„Eigum við ekki að ræða um orðspor?“

Þingmaður Viðreisnar var harðorður á Alþingi í morgun þegar hann spurði fjármálaráðherra hvort hægt væri að tala um traust og heilbrigt eignarhald eftir atburðarásina í kringum útboð á hlut Íslandsbanka.

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Má ekki ræða um orð­sporið? Er það í alvöru þannig? Á ekki að fara fram neitt mat á því, eigum við ekki að velta því neitt fyrir okk­ur, þegar við erum að tala um traust og heil­brigði, heil­brigt eign­ar­hald í lok­uðu útboði þar sem menn eru hand­vald­ir, hvert orð­sporið er og hverjir það eru sem kaupa?“

Þetta sagði Sig­mar Guð­munds­son þing­maður Við­reisnar þegar hann beindi fyr­ir­spurn sinni að Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í þing­inu í morg­un. Mik­ill kurr hefur verið í þing­mönnum stjórn­ar­and­stöð­unnar síðan fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið birti lista yfir kaup­endur í Íslands­banka í gær.

Bjarni sagði meðal ann­ars að það væri sjálf­sagt að ræða hlut­ina. „Það er lang­best að Rík­is­end­ur­skoðun fari yfir fram­kvæmd­ina í heild sinni, svari spurn­ingum til dæmis um það hvort við höfum gerst sek um að hand­velja við fram­kvæmd þessa útboðs ein­staka fjár­festa.“

Auglýsing

Sig­mar sagði að þegar banki er seldur í eigu þjóðar sem er skað­brennd eftir heilt banka­hrun þá væri traust algjört lyk­il­orð. „Allir hafa verið sam­mála um að mark­miðið sé traust og heil­brigt eign­ar­hald. Þetta hefur verið end­ur­tekið aftur og aftur og aft­ur.“

Benti hann á að síð­ustu daga hefðu verið uppi miklar efa­semdir um traustið vegna þess að Banka­sýslan teldi að banka­leynd ætti að ríkja um kaup­end­ur, að reglu­verkið væri þannig að brenndri þjóð sem selur bank­ann sinn kæmi það hrein­lega ekki við hverjir kaupa. „Stjórn­ar­for­maður Banka­sýsl­unnar fylgdi þessu svo eftir í við­tali og sagði að þetta mætti skoða í næsta útboði ef menn teldu mik­il­vægt að vita hver keypti hvað. Ég ætla að end­ur­taka orð Banka­sýsl­unnar um þessa sölu á eign okkar allra í lok­uðu útboði fyrir útvalda: Ef menn telja það mik­il­vægt að vita hver keypti hvað.“

Traustið hvarf með gegn­sæ­inu

Spurði Sig­mar hvernig það mætti vera að þetta við­horf væri uppi innan Banka­sýsl­unnar að loknu lok­uðu útboði. „Af hverju bjó rík­is­stjórnin ekki svo um hnút­ana í und­ir­bún­ingi söl­unnar að þegar Banka­sýslan hand­velur kaup­endur þá sé það ófrá­víkj­an­legt skil­yrði í útboð­inu að þjóðin fái að vita um alla kaup­end­ur? Fjár­mála­ráðu­neytið birti svo list­ann í gær, sem var mjög gott, en því miður fór það svo að birt­ing list­ans í nafni gegn­sæ­is, til að auka traust, varð til þess að traustið hvarf með gegn­sæ­inu.

Hvernig í ósköp­unum kom­ast menn að þeirri nið­ur­stöðu að það efli traust á fjár­mála­kerf­inu og áfram­hald­andi sölu fjár­mála­stofn­ana þegar vænn hluti hand­val­inna kaup­enda eru per­sónur og leik­endur úr banka­hrun­inu? Eigum við að fyll­ast trausti á heil­brigðu eign­ar­haldi þegar dæmi eru um hand­valda kaup­endur sem sæta rann­sókn yfir­valda eða hafa jafn­vel fengið dóm? Er sátt og traust vegna þeirrar stað­reyndar að stórum útgerð­ar­að­il­um, sem berj­ast hart og af alefli gegn því að borga sann­gjarnt og eðli­legt verð fyrir að veiða fisk­inn sem þjóðin á, er boðið og þiggja með þökkum að fá nú að kaupa eign þjóð­ar­inn­ar, nærri 2 millj­arða, með afslætti? Getum við enn þá talað um traust og heil­brigt eign­ar­hald eftir þessa atburða­r­ás?“ spurði þing­mað­ur­inn.

Ríkið sætti sig við að eign­ar­hald gæti þró­ast með ýmsum hætti eftir að skrán­ingu er lokið

Bjarni svar­aði og sagði að með ákvörðun um að skrá bank­ann í kaup­höll, setja hann á almennan mark­að, þá væri ríkið að taka með­vit­aða ákvörðun um að sleppa hend­inni af eign­ar­hald­inu og sætta sig við að það gæti þró­ast með ýmsum hætti eftir að skrán­ingu er lok­ið.

„Í útboð­inu var mik­il­vægt að það væru til staðar almennar gegn­sæjar reglur sem tryggðu að eitt gengi yfir alla. Spurt er: Er eign­ar­haldið á Íslands­banka traust og heil­brigt? Tví­mæla­laust, ríkið með 42,5 pró­sent eign­ar­hlut, líf­eyr­is­sjóð­ir, stórir alþjóð­legir og inn­lendir lang­tíma­fjár­festar næst­ir, fjöld­inn allur af íslenskum almenn­ingi og öðrum einka­fjár­festum með smá­brot af eign­inni.

Þetta er nákvæm­lega það sem er æski­legt, heil­brigt og eft­ir­sókn­ar­vert. Það sem við hefðum helst vilj­að. Svo geta menn farið í þann leik hér að fara að tína út ein­staka aðila, eins og maður mátti svo sem vænta af Við­reisn­ar­þing­manni að myndi ger­ast. Það má ekki vera útgerð­ar­að­ili, við erum á móti útgerð­ar­að­il­um, fjand­inn hafi það, ekki leyfa þeim að fjár­festa í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Við skulum bara hafa í huga hér hina almennu reglu sem er þessi: Þegar menn vilja fara með virkan eign­ar­hlut í fjár­mála­fyr­ir­tæki, sem sagt 10 pró­sent eða meira, þá þurfa menn að fara í gegnum nál­ar­auga Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Þeir sem fara með smá­hluti eða allt að 10 pró­sent þurfa ekki að upp­fylla hin sér­stöku skil­yrði. Þeir eru eins og allir aðrir Íslend­ing­ar, að því gefnu að þeir séu hæfir í þessu útboði eða ef þeir vilja kaupa á mark­aði þá geta þeir það. Maður sem situr í fang­elsi má kaupa hluta­bréf,“ sagði Bjarni.

Spurði hann hvort Sig­mar vildi hafa það ein­hvern veg­inn öðru­vísi.

Eigum við ekki að ræða um heil­brigði og heil­brigt eign­ar­hald?

Sig­mar tók aftur til máls og sagði að orðið orð­spor kæmi fyrir í öllum hug­leið­ingum um aðdrag­anda þess­arar sölu.

„Má ekki ræða um orð­sporið? Er það í alvöru þannig? Á ekki að fara fram neitt mat á því, eigum við ekki að velta því neitt fyrir okk­ur, þegar við erum að tala um traust og heil­brigði, heil­brigt eign­ar­hald í lok­uðu útboði þar sem menn eru hand­vald­ir, hvert orð­sporið er og hverjir það eru sem kaupa?“ spurði hann.

Varð­andi það sem fjár­mála­ráð­herra kom inn á að það sem síðan ætti að ger­ast á eft­ir­mark­aði þar sem ekki yrði veittur neinn afsláttur af eigum rík­is­ins í útboði af þessu tagi þá sagði Sig­mar að allir sæju það í hendi sér að mik­ill munur væri á þessu tvennu.

„Og svo koma þessir orða­leppar sem hér eru nefndir aftur og aftur til að drepa málum á dreif. Það er ekki talað um afslátt. Stjórn­ar­for­maður Banka­sýsl­unnar talar um frá­vik. Þetta er frá­vik en ekki afslátt­ur, eins og nið­ur­stað­an, þegar verið er að selja eigur þjóð­ar­inn­ar, sé ekki sú sama. Eigum við ekki að ræða um orð­spor? Eigum við ekki að ræða um heil­brigði og heil­brigt eign­ar­hald? Eigum við að gera grein­ar­mun á lok­uðu útboði þar sem menn eru hand­valdir og því sem ger­ist síðan á eft­ir­mark­aði? Þar er ríkið búið að sleppa hönd­un­um. Það sleppir ekki í hönd­unum í útboð­inu sjálfu.

Þessar skýr­ingar hæst­virts fjár­mála­ráð­herra sem koma fram eftir að þessi maka­laust listi er birtur – þar sem meira að segja fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar fær að kaupa fyrir rúma milljón með frá­viki eða afslætti. Eigum við ekki að spyrja spurn­inga um þetta? Eigum við ekki að tala um að þetta sé eðli­legt eða óeðli­legt? Er það bann­að?“ spurði hann.

Segir að eng­inn hafi verið hand­val­inn

Bjarni svar­aði í annað sinn og sagði að það væri sjálf­sagt að ræða þetta.

„Hver er að stoppa umræð­una? Það sem hátt­virtur þing­maður gerir er að hann fellur á próf­inu þegar hann segir hand­vald­ir, þegar hann segir útvald­ir. Það er þar sem hann fellur á próf­inu og allt sem hann segir eftir það er ómark­tækt vegna þess að hér var eng­inn hand­val­inn. Það sem var ákveðið að gera var að segja: Hæfir fjár­festar geta tekið þátt. Það er sala sem stendur yfir núna. Allir sem buðu gátu fengið að vera með eftir almennum regl­um, eng­inn hand­val­inn, ein­göngu þeir sem gáfu til­boð komu til greina og þeir þurftu að upp­fylla skil­yrði um verð og að vera hæfir fjár­fest­ar. Þannig að hvar er hand­val­ið, hátt­virtur þing­mað­ur?

Sá sem heldur þessu fram er að reyna að gera þetta tor­tryggi­legt og þess vegna segi ég: Það er lang­best að Rík­is­end­ur­skoðun fari yfir fram­kvæmd­ina í heild sinni, svari spurn­ingum til dæmis um það hvort við höfum gerst sek um að hand­velja við fram­kvæmd þessa útboðs ein­staka fjár­festa. Kannski væri ágætt líka að Rík­is­end­ur­skoðun svar­aði því hvort fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar sé nægi­lega góður ein­stak­lingur til að fá að taka þátt eins og aðrir Íslend­ing­ar. En hann er sem sagt á lista Við­reisnar yfir fólk sem ekki mátti vera með,“ sagði Bjarni að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent