­maður hans var nýlega kjör­inn full­trúi flokks­ins í kom­andi þing­kosn­ing­um. 

Barn­a­níð, JFK og kór­ónu­veiran

Í októ­ber árið 2017 setti not­andi vef­svæð­is­ins 4chan undir not­enda­nafn­inu inn röð færslna undir dul­nefn­inu „Q“. Not­and­inn sagð­ist vera hátt settur starfs­maður rík­is­stjórnar Banda­ríkj­anna og því með örygg­is­að­gang á Q-stigi, sem veitir honum aðgang að leyni­legum upp­lýs­ingum sem varða þjóðar­ör­ygg­i. 

Auglýsing

Færsl­urn­ar, sem voru þekktar sem „Q-mol­ar“, inni­héldu meðal ann­ars kenn­ingar um að  rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara í Banda­ríkj­unum á áhrifum Rússa í síð­ustu for­seta­kosn­ing­unum hafi í raun verið ger til að afvega­leiða rann­sókn á barn­a­níðs­hring, sem „Q“ segir Trump sé að vinna að.  

Aðrar sam­sær­is­kenn­ingar hafa einnig verið nefndar á vegum „Q“, meðal ann­ars um að John F. Kenn­edy, fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, hafi svið­sett morðið á sjálfum sér og að kór­ónu­veiran sé annað hvort til­bún­ingur eða líf­efna­vopn sem búið var til af ill­gjörnum elít­u­m. 

Hund­ruð þús­unda fylgj­enda

Vinsældir QAnon hópsins stórjukust eftir að samsæriskenningar spruttu upp um dauða Jeffrey Epstein fyrr í ár.

„Q“ hefur aflað sér fjölda fylg­is­manna, en nú má nálg­ast ýmsar kenn­ingar í anda hans á sam­fé­lags­miðlum undir merkjum QAnon. Sam­kvæmt umfjöllun BBC um málið benda tölur um net­um­ferð og deil­ingar þess­ara kenn­inga á sam­fé­lags­miðlum til þess að hund­ruðir þús­unda trúi á ein­hverjar þeirra sem QAnon hóp­ur­inn teflir fram. 

Sér­stak­lega hefur fjöldi fylg­is­manna auk­ist sam­hliða útbreiðslu kór­ónu­veirunnar og dauða millj­arða­mær­ings­ins Jef­frey Epstein, en áhan­gendum Face­book­hóps á vegum hans fjölg­aði um nær tífalt í síð­asta mán­uði, miðað við sama tíma­bil í fyrra. Vin­sældir hóps­ins hafa líka auk­ist á Twitt­er, en dags­með­al­tal færslna þar sem inni­halda vin­sæl QAnon-­myllu­merki juk­ust um 190 pró­sent frá ágúst í fyrra til síð­asta mars­mán­að­ar. 

Skil­greindur sem inn­lend hryðju­verkaógn

Kenn­ingar QAnon, sem inni­halda stórar ásak­anir um sam­særi og eiga ekki við sýni­leg rök að styðjast, hafa verið nefndar af alrík­is­lög­reglu Banda­ríkj­anna, FBI sem inn­lend hryðju­verkaógn. 

Í skjali sem lekið var til Yahoo-frétta­stof­unnar fyrr í mán­uð­inum kemur fram að lög­reglan telji að kenn­ingar sem slíkar geti hvatt ein­stak­linga og hópa til glæpa og ofbeld­is­verka. Þar að auki telur hún að fylgj­endum sam­sær­is­kenn­ing­anna eiga lík­lega eftir að fjölga á meðan kosn­inga­bar­áttan stendur yfir þar í land­i. 

Sam­fé­lags­miðlar hafa einnig reynt að draga úr útbreiðslu þess­ara kenn­inga, en fjöldi færslna, not­enda og myllu­merkja á vegum hóps­ins hefur verið eytt af Face­book, Twitter og TikT­ok.  

Klof­inn flokkur

Þrátt fyrir að vera skil­greind sem örygg­is­hætta hefur QAnon hóp­ur­inn notið vax­andi vin­sælda innan Repúblikana­flokks­ins. Fyrir rúmri viku síðan var yfir­lýstur stuðn­ings­maður hóps­ins, Marjorie Taylor Greene, kosin sem fram­bjóð­andi neðri deildar Banda­ríkja­þings í Georgíu og er nær öruggt að hún fái sæti á þing­inu í nóv­em­ber. 

Sam­kvæmt BBC hrós­aði Greene „Q“ sem „föð­ur­lands­vini“ í mynd­bandi sem birt var á YouTu­be, en hún er ein af ell­efu fram­bjóð­endum Repúblikana­flokks­ins sem vef­mið­ill­inn Axios greinir frá sem stuðn­ings­menn QAnon hóps­ins eða kenn­inga á vegum hans.

Ekki eru þó allir sáttir innan flokks­ins með vax­andi ítök QAnon. Adam Kinzin­ger, þing­maður Repúblik­ana í Ill­in­ois, for­dæmdi hóp­inn með Twitt­er-­færslu fyrr í mán­uð­inum og sagði kenn­ing­arnar vera upp­spuna frá rót­um. Greene brást illa við færsl­unni og skaut á hann með annarri Twitt­er-­færslu, sem sjá má hér að neð­an. 

Góður hlutur eða slæm­ur?

Á frétta­manna­fundi síð­asta mið­viku­dag var svo Trump spurður um álit hans á QAnon hópnum og kenn­ingum hans. For­set­inn sagð­ist ekki þekkja mikið til hans sjálf­ur, en að hann sé þakk­látur fyrir allan stuðn­ing sem hann fær. 

Blaða­maður útskýrði þá fyrir for­set­anum að hóp­ur­inn tryði því að Trump sé í raun að bjarga heim­inum frá ítökum satanísks sér­trú­ar­hóps sem inni­haldi barn­a­níð­inga og mannæt­ur. Við því svar­aði Trump: „Ég hef ekki heyrt þetta, en á það að vera góður hlutur eða slæm­ur?“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar