Auglýsing

Ég er að eld­ast. Ekk­ert brjál­æð­is­lega samt, áður en ykkur fer að líða óþægi­lega. Mér er enn hleypt inn á Prikið og um dag­inn hélt vin­kona dóttur minnar að við værum syst­ur. Aha. Já ég veit.

En samt. Stað­reyndin er sú að ég er að eld­ast. Það er aug­ljóst út frá ýmsu. Fyrsta vís­bend­ingin er fæð­ing­ar­dag­ur­inn minn. Sé hann mið­aður við dag­inn í dag og við­ur­kenndu taln­inga­kerfi ævi­ára beitt á jöfn­una ber allt að sama brunni, ég eld­ist. Sam­kvæmt töl­fræð­inni er nú meiri­hluti mann­kyns yngri en ég, sem til­heyri orðið öldruðum minni­hluta­hópi. Ákveð­inn skellur það.

Önnur vís­bend­ing eru börnin mín. Ég fylgist með þeim stækka og breytast, þau virð­ast líka vera að eld­ast. Síðan koma allskyns fleiri vís­bend­ing­ar, sumar aug­ljós­ari en aðr­ar, nokkrar eru bara innra með mér. Ég lít öðru­vísi út en áður en ég lenti í þessu, lík­ami minn hefur breyst, mér finnst sífellt meira gaman að fara ein í langar göngu­ferð­ir. Ég keypti mér ull­ar­sokka­buxur í Janus­búð­inni fyrir þessar göngu­ferðir mínar og þá sjaldan að ég nenni núorðið á djam­mið fer ég í þær. Það er svo slæmt að verða kalt á djamm­inu, nóg er nú samt. Að öllu þessu sam­an­lögðu hlýt ég því að kom­ast að þeirri einu rök­réttu nið­ur­stöðu; ég er sann­ar­lega að eld­ast.

Auglýsing

Auð­vitað hefði ég mátt sjá þetta fyr­ir, maður heldur samt alltaf að þetta ger­ist bara fyrir ein­hverja aðra. Vin­konur mínar höfðu reyndar lent í þessu ein af ann­arri, mamma og amma líka svo þetta virð­ist vera í ætt­inni. Svo öll þessi afmæli, þótt nokkra síð­ari afmæl­is­daga hafi fólk séð sig knúið til að full­yrða að ég virð­ist í raun alls ekki vera að eld­ast. Slíkt blekkir bara, krakk­ar. Ég hefði nátt­úru­lega átt að leggja saman tvo og þrjá og svo þrjá­tíu en svona getur maður verið blind­ur. Þetta er hið leið­in­leg­asta mál en við fjöl­skyldan reynum að hugsa ekki of mikið um þetta, halda bara áfram dag­legu lífi.

Í fjöl­skyldu­boði forðum heyrði ég, barn­ung, tvær frænkur pískra um þá þriðju. Sú hafði víst ekki sést í dágóðan tíma. Frænk­unum var mikið niðri fyr­ir. ,,S­ástu Eydísi?" hvísl­aði önn­ur. ,,Já almátt­ug­ur, það er aldeilis sem hún hefur elst!" Það hryglaði í hinni af hneyksl­un. ,,Hvað er langt síðan síð­ast, fimm ár?" Ég stóð hrelld hjá, miður mín yfir þessu með Eydísi og von­aði heitt og inni­lega að ég slyppi við þessi ósköp, að eld­ast. Það hljóm­aði hræði­lega. Seinna leit­aði ég ves­al­ings öldr­uðu Eydísi uppi, skoð­aði hana laumu­lega í krók og kima og sá raunar ekk­ert ófreskt við hana. Hún var bara venju­leg kona, eins og mamma. Ég mundi samt ekki fimm ár aftur í tím­ann, kannski hafði umrædd Eydís fermst fimm árum áður.

Trú­legra er þó að eft­ir­far­andi hafi ger­st: Eydís hafði lifað í fimm ár frá því að frænku­fíflin sáu hana síð­ast. Hún dó ekki á þessum tíma heldur lifði árin af. Það er nefni­lega bara tvennt í stöð­unni; að hætta að lifa og eld­ast þá ekk­ert meir, eða að eld­ast. Auð­vitað var þó mein­ingin sú að Eydís hafði framið þá höf­uð­synd kvenna að lifa árin af OG bera þess ein­hver merki. Hún hafði ekki frosið í tíma, árin sáust á henni. Breyt­ing hafði átt sér stað, öldr­un. Ugh.

Í flestu þykja breyt­ingar af hinu góða. Sam­fé­lagið breyt­ist, tæknin líka, vís­ind­in, við öll. Fram­far­ir, þró­un. Reynsla, þekk­ing. Allt krefst þetta tíma, hann þarf að líða. Við viljum að hann líði. Stöðnun er nei­kvæð, and­stæðan við breyt­ing­ar. Þetta virð­ist eiga við um allt nema lík­am­legt ástand okk­ar, sér­stak­lega kvenna. Heil síða á mbl.is er til­einkuð lof­söng til kvenna sem ekki virð­ast eld­ast og heilla­ráðum til okkar hinna um hvernig feta skuli í fót­spor þess­ara hetja. Hvað svo sem kvenskepn­unni tekst að afreka í ver­öld­inni toppar ennþá ekk­ert það allra merkasta, að eld­ast ekki. Eng­inn nennir líka eldri kon­um, þær verða ósýni­legar upp úr fimm­tugu nema með umtals­verðri aðstoð og inn­gripi. Og jafn­vel þá hlæjum við að þeim.

Allt snýst þetta jú á end­anum um end­ann. Við hræð­umst þá óbæri­legu til­hugsun að við sjálf end­um. Hvernig má vera að ég, sjálf­skipuð miðja míns eig­ins alheims, líði að lokum undir lok? Við leggjum okkur á ýmsan hátt niður til að forð­ast þann veru­leika. Dauða­hræðslan er í öllu, alls stað­ar. Hún er í rán­dýra næt­ur­krem­inu sem við smyrjum okk­ur, í hverf­ulu augna­ráði mið­aldra eig­in­manns­ins sem leitar á ung og ókrumpuð mið, í nýja bílnum sem við höfum ekki efni á og hressa einka­þjálf­ar­anum sem við í raun­inni höt­um. Þessi sammann­legi ótti er svo virkj­aður af ill­vilj­uðum auð­valds­öfl­um, æsku­blóm­inn er tapp­aður á hina ýmsu tanka og seldur í öllum betri apó­tek­um. Reynsla og þekk­ing er góð og blessuð ef borin fram af þrýstnum vörum í hrukku­lausu and­liti.

Enda­lok eru samt bæði næs og nauð­syn­leg. Of löng bók er óþol­andi. Hugsið ykkur hvað Lost hefðu getað verið mikil snilld ef þeir hefðu bara sætt sig við eigin enda­lok eftir fyrstu ser­í­una. Allt umfram var bara pirr­andi þvæla. Að eld­ast vel þýðir ekki að frjósa í tíma og afneita árun­um, það þýðir að fagna breyt­ing­um, læra og vaxa og loka síðan bók­inni sátt í sinni og krump­uðu skinni.

Svo er líka bara mjög sexí að eld­ast. Janus­bux­urnar fara alltaf heim með þeim heitasta í bænum og fá aldrei blöðru­bólgu. Já ég veit.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði