„Íslenska parið“ og yfirlýsingar Mareks um Moskvuferð

Hver lögreglumaðurinn á fætur öðrum sagði í dag frá hrikalegri aðkomunni að brunanum á Bræðraborgarstíg. Hvernig ringulreið ríkti og að ofan á allt saman hafi par farið inn í logandi húsið. Parið, sem verjandi Mareks hefur beint sjónum að bar vitni í dag.

Bræðraborgarstígur 1 Mynd: Golli
Auglýsing

Þegar Marek Moszczynski var hand­tek­inn við rúss­neska sendi­ráðið síð­asta sumar náðu lög­reglu­menn­irnir engu sam­bandi við hann. Hann stóð hróp­andi og barði á dyr húss­ins er þeir komu á vett­vang og öskr­aði og söngl­aði á víxl. Áður en þeir náðu að hand­taka hann, eftir að hafa reynt að tala um fyrir hon­um, tók hann upp gúmmí­mottu af tröpp­unum þar sem hann stóð og sló báða lög­reglu­menn­ina með henni. „Þegar við vorum að járna hann hélt hann á kveikjara í öðrum lóf­an­um.“

Þetta var meðal þess sem kom fram í skýrslu­tökum í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag yfir lög­reglu­mönn­unum sem sinnt höfðu útkalls­beiðni sendi­ráðs­ins þann 25. júní í fyrra vegna manns sem léti þar ófrið­lega. Þeir höfðu raunar verið á leið á vett­vang elds­voða á Bræðra­borg­ar­stíg 1 er ósk um hjálp barst frá rús­senska sendi­ráð­inu. „Fljót­lega kom í ljós ein­hver teng­ing við Bræðra­borg­ar­stíg,“ sagði annar lög­reglu­mann­anna, „að hann ætti heima þar“.

Lög­reglu­menn­irnir tóku sam­skipti sín við Marek upp á búk­mynda­vélar og í dóm­sal í dag, á öðrum degi rétt­ar­hald­anna yfir Mar­ek, var m.a. rætt um hvort sýna ætti upp­tök­urnar í salnum og þá hvort að loka ætti þing­hald­inu á meðan og fjöl­miðla­mönnum og öðrum gestum vísað út. Ákvörðun um það liggur enn ekki fyr­ir.

Auglýsing

Hér­aðs­sak­sókn­ari ákærði Marek í haust fyrir brennu, mann­dráp og mann­dráp af gáleysi. Hann er sak­aður um að hafa kveikt eld á tveimur stöðum í hús­inu á horni Bræðra­borg­ar­stígs 1 og Vest­ur­götu, þar sem hann leigði her­bergi. Þrennt lést í elds­voð­an­um, allt ungt fólk frá Pól­landi. Þrír geð­læknar hafa metið Marek ósak­hæfan á verkn­að­ar­stundu og í gær lýstu íbúar húss­ins á þessum tíma hvernig hegðun hans hafði skyndi­lega breyst skömmu fyrir elds­voð­ann og hann orðið árás­ar­gjarn og ör. Í einum vitn­is­burði dags­ins í dag kom fram að hann hefði sagt einum sam­býl­ingi sínum að hann ætl­aði til Moskvu. Það er eina aug­ljósa teng­ingin við rúss­neska sendi­ráðið sem fram hefur komið í rétt­ar­höld­unum til þessa.

Flest þeirra sautján vitna sem mættu fyrir dóm­inn í dag voru lög­reglu­menn. Auk þeirra bar bruna­verk­fræð­ingur vitni sem og sér­fræð­ingur hjá rann­sókn­ar­stofu í lyfja- og eit­ur­efna­fræði við Háskóla Íslands. Meðal vitna voru einnig tveir karl­menn sem voru staddir í hús­inu handan göt­unnar og urðu vitni að sér­kenni­legri hegðun Mar­eks og annar þeirra að því þegar reyk tók að leggja út um glugga á her­bergi hans.

Mörg vitn­anna lýstu van­mætti sínum í þeim hrika­legu aðstæðum sem voru á vett­vangi eftir að eld­ur­inn, sem breidd­ist hratt út, kom upp. Þau lýstu því hvernig þau þurftu að horfa á fólk í gluggum húss­ins, hróp­andi á hjálp, en geta ekk­ert gert. Þau lýstu örvænt­ing­ar­fullri leit að stigum til að ná til þeirra og hvernig fyrstu mín­út­urn­ar, áður en slökkvi­lið kom á vett­vang, ein­kennd­ust af algjörri ringul­reið.

Annar dagur rétt­ar­hald­anna

Þriðju­dag­ur­inn 27. apríl 2021.

Eftir bjartan dag í gær dró sólin sig í hlé í morg­un. Það var allt að því svalt í morg­unsárið og húfur jafn algengar á höfðum veg­far­enda og sól­gler­augu í gær.

Létt er yfir verj­anda Mar­eks, Stef­áni Karli Krist­jáns­syni, er hann mætir til dóms­húss­ins. Hann hefur sýnt það í rétt­ar­höld­unum hingað til að það er stutt í glens­ið. Seg­ist hlæj­andi ætla að verða eini mað­ur­inn á Íslandi sem hafi aldrei farið í skimun vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Inn í þetta gáska­fulla and­rúms­loft dóm­sal­ar­ins kemur Marek í fylgd sömu tveggja lög­reglu­manna og í gær. Þetta eru vanir menn í fanga­flutn­ing­um. Öruggir í fasi. Það er ekki lát­unum fyrir að fara og Marek er hinn róleg­asti og kinkar bros­andi kolli til verj­anda síns og túlks­ins er hann sest á milli þeirra.

Hann dvaldi í fang­els­inu á Hólms­heiði í nótt og verður vistaður þar á meðan rétt­ar­höld­unum stend­ur. Ann­ars hefur hann und­an­farna mán­uði verið vistaður á Litla-Hrauni.

Það er kveikt á skjá­vörp­un­um. Skýrsla verður tekin af fyrsta vitni dags­ins í gegnum fjar­fund­ar­bún­að. Svarta skikkjan með bláu boð­ung­unum er dregin upp úr pússi sækj­anda, Kol­brúnar Bene­dikts­dótt­ur. Stefán Karl hefur líka sveipað sig skikkj­unni áður en dóm­ar­arnir þrír ganga inn og fá sér sæti undir jafn­mörgum boga­dregnum glugg­um.

Fyrsta mál á dag­skrá er að leggja fram gögn frá lög­regl­unni um útköll vegna Bræðra­borg­ar­stígs 1 á tveggja vikna tíma­bili áður en brun­inn varð. Eftir þessum gögnum hafði Stefán Karl óskað og þau hefur Kol­brún nú afhent dóms­for­mann­in­um, Bar­böru Björns­dótt­ur. Í gær voru tvær lög­reglu­skýrslur yfir íslensku pari, karli og konu, sem hand­tekið var fyrir að óhlýðn­ast fyr­ir­mælum lög­reglu, lagðar fram.

Inn­gangar og hár­prýði

Það eru einmitt þau tvö sem fyrst bera vitni í dag. Þau voru bæði búsett á jarð­hæð húss­ins dag­inn sem eld­ur­inn kvikn­aði og það eru þau sem Stefán Karl spurði vitni gær­dags­ins ítrekað út í. Hann heldur upp­teknum hætti í dag. Spyr lög­reglu­menn­ina um hand­tök­una og mörg vitni einnig um inn­ganga húss­ins. Hvaða dyr hafi legið hvert. Miðað við teikn­ingar af hús­inu væru fleiri inn­gangar á efri hæð­ir. Þetta á eftir að verða fyr­ir­ferð­ar­mikið umræðu­efni í skýrslu­tökum dags­ins.

„Heyrir þú í okkur og sérð?“ spyr Bar­bara karl­mann­inn sem birt­ist á skján­um. Er tækni­at­riðin eru komin á hreint er hann beð­inn að segja frá því sem gerð­ist þennan dag. Hann seg­ist hafa verið að hengja upp þvott á snúru í einu her­berg­inu á jarð­hæð­inni er hann sá fólk fyrir utan. „Svo ég fer út og lít upp og sé allt alelda.“

Hann seg­ist þá aftur hafa snúið inn til að vekja sam­býl­is­konu sína. Hann fór út á ný og segir allt hafa gerst „svo­lítið hratt“. Lög­reglan og sjúkra­bílar voru komnir á stað­inn – allur pakk­inn, eins og hann orðar það. Hann segir marga við­stadda hafa verið í sjokki og hann hafi hlaupið með ruslagám að hús­inu svo fólk sem var inni á efri hæð­unum gæti hoppað nið­ur. Miðað við lýs­ingu hans sá hann þegar kona af ris­hæð­inni féll út um glugg­ann og á gám­inn. „Þarna er ég staddur á nær­bux­un­um,“ heldur hann áfram svo hann ákveði að hlaupa inn í húsið og fara í föt. En þá er hann „keyrður nið­ur“ af lög­reglu, hand­tek­inn og settur inn í lög­reglu­bíl.

Lyfj­aður og rugl­aður

Sækj­andi spyr hann hvort að hann muni eftir því að lög­reglan hafi verið kölluð út vegna hans og þáver­andi sam­býl­is­konu hans, aðfara­nótt 25. júní. „Ég man það ekki alveg. Óljóst. Ég var í neyslu á þessum tíma og minnið er blörrað. Ég var lyfj­aður og rugl­að­ur.“

Kol­brún seg­ist hafa upp­lýs­ingar um að lög­regl­unni hefði borist til­kynn­ing um að verið væri að ganga í skrokk á konu þessa nótt. Hann seg­ist muna það óljóst en bendir á að lög­reglan hafi nokkrum sinnum komið á því tíma­bili sem hann bjó að Bræðra­borg­ar­stíg.

„Þú sagð­ist hafa verið á nær­föt­un­um. Er það ástæðan fyrir því að þú hljópst inn í brenn­andi hús?“ spyr Kol­brún. Hann segir eld­inn hafa verið á efri hæð­un­um, ekki jarð­hæð­inni þar sem hann leigði.

Auglýsing

„Sástu hvar [nafn kon­unn­ar] var þegar þetta var allt að ger­ast?“ spyr Stefán Karl. Hann seg­ist ekki getað stað­sett hana allan tím­ann. „Streitt­ist hún á mót­i?“ heldur Stefán Karl áfram. „Vildi hún ekki fara út úr hús­in­u?“ Mað­ur­inn seg­ist ekki vita hvernig það hafi ver­ið. Hann hafi hins vegar viljað klæða sig og koma „dekkj­unum og felg­un­um“, sem hann geymdi í her­bergi sínu, út. Það hafi eftir á að hyggja verið algjört dóm­greind­ar­leysi. Hann hafi séð lög­reglu­menn hand­taka hana, að hún hafi verið „tekin harka­lega“.

Hún gat ekki kveikt í, hún var að vakna

Stefán Karl vitnar svo til lög­reglu­skýrslu þar sem hann segir koma fram að lög­reglan hafi séð hann bera dekk inn í húsið – ekki út úr því. Og inn í aðal­hús­ið, eins og hann orðar það. Þessu harð­neitar mað­ur­inn. „Af hverju átti ég að hlaupa með dekk inn í hús, spyr ég bara.“

Stefán heldur áfram að spyrja út í sam­býl­is­konu manns­ins á þessum tíma en þau eru nú skil­in. „Ástandið á [henn­i], gæti hún hafa verið fær um það að hrein­lega grípa til þess að kveikja í hús­inu sjálf?“

Mað­ur­inn svar­ar: „Hún gat ekki hafa kveikt í hús­inu, hún var að vakna.“

Í gær spurði Stefán fjölda vitna um íslenskan mann og hvort að hann hefði verið snoð­að­ur, jafn­vel sköll­ótt­ur. Nú spyr hann vitn­ið, karl­mann­inn sem hand­tek­inn var á vett­vangi, hvort að hann hafi verið krúnurak­aður á þessu tíma­bili. Því þarna er hann kom­inn, mað­ur­inn sem Stefán spurði svo ítrekað út í í gær. „Ekki síðan ég var níu ára,“ svarar mað­ur­inn að bragði. „Þá var ég síð­ast krúnurak­að­ur.“

Hafði áhyggjur af ketti

Næsta vitni er kona um fer­tugt. Hún er sú sem einnig var hand­tekin á vett­vangi. „Getur þú sagt okkur frá þessum deg­i?“ spyr Bar­bara dóm­ari þegar konan hefur komið sér fyrir í vitna­stúkunni. „Ég er sof­andi og er vakin af mínum fyrr­ver­and­i,“ byrjar hún á að segja. „Þegar við komum út þá bara stendur allt í ljósum log­um. Maður varð bara vitni af frekar óhugn­an­legum hlut­um. Fleira man ég svo sem ekki.“

Kol­brún sækj­andi spyr hvort að hún hafi svo aftur farið inn í hús­ið. Hún seg­ist hafa gert það til að athuga með aðra sem þar bjuggu og ekki síst kött vin­konu sinn­ar.

Hún seg­ist svo hafa verið hand­tekin en ekki vitað fyrr en eftir á að það hafi verið fyrir að hlýða ekki fyr­ir­mælum lög­reglu á vett­vangi. „Ástandið á mér á þessum tíma var ekki gott,“ segir hún. „Þetta er hálf­gert í móð­u.“

Bræðraborgarstígur 1, hornhúsið við Vesturgötu. Mynd: Golli

Kol­brún spyr hana þvínæst um nótt­ina á und­an. Hvort að hún muni að lög­reglan hafi komið og haft afskipti af henni og sam­býl­is­mann­in­um. „Já, mig rámar í það.“

„Heim­il­is­of­beld­i?“ spyr Kol­brún þá. Konan kinkar kolli. Hún seg­ist hafa farið að sofa fljót­lega eftir að lög­reglan var far­in. „Ég fékk svo mikið höf­uð­högg,“ útskýrir hún.

Enn er spurt um hárið á sam­býl­is­mann­inum fyrr­ver­andi. Hvernig það hafi verið á þessum tíma. „Hann var algjör lubb­i,“ segir konan sem seg­ist svo aldrei hafa komið upp á efri hæðir húss­ins og engan þekkt sem þar bjó.

Stefán Karl byrjar á að spyrja hana hvort að hún hafi eitt­hvað farið út úr hús­inu frá því að lög­reglan kom og þar til hún var vakin vegna brun­ans. Hún neitar því. Hann segir svo vitni hafa sagt að hún hafi ekki viljað fara út úr hús­inu. „Auð­vitað vildi ég fara út úr hús­in­u,“ segir hún þá.

Aldrei verið snoð­aður

Og þá er enn og aftur komið á hári sam­býl­is­manns­ins. Stefán spyr hvort að hann hafi verið hár­prúður á þessum tíma. „Hann hefur aldrei verið snoð­að­ur,“ svarar kon­an.

Svo spyr Stefán Karl: „Þú og [nafn manns­ins], fóruð þið ein­hvern tím­ann á N1 og keyptuð bensín í brúsa?“

„Nei,“ svarar kon­an.

„Hvorki þú eða [hann] hafið tekið þátt í því að kveikja þennan bruna sem varð?“

Hún svarar þeirri spurn­ingu einnig neit­andi.

Glugg­inn

Næstur til að gefa vitni er smiður sem var að gera upp hús handan göt­unn­ar. Þar var hann staddur ásamt hús­ráð­anda er þeir heyrðu „ein­hvern skarkala úti“. Þeir fóru út og sáu að verið var að henda sól­gler­augum út um glugg­ann á annarri hæð húss­ins á móti. „Þar er maður sem ég hafði séð dag­inn áður fyrr utan hús­ið. Og hafði látið heldur skringi­lega. Maður hefur séð ýmis­legt í þessu hús­i,“ segir smið­ur­inn.

Örfáum mín­útum síðar sjá þeir mann­inn koma út úr hús­inu. Hann var með föt á herða­trjám á bak­inu og gekk upp Bræðra­borg­ar­stíg­inn. „Fimm mín­útum seinna ætla ég að halda áfram að vinna en þá sé ég að það er reykur út um þennan glugga. Þá hringdi ég á slökkvi­lið­ið. Á meðan ég er í sím­anum þá gýs eldur út um glugg­ann.“

Eftir að hafa hringt í Neyð­ar­lín­una fór hann að hús­inu og barði á glugga og einnig á úti­hurð­ina. Þær hafi verið læst­ar. Hann sá fólk koma út í glugga á efri hæð­un­um. Hann náði í stiga en sá var stutt­ur.

Smið­ur­inn talar hægt er hann lýsir því sem fyrir augu bar. „Fólk var stökkvandi út um glugg­ana þarna og alls kon­ar. Maður var að horfa á þetta.“

Stefán Karl biður hann að fara ítar­lega yfir tíma­lín­una. „Þú sérð aldrei ákærða í mál­inu kveikja beinínis í?“ spyr hann svo. „Nei, nei,“ svarar smið­ur­inn. „En þig grunar strax að...“ byrjar Stefán á að spyrja og vitnið svar­ar: „Manni getur ekki annað en grunað það sko. En ég sá hann ekki kveikja í.“

Mörg vitni dagsins lýstu björgunaraðgerðum á vettvangi. Mynd. Aðsend

Sá sem næstur sest í vitna­stúk­una er eig­andi húss­ins á móti Bræðra­borg­ar­stíg 1. Hann segir það sama og smið­ur­inn, að þeir hafi heyrt læti og séð dóti hent út um glugg­ann. Þeir hafi svo séð mann rjúka út með „klæði á öxl­un­um“. Hann hafi þá þurft að fara að sækja son sinn en þegar hann kom aftur hafi eld­tung­urnar staðið út um glugg­ann á her­berg­inu sem dót­inu var hent út um. „Það var mjög ljótt ástand. Blóð á göt­unni og allir í sjokki. Maður bara trúði þessu ekki.“

Mað­ur­inn, sem er arki­tekt, seg­ist þekkja húsið að Bræðra­borg­ar­stíg 1. Hann hafi farið inn í það á sínum tíma. Þess vegna viti hann að það er bara einn inn­gangur fyrir efri hæð­irnar og hann sé ekki sá sami og að jarð­hæð­inni.

Næstu vitni eru lög­reglu­menn. Þeir stíga hver á fætur öðrum í vitna­stúk­una. Kynna sig með fullu nafni og lög­reglu­núm­eri. Fyrstur er lög­reglu­maður sem kom ásamt félaga sínum fyrstur á vett­vang brun­ans. „Við vorum fyrsti bíll,” segir hann. Þá hafi efri hæð­irnar tvær þegar verið orðnar alelda. „Við sjáum fólk í gluggum að reyna að kom­ast út.“

Voru föst uppi

Á ris­hæð­inni voru karl og kona í glugg­anum „og hrópa nið­ur“. Eng­inn slökkvi­liðs­bíll var enn kom­in. „Við erum ekki með stiga. Það var lítið sem við gátum gert. Þau voru föst þarna upp­i.“ Gríð­ar­leg ringul­reið hafi verið á vett­vangi. „Fólk að hrópa og segja okkur að hjálpa þeim.“

Hann segir kon­una hafa klifrað út um opn­an­legt fag á glugg­anum og fólk hafi staðið niðri og hrópað til hennar að „hoppa niður en ég vissi að það gæti endað illa. Ég segi henni að bíða“.

