„Færri munu eiga þess kost að kaupa íbúð“

Hagdeild HMS segir aðgerðir Seðlabankans líklega eiga eftir að hafa veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn sem er „líkast til að taka stakkaskiptum um þessar mundir“. Ný vaxtaviðmið bankans takmarki aðgengi að lánsfé sem mun draga úr eftirspurn á markaði.

Í kjölfar nýs vaxtaviðmiðs við útreikning greiðslubyrðar lækkar hámarkslánsfjárhæð kaupenda, sérstaklega þeirra sem hafa hug á að taka verðtryggt lán.
Í kjölfar nýs vaxtaviðmiðs við útreikning greiðslubyrðar lækkar hámarkslánsfjárhæð kaupenda, sérstaklega þeirra sem hafa hug á að taka verðtryggt lán.
Auglýsing

Ný við­mið Seðla­bank­ans fyrir greiðslu­mat fast­eigna­lána hafa haft þau áhrif að heim­ili með 250 þús­und króna mán­að­ar­lega greiðslu­getu geta nú mest tekið 53 milljón króna verð­tryggt hús­næð­is­lán í stað rúm­lega 84 milljón króna láns. Heim­ili með þessa greiðslu­getu geta að hámarki tekið 45 milljón króna óverð­tryggt lán. Þessar tölu eru fengnar úr nýrri mán­að­ar­skýrslu hag­deildar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar. Að mati hag­deild­ar­innar eru nýju við­miðin lík­leg til þess að draga úr eft­ir­spurn eftir íbúð­ar­hús­næði auk þess sem við­miðin munu lík­lega tak­marka ásókn í verð­tryggð lán.

Hag­deildin segir fast­eigna­mark­að­inn lík­ast til vera að taka stakka­skiptum um þessar mund­ir. Þar spila aðgerðir Seðla­bank­ans stóra rullu en aðgangur heim­ila að láns­fjár­magni hefur minnkað veru­lega í kjöl­far þeirra og „færri munu eiga þess kost á að kaupa sér íbúð.“

Frá því í byrjun maí hefur Seðla­bank­inn ráð­ist í þrjár aðgerðir sem munu lík­leg­ast hafa tals­verð áhrif á fast­eigna­mark­að­inn að mati hag­deild­ar­inn­ar. Stýri­vextir hafa á þessu tíma­bili verið hækk­aðir tvisvar, um eitt pró­sentu­stig snemma í maí og um annað pró­sentu­stig í seinni hluta júní. Um miðjan júní var hámark veð­setn­ing­ar­hlut­falls fyrstu kaup­endur lækkað úr 90 pró­sentum í 85 pró­sent en það hélst óbreytt í 80 pró­sentum fyrir aðra kaup­end­ur. Þar að auki var áður­nefnt við­mið um vexti við útreikn­ing greiðslu­byrðar fest í sessi.

Auglýsing

Við­mið Seðla­bank­ans mjög bind­andi

Þessi nýju við­mið hafa mikil áhrif á greiðslu­mat lán­taka. Áætluð greiðslu­byrði lána er í kjöl­far þessa við­miðs fest við ákveðið vaxta­lág­mark. Fyrir verð­tryggð lán er lág­markið þrjú pró­sent vextir en fyrir óverð­tryggð lán er lág­markið 5,4 pró­sent. Þetta lág­mark hefur lítil áhrif greiðslu­mat fólks sem ætlar sér að taka óverð­tryggt lán enda eru vextir á slíkum lánum í lang­flestum til­vikum hærri en 5,4 pró­sent.

Við­miðið hefur öllu meiri áhrif á verð­tryggð lán, líkt og greint er frá í mán­að­ar­skýrsl­unni. Í gegnum tíð­ina hefur fólk sem sæk­ist eftir lægri greiðslu­byrði í upp­hafi láns­tíma sótt í verð­tryggð lán. Við­miðið er aftur á móti mjög bind­andi fyrir fólk sem sæk­ist eftir slíkum lán­um. Í skýrsl­unni er tekið dæmi um 50 milljón króna verð­tryggt lán, en greiðslu­byrði á slíku láni getur verið allt frá 131 þús­und krónum á mán­uði. Til að stand­ast greiðslu­mat þarf fólk aftur á móti að hafa greiðslu­getu upp á rúm­lega 236 þús­und krón­ur. Það er ein­fald­lega vegna þess að vext­irnir sem not­aðir eru til við­mið­unar eru mun hærri en vext­irnir sem tíðkast á verð­tryggðum lánum með breyti­legum vöxt­um.

Hámarks­láns­fjár­hæð lækkar skarpt

„Fólk sem stenst greiðslu­mat fyrir slíkt mat er einnig lík­legt til þess að stand­ast greiðslu­mat fyrir óverð­tryggð lán en lægstu óverð­tryggðu vextir á íbúða­lánum hjá bönk­unum eru 6,25% og því má miða við greiðslu­byrði uppá 277.800 kr. á mán­uði þegar tekið er óverð­trygg­t,“ segir í skýrsl­unni um hús­næð­is­lánið upp á 50 millj­ónir sem tekið var sem dæmi. „Við­miðin munu þó án efa tak­marka ásókn heim­il­anna í verð­tryggð lán þegar að óverð­tryggðir vextir hækka og þannig auka virkni pen­inga­stefn­unn­ar.“

Þetta við­mið hefur einnig þau áhrif að mögu­leg hámarks­láns­fjár­hæð fólks lækkar umtals­vert. Ef ekki væri fyrir við­miðið gætu heim­ili með 250 þús­und króna greiðslu­getu á mán­uði tekið mest rúm­lega 84 milljón króna verð­tryggt lán. Heim­ili með þessa greiðslu­getu geta nú mest fengið 53 milljón króna verð­tryggt lán eða 45 milljón króna óverð­tryggt. Þetta mun lík­lega draga almennt úr eft­ir­spurn eftir íbúð­ar­hús­næði að mati hag­deildar HMS.

Dregur úr eft­ir­spurn­ar­þrýst­ingi

Í skýrsl­unni segir að fram­boð íbúða hafi farið að aukast í febr­úar á þessu ári en auk­ist hratt frá þar síð­ustu stýri­vaxta­hækkun Seðla­bank­ans í maí. „Fram­boðið er bæði komið til vegna minnk­andi sölu og fjölgun íbúða sem bæt­ast á sölu. Mögu­lega er aukið fram­boð til marks um að farið sé að draga úr eft­ir­spurn­ar­þrýst­ing­i,“ segir í skýrsl­unni.

Fjöldi íbúða á sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað tölu­vert á síð­ustu mán­uðum Þann 4. júlí voru 733 íbúðir á sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en til sam­an­burðar nam fjöld­inn 503 í upp­hafi maí. Fram­boðið hefur því auk­ist um 46 pró­sent á þessu tíma­bili og um 67 pró­sent frá því í byrjun febr­ú­ar. Fram­boðið er þó enn lítið miðað við það sem gengur og ger­ist, líkt og það er orðað í skýrsl­unni.

Fram­boðið hefur einnig auk­ist í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, fjöldi íbúða á sölu fór úr 212 upp í 273 á tíma­bil­inu á því svæði. Fram­boð íbúða ann­ars staðar á land­inu dregst aftur á móti saman líkt og að und­an­förnu.

Leita jafn­vægis á hús­næð­is­mark­aði með ramma­samn­ingi

Í dag kynnti Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra mark­mið um aukið fram­boð af hús­næði á næstu árum. Á kynn­ing­ar­fundi sem hald­inn var vegna und­ir­rit­unar samn­ings­ins sagði Sig­urður Ingi að byggja þyrfti um 35 þús­und íbúðir á land­inu á næstu tíu árum. Nú hafi ríki og sveit­ar­fé­lög í fyrsta sinn gert með sér sam­komu­lag um sam­eig­in­lega sýn á aðgerðir og umbætur á hús­næð­is­mark­aði til tíu ára.

Ramma­samn­ingur þess efnis var und­ir­rit­aður í dag og skrif­uðu meðal ann­ars Aldís Haf­steins­dótt­ir, for­maður íslenskra sveit­ar­fé­laga og Her­mann Jón­as­son, for­stjóri HMS, undir samn­ing­inn sem byggir á nið­ur­stöðum starfs­fhóps um aðgerðir og umbætur á hús­næð­is­mark­aði sem kynntar voru í maí. „Til­gangur ramma­samn­ings­ins er að auka fram­boð nýrra íbúða til að mæta fyr­ir­sjá­an­legri íbúða­þörf ólíkra hópa sam­fé­lags­ins til skemmri og lengri tíma og stuðla að auknum stöð­ug­leika og jafn­vægi á hús­næð­is­mark­aði á næstu tíu árum,“ segir á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Í samn­ingnum eru sett fram fjögur meg­in­mark­mið. Það fyrsta er að upp­bygg­ing íbúða verði í sam­ræmi við íbúða­þörf á tíma­bil­inu, en í samn­ingum segir að byggja þurfi að lág­marki 4000 íbúðir á ári fyrstu fimm árin og 3500 íbúður á ári síð­ari fimm árin. Annað mark­mið ramma­samn­ings­ins er að tryggja fram­boð hag­kvæmra íbúða á við­ráð­an­legu verði en gert er ráð fyrir að hlut­fall þeirra verði að jafn­aði 30 pró­sent. Þá er gert ráð fyrir að staf­rænar hús­næð­is­á­ætl­anir verði lyk­il­stjórn­tæki ríkis og sveit­ar­fé­laga til að halda utan um mark­mið um upp­bygg­ingu íbúða á lands­vísu. Síð­asta mark­miðið snýr að end­ur­skil­grein­ingu á lög­bundnum ferlum og verk­lagi í skipu­lags- og bygg­ing­ar­málum er varða upp­bygg­ingu á hús­næði en stefnt er að því að sam­þætta marga ferla í einn.

Með ramma­samn­ingum eru settar fram 24 aðgerðir í aðgerða­á­ætl­un. Dæmi um aðgerðir eru:

  • Frum­varp lagt fram um breyt­ingar á skipu­lags­lögum á haust­þingi 2022, m.a. til að lög­festa heim­ild sveit­ar­fé­laga til að skil­yrða notkun lands til upp­bygg­ingar hag­kvæmra íbúða á við­ráð­an­legu verði óháð eign­ar­haldi lóð­ar.
  • Átak gert til að útrýma óvið­un­andi hús­næði, m.a. á atvinnu­svæðum og  íbúð­ar­hús­næði þar sem kröfur um öryggi eru ekki upp­fyllt­ar.
  • Ferlar við gerð deiliskipu­lags og veit­ingu bygg­ing­ar­leyfis verði sam­þætt­ir.
  • Ferlar við gerð aðal­skipu­lags og hús­næð­is­á­ætl­ana verði sam­þætt­ir.
  • Frum­varp samið um að tíma­binda upp­bygg­ing­ar­heim­ildir á grund­velli sam­þykkts deiliskipu­lags.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent