Á virkilega að virkja Svartá í Bárðardal?

Svartá
Auglýsing

Stóra­tunga er lands­svæði á NA hluta Íslands. Í norðri ­markast Tungan af ármótum Svartár og Skjálf­anda­fljóts í um 70 km fjar­lægð frá­ ­Skjálf­anda­flóa. Stóra­tunga teygir sig milli Skjálf­anda­fljóts að vestan og ­Svartár og Suð­urár að aust­an, 25km til suð­urs að þjóð­lendu­mörkum við ­Suð­ur­ár­botna í u.þ.b. 460 m hæð yfir sjáv­ar­máli. Í Suð­ur­ár­botnum spretta fram undan Ódáða­hrauni ógrynni af  lind­ar­vatn­i ­sem mynda Suð­urá sem er ein af vatns­mestu lind­arám lands­ins. Svartá á upp­tök sín í Svart­ár­vatni norðan Suð­ur­ár­botna, sem rennur í Suð­urá og sam­ein­aðar ber­a þær nafn Svartár til ósa í Skjálf­anda­fljóti. Innar á hálend­inu, nokkru austan Suð­ur­ár­botna, liggja Herðu­breið­ar­lind­ir.

Stórutungu­svæðið í heild sinni er ein­stakt á lands­vísu fyrir margra hluta sak­ir. Ekki ein­ungis lega svæð­is­ins, þ.e. há­lendið og jaðar þess, heldur er hið sér­staka sam­spil lind­ar­vatns, jarð­myndana, gróð­urs og dýra­lífs sem gerir svæðið ein­stakt. Suð­urá og Svartá eru líf­æð­ar­ þessa svæð­is, þær vökva og næra allt það fjöl­skrúð­uga líf sem þar nær að dafna. Hér fer saman í  hrjóst­ugu umhverfi Ódáða­hrauns, grósku­mik­ill há­lend­is­gróð­ur, mikið skor­dýra­líf og fjöl­skrúð­ugt fugla­líf, sumar á vá­lista t.d. straumönd og hús­önd ásamt fálka, en hér er eitt mik­il­væg­asta óðal hans á Norð­ur­landi. Endrum og eins sést til Snæ­uglu en fyrir kemur að hún verpi í Ó­dáð­hrauni.

Umhverfi Svartár og Suð­urár er ein­stök gróð­ur­vin, með mosa­breið­u­m, fjall­drapa og víði, lyng­gróðri og blóm­jurtum ýmis­kon­ar, mýr­ar- og mógróðri. Í Suð­urá lifir bleikja og urriði en í Svartá er einn glæsi­leg­asti urriða­stofn lands­ins.

Auglýsing

Allt er svæðið síðan ram­mað inn í glæst­ann fjalla­hring. Í suð­vestri blasa við Bárð­ar­bunga og Trölla­dyngja, Dyngju­fjöll og Askja í suðri, Herðu­breið og Koll­ótta­dyngja í suð­austri og Mývatns­fjöllin í norðri ásam­t út­sýni út Bárð­ar­dal í átt til hafs. Og í háfjalla­kyrrð­inni sem þar ríkir þarf ekki auð­ugt ímynd­un­ar­afl til að heyra „úti­legu­menn í Ódáða­hraun smala fé á laun“ eða skess­urnar kall­ast á í Trölla­dyngju.

Svartá, hin af Svartá þar sem Suðurá og Svartá renna saman. Mynd: JAÞ.

En nú eru uppi áætl­anir um að virkja Svartá. Um er að ræða 9,8 MW virkjun sem SSB orka ehf. hyggst reisa. Unn­ið er að und­ir­bún­ingi virkj­un­ar­innar ásamt 47 km löngum jarð­streng yfir­ ­Mý­vatns- og Lax­ár­dals­heiði sem kemur niður í Lax­ár­dal og teng­ist virki ­Lax­ár­virkj­unar. Fram­kvæmd­irnar eru nú í lög­form­legu umhverf­is­mati en reiknað er með þær hefj­ist árið 2017.

Stífla á Svartá ofan ár­móta Grjótár. 20m3 af 23m3/s vatns­magni Svartár verður leitt í 3,1 km langri aðrennsis­pípu í stöðv­ar­hús. Þessum áætl­unum fylgja línu­lagn­ir, ­námu­gröft­ur, vega­fram­kvæmdir ásamt veru­leg­u raski sam­fara lagn­ingu jarð­strengs yfir Mývatns­-og Lax­ár­dals­heiði og í frið­lýstum Lax­ár­dal.

Þessi hálendis­vin mun bera óaft­ur­kræft tjón af fyr­ir­hug­uðum fram­kvæmd­um. Búsvæði skor­dýra, fiska og ­fugla munu skerðast, sem hefur var­an­lega nei­kvæð áhrif á lífs­af­komu þeirra enda allt dýra­líf á þessum slóðum við­kvæmt. Vot­lendi á virkj­un­ar­svæð­inu ásamt grón­um eyjum og hólmum mun hverfa. Svartá með strengjum og flúðum verður ekki svip­ur hjá sjón. Helg­un­ar­svæði Svart­ár­virkj­unar verður flokkað sem iðn­að­ar­svæði sem skerðir gildi þess veru­lega til úti­vist­ar. Veiði leggst af á áhrifa­svæð­i ­virkj­un­ar­innar en sjálf­bærar flugu­veiðar á urriða og bleikju hafa ver­ið ­stund­aðar í Svartá í ára­tugi. Og síð­ast en ekki síst mun heild­ar­á­sýnd Stórutungu­svæð­is­ins bíða óbæt­an­legt tjón af til allrar fram­tíð­ar.

Íslensk nátt­úra í  fjöl­breyti­leika sínum og feg­urð lands­ins er okkar dýr­mætasta auð­lind. Hún gefur okkur ekki ein­ungis aukna hag­sæld held­ur veitir okkur vel­sæld, lífs­gleði og heil­brigði til lík­ama og sál­ar. En í raun og veru eigum við ekki þessa auð­lind. Við höfum hana að láni og því ber okkur sið­ferði­leg skylda til skila henni óskadd­aðri til kom­and­i kyn­slóða. Við verðum að umgang­ast þessa auð­lind með sjálf­bærni í huga og hafa það að leið­ar­ljósi að nátt­úran njóti vafans í gjörðum okkar gagn­vart henni.

Með virkjun Svartár er verið að fórna ómet­an­legri nátt­úruperlu fyrir vísan gróða fárra ein­stak­linga af raforku­sölu á kostnað okkar almenn­ings í land­inu. Stórutungu­svæðið er lista­verk ­nátt­úr­unnar og ger­semi sem við eigum að umgang­ast eins og aðrar þjóð­ar­ger­semar, hlúa að þeim og varð­veita. Við rífum ekki kafla úr Flat­eyj­ar­bók eða klipp­um gjána úr Fjalla­mjólk Kjar­vals þó svo að ein­hverjir ein­stak­lingar sjái sér hag í þeim gjörn­ingi. Stórutungu­svæðið verður að vernda í heild sinni og í því ­skyni hefur nú verið stofnað félag, Vernd­ar­fé­lag ­Svartár og Suð­urár. Mark­mið félags­ins eru:

1.      Að beita sér fyrir verndun og frið­lýs­ingu Svart­ár og Suð­ur­ár.

2.      Að ­gæta líf­ríkis svæð­is­ins þar með talið fiska, fugla, skor­dýra og ann­ara líf­ver­a svo og gróð­ur­fars, og beita sér gegn öllum fram­kvæmdum er skaðað gætu líf­rík­ið.

3.      Gæta þess að hvorki vatns­rennsli né far­vegi Svartár eða Suð­urár verði breytt.

4.      Að fram fari ítar­legar rann­sóknir á nátt­úru­fari ­svæð­is­ins.

Félagið er opið öllum þeim sem starfa vilja að mark­mið­u­m þess.

Fyrir hönd stjórn­ar.

Jón Aðal­steinn Þor­geirs­son

for­maður Vernd­ar­fé­lags Svartár og Suð­urár

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None