Ragnar Þór: Hótað lífláti og atvinnumissi

Formaður VR segir að fjölskyldu hans hafi borist handskrifuð bréf með líflátshótunum. Innihaldið bendi til þess að hótanirnar hafi sprottið úr harðri orðræðu í aðdraganda Lífskjarasamningsins.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að sér hafi oft og mörgum sinnum verið hótað frá því að hann hóf afskipti að póli­tík og mál­efnum VR og líf­eyr­is­sjóða árið 2009. Vin­sælasta hót­unin sé hvort hann gerir sér ekki grein fyrir því hvaða áhrif skrif hans geti haft á atvinnu­tæki­færi hans í fram­tíð­inni. „Á einum tíma­punkti var mér hót­að, skrif­lega, að ákveðin öfl muni tryggja að hvorki ég né fjöl­skylda mín, for­eldrar og börn, fái nokkurn tíma vinnu í íslensku sam­fé­lag­i.“

Þetta kemur fram í grein sem Ragnar birtir á Vísi í dag

Þar segir Ragnar enn enn­fremur að aðrir í þeim hópi sem hóf bar­áttu gegn kerf­inu á þessum vett­vangi hafi allir utan hans og eins ann­ars misst vinn­una, alls fimm manns. „Ein ákvað að þiggja stóra stöðu og fara yfir í hitt lið­ið.“

Auglýsing
Hann segir auk þess að honum hafi verið hótað mál­sóknum oftar en hann treysti sér til að telja, án þess að honum hafi nokkru sinni verið stefnt á end­an­um. „Fyrir marga eru slíkar hót­anir íþyngj­andi og duga til þögg­un­ar. Mér per­sónu­lega gæti ekki verið meira sama. Ég hræð­ist ekki þessi öfl, þau hræð­ast mig.“

Ragnar segir að sér hafi einnig verið hótað líf­láti oftar en einu sinni. Einu sinni hafi fjöl­skylda hans þurft að leita til lög­reglu vegna þess að ein­stak­lingur vandi komur sínar á heim­ili hennar með hand­skrif­aðar líf­láts­hót­an­ir. „Þá var eig­in­konu minni nóg um, og mér auð­vitað líka. Við erum stór fjöl­skylda með fimm börn út og inni af heim­ili okkar og hund­inn Bowie. Lög­reglan afgreiddi málið af mik­illi fag­mennsku og ekki hafa orðið eft­ir­málar af því, ann­ars væri ég ekki að skrifa þetta.“

Fjöl­skyldan dró þá álykt­un, að sögn Ragn­ars, að þetta hafi verið hót­anir sem hafi sprottið úr harðri orð­ræðu í aðdrag­anda Lífs­kjara­samn­ings­ins sem und­ir­rit­aður var í apríl 2019. Inni­hald bréf­anna hafi gefið það til kynna. „Við vorum úthrópuð stór­hættu­legt „st­url­að“ öfga­fólk sem vildi rústa sam­fé­lag­inu með kröfum okk­ar.“

Skotið á bif­reið borg­ar­stjóra

Umræða um hót­anir í garð fólks sem tekur þátt í stjórn­málum eða er í for­ystu víðar í þjóð­fé­lags­um­ræð­unni hefur verið umtals­verð síð­ustu daga í kjöl­far þess að skemmdir sem virð­ast vera eftir byssu­skot voru unnar á skrif­stofu Sam­fylk­ing­ar­innar og bif­reið Dags B. Egg­erts­son­ar, borg­ar­stjóra í Reykja­vík. Byssu­kúlur fund­ust í hurð bif­reiðar Dags fyrir rúmri viku.

Árásin á heim­ili Dags hefur verið sett í sam­hengi við mynd­band sem aðgerð­ar­hópur sem berst fyrir því að bílar fái að keyra um Lauga­veg og Skóla­vörðu­stíg setti á Youtube í des­em­ber. Í mynd­­band­inu, sem horft hefur verið á í yfir 30 þús­und skipti, var því haldið fram að Dagur hefði keypt þrjú bíla­­stæði við heim­ili sitt af Reykja­vík­­­ur­­borg án útboðs og að kostn­aður við gerð Óðins­­­torgs, sem stendur í námunda við heim­ili Dags, hafi verið á 657 millj­­ónir króna. Hið rétta er að Dagur og fjöl­­skylda hans keyptu tvö stæði fyrir ára­tug síðan af nágrönn­um, enda stæðin í einka­eigu. Raun­veru­­legur kostn­aður við gerð Óðins­­­torgs var 60,6 millj­­ónir króna sam­­kvæmt til­­kynn­ingu frá Reykja­vík­­­ur­­borg sem send var út á föst­u­dag.

Búið að fjar­læga mynd­bandið

Einn for­svars­manna hóps­ins, Bolli Krist­ins­son kenndur við Sautján, hefur beðist afsök­unar á einni rang­færslu í mynd­band­inu og það var fjar­lægt af Youtube fyrr í dag.  

Dagur sagði í Silfri Egils í gær að hann gæti ekki full­yrt um orsaka­­sam­hengi milli mynd­­bands­ins og skotárás­­ar­inn­­ar. „Hins­­vegar sagði ég strax þegar farið var að keyra þetta á stærstu net­miðlum lands­ins að þetta ylli mér óhug. Ég var ekk­ert einn í fjöl­­skyld­unni um það. Okkur fannst þetta mjög óhugn­an­­legt. Mér fannst þarna verið að fara inn á alveg nýjar brautir í íslenskri póli­­tík, færa mörkin og gera heim­ili mitt að skot­­skífu. Þá grun­aði mig ekki það sem núna gerð­is­t.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent