„Stóri glæpurinn í þessu er brottvísunin sjálf“

Félags- og vinnumarkaðsráðherra vissi ekki af brottvísun 15 hælisleitenda fyrr en að henni kom í síðustu viku. Þingmaður Pírata spurði ráðherrann á þingi í dag hvað réttlæti brottvísun fatlaðs manns sem leitað hefur réttar síns fyrir dómstólum.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

„Hvernig rétt­lætir félags­mála­ráð­herra að fötl­uðum manni hafi verið sparkað úr landi gagn­gert til að koma í veg fyrir að hann geti sótt rétt­lætið fyrir dóm­stól­u­m?“ spurði Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata, Guð­mund Inga Guð­brands­son, félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Fimmtán umsækj­endum um alþjóð­­lega vernd, sem sumir hverjir hafa dvalið á Íslandi í um tvö ár og höfðu sent beiðni um end­­ur­­upp­­­töku mála sinna til kæru­­nefndar útlend­inga­­mála, voru fluttir í lög­­­reglu­­fylgd úr landi í leiguflug­­vél aðfara­nótt fimmtu­dags í síð­ustu viku. Áfanga­stað­ur­inn var Grikk­land, ríki sem stjórn­­völd hér skil­­greina sem öruggt land þrátt fyrir ábend­ingar fjöl­margra mann­úð­­ar­­sam­­taka um allt ann­að.

Hussein Hassa­in er á meðal þeirra sem vísað var úr landi. Hann er í hjóla­stól og hefur leitað réttar síns fyrir dóm­stólum hér á landi. Kæran snýst um það sem hann telur brot á ákvæðum samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks sem og brot gegn jafn­­ræð­is­­reglu stjórn­­­sýslu­laga. Málið verður tekið fyrir 18. nóv­em­ber, eftir ell­efu daga.

Auglýsing

Vís­aði í end­an­lega nið­ur­stöðu Útlend­inga­stofn­unar og kæru­nefndar

Guð­mundur Ingi ræddi brott­vís­un­ina á Sprengisandi á Bylgj­unni í gær og þar sem hann sagði vinnu­brögð lög­reglu hafa verið óásætt­an­leg og telur hann til­efni til að taka umræðu um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flótta­fólk til Grikk­lands. Andrés Ingi tók undir gagn­rýni ráð­herra á fram­kvæmd­ina sem hafi vissu­lega verið full­kom­lega óboð­leg og ætti ekki að sjást í sið­uðu sam­fé­lag­ið. „En stóri glæp­ur­inn í þessu er brott­vís­unin sjálf.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Andrés Ingi spurði ráð­herra ekki út í „þennan aug­ljósa skort á mannúð í boði rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur,“ beindi hann fyr­ir­spurn sinni að því sem snertir mál­efna­svið ráð­herr­ans.

„Hvernig rétt­lætir félags­mála­ráð­herra að fötl­uðum manni hafi verið sparkað úr landi gagn­gert til að koma í veg fyrir að hann geti sótt rétt­lætið fyrir dóm­stól­u­m?“

Guð­mundur Ingi benti á að það væri nið­ur­staða Útlend­inga­stofn­unar og kæru­nefndar útlend­inga­mála, og dóm­stóla í ein­hverjum til­fell­um, að end­ur­send­ingar til Grikk­lands brjóti ekki gegn mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu eða 42. gr. útlend­inga­laga.

„Við vitum hins vegar öll að það eru ýmsir þrösk­uldar í Grikk­landi sem er ekki hægt að horfa fram hjá. Þegar ég er spurður hvort það sé eitt­hvað sem rétt­læti það að hafa tekið fatl­aðan ein­stak­ling til að senda hann úr landi þá var það nið­ur­staða Útlend­inga­stofn­unar og kæru­nefnd­ar­innar að gera það,“ sagði ráð­herr­ann.

„Út­lend­inga­stofnun og kæru­nefnd útlend­inga­mála eru ekki enda­punkt­ur­inn“

Andrés Ingi sagði það ekki vera end­an­lega nið­ur­stöðu í þessu máli þó að Útlend­inga­stofnun og kæru­nefnd útlend­inga­mála hafi kom­ist að því að vísa eigi fötl­uðum ein­stak­lingi á göt­una þjón­ustu­lausum í Grikk­landi.

„Maður hefði haldið ef ráð­herr­ann hefði snefil af metn­aði fyrir mál­efnum fatl­aðs fólks að hann myndi vilja fá nið­ur­stöðu í þetta umdeilda mál, að hann vildi fá að vita hvernig lögin liggja frekar en að sparka þessum ein­stak­lingum úr landi til þess akkúrat að koma í veg fyrir að dóm­stólar sýni hvað er rétt og hvað ekki. Í stað­inn ákveður ráð­herr­ann að Jón Gunn­ars­son sé sá sem hefur rétt fyrir sér í þessu máli,“ sagði Andrés Ingi og hækk­aði róm­inn.

„Út­lend­inga­stofnun og kæru­nefnd útlend­inga­mála eru ekki enda­punkt­ur­inn þó að Jón Gunn­ars­son segi það. Félags­mála­ráð­herra þarf að átta sig á því ef hann ætlar að vera starfi sínu vax­inn,“ ítrek­aði þing­mað­ur­inn.

Guð­mundur Ingi svar­aði og sagð­ist ekki vera að tala um „eitt­hvað sem hæst­virtur dóms­mála­ráð­herra hefur sett í hendur mínar heldur hef ég lesið þá úrskurði sem hér er um að ræða og vitna til þeirra, svo það sé alveg á hrein­u.“

„Auð­vitað er þetta mál óskap­lega erfitt og það er erfitt að vita til þess að fólk hafi verið sent úr landi áður en mál þeirra var tekið fyrir hjá dóm­stól­um. Ég held að við getum öll verið sam­mála um það,“ hélt hann áfram.

Fram kom í svari hans að hann vissi ekki af brott­vís­un­inni fyrr en að henni kom, aðfara­nótt fimmtu­dags, og sagði að standa verði betur að málum þegar kemur að brott­flutn­ingi.

„Því við erum með kerfi sem er þannig að við tökum ekki á móti öll­um, við vitum það, og sér­stak­lega þegar um fatlað fólk er að ræða. Þá umræðu þurfum við að sjálf­sögðu að taka og það ætla ég að gera með lög­regl­unn­i,“ sagði ráð­herr­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent