Kópavogur ræður ekki yfir háloftunum og Reykjavík löngu búin að semja við ríkið

Mál sem varða ónæði og jafnve meinta áþján íbúa, vegna einka- og þyrluflugs á Reykjavíkurflugvelli, voru til umræðu í bæjarráði Kópavogs og borgarráði Reykjavíkur í vikunni.

Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Auglýsing

Kópa­vogs­bær hefur ekki lög­sögu í loft­helg­inni yfir sveit­ar­fé­lag­inu, sam­kvæmt minn­is­blaði sem bæj­ar­lög­maður Kópa­vogs­bæjar lagði fyrir fund bæj­ar­ráðs í vik­unni. Bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Andri Steinn Hilm­ars­son, hafði lagt fram fyr­ir­spurn til bæj­ar­lög­manns um heim­ildir bæj­ar­ins til þess að stýra loft­helg­inni yfir bæn­um. Þær eru ekki til stað­ar.

Ástæðan fyrir því að Andri Steinn lagði fram fyr­ir­spurn­ina er sú að flug­um­ferð frá Reykja­vík­ur­flug­velli hefur valdið íbúum á Kár­nesi óþæg­ind­um, ekki síst sú mikla þyrlu­um­ferð sem var með ferða­menn frá Reykja­vík­ur­flug­velli að eld­stöðv­unum við Fagra­dals­fjall.

Andri Steinn lagði til á bæj­ar­stjórn­ar­fundi síðla í októ­ber að bæj­ar­yf­ir­völd beittu sér fyrir því að þyrlu­flugi, og raunar umferð einka­þota einnig, yrði komið fyrir ann­ars staðar en á Reykja­vík­ur­flug­velli. Í máli Andra kom fram að Reykja­vík­ur­flug­völlur gegndi mik­il­vægu hlut­verki í sjúkra­flugi, en að þyrlu­flug og flug­um­ferð einka­þota ætti ekki heima nærri íbúa­byggð.

Auglýsing

Í minn­is­blaði bæj­ar­lög­manns er vísað til þess að sam­kvæmt lögum um loft­helgi fari ráð­herra með yfir­stjórn flug­mála á íslensku yfir­ráða­svæði, inn­við­a­ráðu­neytið fari um þessar mundir með mál­efni sam­gangna í lofti og Sam­göngu­stofu sé í lögum um loft­ferðir falin umsjón og eft­ir­lit með loft­förum, flug­rekstr­ar­að­ilum og flug­völl­um, auk ann­ars. Af þessu megi ráða að sveit­ar­fé­lagið hafi ekki lög­sögu yfir loft­helg­inni yfir sveit­ar­fé­lag­inu.

Of fá flug á Reykja­vík­ur­flug­völl til að hávaða­reglu­gerð gildi

Í svari bæj­ar­lög­manns­ins er einnig vakin athygli á því að sam­kvæmt lögum um loft­helgi hafi ráð­herra heim­ild til þess að kveða á um sér­stakar ráð­staf­anir til að draga úr hávaða á flug­völl­um. Reglu­gerð frá 2015 sem fjalli um rekstr­ar­tak­mark­anir á flug­völlum vegna hávaða gildi hins vegar ein­ungis um flug­velli þar sem flug­hreyf­ing­ar, eða komur og brott­far­ir, séu fleiri en 50 þús­und á alm­an­aks­ári, að teknu til­liti til með­al­tals síð­ustu þriggja almann­aks­ára.

„Sam­kvæmt Isa­via voru lend­ingar og brott­farir á Reykja­vík­ur­flug­velli árið 2021, 49.012 tals­ins, 20% fleiri en árið áður. Í októ­ber 2022 stóð talan í 37.225. Reykja­vík­ur­flug­völlur upp­fyllir því ekki skil­yrði um fjölda flug­hreyf­inga til að ákvæði reglu­gerð­ar­innar séu virkj­uð,“ segir í minn­is­blaði bæj­ar­lög­manns.

Vinstri græn telja rót­tækar aðgerðir tíma­bærar

Reykja­vík­ur­flug­völlur var kjörnum full­trúum í fleiri sveit­ar­fé­lögum ofar­lega í huga í vik­unni. Á fundi borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur­borgar í gær, fimmtu­dag, var tekin fyrir til­laga Vinstri grænna um að borg­ar­stjóri beitti sér fyrir tak­mörkun umferðar einka­þotna og þyrla um Reykja­vík­ur­flug­völl. Til­lagan var felld með sex atkvæðum full­trúa meiri­hlut­ans og Sjálf­stæð­is­flokks, gegn einu atkvæði borg­ar­ráðs­full­trúa Sós­í­alista­flokks­ins.

Í umsögn skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara um málið var bent á að samið var um það á milli ríkis og borgar árið 2013 að inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið, sem þá var, og Isa­via, myndu hafa for­göngu um að finna kennslu- og einka­flugi annan stað í nágrenni Reykja­vík­ur.

„Þar sem umrædd samn­ings­skylda sem hvílir á herðum íslenska rík­is­ins er enn í fullu gildi og óum­deild meðal aðila sam­komu­lags­ins, er ekki talin ástæða til að Reykja­vík­ur­borg hlut­ist til um að gera annað sam­komu­lag við íslenska ríkið um sama atriði. Allt að einu er mik­il­vægt að Reykja­vík­ur­borg haldi áfram umræddri samn­ings­skuld­bind­ingu á lofti gagn­vart íslenska rík­inu með form­legum hætt­i,“ sagði í umsögn sem borg­ar­rit­ari skrif­aði und­ir.

Stefán Páls­son, áheyrn­ar­full­trúi Vinstri grænna í borg­ar­ráði, árétt­aði í bókun mik­il­vægi til­lögu flokks­ins um að „fela borg­ar­stjóra þegar að ganga til samn­inga við rík­is­valdið um að losa Reykja­vík­ur­flug­völl og þar með borg­ar­búa undan þeirri áþján sem hlýst af einka­þotu- og þyrlu­flugi á vell­in­um“.

„Í umsögn borg­ar­rit­ara um málið er vísað til níu ára gam­als sam­komu­lags ríkis og borgar um að færa einka- og kennslu­flug á annan stað. Sú stað­reynd ein og sér að lítið hefur gerst í mál­inu í tæpan ára­tug ætti að stað­festa mik­il­vægi þess að hreyfa við því að nýju með rót­tækum hætti. Þá hafa for­sendur breyst mikið á þeim tíma sem lið­inn er, ekki síst varð­andi stór­kost­lega aukna þyrlu­um­ferð sem mörg telja enn meira trufl­andi en umferð flug­véla. Lík­legt má telja að leysa mætti þyrlu­málin sér­stak­lega án þess að tengja það ákvörð­unum um fram­tíð­ar­mið­stöð inn­an­lands­flugs­ins,“ sagði í bókun Stef­áns Páls­son­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent