Aðgerðahópurinn sem mun valda usla þar til stjórnvöld snúa baki við olíu og gasi

„Það kann að vera lím á ramma þessa málverks en það er blóð á höndum ríkisstjórnar okkar,“ sagði einn af meðlimum Just Stop Oil er hún hafði límt sig fasta við málverk eftir Vincent van Gogh. Hópurinn hefur truflað fótboltaleiki og Formúlu 1 kappakstur.

Aðgerðasinnar frá Just Stop Oil hafa meðal annars límt sig fasta við málverk víðs vegar um Bretland. Þessar myndir eru frá Royal Academy í London og Glasgow Art Gallery.
Aðgerðasinnar frá Just Stop Oil hafa meðal annars límt sig fasta við málverk víðs vegar um Bretland. Þessar myndir eru frá Royal Academy í London og Glasgow Art Gallery.
Auglýsing

Fimm með­limir aðgerða­hóps­ins Just Stop Oil rudd­ust inn á Sil­ver­stone kappakst­urs­braut­ina í Bret­landi um síð­ustu helgi þegar þar fór fram keppni í For­múlu 1 kappakstr­in­um. Keppnin var skammt á veg komin en aðgerða­sinn­arnir komu sér yfir grind­verk við keppn­is­braut­ina fljót­lega eftir árekstur sem varð strax við upp­haf kappakst­urs­ins.

Í árekstr­inum valt bíll Zhou Guanyu og hann skall á miklum hraða á varn­ar­vegg sem skilur að keppn­is­braut­ina og áhorf­enda­palla. Braut­ar­verðir veif­uðu í kjöl­farið rauðum fánum sem gefa öku­mönnum það til kynna að keppni sé frestað og að öku­menn­irnir þurfi því að draga úr hraða sínum og koma sér aftur á hið svo­kall­aða þjón­ustu­svæði sem er ekki hluti af keppn­is­braut­inni sjálfri.

Auglýsing

Þrátt fyrir að rauðum flöggum hafi verið veifað voru bílar enn úti á braut­inni þegar mót­mæl­end­urnir létu til skarar skríða, líkt og sjá má í mynd­band­inu hér fyrir neð­an. Eftir að hafa komið sér yfir girð­ingar og út á braut­inna sett­ust þeir á mal­bikið til að vekja athygli á mál­stað sín­um. Skömmu eftir að mót­mæl­end­urnir komu sér fyrir á keppn­is­braut­inni voru þeir dregnir í burtu af starfs­fólki Sil­ver­sto­ne.

Á heima­síðu sam­tak­anna segir að aðgerða­hóp­ur­inn krefj­ist þess að stjórn­völd í Bret­landi stöðvi frek­ari áform um ný verk­efni í olíu- og gasvinnslu. Hóp­ur­inn heitir því að halda áfram að trufla bæði íþrótta- og menn­ing­ar­við­burði þar til að bresk stjórn­völd mæti kröfum þeirra.

Fremstu öku­þórar heims tóku upp hansk­ann fyrir mót­mæl­endur

Í umfjöllun Guar­dian kemur fram að upp­á­tækið hafi ekki farið fram hjá fremstu öku­þórum heims. Sebast­ian Vettel, sem er fjór­faldur heims­meist­ari í For­múlu 1, sagði eftir keppn­ina að hann sýndi mót­mæl­end­unum skiln­ing. Vettel sem sjálfur seg­ist vera bar­áttu­maður fyrir lofts­lags­málum sagði þó að það skipti máli hvernig að mót­mælum væri stað­ið, aðgerðir Just Stop Oil hóps­ins hefðu getað stefnt bæði mót­mæl­endum og kappakst­urs­mönnum í hættu.

Sjö­faldur heims­meist­ari Lewis Hamilton tók í sama streng. „Ég elska það að fólk sé að berj­ast fyrir plánet­unni. Við þurfum á fleira fólki eins og þeim að halda,“ sagði Hamilton að kappakstr­inum lokn­um. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­inum Instagram gerði hann fylgj­endum sínum það aftur á móti ljóst síðar að hann væri ekki sam­þykkur aðferðum hóps­ins.

Líkt og segir á vef sam­tak­anna beina þau sjónum sínum ekki ein­vörð­ungu að íþrótt­um. Á allra síð­ustu dögum hafa þau farið mik­inn á mörgum af mest sóttu lista­söfnum Bret­lands. Þar hafa með­limir hóps­ins límt hendur sínar fastar við ramma margra heims­þekktra lista­verka.

Upp­færðu eitt þekktasta mál­verk enskrar lista­sögu

Á mánu­dag, degi eftir aðgerðir Just Stop Oil hóps­ins á Sil­ver­sto­ne, límdu tveir með­limir sig fasta við ramma mál­verks­ins Hey­vagn­inn (e. The Hay Wain) eftir John Con­sta­ble. Mál­verkið sem full­gert var árið 1821 má finna í National Gall­ery í London sem er eitt af mest sóttu söfnum Bret­lands. Áður en aðgerða­sinn­arnir límdu sig við ramma verks­ins var það þakið með útprent­aðri „nýrri útgáfu“ lista­verks­ins, þar sem búið var að skipta ánni í mynd Con­sta­ble út fyrir mal­bik­aðan veg. Þar að auki hafði flug­vélum og meng­andi verk­smiðj­um, svo eitt­hvað sé nefnt, verið bætt inn í áður róm­an­tíska sveita­mynd Con­sta­ble.

Þau Hannah Hunt og Eben Lazarus sitja á gólfi eins sýningarsalar National Gallery í London, búin að líma sig föst við Heyvagninn eftir John Constable. Mynd: Just Stop Oil

„Við höfum þakið Hey­vagn­inn með end­ur­túlkun á lista­verk­inu sem sýnir sýnir hvaða áhrif fíkn okkar í jarð­efna­elds­neyti hefur á sveitir lands­ins. Mál­verkið er mik­il­vægur hluti af okkar arf­leifð, en það er ekki mik­il­væg­ara en líf þriggja og hálfs millj­arðs manna, kvenna og barna sem nú þegar eru í hættu vegna ham­fara­hlýn­un­ar,“ er haft eftir Eben Laz­arus í til­kynn­ingu frá Just Stop Oil en hann sat fastur í National Gall­ery á mánu­dag eftir að hafa límt sig við téð mál­verk.

„Já, það kann að vera lím á ramma þessa mál­verks en það er blóð á höndum rík­is­stjórnar okk­ar,“ sagði Hannah Hunt um málið en hún sat við hlið Ebens í National Gall­ery.

Límdu sig föst við mál­verk eftir van Gogh

Fleiri lista­söfn hafa fengið með­limi Just Stop Oil í heim­sókn. Þannig límdu tvö úr hópnum sig föst við mál­verkið Ferskju­tré í blóma (e. Peach Trees in Blossom) eftir Vincent van Gogh í Courtauld Gall­ery í London í lok júní.

Louis McKechnie og Emily Brocklebank standa límd við málverkið Ferskjutré í blóma eftir Vincent van Gogh. Myndin er með þeim síðustu sem van Gogh málaði áður en hann skar af sér annað eyrað en vinstra megin við Brocklebank má sjá eina af þekktustu sjálfsmyndum listamannsins sem sýnir hann með sárabindi yfir eyranu. Mynd: Just Stop Oil

Mynd­ina mál­aði van Gogh í grennd við Arles árið 1889. Arles er í Provence hér­aði í Frakk­landi en þar hefur nýlega verið varað við miklum þurrk­um. Lítil úrkoma var á svæð­inu í vetur og í vor og nú í maí og júní gekk hita­bylgja yfir svæð­ið.

„Ég elskaði þetta mál­verk sem barn, faðir minn fór með mig hingað til að sjá það þegar við heim­sóttum London. Enn þann dag í dag elska ég þetta mál­verk, en ég elska vini mína og fjöl­skyldu meira, ég elska nátt­úr­una meira. Fram­tíð kyn­slóðar minnar skiptir mig meira máli heldur en hvaða skoðun almenn­ingur hefur á mér,“ var haft eftir hinum 21 árs Louis McKechnie í til­kynn­ingu frá Just Stop Oil en hann límdi sig fastan við ramma mál­verks­ins ásamt Emily Brockle­bank.

Hafa einnig látið til sín taka á fót­bolta­leikjum

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McKechnie tekur þátt í aðgerðum af hálfur hóps­ins. Í mars náði hóp­ur­inn augum heims­byggð­ar­innar þegar hann festi sig með bensli við stöng á fót­bolta­marki í leik Everton og Newcastle í ensku úrvals­deild­inni. Stöðva þurfti leik­inn í um átta mín­útur á meðan starfs­fólk los­aði McKechnie frá mark­inu. Benslið sem hann hafði notað til að festa háls sinn við stöng­ina var á end­anum klippt með vír­klipp­um.

Að leik loknum tísti sjón­varps­mað­ur­inn Gary Lineker um atvikið en hann var eitt sinn fyr­ir­liði lands­liðs Eng­lands í knatt­spyrnu. „Hvort sem þú sam­þykkir aðferðir þessa unga manns eða ekki, þá hefur hann rétt fyrir sér, fram­tíð hans er víð­sjár­verð,“ sagði Lineker meðal ann­ars í tísti sínu.

Svo virð­ist sem hóp­ur­inn vinni að aðgerðum sínum í eins konar hrin­um. Í vik­unni sem McKechnie tjóðr­aði sig við mark­stöng­ina í leik Everton og Newcastle trufl­uðu með­limir hóps­ins að minnsta kosti þrjá aðra knatt­spyrnu­leiki með svip­uðum aðgerð­um. Þessa vik­una hefur hóp­ur­inn ákveðið að beina sjónum sínum að lista­söfn­um, því til við­bótar við fyrr­nefndar upp­á­komur í London hafa með­limir hóps­ins límt sig fasta við ramma mál­verka í Manchester Art Gall­ery og í Glas­gow Art Gall­ery. Nú á þriðju­dag límdu svo tveir með­limir hóps­ins sig fasta við eft­ir­mynd mál­verks Leon­ar­dos da Vinci, Síð­asta kvöld­mál­tíð­in, sem finna má í Royal Academy í London. Alls voru fimm sem límdu sig föst við ramma mál­verks­ins í Royal Academy.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent