Áður en ég kunni að segja „takk“

Pawel Bartoszek
Auglýsing

Ég flutti til Íslands átta ára gam­all, árið 1988. Ég fór Mela­skóla í annan bekk D. Pabbi kenndi mér nokkur orð í íslensku. “Kló­sett­ið” var þeirra fremst. Íslensku kenn­ar­arnir höfðu líka lært að segja „kló­sett­ið“ á pólsku. Það er „toa­leta“ sem en þau báru það reynda alltaf fram sem „toj­letta“. Ein­hvern veg­inn voru allir með­vit­aðir um að þessi mál mættu ekki vera í ólagi.

Fyrsta skóla­dag­inn var farið með bekk­inn í skoð­un­ar­ferð um skól­ann, fyrir nýju krakk­ana. Þegar gengið var fram hjá kló­sett­un­um, var stopp­að, kennslu­konan leit á mig, benti á kló­settin og sagði glað­beitt: „Toj­letta!“.

Ég man að mér fannst fas hennar benda til að ég þyrfti að gera eitt­hvað, bregð­ast ein­hvern veg­inn við þessum upp­lýs­ing­um. Lík­leg­ast hefði verið best og nóg að svara þessu með „Já, ég skil. Takk fyrir þetta.“ En ég kunni ekki íslensku. Ég kunni ekki segja neitt.

Auglýsing

Ein­hvern veg­inn fannst mér á þessum tíma, að eina leiðin til að koma því til skila að ég hafi mót­tekið skila­boðin væri að… nota kló­sett­ið.

Ég labb­aði því inn á kló­sett­ið, læsti að mér, gerði mitt, sturt­aði nið­ur, labb­aði út og þvoði á mér hend­urn­ar. Meðan bekk­ur­inn og kenn­ar­inn biður þol­in­móð fyrir utan. Sem var alls ekki vand­ræða­legt. Alls ekki.

Pólsk börn 15 árum áður

Mér var mjög vel tekið í Mela­skóla og ég á góðar minn­ingar það­an. Það höfðu verið pólsk börn í skól­anum ein­hverjum 15 árum áður, það voru börn pólska sendi­full­trú­ans á Íslandi. Eitt þeirra, Jacek Godek er í dag afkasta­mik­ill þýð­andi sem snarað hefur fjölda Íslend­inga­sagna íslenskra krimma og ann­arra fag­ur­bók­mennta yfir á pólsku.

Systk­inin höfðu greini­lega verið vel þokkuð af starfs­fólk­inu því minnt­ist stundum á þau við mig, og alltaf með hlýju. En þetta segir auð­vitað eitt­hvað um Ísland þess tíma. Erlend börn, pólsk börn, var eitt­hvað sem fólk mundi eft­ir. Á þessum tíma voru engar „að­gerða­á­ætl­anir í mál­efnum barna af erlendum upp­runa“. Mitt fyrsta verk var að læra „Heyrðu snöggvast Snati minn“ utan­bók­ar.

Breytt sam­fé­lag

Margt hefur auð­vitað breyst. Árið 1998 bjuggu 4 þús­und útlend­inga á Íslandi, flestir þeirra Dan­ir. Nú eru þeir 24 þús­und og flestir Pól­verj­ar. En lögin hafa líka breyst. Það er orðið auð­veld­ara fyrir Pól­verja, og aðra EES-­borg­ara, að koma til Íslands en það er eig­in­lega orðið tals­vert erf­ið­ara fyrir alla aðra.

Á þessum tíma voru í gildi lög sem hétu hinu mjög svo geð­þekka nafni „lög um eft­ir­lit með útlend­ingum. En þrátt fyrir hið hrein­skilna en vafa­sama nafn lag­anna var inni­haldið í raun ekki svo slæmt. Pabbi kom til Íslands til að læra íslensku, ári síðar komum við fjöl­skyld­an.

Náms­maður utan EES þyrfti í dag að koma til lands­ins á grund­velli dval­ar­leyfis vegna náms. Slíkt dval­ar­leyfi veitir fólki í dag ekki leyfi til að taka börn með sér til lands­ins, og það aflar fólki ekki sjálf­krafa leyfis til að setj­ast hér að eftir ákveð­inn tíma. Sumt af þessu er lagað með nýju lög­unum en alls ekki allt.

Lög­legum leiðum lokað

Það er full­kom­lega nátt­úr­leg og mennsk þörf að ferð­ast á milli staða og flytja búferlum, hvort sem það er til þess að leita að betra lífi en hreinnar for­vitni eða ævin­týra­þrár. Það er svo skrýtið að meðan ferða­lög eru orðin til­tölu­lega ódýr hefur landamæra­eft­ir­lit, ferða- og flutn­ings­frelsi orðið mjög skert. Við höfum í raun öll sætt okkur við að vera komið fram við eins og brota­menn á ferða­lagi.

Mörg lönd hafa gert fólki erf­ið­ara fyrir að flytja lög­lega milli landa. Fyrir vikið gerir fólk það ólög­lega eða nota hæl­is- og flótta­manna­leið­ina, þá einu leið sem skilin hefur verið eftir opin. Og umræðan fók­usar mikið á fólk sem nýtir sér þessa leið. En í raun ætti að gera aðrar leiðir auð­veld­ari.

Það er ekki erfitt að verja þá stefnu að örlítið meira frelsi fólks til að ferð­ast milli landa og blanda geði við annað fólk sé af hinu góða. Bók­mennta­verk þýð­ast ekki yfir á fram­andi tungu­mál af sjálfu sér. Barn diplómata sem fer í íslenskan grunn­skóla opnar heilan risamarkað fyrir íslenskum bók­mennt­um. Við sjáum það. Við sjáum ekki allt hitt sem varð ekki. Við sjáum ekki bæk­urnar sem ekki voru þýddar því for­eldrum barns­ins var snúið við í Leifs­stöð.

Betri inn­flytj­enda­stefnu fyrir okkur öll

Ég gekk nýverið til liðs við Við­reisn. Við­reisn er frjáls­lynd­ur, alþjóða­sinn­að­ur, inn­flytj­enda­vænn flokkur sem vill hafa landið opið fólki frá löndum innan Evr­ópu sem utan.

Við eigum að halda í EES, nor­rænt sam­starf og annað sem eykur mögu­leika fólks til að flytja milli landa. Við eigum að opna á lög­legar leiðir ann­arra til að koma til Íslands til að læra, búa og vinna. Til að gera sam­fé­lagið okkar betra.

Því þannig tryggjum við frelsi.

Frelsi ein­stak­linga.

Besta frels­ið.

Höf­undur er í öðru sæti á fram­boðs­lista Við­reisnar í Reykja­vík Suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None