Hvað segja þau um kaup Síldarvinnslunnar á Vísi?

Vaxandi tortryggni. Kraumandi gremja. Aukinn ójöfnuður. Áhyggjur af samþjöppun. Engar áhyggjur. Að minnsta kosti mjög litlar. Þetta er meðal þess sem stjórnmálamenn hafa að segja um kaup Síldarvinnslunnar á Vísi.

Formennirnir: Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Formennirnir: Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Auglýsing

Þetta gerð­ist mjög hratt. Til­boð Síld­ar­vinnsl­unnar í útgerð­ar­fyr­ir­tækið Vísi barst aðeins tveimur vikum áður en gengið var frá söl­unni. Stjórn­endur Síld­ar­vinnsl­unnar sáu „upp­gang­inn í okkar land­vinnslu,“ segir Pétur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Vís­is, „þeir sáu sér leik á borði og nálg­uð­ust okk­ur.“

Til­boðið var „mjög sann­gjarnt“ segir hann við Vík­ur­fréttir um þessi rúm­lega 30 millj­arða króna við­skipti sem vakið hafa upp mikla umræðu um sam­þjöppun í íslenskum sjáv­ar­út­vegi.

Gunn­þór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, segir að með kaup­unum verði „dans­að“ sitt hvorum megin við kvóta­þakið en lög segja að tengdir aðilar megi ekki halda á meira en tólf pró­sent af úthlut­uðum kvóta á hverjum tíma.

Auglýsing

En hvað hafa stjórn­mála­menn sagt um kaupin í fjöl­miðlum síð­ustu daga?

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna

„Ég hef á­hyggjur af þess­ari miklu sam­­þjöppun í sjáv­ar­­út­­­veg­i.“

Og:

„Nú er þetta auð­vitað ekki gengið í gegn. Sam­keppn­is­eft­ir­litið er með þetta til skoð­unar og Fiski­stofa sömu­leiðis með það verk­efni að meta hvort að þessar afla­heim­ildir fari yfir kvóta­þak­ið. En það er mín skoðun að það þurfi að end­ur­skoða það reglu­verk, bæði hvað varðar kvóta­þakið og tengda eig­end­ur.“

Og:

„Það þarf að ræða gjald­­tök­una, ekki síst þegar við sjáum þennan til­­­flutn­ing á auð­­magni milli aðila.“

Og:

„Þetta er grund­vallar­á­stæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvóta­kerf­ið. Því að á sama tíma og við skil­greinum auð­lindir hafs­ins sem þjóð­ar­eign, þá sjáum við sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi og gríð­ar­legan auð safn­ast á fárra manna hend­ur. Þetta er líka til skoð­unar hjá mat­væla­ráð­herra og varðar gjald­tök­una og líka þegar um er að ræða svona til­færslu á auð­magni eins og sést í þessu dæmi.“

Og:

„Síðan eðli­lega hefur maður áhyggjur af áhrifum á byggð­ar­lög­in. Við erum auð­vitað með sögu þar sem við höfum oft séð að hag­ræð­ing hefur ráðið för en ekki sjón­ar­mið um sam­fé­lags­lega ábyrgð eða byggða­festu. Þannig að ég hef líka áhyggjur af því.“

Og:

„Aukin sam­­þjöppun eykur ekki sátt um grein­ina.“

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins

„Í Grinda­vík er vel rek­in, um­fangs­­mikil starf­­semi. Það er engin á­stæða til að ætla annað en að svo verði á­fram.“

Og:

„Það eru margir sem ala á sundr­ung vegna kerf­is­ins.“

Og:

„Frá því fram­salið var gefið frjálst og ef við horfum á sam­ein­ingar svona þrjá­tíu ár aftur í tím­ann þá hafa þær heilt yfir séð verið til þess fallnar að auka arð­semi veið­anna sem er mik­il­vægt fyrir þjóð­ar­búið í heild. Varð­andi sam­þjöpp­un­ina þá eru lög og reglur sem gilda og sam­keppn­is­sjón­ar­mið sem verður horft til. Nú fer þetta í þann far­veg og ég vænti þess að það taki tíma og ég fylgist með eins og aðrir hvað kemur út úr þeirri athug­un.“

Og:

Þótt „sár­s­­auki hafi fylgt eig­enda­­skiptum áður fyrr þegar ekki var sam­ræmi milli af­kasta­­getu flota og fiski­miða séu aðrir tím­ar. Nú fer þetta bara í venju­­legan far­­veg sam­­kvæmt þeim at­hug­unum sem um það gilda.“

Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins

„Ég myndi segja að þetta hafi nú komið mér svo­lítið á óvart.“

Og:

„Við höfum séð stöðuga sam­þjöppun á þessum mark­aði en við höfum líka séð tals­verðan fjöl­breyti­leika. Það er þó þannig að þessi fyr­ir­tæki eru að keppa á stórum mark­aði úti í heimi og maður skilur alveg að þessi fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem hafa kannski verið í rekstri í fjöru­tíu, fimm­tíu ár séu farin að velta því fyrir sér hvað ger­ist næst.“

Og:

„Ég held að þetta breyti svo­lítið þessum hugs­un­ar­hætti um að við séum með fjöl­breytta útgerð ef við verðum fyrst og fremst með mjög fáa mjög stóra aðila sem allir banka í kvóta­þakið að þá hlýtur það að kalla á ann­ars konar gjald­töku.“

Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Suð­ur­kjör­dæmi

„Og eftir því sem fleiri svona dæmi, eins og við erum að horfa upp á núna eiga sér stað, því meiri gremja kraumar und­ir.“

„Kvót­inn erf­ist, fer á milli kyn­slóða og safn­ast á fárra manna hend­ur. Þetta verður til þess að sam­fé­lags­gerðin okkar þró­ast í óæski­lega átt. Við erum að færa stór­út­gerð­inni sem malar gull auð­lind­ina okkar á silf­ur­fat­i.“

Og:

„Sam­þjöpp­unin und­an­farin ár hefur sífellt auk­ist á meðan kvóta­kerfið er lokað þ.e. nýliðun í grein­inni er nán­ast ómögu­leg. Það er bara dag­ljóst hvert svona þróun leiði: Það er verið að búa til elítu í land­inu sem hagn­ast á auð­lindum þjóð­ar­inn­ar.“

Og:

„Stór­út­gerðin malar gull, sem væri ágætt ef hún skil­aði þá sann­gjörnum hlut til þjóð­ar­innar en veiði­gjöldin eru þannig að þau eru til skammar, leyfi ég mér að segja.“

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisnar

„Ég vil meina það að það sé meiri­hluti á þingi fyrir því að fara í þessar breyt­ing­ar, til þess að auka gegn­sæi, til þess að tryggja réttan hlut þjóð­ar­innar – til að taka á þess­ari sam­þjöpp­un.“

Og:

„Meðan að VG er búin að binda trúss sitt við skip minni­hlut­ans, sem hefur engar áhyggjur af þess­ari þróun þá mun ekk­ert breyt­ast. Sam­fé­lags­lega ábyrgðin felst í því að rík­is­stjórn­in, með VG í broddi fylk­ing­ar, vill ekki neinar breyt­ing­ar.“

Guð­brandur Ein­ars­son, þing­maður Við­reisnar í Suð­ur­kjör­dæmi

Sporin hræða í raun og veru. Í ljósi þess að það hefur ýmis­legt gerst hérna á Suð­ur­nesjum sem hefur orðið þess vald­andi að kvót­inn hefur horfið af svæð­inu – við þekkjum sög­una – Kefla­vík var einu sinni stór útgerð­ar­bær en það er ekki til sporður hér leng­ur.“

Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi

„Nei, ég ótt­ast ekki um störfin [í Grinda­vík] heldur lítum við þetta bara björtum aug­um, að svona öflug fyr­ir­tæki séu að veðja á okkur til upp­bygg­ing­ar.“

Og:

„Það sem að við búum vel við [í Grinda­vík] er að við erum með mikla þekk­ingu og öfl­ugt starfs­fólk í fisk­vinnsl­unni og í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Við erum vel stað­sett varð­andi útflutn­ings­markað og annað slíkt. Þá hefur Vísir fjár­fest mikið í land­vinnsl­unni sinni hér og það er erf­ið­ara að flytja hana eitt­hvert heldur en að sigla tog­ur­un­um. Þannig að þetta all saman róar mann og gefur manni von um að hér verði frek­ari upp­bygg­ing heldur en ann­að.“

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í borg­inni

„Fréttir og við­töl af kaupum Síld­ar­vinnsl­unnar á Vísi í Grinda­vík er eins og sena úr Ver­búð­inni. Bók­staf­lega.“

Og:

„Grein­ing [Þórðar Gunn­ars­sonar í grein á Vísi] á kaup­verð­inu bendir ein­dregið til þess að kaup­verðið taki EKKI mikið mið af rekstri eða rekstr­ar­ár­angri Vísis heldur skýrist fyrst og fremst af hlut­deild Vísis í þorsk­kvót­anum - einmitt, kvót­anum sem er eða á að heita þjóð­ar­eign.“

Og:

„Helstu fyr­ir­tæki lands­ins í sjáv­ar­út­vegi eru með öðrum orðum að lýsa því yfir með verð­lagn­ing­unni að ekk­ert sé að marka orð og fyr­ir­heit stjórn­mál­anna um að inn­heimta eigi eðli­legan arð af auð­lind­inni þannig að þeir fjár­munir renna til þjóð­ar­inn­ar. Og að engar breyt­ingar á því séu lík­leg­ar. Á sama tíma horfum við upp á van­fjár­magnað heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­kerfi án þess að lausnir á því séu í sjón­máli. Er eðli­legt að við­brögð stjórn­mál­anna tak­mark­ist við umræðu um kvóta­þak og sam­keppn­is­sjón­ar­mið? Á þetta bara að vera svona?“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent