Lamaður fyrir neðan háls en flýgur um í flugstól á svifvæng - myndband

Screen-Shot-2015-06-02-at-11.25.56-2.png
Auglýsing

„Fé­lagi minn, sem er lamaður fyrir neðan háls, bað mig fyrir um ári síðan að fljúga með hann. Ég sagði fyrst nei við hann, en hann tók það ekk­ert í mál. Á end­anum sam­þykkti ég því að gera þetta. Við settum í kjöl­farið af stað söfnun fyrir að búa til stól fyrir hann svo að hann gæti flog­ið.“ Þetta segir Gísli Steinar Jóhann­es­son hjá True Adventure, fyr­ir­tæki sem flýgur með far­þega á svif­vængjum (e. paragli­ding).

Gísli og félagar flugu með Brand Bjarna­son, sem er lamaður fyrir neðan háls, í nýjum flug­stól sem þeir hafa búið í lok síð­ustu viku.

Auglýsing


Össur gaf vinnu, hönnun og hluta af efn­inu



Þótt Gísli hefði góða hug­mynd um hvernig hann vildi að útbún­að­ur­inn myndi líta út þá vildi hann fá fleiri að verk­inu. „Ég setti mig fyrst í sam­band við Össur en það gekk illa að fá svör. Ég var því búinn að tala við aðra um að koma að þessu. Skömmu síðar var ég úti á landi að gera mig til­bú­inn með að fljúga með far­þega þegar sím­inn hringdi. Þá var það maður frá Öss­uri, Magnús Jóns­son, sem hafði séð umfjöllun um verk­efnið í sjón­varp­inu, en hafði aldrei fengið skila­boðin sem við höfðum sent fyr­ir­tæk­inu og vildi ræða við mig um aðkomu. Ég hafði ekki tíma til að tala við hann, skellti í raun nán­ast á hann, og bað mann­inn um að senda mér tölvu­póst. Í kjöl­farið hófust sam­skipti og við komumst í kynni við mann­inn hjá Öss­uri sem varð aðal­hönn­uð­ur­inn að stóln­um, Haf­steinn Jón­as­son.“

Bolt­inn fór að rúlla hratt eftir þetta og Össur ákvað að gefa alla vinnu, hönnun og hluta af efn­inu sem fór í stól­inn. Hann var síðan klár í sept­em­ber í fyrra, en þá voru aðstæður til að fljúga á Íslandi ekki boð­leg­ar. „Það var skíta­veð­ur,“ segir Gísli. Því var ákveðið að bíða fram á þetta sumar til að fljúga með Brand, vin sinn.

„Við höfðum ákveðið að Haf­steinn, sem hann­aði stól­inn, myndi fljúga fyrstu ferð­ina í honum og fórum í þá ferð fyrir nokkrum vik­um. Ég próf­aði síðan að fljúga einn með hann og það fór allt eftir plani. Þannig að síð­asta föstu­dag, fyrir viku síð­an, flaug Brandur með mér.“

Arnar Helgi Lár­us­son, for­maður SEM sam­tak­anna og er lamaður fyrir neðan mitti, flaug einnig með öðrum flug­manni, Sam­úel Alex­and­ers­syni, á sama tíma.

Hóparnir frá True Adventure og Össuri sem stóðu að gerð stólsins fyrir fyrsta flugið. Hóp­arnir frá True Adventure og Öss­uri sem stóðu að gerð stóls­ins fyrir fyrsta flug­ið.

Vilja gefa tekn­ing­arn­ar, en geta það ekki



Til­gangur verk­efn­is­ins var ekki ein­ungis sá að fljúga með Brand. Gísli og félagar hans vildu líka gefa hönn­un­ina. Gera hana að aðgengi­lega hverjum sem er (e. open source). Það er hins vegar ekki jafn ein­falt mál að gefa hönnun sem á að hjálpa öðrum og það hljóm­ar. „Haf­steinn hringdi í mig í síð­ustu viku, þegar við vorum að fara að fljúga, og sagði að Össur gæti ekki gefið teikn­ing­arn­ar. Hann var mjög leiður yfir því en ástæðan er sú að það myndi skapa áhættu á mál­sóknum í Banda­ríkj­un­um. Það er of dýrt fyrir þá að tryggja sig gagn­vart þeim. Þeir eru ekki hræddir um að tapa mál­sókn­um, heldur er svo dýrt að verja sig. Áhættu­þætt­irnir eru þeir að það er einka­leyfa­iðn­aður í Banda­ríkj­un­um. Það eru fyr­ir­tæki sem gera bara út á að safna einka­leyfum og fara síðan í mál við fyr­ir­tæki sem finna upp það sem þau eiga einka­leyfi að. Síðan er það hitt að ef ein­hver hlýtur skaða af vegna hönn­unar sem verið er að nota þá er líka hætta á mál­sókn. Við skiljum þessa afstöðu Öss­urar auð­vitað mjög vel.“

Það er því verið að reyna að finna leiðir til að gefa hönn­un­ina og Gísli er bjart­sýnn á að það tak­ist.

Brandur Bjarnason í fyrsta fluginu sínu. Brandur Bjarna­son í fyrsta flug­inu sínu.

Ein­stakur stóll



Gísli segir að verk­efnið hafi undið mjög mikið upp á sig. „Upp­haf­lega ætl­uðum við bara að fljúga með Brand. Síðan sog­að­ist hæfi­leika­fólk að þessu, sér­stak­lega innan Öss­ur­ar. Þetta var bæði tækni­lega spenn­andi og sam­fé­lags­lega gef­andi verk­efni. Við vildum því koma stólnum víðar og þess vegna var ákveðið að reyna að gefa teikn­ing­arn­ar. Það hafa verið búnir til stólar víða erlendis áður, en engin sem ég vildi nota. Þessi stóll er því ein­stak­ur."

Það er tölu­vert fyr­ir­tæki að fljúga með hreyfi­hamlað fólk og til að fyllsta öryggis sé gætt þá þurfa að vera nokkrir aðstoð­ar­menn. Gísli og félagar hans hjá True Adventures ætla sér að fljúga með nokkra sem óskað hafa þess til við­bótar og leita síðan leiða til að bjóða upp á leiðir fyrir fólk sem vill gera það, meðal ann­ars í sam­vinnu við Öryrkja­banda­lag Íslands. Hægt er að nálg­ast allar upp­lýs­ingar um flug­stól­inn á heima­síðu True Adventure.

Teng­ill á stutt­mynd um verk­efnið í keppni þar sem hægt er að kjósa hana.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None