Píratar í borginni 2015

Halldór Auðar Svansson
Auglýsing

Árið 2015 var fyrsta heila ár Pírata í borg­ar­stjórn og því er vel við hæfi að líta yfir hvað hefur áunn­ist í okkar áherslu­at­riðum og hvað er eft­ir. Sumt hefur gengið hægar en ég bjóst við í upp­hafi en það er víst sagt að góðir hlutir ger­ist hægt. Borg­ar­full­trúar sem og aðrir hjá Reykja­vík­ur­borg standa líka frammi fyrir hag­ræð­ing­ar­kröfu í öllu borg­ar­kerf­inu en það er þó sann­fær­ing mín og hefur alltaf verið að áherslur Pírata séu mun frekar til þess fallnar að draga úr útgjöldum en auka við þau. Enda snú­ast þær í grunn­inn um að virkja upp­lýs­inga­tækn­ina og straum­línu­laga kerf­ið; spara fólki spor og hand­tök.

Upp­lýs­inga­stefna og þjón­ustu­veit­ing

Á árinu var skip­aður stýri­hópur á vegum stjórn­kerf­is- og lýð­ræð­is­ráðs til að skrifa nýja upp­lýs­inga­stefnu fyrir Reykja­vík­ur­borg. Eldri stefnan var frá árinu 2000 og löngu var orðið tíma­bært að upp­færa hana í ljósi tækni­þró­unar og þeirrar ríku áherslu á gagn­sæi sem ein­kennir nútíma­stjórn­mál. 

Ég fór með for­mennsku og með mér í hópnum voru borg­ar­full­trú­arnir Heiða Björg Hilm­is­dóttir og Kjartan Magn­ús­son. Við köll­uðum eftir umsögnum frá almenn­ingi um drög að stefn­unni og kláruðum hana í góðri sátt. Upp­lýs­inga­stefnan var svo sam­þykkt ein­róma eftir tvær umræður í borg­ar­stjórn. Í stefn­unni er gerð rík krafa um gagn­sæi, frum­kvæði í upp­lýs­inga­miðlun og not­enda­miðað aðgengi að upp­lýs­ing­um, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig er þar sér­stakur kafli um opin gögn, en annað sem gerð­ist á árinu var að fjár­mála­skrif­stofa Reykja­vík­ur­borgar skil­aði stjórn­kerf­is- og lýð­ræð­is­ráði til­lögum að útfærslu á raf­rænni gagna­gátt fyrir borg­ina, í sam­ræmi við til­lögu sem borg­ar­stjórn hafði sam­þykkt ein­róma 2012. Þar var jafn­framt lagt til verk­lag og ábyrgð­ar­skipt­ing um opin gögn borg­ar­innar almennt. Það er von­andi að opið bók­hald kom­ist þannig til fram­kvæmda sem fyrst á næsta ári enda mikil þverpóli­tísk samstaða farin að mynd­ast um það.

Auglýsing

Í sumar skil­aði líka starfs­hópur um þjón­ustu­veit­ingu Reykja­vík­ur­borgar skýrslu sinni. Meðal helstu ábend­inga þessa starfs­hóps emb­ætt­is­manna skip­uðum af borg­ar­stjóra má nefna að heild­ar­stefnu­mótun um þjón­ustu­veit­ingu borg­ar­innar hefur aldrei farið fram, að þjón­usta borg­ar­innar er skipu­lögð þannig að íbúar þurfa að hafa inn­sýn í stjórn­skipu­lag Reykja­víkur til að vita hvert þeir eiga að leita eftir þjón­ustu, og að þjón­ustu­veit­ing mið­ast frekar við skipu­lag fags­viða en þarfir íbú­a. 

Úrbóta­tæki­færi eru talin fel­ast í að stór­efla raf­ræna þjón­ustu, í að nýta betur upp­lýs­inga- og sam­skipta­tækni og í að Reykja­vík­ur­borg í heild skil­greini sig í auknum mæli sem þjón­ustu­fyr­ir­tæki. Borg­ar­ráð sam­þykkti að senda skýrsl­una til umsagnar fagráða borg­ar­innar og mun hún að því ferli loknu fara fyrir stjórn­kerf­is- og lýð­ræð­is­ráð til úrvinnslu. Bein­ast liggur við að fara þá strax í þá vinnu að móta heild­stæða þjón­ustu­stefnu fyrir Reykja­vík­ur­borg og myndi ég telja að sú vinna og þær stjórn­kerf­is­breyt­ingar sem hún mun vænt­an­lega hafa í för með sér verði með stærstu verk­efnum árs­ins 2016. Við þurfum að leita allra leiða til að vald­efla þjón­ustu­þega borg­ar­innar og gefa „starfs­fólki á plani“ svig­rúm til nýsköp­unar í sinni vinnu.

Betri Reykja­vík / Betri hverfi

Betri Reykja­vík og Betri hverfi eru lýð­ræð­is­verk­efni sem stofn­sett voru á síð­asta kjör­tíma­bili í sam­vinnu við sjálfs­eign­ar­stofn­una Íbúa, sem þróar og rekur hug­bún­að­inn sem er þeim und­ir­liggj­andi. Betri Reykja­vík er hug­mynda­banki þar sem íbúar borg­ar­innar geta lagt fram, rök­rætt og kosið um hug­myndir sem síðan eru teknar til afgreiðslu í borg­ar­kerf­inu. Betri hverfi er árleg íbúa­kosn­ing þar sem íbúar hverfa borg­ar­innar leggja fram hug­myndir að fram­kvæmdum í sínu hverfi og for­gangs­raða þeim síðan í kosn­ing­u. 

Þessu tvennu er oft ruglað sam­an, kannski eðli­lega. Þetta er hins vegar tvennt ólíkt þó skylt sé. Það er orðið alveg tíma­bært að fara yfir reynsl­una af þessum verk­efnum og end­ur­skoða þau. Stofnun stjórn­sýslu­fræða og stjórn­mála var á árinu falið að vinna úttekt á þeim og sú úttekt ætti loks­ins að verða til­búin í kringum ára­mót­in. Hún ætti að mynda ágætan grunn að end­ur­skoðun en svo eru einnig uppi fjöl­margar hug­myndir nú þegar um hvernig lyfta megi þessum verk­efnum upp á næsta stig. Þau hafa vakið athygli erlendis enda þykir til dæmis kosn­inga­þátt­takan í Betri hverfum sér­lega góð sam­kvæmt alþjóð­legri reynslu af svip­uðum verk­efn­um. Betri hverfi hlaut til dæmis verð­launin Nor­dic Best Pract­ice Chal­lenge þetta árið í flokknum Almenn sam­skipti. Verð­launin voru veitt form­lega á Nor­rænu höf­uð­borg­ar­ráð­stefn­unni sem var haldin í Reykja­vík í maí­mán­uði.

Reykja­vík­ur­flug­völlur

Sam­an­tekt af þessu tagi þætti mörgum án efa rýr í roð­inu ef ekki væri minnst á stöðu Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, enda átaka­mál sem oft er nefnt í umræðum um beint lýð­ræði.

Í stefnu Pírata í Reykja­vík seg­ir: „Nauð­syn­legt er að ákveða fram­tíð­ar­stað­setn­ingu flug­vall­ar­ins í eins víð­tækri sátt höf­uð­borg­ar­svæðis og lands­byggðar og kostur er á.“ Skýrsla svo­nefndrar Rögnu­nefnd­ar, sem kom út á árinu, átti að vera ein­hvers konar vísir að sátt en ljóst er að nokkuð langt er þar í land. Reyndar eru þessi mál með nýjum inn­an­rík­is­ráð­herra, Ólöfu Nor­dal, í það miklum hnút að kalla mætti það aft­ur­för. 

Það atriði sem þó hafði náðst ágæt sátt um löngu áður en Rögnu­nefndin skil­aði af sér, lokun NA/SV-flug­braut­ar­inn­ar, er núna orðið að dóms­máli. Það er nokkuð sér­stætt að ráð­herra dóms­mála þurfi að stefna til að láta reyna á gerða samn­inga (sam­þykktum meðal ann­ars af hennar eigin flokks­fé­lögum í borg­inni) en þetta er nauð­syn­legt ekki síst í ljósi þess að þriðju aðilar á borð við þá sem hyggj­ast reisa byggð við Hlíð­ar­enda eiga margt undir því að staða mála sé þarna ljós. Reyndar er það almennt einn af horn­steinum rétt­ar­rík­is­ins að fólk og fyr­ir­tæki geti treyst því að þeim for­sendum fyrir rekstri og fram­kvæmdum sem gefnar eru af hálfu opin­berra aðila sé hægt að treysta og þess vegna er mjög mik­il­vægt að úr máli af þessu tagi sé skorið fyrir dómi.

Um fram­tíð­ina eftir að úr dóms­máli hefur verið leyst er erfitt að spá, nema rétt er að halda til haga N/S-braut­inni er tryggður sess í núver­andi aðal­skipu­lagi og samn­ingum til 2022. Þó má taka fram að ég hef per­sónu­lega einatt talað fyrir því að ein leið til að höggva á þennan hnút væri að leggja mis­mun­andi til­lögur að úrlausnum á grund­velli skýrslu Rögnu­nefnd­ar­innar auk ann­arra við­eig­andi gagna fyrir þjóð­ar­at­kvæði eða jafn­vel ein­hvers konar þjóð­fund­ar­fyr­ir­komu­lag - og mun gera það áfram.  Það verður síðan áfram fyrst og fremst í höndum rík­is­stjórnar hvort slík leið verður far­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁrið 2015
None