Nýtt frumvarp takmarki aðgengi tekjulágra og fyrstu kaupenda að fasteignamarkaði

Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja segir að lagabreytingafrumvarp sem myndi setja þak á hámarksgreiðslubyrði geti orðið til þess að takmarka aðgengi stórra hópa að fasteignamarkaði. Seðlabankinn mælir með samþykkt frumvarpsins í óbreyttri mynd.

Í nýju stjórnarfrumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að hármaksgreiðslubyrði yrði frá 25 til 50 prósent af mánaðarlegum rástöfunartekjum lántaka.
Í nýju stjórnarfrumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að hármaksgreiðslubyrði yrði frá 25 til 50 prósent af mánaðarlegum rástöfunartekjum lántaka.
Auglýsing

Aðgengi tekju­lágra að láns­fjár­magni til fast­eigna­kaupa gæti minnkað til muna verði nýtt stjórn­ar­frum­varp fjár­mála­ráð­herra um hámark greiðslu­byrðar að lög­um. Þetta kemur fram í umsögn Sam­taka Fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF) við frum­varp­ið.

Með laga­breyt­inga­frum­varp­inu sem um ræðir yrði hámark sett á greiðslu­byrði á bil­inu 25 til 50 pró­sent af mán­að­ar­legum ráð­stöf­un­ar­tekjum lán­taka. End­an­legt hlut­fall yrði svo ákveðið af Seðla­banka Íslands. Einnig yrði sett hámark á heild­ar­fjár­hæð fast­eigna­láns og fjár­hæðin tak­mörkuð þannig að hún geti verið frá fimm­földum til nífaldra árlegra ráð­stöf­un­ar­tekna lán­taka. Seðla­bank­inn getur nú þegar ákveðið hámark veð­setn­ing­ar­hlut­falls en í lög­unum er hámarkið frá 60 pró­sentum og upp í 90 pró­sent.

Að mati SFF myndi beit­ing strang­ari skil­yrð­anna hafa mest áhrif á aðgengi tekju­lægri hópa að láns­fjár­mögnun til fast­eigna­kaupa sem og á aðgengi fyrstu kaup­enda að lán­um. „SFF gerðu athugun meðal lán­veit­enda sem bendir til að áhrifin geti orðið ívið meiri en gert er ráð fyrir í grein­ar­gerð­inni og þá ekki síst á fyrstu kaup­endur sé horft til lán­veit­inga s.l. 12. mán­uði. Þannig mun beit­ing strang­ari skil­yrð­anna tak­marka aðgengi stórra hópa að fast­eigna­mark­að­i,“ segir í umsögn sam­tak­anna.

Auglýsing

SFF telja það mik­il­vægt að lán­veit­endur séu hafðir með í ráðum í aðdrag­anda reglu­setn­ing­ar­innar og að áhrifa­mat sé unnið í sam­starfi við lán­veit­end­ur. Þá hvetja sam­tökin til þess að þegar breyt­ingar eru gerðar á skil­yrðum séu þær vel kynntar neyt­endum og að rúmur fyr­ir­vari sé gef­inn áður en breyt­ingar ganga í gildi.

Kostn­aður verði í sam­ræmi við greiðslu­getu

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) óskar eftir því í umsögn sinni að við mat á beit­ingu úrræð­anna sem fjallað er um í frum­varp­inu verði sér­staða HMS höfð í huga er varðar heim­ildir til und­an­þágu frá þeim hámörk­unum sem kveðið er á um.

Í umsögn HMS kemur fram að verði hámarks­hlut­fall greiðslu­byrði af ráð­stöf­un­ar­tekjum tak­markað við 25 pró­sent geti það komið harðar niður á við­skipta­vinum HMS, sem séu margir hverjir tekju­lægri en við­skipta­vinir ann­arra lán­veit­enda. Það sé vegna þess að HMS hafi í rík­ari mæli nýtt sér heim­ildir til þess að líta til lægri fram­færslu­við­miða við greiðslu­mat en aðrir lán­veit­end­ur.

Engu að síður fagnar HMS því að skýra eigi betur heim­ildir Seðla­bank­ans til að setja reglur um hámark veð­setn­ing­ar­hlut­falls og greiðslu­byrði fast­eigna­lána af ráð­stöf­un­ar­tekjum neyt­enda. „Telur stofn­unin að þetta sé almennt til þess fallið að stuðla að því að hús­næð­is­kostn­aður sé í sam­ræmi við greiðslu­getu og dragi úr hættu á að hann verði íþyngj­and­i.“

Hlut­deild­ar­lánin und­an­þegin

Líkt og kemur fram í áður­nefndum umsögnum getur frum­varpið haft þau áhrif að aðgengi tekju­lágra að hús­næð­is­mark­aði skerð­ist, sér­stak­lega ef hámark greiðslu­byrðar og láns­fjár­hæðar verður nær neðri tak­mörk­unum sem nefnd eru í frum­varp­inu. Það gengur nokkurn þvert á til­gang ann­arra úrræða sem gripið hefur verið til til þess að reyna að auð­velda þessum hópi að kom­ast inn á fast­eigna­mark­að­inn. Fyrstu kaup­endum býðst til að mynda að taka út sér­eigna­sparnað sinn skatt­frjálst og nýta í útborgun og svo gefst tekju­lágum kostur á að taka hlut­deild­ar­lán fyrir kaupum á íbúðum sem stand­ast ákveðin skil­yrði. Fyrir þá allra tekju­lægstu geta slík hlut­deild­ar­lán numið allt að 30 pró­sentum af kaup­verði íbúð­ar.

Lagt er til í fyrstu grein laga­breyt­inga­frum­varps­ins að fast­eigna­lán sem veitt eru sam­hliða hlut­deild­ar­lánum verði und­an­þegin umræddum lög­um. Slík fast­eigna­lán væru því ekki háð þeim skil­yrðum sem lögð eru til í frum­varp­inu né heldur hámarks­hlut­falli veð­setn­ing­ar. Nú þegar eru settar ákveðnar skorður við hámarks­af­borg­anir fast­eigna­lána sem veitt eru í tengslum við hlut­deild­ar­lán. Afborgun þeirra má ekki nema meira en 40 pró­sentum af ráð­stöf­un­ar­tekjum lán­taka.

„Jafn­framt má segja að fast­eigna­lán sem veitt eru í tengslum við hlut­deild­ar­lán séu með inn­byggt hámark á veð­setn­ing­ar­hlut­fall enda er þá fjár­mögnun hús­næð­is­ins almennt sam­sett af 5% eigið fé neyt­anda, 20–30% hlut­deild­ar­láni og 65–75% fast­eigna­lán­i,“ segir í grein­ar­gerð­inni og því ekki talin þörf á að tak­marka veð­setn­ing­ar­hlut­fall­ið.

Aðrir umsagn­ar­að­ilar gera ekki athuga­semdir

Tvær aðrar umsagnir hafa borist við frum­varp­ið. „Um er að ræða mik­il­væg þjóð­hags­var­úð­ar­tæki og nauð­syn­legt að til staðar séu skýrar heim­ildir til beit­ingar þeirra ef aðstæður gefa til­efni til. Verði frum­varpið að lögum verður betur tryggt að Seðla­bank­inn hafi til­tæk nauð­syn­leg tæki til að styðja við fjár­mála­stöð­ug­leika og draga úr alvar­legum rösk­unum í fjár­mála­kerf­in­u,“ segir í umsögn Seðla­banka Íslands sem telur mik­il­vægt að frum­varpið nái fram að ganga og mælir ein­dregið með sam­þykkt þess.

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna gera ekki athuga­semdir við frum­varpið en í umsögn sam­tak­anna er hnýtt í verð­trygg­ing­una: „Þar sem þau ákvæði laga um fast­eigna­lán til neyt­enda sem frum­varp þetta lýtur að snú­ast um að stuðla að sem mestum fjár­mála­stöð­ug­leika, vilja sam­tökin benda á að besta ein­staka aðgerðin í átt að því mark­miði væri að afnema verð­trygg­ingu slíkra lána með öllu, enda er hún ein stærsta upp­spretta óstöð­ug­leika sem lengi hefur ein­kennt íslenskt fjár­mála­kerf­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent