Herjað á heilbrigðiskerfið úr öllum áttum

sjúkrahús spítali landspítali rúm
Auglýsing

Pabbi minn dó síð­sum­ars. Réttum mán­uði síðar eign­að­ist ég mitt fyrsta barn. Annað var það þung­bærasta sem ég hef upp­lifað og hitt það gleði­rík­asta, en hvort tveggja átti sér langan og strangan lækn­is­fræði­legan aðdrag­anda. Sem Íslend­ingur er ég svo heppin að búa við gott almennt sjúkra­trygg­inga­kerfi. Í báðum til­fellum nutum við fjöl­skyldan því fram­úr­skar­andi umönn­unar og þurftum ekki að hafa áhyggjur af sjúkra­trygg­ingum þegar síst skyldi.

Auk þess ein­kennd­ust sam­skipti við starfs­menn Land­spít­al­ans af hlýju og nær­gætni. Pabbi lést af heila­blæð­ingu eftir tvær vikur í gjör­gæslu. Þegar svona afdrifa­ríkir atburðir eiga sér stað renna minn­ing­arnar saman og verða brota­kennd­ar, en þó er ýmis­legt í aðdrag­and­anum að frá­falli hans sem ég mun aldrei gleyma og seint fá þakk­að. Sér­fræð­ing­arnir sem höfðu umsjón með honum fund­uðu margoft með okkur fjöl­skyld­unni til að útskýra með­ferð­ar­kosti og mögu­leika á bata. Þessir læknar flytja erf­iðar fregnir á hverjum degi en hlut­tekn­ing þeirra var engu að síður auð­fund­in.

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­arnar á gjör­gæsl­unni önn­uð­ust pabba af natni og færni og útskýrðu fyrir okkur breyt­ingar á líðan hans í hvert skipti sem við komum í heim­sókn. Þegar þess var kostur voru tjöld dregin í kringum rúmið þar sem hann lá til þess að gefa okkur færi á að segja það sem við þurftum að segja í næði. Þegar margir komu í heim­sókn í einu var hlaupið til að sækja fleiri stóla. Ég man sér­stak­lega eftir einum hjúkr­un­ar­fræð­ingi sem færði mér epla­safa í hvert sinn sem hann sá mig. Hann var hræddur um að það liði yfir mig því ég var komin rúma átta mán­uði á leið.

Auglýsing

Frammi fyrir dauða nákom­inna er maður ráða­laus og hjálp­ar­þurfi. Síð­ustu dag­ana sem pabbi lifði, þegar ljóst var í hvað stefndi, var hann fluttur á heila- og tauga­deild og við vorum þar hjá honum öllum stund­um. Aðstaða fyrir fjöl­skyldu var tak­mörkuð en vilj­inn til að láta okkur líða sem best var skýr. Okkur voru færðir kodd­ar, teppi, vatn, kaffi og bakk­elsi. Allir starfs­menn – sjúkra­lið­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ingar og læknar – gerðu sér far um að brosa hug­hreystandi, þrýsta á okkur hönd­ina eða taka utan um okk­ur. Ungur sjúkra­hús­prestur hjálp­aði okk­ur, trú­leys­ingjum upp til hópa, að kveðja pabba og styðja hvert annað í gegnum sorg­ina. Eftir að pabbi skildi við sendi hann okkur út í ágúst­sól­ina að anda að okkur fersku lofti eftir langa og þrúg­andi daga inni á deild. Þegar kom að því að jarð­syngja pabba datt okkur ekki annað í hug en að biðja þennan prest um það. Hann hafði þegar fylgt okkur í gegnum það erfiðasta.

Dóttir mín lét bíða eftir sér. Ég hugs­aði með mér að hún vildi gefa mér færi á að fylgja pabba til grafar áður en nýr kafli tæki við. Þegar ég var gengin tvær vikur fram yfir settan dag þurfti að setja fæð­ing­una af stað. Gang­setn­ingar eru oft­ast erf­iðar og þetta var engin und­an­tekn­ing. Fæð­ingin tók á annan sól­ar­hring. Þar sem það eru vakta­skipti á átta tíma fresti á fæð­ing­ar­deild­inni hittum við því margar ljós­mæð­ur. Nú þegar ég hef upp­lifað þau helj­ar­innar átök sem það getur verið að fæða barn átta ég mig á því hversu fágætum kostum góðar ljós­mæður þurfa að vera gæddar – eitil­harðar og mjúkar í senn. Mínar ljós­mæður voru það all­ar. Sú sem sinnti mér í gegnum verstu hríð­irnar hafði náð­ar­gáfu á þessu sviði. Það var eins og hún sæi þarfir mínar fyrir og hvert hand­tak var rétt. Ég sagði henni að hún væri fædd ljós­móðir og hún brosti bara og svar­aði því til að hún væri ekki ein, heldur hjálp­aði henni ein­hver, lík­lega amma hennar sál­uga. Og ég, efa­hyggju­mann­eskja að upp­lagi, dró það ekki í efa eitt and­ar­tak. Því ef það er eitt­hvað sem gengur skiln­ingi okkar ofar, þá er það fæð­ing barns.

Að meira en sól­ar­hring liðnum var ég aðfram­kom­in. Ég var líka orðin log­andi hrædd því ég fann á við­stöddum að þetta gekk ekki sem skyldi. Allt þar til ungur sér­fræð­ingur gekk inn, lagði hönd­ina á öxl­ina á mér og sagð­i:„­Sæl Odd­ný. Ég heiti Aðal­björg og er fæð­inga­læknir og ég ætla að hjálpa þér. Nú klárum við þetta.“ (Ég er ekki að búa þetta til, hún heitir í alvör­unni Aðal­björg.) Hún tal­aði af svo mik­illi festu og var svo traust­vekj­andi og ein­beitt að ég reiddi mig algjör­lega á hana. Ég man að mér fannst hún eins og kven­skör­ungur úr Íslend­inga­sög­un­um. Það gustaði af henni. Og hún stóð líka við það sem hún lof­aði mér. Í hvert sinn sem ég var viss um að ég gæti ekki meir hjálp­aði hún mér að halda áfram. Á milli hríða leit hún beint í augun á mér og rétt kink­aði kolli til að láta mig vita að ég stæði mig vel. Ég hef sjaldan á ævinni upp­lifað jafn­mikla við­ur­kenn­ingu. Stuttu síðar fædd­ist Vera. Aðal­björg átti ríkan þátt í því.

Fæð­ingin var ekki bara erfið fyrir mig, heldur líka fyrir Veru, sem and­aði að sér legvatni og átti erfitt um and­ar­drátt fyrstu dag­ana. Hún þurfti því að vera nokkra sól­ar­hringa á vöku­deild, þar sem var afar vel og fal­lega hugsað um hana. Spít­ala­prest­ur­inn kom tvisvar í heim­sókn þang­að, bara til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með okk­ur. Vegna þess­ara byrj­un­arörð­ug­leika lágum við lengur en gengur og ger­ist á sæng­ur­kvenna­deild­inni. Ljós­mæð­urnar þar voru hver annarri ynd­is­legri við okk­ur. Þær kenndu mér að hugsa um Veru, gættu þess að ég borð­aði, reyndu að haga eft­ir­liti þannig að við gætum öll sofið sem mest og brostu skiln­ings­ríkar þegar ég var meyr eins og nýbak­aðar mæður eru. Ein þeirra var sér­stak­lega hlý og ég reyndi einu sinni að segja henni hversu inni­lega þakk­lát ég væri henni og öllum hinum sem hlúðu svona vel að okkur – rétt eins og ég vil gera með þessum pistli. Hún fékk tár í augun, tók utan um mig og sagði að það væri vit­neskjan um slíkt sem drifi hana áfram, næt­ur­vakt eftir næt­ur­vakt.

Þetta eru bara nokkrar svip­myndir af mörg­um. Ég stend í þakk­ar­skuld við heilan her heil­brigð­is­starfs­manna til við­bót­ar: Fólk sem fæst við heima­hjúkr­un, heim­send­ingu á mat, mæðra­eft­ir­lit, heima­þjón­ustu, bráða­mót­töku barna, ung­barna­eft­ir­lit og fleira. En ég er samt ekki bara að segja frá þessu til að þakka fyrir okkur – þótt það sé vissu­lega verð­skuld­að. Mér dettur heldur ekki í hug að upp­lifun mín síð­asta sumar hafi verið svo ein­stök að allir þurfi að vita af henni. Þvert á móti: Flestir upp­lifa ást­vina­missi og eign­ast nýja fjöskyldu­með­limi ein­hvern tíma á lífs­leið­inni. Mark­miðið með því að skrifa um þetta er fyrst og fremst að benda á það hversu lánsöm við erum að búa við heil­brigð­is­kerfi sem er enn svona gott og vel mann­að, þrátt fyrir allt álagið und­an­farin miss­eri. Og hversu mik­il­vægt það er að standa vörð um það nú þegar á það er herjað úr öllum átt­um.

Af feng­inni reynslu tek ég engu af þessu sem gefnu. Und­an­farin ár hef ég verið í námi í Banda­ríkj­unum þar sem sjúkra­trygg­ingar hvers og eins ráða miklu um það hvenær fólk sækir sér lækn­is­þjón­ustu og hvenær ekki. Ég var í Banda­ríkj­unum þegar ég var komin þrjá mán­uði á leið og mér fór að blæða og þorði ekki annað en að fara til lækn­is. Ég var vel tryggð en engu að síður kost­aði þessi lækn­is­heim­sókn rúm­lega þús­und doll­ara. Hefði ég verið betur að mér um skil­mála trygg­ing­anna minna, þá hefði ég þurft að setja þetta upp sem reikn­ings­dæmi. Það er auð­vitað ódýr­ara að taka bara séns­inn og vona að allt verði í lagi, en hvað getur það kost­að?

Mað­ur­inn minn er rúm­enskur og ég hef líka kynnst heil­brigð­is­kerf­inu í hans heima­landi. Þar er almennt sjúkra­trygg­inga­kerfi en það er svo fjársvelt og nið­ur­níðslan svo mikil að það getur verið bein­línis heilsu­spill­andi að fara á sjúkra­hús. Eftir nið­ur­skurð­ar­að­gerðir und­an­far­inna ára þurfa sjúk­lingar stundum sjálfir að koma með sæng­ur­föt, hanska og sprautur ætlist þeir til þess að slíkt sé hreint. Þeir sem vett­lingi geta valdið kaupa þjón­ustu á einka­reknum stof­um, en hún getur verið mjög dýr, sér­stak­lega ef eitt­hvað alvar­legt bjátar á. Aðbún­aður lækna sem vinna ekki á einka­reknum stofum er svo slæmur að rúm­enskir lækn­ar, sem almennt eru mjög vel mennt­að­ir, flytja í hrönnum til ann­arra Evr­ópu­landa. Gjáin milli almenna og einka­rekna kerf­is­ins dýpkar því stöðugt á meðan rúm­ensk stjórn­völd nið­ur­greiða í raun lækn­is­þjón­ustu í öðrum og rík­ari lönd­um, sem fá til sín full­mennt­aða rúm­enska lækna.

Stað­reyndin er sú að þegar þróun í þessa átt er einu sinni farin af stað er mjög erfitt að snúa henni við. Það eru tak­mörk fyrir því hvað heil­brigð­is­starfs­menn láta bjóða sér. Það er ekki boð­legt að fólkið sem vinnur við að lækna, líkna og hlúa að okkur hinum búi við heilsu­spill­andi vinnu­að­stæð­ur, ómann­eskju­legt álag og virð­ing­ar­leysi þeirra sem eru við stjórn­völ­inn. Gott almennt heil­brigð­is­kerfi er grunn­stoð vel­ferð­ar­sam­fé­lags af því tagi sem lang­flestir Íslend­ingar vilja. Við megum ekki fljóta sof­andi að feigðar­ósi.

Fyrir pabba og fyrir Veru og fyrir lækn­inn systur mína.

Virð­ing­ar­fyllst,

Oddný Helga­dóttir

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None