Blessuð ljóðajólin

Ljóðajólin eru til umfjöllunar í bókarýni Þorgeirs Tryggvasonar í þetta skiptið. Þau verða hátíðleg þetta árið, og skemmtileg í fjölbreytileika sínum.

Bækur
Auglýsing

Fyrstu gár­urnar í jóla­bóka­flóð­inu í ár voru ljóða­bæk­ur. Kannski er það alltaf þannig, en fljót­lega varð ljóst að nú var óvenju­mikið af bita­stæðum bókum í flæð­ar­mál­inu. Þegar tím­inn og rýmið er tak­markað er nauð­syn­legt að fara hratt yfir sögu svo ég hef ákveðið að skrifa stuttar umsagnir um nokkrar þess­ara bóka í einum pistli. 

Linda Vil­hjálms­dóttir

Frelsi

Mál og menn­ing

„Meit­luð reiði“ ein­kennir þessa bók umfram ann­að. Linda eyðir ekki mörgum orðum en eyðir senni­lega eftir því mörgum stundum í að velja þau. „Beisluð kald­hæðni“ væri líka ein­kunn sem mætti nota. Kald­hæðni beitt fyrir vagn þess erindis að segja sam­tím­anum til synd­anna. 

Auglýsing

Segja má að bókin skipt­ist í þrjá ljóða­bálka, eða jafn­vel þrjú sam­felld ljóð, með inn­gangi. Grípum niður í fyrsta hluta þar sem grillið er leið­ar­stef­ið, að manni sýn­ist að góð­borg­arar fletti yfir­breiðsl­unni á kvöld­in:



Í stað þess að grafa kjötið í jörðu

var ákveðið að fýra upp í grill­in­u
í góð­gerð­ar­skyni og bjóða þeim

verst settu í garð­inn í ókeypis löns

Því sem af gengur

þegar við skellum í lás

verður fleygt fyrir hrafn­inn og hundana

og restin fer út fyrir girð­ingu á haug­ana

Þar sem úrgangur mann­lífs­ins

endar í mál­fræði­legri hag­ræð­ingu

svo að eftir standa sótt­hreinsuð sorp­orð

eins og förgun urðun losun og ger­eyð­ing

Eins og ég sagði: Meit­luð reiði, beisluð kald­hæðni.

Annar hlut­inn lýsir ferð til Lands­ins helga, sem er Lindu alls ekki heil­agt – sam­hengi sögu og nútíma­skelf­ing­ar­innar liggur ljóst fyrir í þessum glæsi­lega texta.

Í þeim þriðja er röðin komin að stjórn­mál­unum og glæpum þeirra – glæpum gegn nátt­úr­unni, fram­tíð­inni og – kannski ekki síst – tungu­mál­inu. Skrið­þung­inn og mælskan vex eftir því sem líður á bók­ina, málag­inn og orð­vísin láta stundum allt að því undan erind­inu. En bara næstum því. 

Útkoman er mín eft­ir­læt­is­ljóða­bók þessa árs. 



Bubbi Morthens

Öskr­aðu gat á myrkrið

Mál og menn­ing

Auð­vitað hefur það áhrif á við­tökur þess­arra ljóða að hér yrkir þjóð­frægur maður sem hefur svo sann­ar­lega ekki sett ljós sitt undir mæli­ker. Fyrir vikið verður yrk­is­efni Bubba: erfið lífs­reynsla, bar­átta við fíkn­ina og til­finn­inga­leg úrvinnsla þessa, engin sér­stök opin­ber­un. Við höfum heyrt þetta áður. Einn styrkur hennar er fólgin í kraft­inum sem býr að baki – sál­ar­lífsólg­unni sem þeytir orð­unum á papp­ír­inn. Kannski líka veik­leiki, á köflum væri fengur að meiri ögun, fjöl­breytt­ari efn­is­tök­um, færri orð­um. Sér­stak­lega þegar bókin er lesin frá upp­hafi til enda í einni setu. Sem hún líka kallar á – þetta er sam­fellt verk, ekki ljóða­safn. 

Það vinnur síðan með bók­inni hvað hún kemur á köflum vel út í sam­an­burði við það sem lægst flýgur af því mikla magni ljóð­ræns texta sem frá Bubba hefur komið í gegnum árin. Hún rifjar líka upp fyrir manni hvað hann hefur stundum fundið og dregið upp snjallar og sterkar mynd­ir:

Þú vaknar grill­aður

ríg­heldur þér 

í myrkrið

reiðin ryðst 

eins og svört eðja

inní vit­und þína

og öskrar

þögn ég heimta þögn

það var alltof seint

eng­inn hafði rek­ist á þögn­ina 

í ára­tugi

Það er alla­vega ljóst að Bubbi Morthens á alger­lega erindi á þennan vett­vang, og blasir við að Öskr­aðu gat á myrkrið mun gefa þeim sem ekki fella sig við tón­list­ina tæki­færi til að kynn­ast hon­um, og þeim af aðdá­end­un­um, sem mögu­lega töldu sig ekk­ert hafa með nútímaljóð­list að gera, til­efni til að hugsa sig aftur um.

Urður Snæ­dal

Písl­irnar hennar mömmu

Bók­stafur

Húmor og sjálfs­háð ræður ríkjum og mótar alla fram­setn­ingu Urðar í þess­ari bók, þar sem móð­ur­hlut­verk­ið, róm­an­tískar hug­myndir um það og árekstur þeirra við raun­veru­leik­ann eru til skoð­un­ar. 

Þetta er t.d. fram­úr­skar­and­i:

og þarna er hún allt í einu.

eina mann­eskjan 

i öllum heim­in­um 

sem nær

að heilla mig upp úr skónum

strax

við fyrstu kynni

þótt hún sé nakin

og öskr­andi

og með kúk í hár­inu.

Stundum þykir pemp­íum eins og mér kannski Urður fara full­frjáls­lega með lík­ams­vess­ana. Það hvarfla alveg að manni efa­semdir um að knýj­andi list­ræn þörf knýji stærstu gusurn­ar. Eins er alveg ljóst að margar ljóða­bækur árs­ins eru veiga­meiri gripir í erindum sínum og list­rænum tökum á ljóð­form­inu. Engu að síður er von­laust annað en að hafa mikið gaman af sam­fylgd­inni með Urði Snæ­dal. Jafn­vel þó áfanga­stað­irnir séu hvers­dags­leg­ir:



hús­mæðra­or­lofið mitt

er barn­laus ferð

í Bónus

Stór­skemmti­leg bók sem allir sem eiga börn, eiga vini sem eiga börn eða hafa verið börn munu finna sam­hljóm í. Og hlæj­a.



Sjón

Grá­spörvar og ígul­ker

JPV

Hvernig bindur maður óbundið mál? Hvað gerir ljóð að ljóði? Sjón svarar þessu á alls­konar hátt í Grá­spörvum og ígul­kerj­um, og var það fyrsta sem ég festi athygl­ina á við lestur bók­ar­inn­ar. Umfram inni­hald­ið. Það má. 

b ó k i n  u m  s n j ó i n n
hún hefst á til­vitnun sem inni­heldur orðið augn­hvíta

í annarri máls­grein kemur fyrir kven­manns­nafnið drífa

og er sagt bera með sér gæfu sé það gefið tví­bura­systur
þriðji kafli segir frá rúm­laki sem blaktir fyrir hægum vindi

á snúru aftan við þrí­lyft hús í brekku þaðan sem sér út langan fjörð
fjórði hlut­inn ger­ist á afkasta­miklu mjólk­ur­búi þar sem mjólkin

freyðir í mjalta­föt­unum og skyr er hrært í risa­stórum stálgámi
á loka­síð­unni tuldrar gam­al­menni: „svefn­blár, hann var svefn­blár“

Text­arnir í bók­inni taka ótal form, en öll eru þau form. Yrk­is­efnin eru illá­þreif­an­leg með öðrum orðum en ljóð­anna. Nátt­úra, yfir­nátt­úra, goð­sögur og veru­leiki á því súr­r­eal­íska stefnu­móti sem við sem byrj­uðum að lesa ljóð Sjóns á mennta­skóla­ár­unum á níunda ára­tugnum þekkjum og allir ættu að njóta þess að kynn­ast. Það er enn kengur í þessum galdri. Þrátt fyrir þessu snjöllu varn­að­ar­orð af bak­síð­unni:


það vill henda í ljóðum

að þegar þokunni léttir

taki hún með sér fjallið

Ynd­is­leg lítil bók.

Óskar Árni Ósk­ars­son

Blý­eng­ill­inn

Bjartur

Hér ægir saman allskyns text­um, smíð­uðum út frá ansi ólíkum ljóð­rænum og fag­ur­fræði­legum for­send­um. Alltaf er samt hin lága og hvers­dags­lega stemm­ing ríkj­andi, ef það er rétta orð­ið. Ekki skáld til­finn­inga­ólg­unnar eða mælg­inn­ar, Ósk­ar. Mér finnst nú ekki allt hitta í mark. En þegar best lætur fer and­inn á flug, þegar óvæntu ljósi er brugðið á hvers­dags­leik­ann - og gefnir í skyn harmar sem gætu spannað heila ævi:



Gömul skóla­systir

Það var ekki fyrr en hann stopp­aði bíl­inn við Skál­ann í Vík í Mýr­dal að hann átt­aði sig á að eitt­hvað und­ar­legt var á seyði: Hann hafði tekið ranga konu með sér í sum­ar­frí­ið. Hann fór að fiska eftir því með hægð hver hún gæti eig­in­lega verið þessi kona sem sat við hlið­ina á honum í bíln­um. Hann hefði getað sagt sér það sjálfur að ekki var allt með felldu, því ekki var ein­leikið hvað konan þekkti vel öll örnefni og kenni­leiti á leið­inni og var óspör á að miðla þess­ari vit­neskju sinni. Eftir að hann hafði lagt fyrir hana nokkrar var­færnar spurn­ingar kom upp úr dúrnum að þetta var gömul skóla­systir hans. Og þegar hann fór að spyrja hana nánar um hagi hennar kom í ljós að þau höfðu verið gift í þrjá­tíu ár og að hún vissi ekki betur en þessi ferð hefði einmitt verið farin í til­efni þeirra tíma­móta.

Þetta er ein­hver besti og snjall­asti texti sem ég hef lesið á þessu ári. Þó ekki sé allt jafn frá­bært og þetta í Blý­engl­inum þá eru topp­arnir topp­ar.

Ljóða­bækur fara vel í jóla­pakka. Þær gefa hönn­uðum líka færi á að skína, og sumir þeirra gera það í ár. Allar ofan­greindar eru t.d. mjög snotr­ar, Sjón­s­bók þó feg­urst. Af öðrum augna­yndum má t.d. nefna Alm­anak Ólafs Jóhanns Ólafs­sonar (Ver­öld) og frum­leg hönnun verð­launa­bókar Ragn­ars Helga Ólafs­son­ar, Til hug­hreyst­ingar þeim sem finna sig ekki í sam­tíma sínum (Bjart­ur), fangar líka athygl­ina. Þar er t.d. þetta eit­ur­snjalla tit­illjóð – mitt eft­ir­lætis ein­staka ljóð árs­ins og sem sannar hvað þessi teg­und tján­ingar getur verið leiftr­andi, snjöll og ómissandi:



TIL HUG­HREYST­INGAR

ÞEIM SEM FINNA SIG EKKI

Í SAM­TÍMA SÍNUM

(eða: Í fram­tíð­inni #3)

Í fram­tíð­inni

þegar tíma­ferða­lög verða mögu­leg;

Fólk fer ennþá á bar­inn

en skreppur svo aftur í tím­ann til að fá sér rettu.

Flestir munu hafa atvinnu og búfestu í sinni nútíð

en ferð­ast í tíma í frí­tíma sín­um.

Í fram­tíð­inni

mun það koma fyrir

– sum kvöld – 

að þar verður eng­inn.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None