Hann lýsir því svo að maður hafi sett ruslagám neðan við glugg­ann. Hann telur kon­una hafa misst tak­ið. Hún lést skömmu síðar af áverkum sem hún hlaut við fall­ið.

„Ég sá þennan mann aldrei meira,“ segir hann um karl­mann­inn sem sést hafði í glugg­anum líka. „Hann hvarf inn í reyk­inn og við gátum ekki hjálpað hon­um.“

Lög­reglu­mað­ur­inn tal­aði við vitni, m.a. við nágranna handan göt­unnar sem hafi sagt: „Ég veit hver kveikti í hús­in­u.“

Eftir að hafa rætt við fleiri vitni vakn­aði meiri grunur um að þetta hefði verið íkveikja. Hann ræddi við konu sem bjó á sömu hæð og mað­ur­inn sem nágrann­inn lýsti. Hún sagði hann hafa látið skringi­lega og sagst vera á leið­inni til Moskvu. Að hann héti Mar­ek. Stuttu síðar hafi hann fengið upp­lýs­ingar um útkall við rúss­neska sendi­ráð­ið. Lýs­ing á manni sem þar var hand­tek­inn pass­aði við Mar­ek. „Þannig að við fáum fljót­lega upp­lýs­ingar sem beina okkur að Mar­ek.“

Auglýsing

Sér­sveit­ar­maður sest því næst í vitna­stúk­una og lýsir hrika­legum vett­vang­in­um. Að sjúkra­flutn­inga­menn og almennir borg­arar hafi verið að hlúa að slös­uð­um. Verið að reyna end­ur­lífg­un. „Svo við förum að hlaupa um garða og kalla hvort að ein­hver sé með stiga.“ Hann hafi sjálfur farið í það að bjarga tveimur mönnum af þaki við­bygg­ing­ar­innar á Vest­ur­götu. Að því loknu fór hann að aðstoða sjúkra­flutn­inga­menn sem voru enn til­tölu­lega und­ir­mann­að­ir. Tek­ist hafði að bjarga einum íbúa ris­hæð­ar­innar niður um stiga. Sá hafi verið „grjót­harð­ur“ og ekki viljað fara í sjúkra­bíl. „Hann vildi frekar að ein­hverjir aðrir gerðu það“.

Þarna er hann að lýsa Vasile Tibor Andor sem beið í 13 mín­útur í reyk­fylltu her­bergi sínu eftir björg­un. Hinum megin við húsið var félagi hans að eiga við fólk sem hlýddi ekki fyr­ir­mæl­um. Karl­mað­ur­inn hafi haldið á dekki „og reyndi að kasta því í mig“.

Íkveikja af ásetn­ingi

Tveir lög­reglu­menn frá tækni­deild lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu komu fyrir dóm­inn í dag. Þeir fóru ítar­lega yfir nið­ur­stöðu rann­sóknar á upp­tökum brun­ans sem hafi verið sú að um íkveikju með ásetn­ingi hefði verið að ræða. Kveikt hefði verið í á tveimur stöð­um. Úti­lokað sé að kviknað hafi í út frá raf­magni og þar sem upp­taka­svæði elds­ins hafi verið á sitt hvorum staðnum og minni skemmdir á milli þeirra sé ljóst að eld­ur­inn barst ekki frá einum staðnum til ann­ars. „Það eina sem stóð eftir var að þarna hefði verið kveikt í af manna­völd­um,“ segir annar þeirra.

Plast­flaska hafi fund­ist í and­dyri húss­ins. Búið var að stinga gat á tapp­ann á henni og „okkur grun­aði að í hefði verið eld­fim efn­i,“ segir lög­reglu­mað­ur­inn. Af henni fannst lykt sem benti til þess en hins vegar var hún búin að liggja „í ein­hverja daga“ í vatni eftir slökkvi­starf­ið. Hún var send til rann­sókn­ar­stofu í eit­ur­efna­fræðum við Háskóla Íslands. Nið­ur­staðan þeirrar rann­sóknar hafi hins vegar verið sú að ekki væri hægt að segja til um hvort að bensín eða annað eld­hvetj­andi efni hafi verið í flösk­unni. Ein­hver snef­ill af efnum fannst en ekki nóg svo að hægt væri að segja með óyggj­andi hætti að bensín hafi verið í henni. Hann segir það ekki skrítið þar sem hún lá í vatni eftir slökkvi­starf­ið. „Bensín gufar til­tölu­lega fljótt upp.“

Hvað með mat­ar­ol­íu?

Stefán Karl vill vita hvort að það geti verið að mat­ar­olía skilji eftir sam­bæri­leg ummerki um íkveikju og bens­ín. Hann spyr að þessu þar sem Marek hafi átt viskí og mat­ar­olíu inni á her­berg­inu sínu. Lög­reglu­mað­ur­inn segir að slík olía gæti gert það, en að á þeim stöðum þar sem elds­upp­tökin voru hafi engar leifar af umbúðum um slíkt fund­ist.

„Ég er að hugsa upp­hátt,“ segir Stefán Karl svo og spyr hvort að ekki myndu sjást ummerki á fötum þess sem kveikti í með þessum hætti. Hann á eftir að spyrja fleiri lög­reglu­menn og rann­sak­endur að sömu spurn­ingu. Því engin ummerki af þessu tagi hafa fund­ist í fatn­aði Mar­eks, þrátt fyrir að hann hafi verið hand­tek­inn innan við hálf­tíma eftir að eld­ur­inn kvikn­aði. „Ég kveiki upp í eld­stæð­inu heima hjá mér en það eru ekki ummerki á mér eftir það,“ svarar Davíð Snorra­son bruna­verk­fræð­ing­ur, sem fór fyrir rann­sókn Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar á brun­anum þeirri spurn­ingu.

Þurfti lækn­is­að­stoð

Yfir­maður á tækni­deildar lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segir m.a. í sínum vitn­is­burði að hann hafi farið niður á lög­reglu­stöð kvöldið sem Marek var hand­tek­inn. Til­gang­ur­inn var að kanna hvort að ummerki, t.d. bensín eða sót, fynd­ist á hon­um. En Marek var í engu ástandi til slíkrar rann­sókn­ar. „Hann var mjög ör. Ekki hægt að eiga við hann sam­ræður eða sam­skipti á nokkurn hátt. Hann var búinn að maka saur á vegg­inn á fanga­klef­an­um. Var nak­inn.“ Því hafi verið hætt við þessa rann­sókn þetta kvöld.

Annar lög­reglu­mað­ur, sem einnig hitti Marek á lög­reglu­stöð­inni um kvöld­ið, seg­ist hafa séð að hann þyrfti á lækn­is­að­stoð að halda. Svo alvar­legt hafi ástand hans ver­ið.

Plast­flaskan umtal­aða sem grunur lék á að í hefði verið bens­ín, var aldrei rann­sökuð með til­liti til fingrafara. Stefán Karl vill vita af hverju og spyr hver hafi borið ábyrgð á rann­sókn máls­ins? Ein­hver bendir á mið­læga deild lög­regl­unn­ar. Vitni dags­ins segj­ast ekki geta svarað þeirri. Eitt vitn­anna bendir á að flaskan sé enn til og að hana sé enn hægt að rann­saka frek­ar. Kol­brún upp­lýsir undir lok dags að einmitt það standi nú til.

Öðrum degi rétt­ar­hald­anna yfir Marek Moszczynski er lok­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar