Auglýsing

Hildur Lilli­endahl kastaði enn einni bombunni en eyddi henni svo. Hún sagði „Hetjur hafs­ins komu líka í land, duttu í það og lömdu kon­urnar sín­ar. Við skulum ekki gleyma skugga­hlið­unum á þess­ari menn­ing­u.”

Ein­hverjir brugð­ust ókvæða við. Hildur eyddi póst­inum út, sem segir að hún hafi séð að sér eða viljað orða þetta á smekk­legri hátt, eða að þetta hafi verið sett fram í hvat­vísi. Og Hildur segir alls konar - eins og við öll. Sumt er snið­ugt, sumt ekki. Engu að síður er eyddi póst­ur­inn ræddur fram og til baka. Þeir sem hata Hildi mest eru þeir sem halda nafn­inu hennar mest á lofti og hafa gert hana að því selebi sem hún er. Þeir gleyma því stundum að það eru þeir sem eru æstir í að klikka á allt þar sem nafn hennar kemur fyr­ir, deila því og kommenta á það. Fjöl­miðlar gera fréttir um það sem hún lætur frá sér svo lengi sem hat­ur­skór­inn ýtir á fréttir þar sem nafn hennar kemur fyr­ir. Hún er seleb, og það er þeim að þakka.

Við byrjum á orð­heng­ils­hætti og útúr­snún­ing. Ég skil lík­a-ið sem „sum­ir, ekki all­ir“ á meðan aðrir kjósa að lesa þetta sem stóra alhæf­ingu. Sem alhæf­ing er þetta auð­vitað algjört kjaftæði. Engin ein stétt held ég að stundi meira ofbeldi en önn­ur. En endi­lega, ræðum um ofbeldi og ást­ar­sam­bönd og áfengi. Já, og aðrar klisj­ur.

Auglýsing

Það eru 364 aðrir dagar árs­ins sem hún gat sagt þetta 



Það er vissu­lega staður og stund fyrir allt, en sá sem beitir ofbeldi spyr ekki um hvaða dagur er á alm­an­ak­inu. Hvað finnst fólki um aug­lýs­ingar sem hafa verið spil­aðar um jólin um áfeng­is­drykkju? Eru þær að eyði­leggja hátíð­leika jól­anna fyrir ykk­ur? Ég er bæði að tala um þessa sem fjallar um heim­il­is­of­beldi og þessa sem fjallar um eftir einn ei aki neinn. Þær eyði­leggja ekki jólin fyrir mér, en jól fjölda fólks eru ónýt úr af drykkju fjöl­skyldu­með­lims. Þöggun er besti vinur ofbeld­is­ins og með­virkn­inn­ar. Tölum um ofbeldi og áfeng­is­neyslu og aðstæður og að þetta tvennt á sér stað alla daga árs­ins.

Sum við­brögðin við þessu voru á þá leið að ekki mætti segja neitt illt um sjó­menn, hvort sem væri á sjó­manna­degi eða aðra daga. Þeir væru hetjur hafs­ins og mátt­ar­stólpi sam­fé­lags­ins. Svona eins og her­menn í öðrum lönd­um, fannst manni.

Sum við­brögðin við þessu voru á þá leið að ekki mætti segja neitt illt um sjó­menn, hvort sem væri á sjó­manna­degi eða aðra daga. Þeir væru hetjur hafs­ins og mátt­ar­stólpi sam­fé­lags­ins. Svona eins og her­menn í öðrum lönd­um, fannst manni. Ég þekki fjölda sjó­manna, bæði í fjöl­skyld­unni og í vina- og kunn­ingja­hópi. Sumum í fjöskyld­unni kynnt­ist ég aldrei því þeir fór­ust á sjó. Einn þeirra sem ég kann­ast við var sjálfum sér ekki til sóma og það var einmitt undir þessum hetju­for­merkjum sem ofbeld­inu var skýlt. Kona sem mér þykir afar vænt um átti sjó­mann sem kom í land, datt í það og ter­r­oriser­aði hana og börn­in. Hún sagði að þetta væri skaffara­syndróm - að honum þætti sem þetta væri í góðu lagi. Þetta voru jú launin hans og hann hélt heim­il­inu uppi með þess­ari vinnu. Stundum varði hún hann með svip­uðum orð­um. Hann skaffaði, og lagði sig í hættu, og hvað? Mætti hann ekki drekka í friði án þess að hel­vítis kell­ingin væri að væla í honum enda­laust? Og þeg­iði krakk­ar.

Hann var sjó­maður dáða­dreng­ur, en drabb­ari eins og geng­ur 



Í róm­an­tískum sjó­manna­lögum eru þeir nokkrir drykkju­menn­irn­ir, en það er alltaf sungið um það eins og það sé voða­lega dúllu­leg klisja. Simbi hall­aði sér að glas­inu og Þórður gerði það líka. Gylfi Ægis, Villi Vill og Sverrir Storm­sker mega syngja um sjó­manns­drykkj­una. Aðrar starfs­stéttir drekka alveg líka, t.d. lækn­ar, blaða­menn og stjórn­mála­menn. Ég lærði samt enga söng­texta um það í Ísaks­skóla. Textar Bubba Morthens eru alls ekki til að fegra sjó­manns­lífið eða ímynd sjó­manna. Þeir eru samt margir hverjir frá­bær­ir.

Sum­ir, fáir, kannski einn, kannski tveir, kannski hund­rað, koma í land og detta í það og lemja ein­hvern heima hjá sér. Nákvæm­lega eins og sumir klára vakt, fara heim úr ann­ari vinnu og leggja hendur á fjöl­skyldu­með­limi.

Sjó­manna­dag­ur­inn er hátíð­is­dag­ur. Menn klæða sig upp og syrgja fallna vini og þakka fyrir að hafa kom­ist enn og aftur í land. Takk sjó­menn, fyrir að standa vakt­ina og fyrir ykkar hetju­dáð­ir.  Sum­ir, fáir, kannski einn, kannski tveir, kannski hund­rað, koma í land og detta í það og lemja ein­hvern heima hjá sér. Nákvæm­lega eins og sumir klára vakt, fara heim úr ann­ari vinnu og leggja hendur á fjöl­skyldu­með­limi. Drykkju­vanda­mál og ofbeldi því sam­hliða eru von­andi ekki hluti af sjó­mennsk­unni frekar en nokk­urri annarri starfs­stétt. Ein­stak­lingar beita ofbeldi, ekki starfs­stétt­ir. Og sumir ein­stak­lingar eru sjó­menn.

Á 17. júní fögnum við því sem við köllum lýð­ræði. Sumir skrifa lof­grein­ar, en aðrir spyrja sig hvort stjórn­ar­hættir séu í alvöru næs. Fjall­konan hrópar á virkj­ana­vægð með því að lesa ljóð sem lofar land og nátt­úru yfir ráð­herrum og þing­mönn­um. Eng­inn segir henni að hætta að skemma hátíð­leik­ann.

Á ég að segja eitt­hvað ljótt um konur á kven­rétt­inda­dag­inn?



Tveir kunn­ingjar mín­ir, annar upp­á­halds­sjó­mað­ur­inn minn, hafa komið fram með rök­semda­færsl­una „hvernig lit­ist þér nú á ef ég myndi segja á kven­rétt­inda­dag­inn að sumar konur lemdu og myrtu börnin sín? Og færu frá þeim? Og lemdu líka menn­ina sína? Og keyptu dóp fyrir barna­bæt­urn­ar?”

  1. Starfs­stétt og kyn er ekki sam­bæri­legt.

  2. Það eru til konur sem gera þetta. Mér finnst ekki vegið að heiðri mínum sem kona að um þetta sé rætt. Ég lem ekki kærast­ann minn, myrði börn eða fæ barna­bætur til að kaupa dóp fyr­ir.

  3. Sam­bæri­legt: Á verka­lýðs­dag­inn ræðum við ekki bara um jákvæðar hliðar þess að vera verka­lýð­ur. Komm­on.

  4. Kven­rétt­inda­dag­inn? Af því að ég er kona? Ef þú vilt setja þetta í sam­hengi og það við mig, gæt­irðu til dæmis bent á fjölda fjöldamorð­ingja og barna­perverta sem hafa skýlt sér á bak­við trúðs­gervi í stað þess að hengja bara á mig pík­una. Við sirkus­fólk eigum bara engan hátíð­is­dag, enn­þá.

    4b. Í tengslum við kosn­inga­rétt kvenna væri kannski frekar hægt að tala um hvernig við beitum kosn­inga­rétt­inum á sadískan hátt til þess að kjósa yfir okkur van­hæft fólk, og það það séu skugga­hliðar á kosn­inga­rétt­inum og lýð­ræð­inu.

  5. Góð hug­mynd að ræða þetta og halda mál­þing um kon­ur, og þeirra geð­veil­ur, ofbeldi sem þær beita og fíkni­sjúk­dóma í kringum dag til­eink­aðan konum og þeirra rétt­ind­um. Einn kom með nafn á mál­þing­ið: Hetjur heim­il­anna.

„Um­ræð­an“ á fjölda ster­íótýpa yfir starfs­stétt­ir: Stjórn­mála­menn eru sið­blind­ir. Lista­menn eru afæt­ur. Lög­menn eru sál­ar­laus­ir. Blaða­mönnum er ekk­ert heil­agt. Kven­sjúk­dóma­læknar eru pervert­ar. Þegar þessi sjón­ar­mið koma fram stekkur starf­stéttin ekki upp og allir sem þekkja ein­hvern í henni fram og segja: Heyrðu mig nú, ekki allir sko.

Klisjan er fjar­stæðu­kennd, þó við þekkjum ef til vill einn sem passar inn í hana.

#þöggun og #fokkof­beldi



Í sömu vik­unni eru sam­fé­lags­miðlar betrekktir gulum og app­el­sínu­gulum grímum sem tákna að við eigum ekki að þagga niður ofbeldi. Sjó­manna­dag­ur­inn er alveg jafn mik­ill hátíð­is­dagur sjó­mannskvenna; þetta hefur oft verið sagt í fal­legum ræðum og stórir sjó­menn með akk­er­istattú fella tár. Þeirra kvenna vegna, og þeirra örfáu sem hafa lent í ofbeldi að hálfu maka síns, eða að vera í sam­bandi með drykkju­manni, skulum við ekki gera lítið úr því hvort sem hann er sjó­maður eða ekki. And­skot­inn hafi það, það er ekki hluti af því að vera maki ein­hvers að þurfa að kóa með fíkni­sjúk­dómi eða bar­smíð­um. Sama hversu mikil hetja hann og sam­starfs­fé­lag­arnir eru.

Drykk­felldi sjó­mað­ur­inn er að verða útdauð klisja. Það er t.d. erf­ið­ara að fá pláss núna svo ég efast um að það sé verið að halda í ein­hverja ógæfu­menn í góðum stöðum á sjó. ­Sömu­leiðis eru kon­urnar líka farnar að skaffa ágæt­lega í landi, svona þrátt fyrir launa­mun.

Fögnum nútíma­sjó­mann­inum og for­dæmum ofbeld­is­verk



Við eigum ekki að gera lítið úr sjó­mönnum eða nokk­urri ann­ari stétt með því að bendla við­kom­andi við drykkju­skap og ofbeldi. Við skulum heldur ekki gera lítið úr þeim skaða sem þeir örfáu sem drekka illa og beita ofbeldi orsaka. Það getur verið að ég sé lituð af einu dæmi úr mínum innsta hring. Svo­leiðis er það oft: Ein­hver brýtur á einum sem fer að pæla í af hverju og hvernig er hægt að koma í veg fyrir fleiri til­felli. En takk samt sjó­mennska, fyrir að eðli máls­ins sam­kvæmt var þessi eini ekki alltaf í landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None