Áformuð reglugerð „grímulaus aðför“ að blóðmerahaldi

Búgreinin blóðmerahald varð fyrir „ímyndaráfalli“ í fyrra en ef lyfjaefnið sem framleitt er úr blóðinu myndi hverfa úr heiminum yrðu áhrifin af stærðargráðu „sem fæstir Íslendingar gera sér grein fyrir“.

Um 5.400 merar hér á landi eru notaðar til blóðtöku til framleiðslu á frjósemislyfi til annarrar ræktunar á búfé til manneldis.
Um 5.400 merar hér á landi eru notaðar til blóðtöku til framleiðslu á frjósemislyfi til annarrar ræktunar á búfé til manneldis.
Auglýsing

„Ekki má hugsa þá hugsun til enda að eCG hverfi úr notk­un,“ segir Arn­þór Guð­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri Ísteka, um horm­ónið sem fyr­ir­tækið vinnur úr blóði fyl­fullra mera. „Þá væri skömm okkar Íslend­inga mikil og vand­séð að við eigum kosti hér á landi sem gætu unnið upp hinn gríð­ar­lega umhverf­is­skaða sem það ylli.“

Þessa dökku fram­tíð­ar­sýn dregur Arn­þór upp í umsögn við drög mat­væla­ráðu­neyt­is­ins að reglu­gerð um blóð­töku úr fyl­fullum hryssum sem lagt var fram til kynn­ingar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Ísteka er eina fyr­ir­tækið sem kaupir íslenska mer­ar­blóðið og vinnur úr því hormón sem notað er til að auka frjó­semi í eldi á dýrum, aðal­lega í svína­rækt, og því eru hags­munir fyr­ir­tæk­is­ins miklir og aug­ljósir þegar kemur að því að setja reglur um blóð­mera­hald.

Ísteka velti 1.733 millj­ónum króna á árinu 2020. Hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins fyrir skatta, að teknu til­liti til fjár­magnsliða, var 740 millj­ónir króna. Það þýðir að fyrir hverja krónu sem Ísteka þén­aði á árinu 2020 voru 43 aurar hagn­að­ur.

Hreinn hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins eftir skatta var 592 millj­ónir króna. Bæði velta og hagn­aður jókst frá árinu 2019. Ísteka greiddi hlut­höfum sínum út 300 millj­ónir króna í arð á árinu 2020 vegna frammi­stöðu á árinu á und­an. Stærsti ein­staki eig­and­inn er Hörður Krist­jáns­son með 44,5 pró­sent eign­ar­hlut en sá næst stærsti er félagið Klara ehf., sem er að uppi­stöðu (81,5 pró­sent) í eigu sama Harð­ar. Hólm­fríður H. Ein­ars­dóttir á 19,2 pró­sent hlut en tveir ein­stak­lingar eiga svo saman þau fjögur pró­sent sem upp á vant­ar.

Auglýsing

Og Ísteka gerir ýmsar athuga­semdir við reglu­gerð­ar­drögin og leggur sér­staka áherslu á tvennt: Að áfram megi taka blóð úr hryssum í átta skipti á ári en ekki sex eins og lagt er til og hins vegar að kaup­anda, þ.e. Ísteka, verði skylt en ekki óheim­ilt, líkt og lagt er til í drög­un­um, að flokka greiðslur vegna blóðs eftir því hversu miklar heimtur eru úr hverju hrossi. „Ef þessi tvö ákvæði yrðu að veru­leika munu þau koll­varpa tekju­mögu­leikum allra í grein­inni og stöðva fram­þróun hennar og gæða­stýr­ingu sem mun án efa bitna á dýra­vel­ferð,“ skrifar Arn­þór. Reglu­gerðin myndi „þrengja veru­lega að ann­ars lög­mætri starf­semi í land­inu“ jafn­vel þannig að henni yrði „nán­ast sjálf­hætt“.

Ísteka minnir í umsögn sinni á að „óðum stytt­ist í hálfrar aldar afmæli þess­arar búgreinar hér á land­i“, greinar sem ætíð hafi verið stunduð á „vís­inda­legum og efna­hags­legum grund­velli með hag og vel­ferð dýra að leið­ar­ljósi“. Því verði þó ekki neitað að grein­in, þ.e. blóð­taka úr fyl­fullum hryssum, hafi orðið fyrir „ímynd­ar­á­falli“ í vet­ur. Vísar fram­kvæmda­stjóri Ísteka þar til upp­ljóstrana erlendra dýra­vernd­un­ar­sam­taka sem sýndu í mynd­bandi dæmi um van­rækslu og gróft ofbeldi gegn hryss­um. Ísteka kallar þetta í umsögn sinni „vís­bend­ingar um dýra­vel­ferð­ar­frá­vik“, að um ein­stök frá­vik en ekki kerf­is­lægan vanda sé að ræða.

Vilja áfram taka 40 lítra úr hverri meri

Sam­kvæmt reglu­gerð­ar­drög­unum mætti ekki taka meira en fimm lítra af blóði viku­lega úr hverri hryssu og að hámarki í sex vikur ár hvert. Sem sagt þrjá­tíu blóð­lítra sam­tals að hámarki í stað fjöru­tíu áður. Engin rök standi til þess­ara breyt­inga og „verði þessi ákvæði inn­leidd mun greinin og þar með starf­semi Ísteka verða í full­komnu upp­námi,“ segir í umsögn Ísteka.

