Húsnæði Sósíalistaflokks grýtt og Gunnari Smára hótað – „Ég vill ekki beita vopnum en þið gefið mér ekki færi á öðru“

Formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands var sagt að hugsa um fjölskyldu sína áður en hann héldi áfram starfi sínu í stjórnmálum. Hann hefur tilkynnt hótanirnar til lögreglu.

gunnar smári
Auglýsing

Hús­næði þar sem Sós­í­alista­flokkur Íslands leigir aðstöðu ásamt öðrum sam­tök­um  var grýtt í gær, með þeim afleið­ingum að tveir gluggar þar sem merki flokks­ins og Sam­stöðv­ar­innar var, brotn­uðu. Frá þessu greinir Gunnar Smári Egils­son, for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sós­í­alista­flokks Íslands, á Face­book-­síðu flokks­ins í gær­kvöldi

Þar segir hann enn fremur frá því að maður hefði sent á hann skila­boð fyrir tveimur dögum með óhróðri. Skila­boðin voru eft­ir­far­andi: „Þið eruð sið­blind hel­víti og farið beint þang­að. Ég mun finna á end­anum hvar þið eigið heima. Hugs­aðu um fjöl­skyld­una þína áður en þið haldið áfram. Ég vill ekki beita vopnum en þið gefið mér ekki færi á öðru.“

Gunnar Smári segir að hann hafi greint mann­inum frá því að hann myndi senda skila­boðin til lög­reglu og gerði það í kjöl­far­ið. „Lög­reglu­maður hringdi í mig dag­inn eftir og ég nefndi við hann að annar maður hefur haft í hót­unum við mig, veist að mér úti á götu og fjöl­skyldu minni. Ég sá hann síð­ast fyrir utan heim­ili mitt þar sem hélt hót­unum sínum áfram, hróp­aði alls kyns ókvæð­is­orð um meinta glæpi sós­í­al­ism­ans, sagði mér að láta Bjarna Bene­dikts­son í friði og hróp­aði að lok­um: Viva Bjarni Ben!“

Benti lög­reglu á skoða orð­færi áhrifa­fólks

Hann seg­ist hafa bent lög­reglu­mann­inum á að þeir sem rann­saki hat­urs­orð­ræðu innan lög­regl­unnar ættu skoða orð­færi áhrifa­fólks í sam­fé­lags­um­ræð­unni, sem tal­aði um sós­í­al­isma þannig að fólk sem væri að berj­ast fyrir hags­munum verka­lýðs og fátæks fólks innan Sós­í­alista­flokks­ins bæri á ein­hvern hátt ábyrgð á morðum og ofbeld­is­verkum alræð­is­stjórna á síð­ustu öld. „Að þau sem vildu há rót­tæka verka­lýðs­bar­áttu á Íslandi í dag væru í raun að leggja af stað í leið­angur sem hlyti að enda í afnámi lýð­rétt­inda, morðum á póli­tískum and­stæð­ing­um, jafn­vel hung­ursneyðum sem myndu fella tugi millj­óna manna. Undir slíkum hat­urs­ræðum gegn frels­is­bar­áttu hinna fátæku og valda­lausu fengju van­stilltir menn þær grillur í haus­inn að sjálf­sagt væri að hóta og jafn­vel meiða for­ystu­fólk í Sós­í­alista­flokknum og í verka­lýðs­hreyf­ing­unni.

Auglýsing
Ég stakk upp á að lög­reglan gæti t.d. haldið erindi í stjórn­mála­skóla Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þar sem það hefur verið kennt lengi að sá sem aðhyllist hug­sjónir sós­í­al­ism­ans myndi á end­anum leið­ast út í sams­konar alræði og ein­ræð­is­herrar sov­éska og kín­verska komm­ún­ista­flokks­ins.“

Ótt­ast að hót­anir séu nú meira en belg­ingur

Gunnar Smári segir ekki geta vitað hvort annar þeirra manna sem hann benti lög­reglu á hafi verið að verki þegar skemmd­ar­verk voru unnin á hús­næði Sós­í­alista­flokks Íslands í gær. 

Hann gruni þó að svo sé. „Ég hef verið blaða­maður frá því fyrir næstum fjöru­tíu árum og oft verið hót­að. Menn hafa ruðst inn á rit­stjórnir blaða sem ég hef unnið á og gert sig breiða, ætt inn á skrif­stofu mína, lokað á eftir sér og hótað lík­ams­meið­ing­um. Ég hef fengið hót­anir í pósti, sím­töl­um, tölvu­pósti og sms. Mér datt aldrei í hug að til­kynna þessar hót­anir og hef aldrei sagt frá þeim opin­ber­lega.

Ekki fyrr en núna í vik­unni. Heiftin í þessum mönnum og talsmáti, og full­vissa þeirra um að sós­í­alistar sé skepnur og sví­virð­ing­ar, veldur því að ég ótt­ast að þetta sé ekki bara belg­ing­ur, eins og hót­anir eru oft­ast.“

Húsnæði Sósíalistaflokks Íslands var grýtt í gær og tvær rúður brotnar: Mynd: Facebook-síða Sósíalistaflokks Íslands

Gunnar Smári segir að sama orð­ræða hafi verið við­höfð í átök­unum í kringum Efl­ingu sem staðið hafa und­an­farin ár. Þar hafi Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður félags­ins, verið sögð Stalínisti, halda dauða­lista yfir fólk, þola enga gagn­rýni og annað sem átt hafi að skapa hug­renn­inga­tengsl við glæpa alræð­is­stjórna Sov­ét­ríkj­anna. „Og þegar Pútín sendi rúss­neska her­inn inn í Úkra­ínu stigu menn á stökk, sem af ein­hverjum óskilj­an­legum ástæðum eru taldir máls­met­andi, til að lýsa yfir ábyrgð íslenskra sós­í­alista á þess­ari inn­rás. Jafn­vel þótt Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi verið í póli­tísku sam­starfi við Sam­einað Rúss­land fram að inn­rásinni á Krím og Pútín er álíka langt frá því að vera Sós­í­alisti og Bol­son­aro, Trump eða Erdogan, svo ein­hverjir af öðrum póli­tískum sam­herjum Sjálf­stæð­is­flokks­ins séu nefnd­ir.“

Í færsl­unni segir Gunnar Smári að hann telji að sós­í­alistar þurfi að taka alvar­lega þá orð­ræðu sem sé við­höfð á Íslandi. „Það eru aug­ljós merki um vax­andi McCart­hy­is­ma, þar sem reynt er eins og á síð­ustu öld að tengja heið­ar­legan sós­í­al­isma, verka­lýðs­bar­áttu og rétt­læt­is­bar­áttu hinna valda­lausu við und­ir­róð­ur, ann­ar­leg og leynd mark­mið, nið­ur­brot lýð­rétt­inda eða fyrir að vera hand­bendi erlendra alræð­is­ríkja. Þetta er sú aðferð sem and­stæð­ingar sós­í­al­ism­ans þekkja og grípa fljótt til þegar sós­íal­ískur mál­flutn­ingur heyr­ist. Því er haldið að fólki að sá sem hneig­ist til sós­í­al­isma muni fljótt verða alræð­is­sinni. Svona svipað og þegar Nancy Reagan hélt því fram að sá sem reykti hass mundi óhjá­kvæmi­lega reykja krakk stuttu síð­ar. Þótt þetta sé banal orð­ræða þá virkar hún á fólk sem er einmitt banalt fyrir og það sér sós­í­alista sem stór­hættu­legt fólk sem verður að stoppa.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent