Benedikt segir það hafa verið viðrað að bjóða fram „svonefndan CC-lista“ Viðreisnar

Fyrrverandi formaður Viðreisnar bendir á að fordæmi séu fyrir því að bjóða fram annan lista flokks, þar sem sameiginleg atkvæði myndu nýtast við úthlutun jöfnunarþingsæta. Það hefur tvívegis gerst áður, árin 1967 og 1983.

Benedikt Jóhannesson hefur ekki útilokað framboð með öllu þótt hann ætli sér ekki að stofna nýjan flokk.
Benedikt Jóhannesson hefur ekki útilokað framboð með öllu þótt hann ætli sér ekki að stofna nýjan flokk.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi for­maður Við­reisn­ar, segir ólík­legt að sá hópur innan Við­reisnar sem sé óánægður með að hann sé ekki í fram­varð­ar­sveit flokks­ins í kom­andi kosn­ingum stofni nýjan flokk. 

Flestir í hópn­um, sem hann segir að telji lík­lega nokkur hund­ruð manns, hafi áhuga á því að starfa áfram innan Við­reisn­ar. Það hefur verið viðr­aður sá mögu­leika hvort það sé hægt að bjóða fram svo­nefndan CC-lista, það er að segja lista sem væri Við­reisn­ar­listi, þá myndu atkvæðin nýt­ast Við­reisn þegar það yrði úthlutað jöfn­un­ar­þing­sæt­u­m.“

Þetta kom fram í við­tali við Bene­dikt í útvarps­þætt­inum Harma­geddon á X-inu í morgun. Þar sagði hann for­dæmi fyrir þessu í kosn­inga­sög­unni, að sami flokkur byði í raun fram tvo lista, þar sem sam­eig­in­leg atkvæði þeirra yrðu svo talin saman þegar jöfn­un­ar­sætum yrði úthlut­að. 

Hann sagði að það væri ekki komin nið­ur­staða í hvort þetta yrði gert, en kosn­ingar fara fram 25. sept­em­ber næst­kom­andi og Við­reisn hefur þegar raðað fólki á sína fram­boðs­lista. 

Auglýsing
Fordæmin sem Bene­dikt vís­aði til eru tvö. Ann­ars vegar þegar Jón Bald­vini Hanni­bals­syni var hafnað af Alþýðu­banda­lag­inu í Reykja­vík árið 1967 bauð faðir hans, Hanni­bal Valdi­mars­son, fram sér­stakan lista í Reykja­vík þar sem hann skip­aði efsta sæti. Í minn­ing­ar­grein um Hanni­bal sem Styrmir Gunn­ars­sonar, þáver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, skrifar árið 1991 kom fram að Hanni­bal hafi viljað að list­inn myndi fá lista­bók­staf­ina GG, að litið yrði á hann sem sem lista Alþýðu­banda­lags og atkvæði hans talin með atkvæðum Alþýðu­banda­lags­ins við úthlutun upp­bót­ar­sæta. „Yf­ir­kjör­stjórn í Reykja­vík taldi ekki rök til þess og úthlut­aði honum lista­bók­stafnum I. Lands­kjör­stjórn var ósam­mála yfir­kjör­stjórn í Reykja­vík og taldi atkvæði list­ans með atkvæðum Alþýðu­banda­lags­ins við úthlutun upp­bót­ar­sæta. Hanni­bal vann glæsi­legan sigur í Reykja­vík og náði kjöri til Alþing­is.“

Hitt for­dæmið er Ingólfur Guðna­son, sem verið hafði þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins en lent í þriðja sæti í skoð­ana­könnun sem fram­kvæmd var við val á lista fyrir kosn­ing­arnar 1983. Ingólfur þáði ekki þriðja sætið heldur fór í sér­fram­boð undir merkjum BB, sér­fram­boð Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann náði ekki kjöri.

Sagði sig úr fram­kvæmda­stjórn

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þær hörðu deilur sem spruttu upp innan Við­reisnar í frétta­skýr­ingu sem birt­ist í lok síð­asta mán­að­ar, í kjöl­far þess að Bene­dikt hafði verið hafnað sem fram­bjóð­anda af upp­still­inga­nefnd flokks­ins. Í kjöl­far þeirrar höfn­unar fór í gang fór atburða­rás til að reyna að sætta ólík sjón­ar­mið og plástra per­sónu­leg sár­indi, sem bar ekki árang­ur.

Bene­dikt verður ekki á lista Við­reisnar í kom­andi kosn­ingum og hefur nú auk þess sagt sig úr fram­kvæmda­stjórn flokks­ins, þar sem hann hefur setið frá upp­hafi. Sú stjórn ann­ast dag­legan rekstur Við­reisnar og fjár­reiður með fram­kvæmda­stjóra. Þar sitja nú for­maður Við­reisn­ar, vara­for­maður og Þórður Magn­ús­son, for­maður fjár­öfl­un­ar­nefnd­ar, sem er áheyrn­ar­full­trúi, og Þor­steinn Víglunds­son, fyrr­ver­andi vara­for­maður Við­reisnar sem tók sæti Bene­dikts.

Þor­steinn sagði það leið­in­legt að vera á þingi

Bene­dikt fór yfir þessa atburða­rás í við­tal­inu við Harma­geddon. Hann hafði gefið það út fyrir nokkuð löngu síðan að hann stefndi á odd­vita­sæti á lista Við­reisnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en átt­aði sig á að það væri ekki að ganga eftir þegar Þor­steinn Páls­son, for­maður upp­still­ing­ar­nefndar Við­reisn­ar, kall­aði hann á sinn fund. Ef odd­vita­sætið hefði verið nið­ur­staðan þá hefði ekki þurft fund til að segja Bene­dikt frá nið­ur­stöð­unni. Hann átti því von á að vera boðið annað sætið á ein­hverjum fram­boðs­lista, og senni­leg­ast í Rekyja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. „Áður en ég fór og hitti hann þá hringdi ég í Þor­stein Víglunds­son [fyrr­ver­andi vara­for­mann Við­reisn­ar] og spurði hann: ætti ég að taka þessu sæti eða ekki.[...]Hann svar­aði ekki þess­ari spurn­ingu heldur sagði mér bara hvað það væri leið­in­legt að vera á þingi, sem ég var ekki að spyrja um,“ sagði Bene­dikt í Harma­geddon í morg­un. 

Þor­steinn bauð hins vegar Bene­dikt heið­urs­sæti á lista, ekki bar­áttu­sæti, og sagði það hafa verið ein­róma nið­ur­stöðu upp­still­ing­ar­nefnd­ar­innar sem hefði einnig verið borin undir Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, for­mann Við­reisn­ar. Því hafn­aði Bene­dikt.

Var til­bú­inn að flytja, mynd­rænt séð, upp í Graf­ar­vog

Í kjöl­farið var reynt að sætta málið og Bene­dikt boðið annað sæti á lista Við­reisn í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. 

Í við­tal­inu sagð­ist Bene­dikt hafa verið til­bú­inn að taka sæt­ið, jafn­vel þótt hann teldi það ekki lík­legt til að skila sér inn á þing. Hann var búinn að ákveða að berj­ast af mik­illi orku fyrir því að ná árangri ef hann hefði þegið sæt­ið. „Ég myndi nán­ast flytja upp í Graf­ar­vog, svona að minnsta kosti mynd­rænt“. 

Hann hafði þó viljað að þeir sem höfðu sagt við sig hlutir sem honum hafi þótt leið­in­legir myndu biðja hann afsök­unar á þeim, svo hægt yrði að byrja upp á nýtt. Komið hefur fram að þar eigi Bene­dikt við Þor­gerði Katrínu og Þor­stein Páls­son. „Það er bara það sem vinir ger­a,“ sagði Bene­dikt í Harma­geddon og tók fram að afsök­un­ar­beiðnin hefði ekki átt að vera opin­ber með neinum hætti. Þeirri beiðni var hafn­að.

Aðspurður hvort málið hefði skilið eftir óbragð í munni hans sagði Bene­dikt að mætti segja að hann væri svo­lítið sorg­mædd­ur. „Að félagar sem maður er búinn að vera að vinna með­[...]vildi veg þeirra sem allra mest­an, skuli hafa brugð­ist við með þessum hætti. Þá er ég ekki að segja það að ég hef fengið miklu meiri við­brögð á hinn veg­inn. Sumir urðu óskap­lega hissa, aðrir urðu reið­ir. Auð­vitað rann mér í skap líka, ég er ekki skap­laus.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent