Annus Condor

Björn Valur Gíslason
Auglýsing

Þeg­ar við gerum upp árið horfum gjarnan nær okkur við slíkt og til þeirra sem standa okkur næst. Það er skilj­an­legt. Við verðum samt í leið­inni að gæta þess líta til sam­fé­lags­ins alls og reyna að leggja mat á hvort okkur hafi miðað eitt­hvað úr stað. Skoð­anir okkar á því hvort árið var gott eða ekki eru því skiptar og ráð­ast af eigin hag­munum í bland við líf­sýn okk­ar. Það má þess vegna búast við því að það sem einum þótti vera gott ár þyki öðrum vera mið­ur. Til að leggja ­mat á árið og reyna að átta mig á því hvernig árið 2015 þá ákvað ég að setj­ast og rifja upp það sem ég man eftir að mark­verð­ast hafi gerst á árinu, án þess að ­leita á net­inu. Minnið er ekki óskeik­ult og án vafa margt sem hefur gleymst. En ­sam­kvæmt þess­ari óvís­inda­legu aðferð var árið 2015 svona:

Auglýsing
  • Þetta var árið sem rit­stjóri DV neit­aði því að vera fram­sókn­ar­maður

  • Þetta var árið sem fyrrum rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins við­ur­kenndi að hafa njósnað um sam­landa sína og fram­selt öðru ríki upp­lýs­ingar um þá

  • Þetta var árið sem for­sæt­is­ráð­herra greiddi 8 millj­ónum lægri skatta en áður vegna afnáms auð­legð­ar­skatts

  • Þetta var árið sem for­maður sjálf­stæð­is­flokks­ins sagði ell­efu sinnum orð­ið „­fjöl­skylda“ í setn­ing­ar­ræðu sinni á lands­fundi flokks­ins

  • Þetta var árið sem for­maður sjálf­stæð­is­flokks­ins við­ur­kenndi að hafa árum ­saman verið skráður á erlenda vef­síðu sem hvetur til fram­hjá­halds

  • Þetta var árið sem stöð­ug­leika­skatt­ur­inn var kynntur um leið og hætt var við hann

  • Þetta var árið sem fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lúff­aði með stöð­ug­leika­skatt­inn og ­samið var við kröfu­hafa

  • Þetta er árið sem hægri­flokk­arnir sömdu um stór­kost­legan afslátt til­ ­kröfu­hafa í gömlu bank­anna

  • Þetta var árið sem kröfu­haf­arnir afhentu íslenska rík­inu illselj­an­lega ­banka og góss upp á gríð­ar­legar upp­hæðir til ráð­stöf­unar gegn því að fá að fara úr landi með verð­mæt­ustu eigur sínar

  • Þetta var árið sem Alþingi var kallað saman í kyndi til að setja lög til­ að stöðva leka úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu um samn­inga við kröfu­hafa

  • Þetta var árið sem ráð­herrar og þing­menn réð­ust með offorsi gegn al­menn­ingi sem gagn­rýndu stjórn­völd

  • Þetta var árið sem iðn­að­ar­ráð­herra gaf fisk­eld­is­fyr­ir­tæki í heimabæ sín­um ­mörg hund­ruð millj­ónir úr rík­is­sjóði

  • Þetta var árið sem þing­menn fengu launa­hækkun jafnt fram í tím­ann sem aftur í tím­ann

  • Þatta var árið sem öryrkjar og eldri­borg­arar voru sviknir um launa­bæt­ur til sam­ræmis við aðra laun­þega

  • Þetta var árið sem þekktir ein­stak­lingar í sam­fé­lag­inu boð­uðu þjóð­ar­átak til að koma rík­is­stjórn­inni frá völdum

  • Þetta var árið sem rík­is­stjórn hægri­flokk­anna sló Ísands­met í sum­ar­fríi

  • Þetta var árið sem fjár­mála­r­á­herra boð­aði aðra einka­væð­ingu á banka­kerf­inu

  • Þetta var árið sem fólki var vísað frá námi vegna aðgerða ­rík­is­stjórn­ar­innar

  • Þetta var árið sem fang­els­is­mála­stjóri til­kynnti að loka þyrfti fang­elsum­ ­sökum fjár­skorts

  • Þetta var árið sem veiði­gjöld voru lækkuð þriðja árið í röð

  • Þetta var árið sem æ fleiri Íslend­ingar ákváðu að flytja frá land­inu

  • Þetta var árið sem Alþingi ákvað að beiðni for­sæt­is­ráð­herra að byggja við ­þing­húsið fyrir nokkra millj­arða eftir nærri 100 ára gam­alli teikn­ingu af heima­vist

  • Þetta var árið sem for­sæt­is­ráð­herra nennti ekki að taka þátt í sam­eig­in­legum mót­mælum þjóð­að­ar­leið­toga gegn hryðju­verkum í París

  • Þetta var árið sem upp komst að mennta­mála­ráð­herra er fjár­hags­lega háð­ur­ að­ilum sem hann hefur sinnt sér­stak­lega sem ráð­herra

  • Þetta er árið sem almenn­ingur tók völdin í sínar hendur og rak stjórn­völd til baka með ákvörðun sína um að reka Albanska fjöl­skyldu úr landi

  • Þetta var árið sem þing­kona sagði að opin­bert nið­ur­greitt leigu­hús­næð­i væri hennar helg­asta vé á sama tíma og hún leigði eigið hús­næði út til­ ­ferða­manna

  • Þetta var árið sem landið log­aði í verk­föllum jafnt á almennum sem op­in­bera vinnu­mark­að­inum

  • Þetta var árið sem for­maður sjálf­stæð­is­flokks­ins sagði að skerða þyrft­i verk­falls­rétt launa­fólks

  • Þetta var árið sem for­sæt­is­ráð­herra sendi launa­fólki í verk­föllum skila­boð um að verð­trygg­ing yrði ekki afnumin nema fólk léti af verk­föllum

  • Þetta var árið sem verð­trygg­ingin var ekki afnumin

  • Þetta var árið sem fjöl­mið­ill skildi fram­sókn­ar­flokk­inn

  • Þetta var árið sem for­sæt­is­ráð­herra lagði fram svo vonda til­lögur um hvernig minn­ast mætti upp á 100 ára full­veldis Íslands að þær fegn­ust ekki af­greiddar úr rík­is­stjórn

  • Þetta var fjórða árið í röð sem lagt var fram fjár­laga­frum­varp sem á að skila rík­is­sjóði á núlli á næsta ár

  • Þetta var árið sem ölv­aður þing­maður stjórn­ar­liðs­ins ældi yfir far­þega í milli­landa­flugi

  • Þetta var enn eitt metárið í Íslenskum sjáv­ar­út­vegi

  • Þetta var árið sem fjár­mála­ráð­herra gat ekki svarað fyr­ir­spurnum úr ­þing­inu um 80 millj­arða milli­færsl­una

  • Þetta var árið sem for­stjóri Land­spít­al­ans sagði spít­al­ann hafa fall­ið ­niður um deild

  • Þetta var árið sem for­stjóra Land­spít­al­ans ofbauð fram­koma og við­horf ­for­ystu­fólks stjórn­ar­flokk­ana gagn­vart Land­spít­al­anum

  • Þetta var árið sem mennta­mála­ráð­herra viðr­aði hug­mynd um ­rík­is­tón­list­ar­skóla

  • Þetta var árið sem aðeins 5% lands­manna töldu for­sæt­is­ráð­herra ver­a heið­ar­legan stjórn­mála­mann

  • Þetta var árið sem iðn­að­ar­ráð­herra fór Gullna hring­inn án þess að þurfa að bíða í röð eftir að kom­ast á kló­settið

  • Þetta var árið sem fjár­mála­ráð­herra sagði að jöfn­uður væri lík­lega orð­in of mik­ill

  • Þetta var árið sem reynt var að múta for­sæt­is­ráð­herr­anum

  • Þetta var árið sem vel­ferð­ar­ráð­herra hædd­ist að starfs­fólki fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins fyrir leti og dug­leysi og sendi þeim orkust­angir

  • Þetta var árið sem banka­stjóri Lands­bank­ans lýsta yfir blússandi góð­æri

  • Þetta var árið sem fyrrum inn­an­rík­is­ráð­herra sagði sjálf­stæð­is­flokk­inn vera fjölda­hreyf­ingu vand­aðs fólks

  • Þetta var árið sem vara­for­mað­ur­ ut­an­rík­is­mála­nefndar tal­aði aðeins í 20 mín­útur á Alþingi vegna þess að ­þing­málin voru utan við áhuga­svið hennar

  • Þetta var árið sem Þró­un­ar­sam­vinnu­stofnun var lögð niður að til­lögu utan­rík­is­mála­nefndar

  • Þetta var árið sem ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar greidd­u nærri einn millj­arð í ráð­gjöf sem þeir sóttu að mestu til val­inna flokks­fé­laga

  • Þetta var árið sem rík­is­sjóður borg­aði 500 millj­ónir fyrir að flytja gamlan grjót­garð stein fyrir stein frá einum stað til­ ann­ars að kröfu for­sæt­is­ráð­herra

  • Þetta var árið sem for­maður fjár­laga­nefnd­ar ­sagði starfs­fólk Rík­is­kaupa vera spillt og hugs­aði aðeins um eigin hags­muni

  • Þetta var árið sem fjár­mála­ráð­herra bað um heim­ild Alþingis til að einka­væða bank­ana en fékk ekki

  • Þetta var árið sem flokks­þing fram­sókn­ar­flokks­ins sam­þykkti að Lands­bank­inn yrði áfram í eigu þjóð­ar­innar sem ­sam­fé­lags­banki

  • Þetta er árið sem það opin­ber­að­ist að svo köll­uð ­leið­rétt­ing gagn­að­ist tekju­hæsta hópi lands­manna mun betur en öðrum

  • Þetta var árið sem Þjóð­kirkjan fékk að fullu bættar fjár­hags­legar afleið­ingar Hruns­ins

  • Þetta var árið sem biskup sagði að betur þyrft­i að huga að öryrkjum og öldruðum

  • Þetta var árið sem Rússar settu við­skipta­bann á Ís­land

  • Þetta var árið sem for­seti Íslands neit­aði 53.571 kjós­endum um þjóð­ar­at­kvæða um fisk­veiði­auð­lind­ina og veiði­gjöld

  • Þetta var árið sem Við­skipta­ráð krafð­ist þess að skatta­hækk­unum yrði skilað til baka rétt eins og um þýfi væri að ræða

  • Þetta var árið sem Píratar gerð­u ­sjáv­ar­út­vegs­stefnu Sam­fylk­ing­ar­innar að sinni

  • Þetta var árið sem for­maður verka­lýðs­fé­lags­ Akra­ness vildi afmá banka­stjóra Seðla­banka Íslands

  • Þetta var árið sem mat­ar­skattur hækk­aði um 63,6%

  • Þetta var árið sem dýrar vörur lækk­uðu í verð­i ­vegna skatta­lækk­ana

  • Þetta var árið sem þing­maður sjálf­stæð­is­flokks­ins baðst vægðar undan rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins

  • Þetta var árið sem for­sæt­is­ráð­herra hélt ræðu á þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál sem eng­inn skildi nema hann

  • Þetta var árið sem borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur­ ­setti við­skipta­bann á Ísr­ael

  • Þetta var árið sem borg­ar­stjórn Reykja­víkur dró við­skipta­bann á Ísr­ael til baka

  • Þetta var árið sem Ices­ave mál­inu lauk með sama hætti og stóð til í upp­hafi

  • Þetta var árið sem fjár­mála­ráð­herra sagð­i ­launa­fólk hafa fengið of miklar launa­hækk­anir

  • Þetta var árið sem Arion banki gerði vild­ar­vin­i sína ógeðs­lega ríka með sölu á hlutum í Sím­anum

  • Þetta var árið sem vel­ferð­ar­ráð­herra sagði að hægt væri að lækka bygg­ing­ar­kostnað um 10-15% með því að lækka hann um 1%

  • Þetta var árið sem Slysa­varn­ar­fé­lag sjó­manna fagn­aði þrí­tugusta starfs­ári sínu

  • Þetta var árið sem 99,9% kröfu­hafa í fölln­u ­bank­anna fögn­uðu sam­komu­lagi við stjórn­völd

  • Þetta var árið sem rit­ari sjálf­stæð­is­flokks­ins pant­aði vín með póst­inum

  • Þetta var árið sem for­set­inn ásamt þing­mönn­um ­stjórn­ar­flokk­ana ólu sem aldrei fyrr á kyn­þátta­for­dóma og for­dómum gagn­vart ­trú­ar­brögðum

  • Þetta var árið sem þing­menn og ráð­herr­ar ­stjórn­ar­flokk­anna urðu að fórn­ar­lömbum

Árið 2015 var án nokk­urs vafa ár hrægamms­ins, Annus Cond­or, ­sem græddi tá og fingri á sam­komu­lagi sínu við rík­is­stjórn hægri­flokk­anna og flaug úr landi með meira fé í klónum en rúm­ast höfðu í villt­ustu draumum hans. Heilt ­yfir var 2015 slæmt póli­tískt ár fyrir þjóð­ina. Árið 2015 er nær örugg­lega ­síð­asta ár rík­is­stjórnar hægri­flokk­anna. Hún mun tæp­lega lifa til sum­ars. Til­ þess er and­staðan við hana í sam­fé­lag­inu of mik­il.

Fyr­ir­ mig per­sónu­lega var þetta að mörgu leyti gott ár. Það gengu á skyn og skúr­ir líkt og venju­lega en heilt yfir er ég bara nokkuð sátt­ur. Ég fékk fjórða ­barna­barnið mitt í árs­byrj­un, dreng sem hefur fært mér mikla ham­ingju rétt eins og hin þrjú hafa gert á hverjum degi. Móðir mín lést á fyrri hluta árs­ins sem varð mér sár­ara en ég hafði trú­að. Á árinu fylgd­ist ég með kærum vinum taka á miklum erf­ið­leikum með ærðu­leysið að vopni og sigra. Ég fylgd­ist líka með­ ­börn­unum mínum ná hverjum áfang­anum af öðrum að settum mark­mið­um. Ég kvadd­i af­bragðs­góða vinnu­fé­laga sem ég hafði starfað með síð­ustu tvö árin og kynnt­ist öðr­um. Félagar mínir í Vinstri grænum kusu mig sem vara­for­mann hreyf­ing­ar­inn­ar annað tíma­bilið í röð. Mér finnst svo­lítið til þess koma. Við Þur­íður mín luk­um ­þrí­tug­asta og sjötta sam­búð­ar­ár­inu okkar í góðu og lang­þráðu sum­ar­fríi og hóf­um það þrí­tugusta og sjö­unda með bros á vör.

Ég óska les­endum gleði­legra jóla og far­sældar á kom­andi ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁrið 2015
None