Rúm­mál afurða, þ.e. horm­óns­ins sem unnið er úr blóði meranna, myndi minnka um 13 pró­sent ef blóð­tökum yrði fækkað úr átta í sex. „Það segir þó ekki allt,“ bendir Ísteka á, þar sem blóð­magnið sé ekki mæli­kvarði á magn hrá­efn­is. „Virkni blóð­ein­inga er mjög mis­mun­andi, þar sem 7 og 8 skipta hryssur eru með lang­mestu virkn­ina yrði minnkun á virku hrá­efni um 22% þegar áhrif af 7/8 skipta hryssum hafa fjarað út“.

Þyrftu að fjölga blóð­merum um 1.500

Til að ná sama magni hrá­efnis og árið 2021 þyrfti því að fjölga hryssum í blóð­töku um rúm­lega 1.500, úr tæp­lega 5.400 í um 6.900. „Þegar fjölga þarf hryssum svo mikið til að ná sama magni eykst álag á beit einnig að nauð­synja­lausu og ásókn í áburð, olíu, ræktað land og önnur aðföng.“

Gam­al­grónir bænd­ur, líkt og það er orðað í umsögn Ísteka, hafa í ára- og ára­tugaraðir sett á folöld og valið hryssur til blóð­töku eftir „ein­stak­lings­fram­lag­i“. Þetta hafi Ísteka ýtt undir með því að greiða hærra verð fyrir afurðir bænda eftir hækk­andi með­al­skipta­fjölda hryss­anna.

Óskilj­an­leg, mann­gerð lína

Rann­sóknir Ísteka á blóð­hag hryss­anna sýni að eng­inn munur er á blóð­mynd hryssa sem gefa oftar eða sjaldnar blóð og því „óskilj­an­legt hví ætti að teikna upp mann­gerða línu“ við sex skipti þegar gögnin sýni fram á að ekk­ert mæli á móti allt að átta. „Það að banna í reglu­gerð eðli­lega gæða­flokkun og -stýr­ingu í búgrein er grímu­laus aðför að búgrein­inni og algjör­lega á skjön við það sem tíðkast í öðrum búgrein­um.“

Vill­andi orð­ræða og hvítt seyði

Ekk­ert efni sem þegar er til á mark­aði eða von er á svo vitað sé getur komið í stað „hinnar breiðu og langvar­andi virkni sem nátt­úru­legt eCG hef­ur,“ skrifar Arn­þór. „Allt tal um annað er mjög vill­andi og sam­bæri­legt orð­ræðu þeirra sem vilja banna kúa­mjólk vegna þess að í stað hennar megi sjóða hvítt seyði af möndl­um, höfr­um, soja og öðrum plönt­u­m.“

Hann skrifar líka að umhverf­is­legan ávinn­ing af notkun eCG-lyfja­efn­is­ins sem fram­leitt er hér á landi, megi heim­færa á yfir milljón tonna minni árlega fóð­ur­þörf í heim­in­um. „Minnk­andi fram­leiðsla Ísteka á eCG eða algjör stöðvun hennar hefði umtals­verð nei­kvæð áhrif á vist­spor land­bún­aðar í þeim löndum þar sem lyfið er not­að.“ Þá eigi eftir að taka til­lit til langra og dýrra flutn­inga fóð­urs, vinnu­stunda og áburð­ar­þarfar og svo mætti áfram telja. Sam­an­tekið séu „já­kvæð áhrif notk­unar eCG á vistsporið í land­bún­aði í öllu til­liti risa­vax­in“.

Auglýsing

Ef aðgengi að eCG-­sam­eind­inni myndi skerð­ast eða hverfa í heim­in­um, skrifar Arn­þór, yrði það „um­hverf­is­legt stór­slys“ og áhrifin af stærð­argráðu „sem fæstir Íslend­ingar gera sér grein fyr­ir“. Á hann þar við nýt­ingu efn­is­ins til rækt­unar dýra til mat­ar.

Legg­ist greinin af hér­lendis myndi það „ekki endi­lega“ tryggja betri vel­ferð hryssa í heim­in­um. „Í stað þess að nýta hryssur á Íslandi sem búa við dýra­vel­ferð­ar­lög­gjöf sem flokk­ast með þeim betri í heimun­um, eru líkur á að nýttar verði hryssur í öðrum heims­hlutum þar sem dýra­vel­ferð er e.t.v. ekki gert jafn hátt undir höfð­i.“

Ísteka vill að áfram megi taka 40 lítra af blóði úr hverri hryssu. Mynd: Anton Brink

Í „orra­hríð sein­ustu mán­aða“ hafi ýmsum „mátt­lausum rök­leysum“ verið haldið á lofti gegn þess­ari fram­leiðslu sem til­tölu­lega fáir bændur á Íslandi stundi og Ísteka sinni. „Margir stórir aðilar hafa risið upp á aft­ur­fæt­urna í gagn­rýni á búgrein­ina og telja til hin ýmsu nei­kvæðu áhrif sem til­vist hennar á að hafa á þá,“ skrifar fram­kvæmda­stjór­inn Arn­þór. Það hafi „skilj­an­lega“ áhrif á ráða­menn þegar „at­kvæða­miklir aðil­ar“ fari fram með slíkum hætti. „Í öllum til­fellum hafa rökin fyrir gagn­rýn­inni þó ekki rist dýpra en svo að engin mark­tæk gögn liggja til grund­vallar ávirð­ing­un­um.“

Arn­þór segir mik­il­vægt að ráða­menn þjóð­ar­innar og stofn­anir sem þeir stýra hafi „burði til þess að hefja sig yfir slíkan mál­flutn­ing og byggja ákvarð­anir sínar á bestu fáan­legum gögnum um við­kom­andi mál og hafi alltaf jafn­ræði, sann­girni og sann­leika að leið­ar­ljósi og beiti valdi sínu því af með­al­hófi“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent