Dómari við alríkisdómstól í Bandaríkjunum dæmdi í dag Dzhokhar Tsarnaev, sem ásamt bróður sínum stóð að sprengjuárásum í Boston-maraþoninu 2013, til dauða.
Hinn 21 árs gamli Tsarnaev bað fórnarlömb sín afsökunar þegar hann tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um málið í dómssalnum.
Recap of what happened today in #Tsarnaev's sentencing: http://t.co/ssNYzzf2sg pic.twitter.com/lOQ8hoD6qf
Auglýsing
— The Boston Globe (@BostonGlobe) June 24, 2015
„Ég vil nú biðja fórnarlömbin og þá sem komust lífs af afsökunar,“ sagði hann, að því er fram kemur á vef Boston Globe, en þetta var í fyrsta skipti sem hann tjáði sig frá því málið var dómtekið.
Kviðdómur dæmdi hann einróma til dauða 15. maí síðastliðinn.
Þrír létust og 264 særðust.
https://www.youtube.com/watch?v=-xiXroQp8t4