Lög, reglur og samningar, virðing og tillitsleysi

Bryndís Snæbjörnsdóttir
Auglýsing

Fyrr í þessum mán­uði álykt­uðu Lands­sam­tökin Þroska­hjálp um mörg mjög mik­il­væg rétt­inda- og hags­muna­mál fatl­aðs fólks. Því miður er það allt of margt í þeim mála­flokki sem stjórn­völd ríkis og sveit­ar­fé­laga gera ekki nægi­lega vel og sumt gera þau svo illa að það upp­fyllir engan veg­inn skyldur sem þau hafa sam­kvæmt lög­um, stjórn­ar­skrá, samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks og öðrum mann­rétt­inda­samn­ingum sem Ísland hefur skuld­bundið sig til að virða og fram­fylgja.  

Álykt­anir sam­tak­anna varða:

  • Lög­fest­ingu samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks.
  • End­ur­skoðun laga um mál­efni fatl­aðs fólks og laga um félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga.
  • Ábyrgð rík­is­ins á að fatlað fólk njóti mann­rétt­inda án mis­mun­unar og eft­ir­lit með því.
  • Not­enda­stýrða per­sónu­leg aðstoð (NPA).
  • Almanna­trygg­ing­ar.
  • Sjálf­stæða mann­rétt­inda­stofn­un.
  • Hámarks­bið­tíma eftir þjón­ustu.
  • Flótta­fólk og vopnuð átök.
  • Sér­fræði­þjón­ustu fyrir full­orðið fólk með þroska­höml­un, ein­hverfu eða hreyfi­höml­un.
  • For­gangs­röðun sveit­ar­fé­laga í þágu mann­rétt­inda fatl­aðs fólks.
  • Stjórn­sýslu í mál­efnum fatl­aðs fólks.
  • Fjár­veit­ingar til mál­efna fatl­aðs fólks og skipt­ingu ábyrgðar milli ríkis og sveit­ar­fé­laga.
  • Hús­næð­is­mál.

Þessar álykt­anir má nálg­ast og lesa á heima­síðu sam­tak­anna.

Auglýsing

Þá sendu sam­tök­in, í sam­starfi við Átak, félag fólks með þroska­höml­un, nokkrar spurn­ingar til fram­boða til alþing­is­kosn­inga um atriði sem skipta miklu máli fyrir rétt­indi fatl­aðs fólks. Spurn­ing­arnar og svörin sem bár­ust við þeim má nálg­ast og lesa hér.

Meðal þess sem fram kemur í svörum fram­boð­anna er mik­ill stuðn­ingur flestra þeirra við að samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks verði tek­inn í lög eins og gert var við barna­sátt­mála SÞ árið 2013. Lög­fest­ing samn­ings­ins yrði mikil rétt­ar­bót fyrir fatlað fólk og því er þessi stuðn­ingur stjórn­mála­flokka við að það verði gert mikið fagn­að­ar­efni. Miðað við svörin og ef stjórn­mála­flokk­arnir standa við þau ætti ekk­ert að vera því til fyr­ir­stöðu að samn­ing­ur­inn verði lög­festur á næsta ári. 

Í samn­ingi SÞ um rétt­indi fatl­aðs fólks er sér­stak­lega áréttað að „virð­ing fyrir eðl­is­lægri reisn, sjálf­ræði ein­stak­linga, þar með talið frelsi til að taka eigin ákvarð­an­ir, og sjálf­stæði ein­stak­linga“, sé meg­in­regla sam­kvæmt samn­ingn­um. Virð­ing og til­lits­semi á því að vera leið­ar­ljós við alla fram­kvæmd á ákvæðum samn­ings­ins. 

Það sem segir í lög­um, reglum og mann­rétt­inda­samn­ingum skiptir að sjálf­sögðu mjög miklu máli. En til að það hafi til­ætluð áhrif fyrir lífs­gæði og tæki­færi fatl­aðs fólks verða stjórn­völd ríkis og sveit­ar­fé­laga sem ábyrgð bera á fram­fylgd­inni að taka skyldur sínar mjög alvar­lega og haga fram­kvæmd, skipu­lagi og for­gangs­röðun þannig að fatlað fólk af holdi og blóði fái örugg­lega notið mann­rétt­inda sinna eins og annað fólk. Sam­tökin telja að of oft og of víða sé mis­brestur á því og of oft gleym­ist sú virð­ing og til­lits­semi sem á að ein­kenna öll sam­skipti hlut­að­eig­andi stjórn­valda við fatlað fólk. Hér skulu nefnd þrjú dæmi.

Ákvæði um not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð (NPA) hafa ekki enn verið tekin í lög þó að stjórn­völd hafi margoft lýst því yfir að það eigi að gera. Þeir sem hafa samn­inga um NPA-­þjón­ustu og eru mjög háðir henni um alla þátt­töku í sam­fé­lag­inu búa því við algjöra óvissu og óör­yggi um stöðu sína og fram­tíð og þeir sem hafa hug á að sækja um slíka þjón­ustu geta ekki gert það því að rétt­ur­inn til hennar hefur ekki verið lög­bund­inn. Lands­sam­tökin Þroska­hjálp telja að í þessu felist mikið virð­ing­ar- og til­lits­leysi við fatlað fólk.

Í lögum og reglum um þjón­ustu við fatlað fólk er ekki mælt fyrir um hámarks­bið­tíma fatl­aðs fólks eftir þjón­ustu sem það á rétt til lögum sam­kvæmt. Rík­is­end­ur­skoðun lagði þó í skýrslu sinni til Alþingis árið 2010 mikla áherslu á að stjórn­völd verði að setja slíkar regl­ur. Bið­tími fatl­aðs fólks eftir þjón­ustu sem það á rétt á sam­kvæmt lögum er oft og víða algjör­lega óásætt­an­leg­ur. Það leiðir til þess að fatlað fólk fær ekki þá þjón­ustu sem það þarf á að halda sem er for­senda þess að það fái notið ann­arra rétt­inda sinna og getið tekið virkan þátt í sam­fé­lag­inu. Óskil­greindur bið­tími leiðir til óvissu fólks um stöðu sína og fram­tíð og vegur að mögu­leikum og laga­legum rétti fólks til að bera mál sín undir dóm­stóla og aðra eft­ir­lits­að­ila með stjórn­sýsl­unni en sá réttur er grund­vall­ar­þáttur í rétt­ar­rík­inu. Lands­sam­tökin Þroska­hjálp telja að í þessu felist mikið virðingar- og til­lits­leysi við fatlað fólk.

Þjón­usta við fatlað fólk var flutt frá ríki til sveit­ar­fé­laga fyrir 6 árum síð­an. Allan þann tíma hefur mjög mik­ill tími og orka farið í það hjá stjórn­mála­mönnum og stjórn­kerfum ríkis og sveit­ar­fé­laga að tog­ast á um ábyrgð á verk­efnum og þjón­ustu og fjár­mögnun henn­ar. Þessi sóun á orku og tíma er óásætt­an­leg og mjög ámæl­is­verð þar sem um mjög veiga­mikil rétt­indi og hags­muni fatl­aðs fólks er að ræða sem oft ræður algjörum úrslitum um lífs­gæði þess og mögu­leika til þátt­töku í eðli­legu lífi. Þetta verður svo enn furðu­legra í ljósi þess að oft er um sömu stjórn­mála­flokka að ræða sem fara með vald hjá ríki og sveit­ar­fé­lögum og alltaf er það fé almenn­ings og engra ann­arra sem tog­ast er á um. Lands­sam­tökin Þroska­hjálp telja að í þessu felist mikið virð­ing­ar- og til­lits­leysi við fatlað fólk.

Í samn­ingi SÞ um rétt­indi fatl­aðs fólks segir „að­ild­ar­ríkin skuld­binda sig til þess að tryggja og stuðla að því að öll mann­rétt­indi og mann­frelsi verði í einu og öllu að veru­leika fyrir allt fatlað fólk án mis­mun­unar af nokkru tagi vegna fötl­un­ar.“ Þar segir einnig að í því skyni séu aðild­ar­ríkin skuld­bundin til að „taka mið af vernd og fram­gangi mann­rétt­inda fatl­aðs fólks við alla stefnu­mótun og áætl­ana­gerð“ og að stjórn­völd skuli „stuðla að þjálfun og þekk­ingu fag­fólks og starfs­fólks, sem vinnur með fötl­uðu fólki, á þeim rétt­indum sem eru við­ur­kennd með samn­ingi þessum til þess að unnt sé að betrumbæta þá aðstoð og þjón­ustu sem þau rétt­indi tryggja.“  

Lands­sam­tökin Þroska­hjálp hvetja hlut­að­eig­andi stjórn­völd ríkis og sveit­ar­fé­laga til að taka ofan­greindar skyldur sínar sam­kvæmt samn­ingi SÞ um rétt­indi fatl­aðs fólks sem þau hafa nú skuld­bundið sig til að virða og fram­fylgja mjög alvar­lega. Einnig skora sam­tökin á þá alþing­is­menn sem munu sitja á þingi eftir kom­andi kosn­ingar og þá rík­is­stjórn sem tekur þá við völdum að taka samn­ing­inn í íslensk lög á árinu 2017.

Höf­undur er for­maður Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None