Segir ríkisstjórn stefna að „sérstöku óskaskuldahlutfalli“ frekar en minnkuðu atvinnuleysi

Formaður Samfylkingar segir skuldastöðu ríkisins afleiðingu atvinnuástandsins og kallar eftir frekari aðgerðum til að minnka atvinnuleysi. Ríkisstjórnin hefur beitt sér til að milda höggið á efnahagslífið frá upphafi faraldurs að mati forsætisráðherra.

Logi Einarsson og Katrín Jakobsdóttir ræddu um efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar og atvinnuleysi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Logi Einarsson og Katrín Jakobsdóttir ræddu um efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar og atvinnuleysi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Auglýsing

Ekki verður hægt að vinna bug að skulda­stöðu rík­is­sjóðs nema atvinnu­leys­inu verði náð niður að mati Loga Ein­ars­sonar for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þetta sagði Logi í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma í þing­inu í dag en hann beindi fyr­ir­spurn sinni til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Logi gaf lítið fyrir nýbirta fjár­mála­ætlun en sam­kvæmt henni verða á árinu fimm þús­und fleiri ein­stak­lingar atvinnu­lausir heldur en gert var ráð fyrir í síð­ustu fjár­mála­á­ætlun sem sam­þykkt var fyrir jól.

„Í kynn­ing­unni skautar rík­is­stjórnin svo algjör­lega fram hjá því að það er gert ráð fyrir fimm pró­senta atvinnu­leysi í lok tíma­bils­ins, árið 2023. Það er fimm­tíu millj­arða kostn­aður fyrir rík­is­sjóð á hverju ári og sá kostn­aður mun hald­ast um ókomna tíð ef ekki verður ráð­ist að rót vand­ans, sem er fjölda­at­vinnu­leysið,“ sagði Logi.

Auglýsing

Logi vakti í kjöl­farið athygli á orða­notkun í fjár­mála­á­ætl­un­inni en þar er sagt að ef svart­sýn­ustu spár ganga eftir þá verði gripið til „af­komu­bæt­andi“ ráð­staf­ana. „Á skýr­ari íslensku heitir það nið­ur­skurður eða skatta­hækk­anir eða hvort tveggja. Það er ekk­ert sér­lega geðs­leg póli­tísk sýn sem felst í því að sætta sig við áfram­hald­andi atvinnu­leysi en hóta svo með ótil­greindum nið­ur­skurð­ar­til­lögum í lok tíma­bils­ins til þess eins að ná ein­hverju sér­stöku óska­skulda­hlut­fall­i,“ sagði Logi og bætti við að skulda­staðan væri afleið­ing atvinnu­á­stands­ins.

Segir aðgerðir rík­is­stjórnar hafa minnkað sam­drátt

Katrín sagði rík­is­stjórn­ina hafa beitt sér til þess að milda höggið á efna­hags­lífið í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. „Rík­is­stjórnin hefur frá fyrsta degi beitt sér fyrir aðgerðum til að draga úr efna­hags­legum og sam­fé­lags­legum afleið­ing­um. Það eru póli­tískar ákvarð­an­ir, póli­tískar ákvarð­anir sem til að mynda snú­ast um að leggja áherslu á að halda skólum opnum þannig að atvinnu­lífið gæti haldið áfram að ganga sinn gang eins og mögu­legt var, þannig að ekki félli aukin byrði á konur umfram karla út af heims­far­aldri, póli­tískar ákvarð­anir sem fel­ast í því að kynna til sög­unnar bæði hluta­starfa­leið, lok­un­ar­styrki tekju­falls­styrki, við­spyrnu­styrki, hækkun atvinnu­leys­is­bóta og svo mætti lengi telja. Aðgerðir sem hafa skilað því að sam­drátt­ur­inn er minni en áður var spáð.“

Einka­neysla hafi þó að vegið að ein­hverju leyti upp á móti þeirri erf­iðu stöðu sem upp er komin og hún dregið úr sam­drætti að sögn Katrín­ar. Hún sagði rík­is­stjórn­ina hafa beitt sér fyrir því að fólk hafi getað haldið ráðn­ing­ar­sam­bandi með hluta­starfa­leið­inni en nú stæði til að draga úr lang­tíma­at­vinnu­leysi með nýjum aðgerðum undir yfir­skrift­inni „Hefjum störf.“

„Það er risa­stórt verk­efni sem mun skipta veru­legu máli til að draga úr lang­tíma­at­vinnu­leysi, koma fólki aftur út á vinnu­mark­að­inn því það er sam­fé­lags­legt böl ef hér verður áfram lang­tíma­at­vinnu­leysi,“ sagði Katrín undir lok fyrri ræðu sinn­ar.

Verið sé að „sætta sig við lang­tíma­at­vinnu­leysi“

Logi steig í pontu öðru sinni og sagði aðgerð­irnar ekki nógu mikl­ar. „Þær aðgerðir sem gripið er til, þær eru ekki nógu miklar og það er verið að sætta sig við lang­tíma­at­vinnu­leysi hér í land­i,“ sagði hann.

Þá sagði Logi efna­hags­sam­drátt­inn bitna fyrst og fremst á kon­um, ungu fólki og fólki af erlendum upp­runa. Hann sagði fjórð­ung launa­fólks eiga í vanda með að láta enda ná saman og helm­ingur atvinnu­lausra. Hann spurði Katrínu loks hvort hún deildi þeirri sýn með fjár­mála­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­syni, að sjálf­bærni rík­is­bú­skapar snú­ist um til­tekna skulda­stöðu til skamms tíma frekar en að ná niður atvinnu­leysi „og skapa örugga atvinnu fyrir fólk og minnka ójöfnuð í þessu land­i.“

Atvinnu­leysi ógni jöfn­uði

Katrín sagði að það væri ótíma­bært að tala um hvaða áhrif kór­ónu­kreppan hefði haft á stöðu jafn­aðar hér á landi en að hann hafi verið mestur í Evr­ópu fyrir heims­far­ald­ur. Mesta hættan fyrir jöfnuð stafi hins vegar af lang­tíma­at­vinnu­leysi og því hafi aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar snú­ist um að tryggja ráðn­ing­ar­sam­band fólks, tryggja afkomu þessu og að tryggja að hér séu sköpuð fleiri störf að sögn Katrín­ar.

„Við munum sjá núna aukn­ingu Í fjár­fest­ingu rík­is­ins, það hefur tölu­vert verið rætt um opin­bera fjár­fest­ingu og hlut ríkis og hlut sveit­ar­fé­laga í henni, þar sem við erum líka að skapa störf,“ sagði Katrín.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent