Opið bréf til Bjarna, Katrínar, Birgittu, Benedikts, Sigurðar, Óttarrs og Loga

Auglýsing

Kæri for­svars­mað­ur,

Þetta bréf verður hvorki sér­lega snið­ugt né skemmti­legt, heldur reyni ég að halda því jafn skýru og bein­sk­eittu eins og ég get. Við erum á tíma­mótum þar sem sam­fé­lag okkar jarð­ar­búa þarf að breyta háttum sínum í grund­vall­ar­at­rið­um. Við þurfum að ákveða hvort við viljum vinna mark­visst að því að jörðin hald­ist íbúð­ar­hæf fyrir mann­eskj­ur, eða vakna upp við þann vonda draum að hér verði á end­anum ólíft.

Vanda­málið

Hnatt­ræn hlýnun er lík­lega stærsta vanda­mál sem mann­kynið stendur frammi fyrir í dag. Með áfram­hald­andi losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda mun hlýnun jarðar aukast, jöklar og norð­ur­heim­skautið bráðna, sjáv­ar­staða hækka með umbylt­ingu á núver­andi búsetu­fyr­ir­komu­lagi mann­kyns, sem hefur í för með sér gíf­ur­legan kostnað og mann­flutn­inga. Ofan á þetta bæt­ist ósjálf­bært og meng­andi fæðu­öfl­un­ar­kerfi sem við byggjum neyslu nútíma­sam­fé­laga á. Minnk­andi fæðu­ör­yggi og risa­stórar breyt­ingar á búsetu­fyr­ir­komu­lagi fólks sem býr nálægt núver­andi sjáv­ar­máli í sam­bland við frum­stæðar leiðir til að leysa úr átökum í heim­inum er ógn­væn­leg fram­tíð. Þegar þessi mynd er skoðuð er ég viss um að stærra vanda­mál sé ill­fundið og að aðgerð­ar­leysi eða ómark­vissar aðgerðir séu ávísun á hræði­legar afleið­ing­ar.

Auglýsing

Hnatt­ræn hlýnun af manna­völdum er að nær öllu leyti orsökuð af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Á Íslandi fer losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fram á nokkrum megin svið­um; í flug­rekstri, stór­iðju, öðrum sam­göng­um, land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi.

Við erum komin mis­langt í nýsköpun í ofan­nefndum geir­um. Á meðan við vitum hvernig hægt er að fram­leiða umhverf­is­væna orku og raf­magns­drifnir (og bráð­lega sjálf­keyr­andi) bílar eru raun­veru­legur val­kostur fyrir neyt­end­ur, þá vitum við t.a.m. ekki mikið um hvernig við getum skipt út brennslu á jarð­efna­elds­neyti þegar kemur að flug­sam­göng­um. Af þessu leið­ir, að þegar kemur að mögu­legum aðgerðum stjórn­valda til að berj­ast gegn hnatt­rænni hlýnun eru tæki­færin mis­stór og góð, eftir því á hvaða bransa er lit­ið.

Þessi raun­veru­leiki blasir við þegar við lesum frétta­miðla. Ann­ars vegar fréttir um ótrú­legar tækninýj­ungar á sviði sam­gangna og fréttir um ný stór­fyr­ir­tæki á sviði umhverf­is­vænnar orku­fram­leiðslu. Á hinn bóg­inn fréttir um neyð­ar­á­stand vegna þurrka, vatns­skort jafnt í þró­uðum vest­rænum ríkjum sem og þró­un­ar­ríkj­um, met­mæl­ingar á hita­stigi og mettun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­loft­inu.

Þrátt fyrir margar góðar fréttir um þróun sem er að miklu leyti leidd af einka­að­il­um, þá virð­ast vís­inda­menn og alþjóða­sam­fé­lagið vera sam­mála um að til rót­tækra aðgerða þarf að grípa ef við ætlum okkur að eiga séns á að snúa þróun hnatt­rænnar hlýn­unar við. Spár um aukna orku­þörf og kjöt­þörf með auk­inni vel­megun í þró­un­ar­löndum er t.a.m. dæmi um þróun sem núver­andi tækni­fram­farir munu að öllum lík­indum ekki ráða við.

Ábyrgðin á ástand­inu er dreifð, til okkar sem ein­stak­linga sem berum ábrygð á eigin neyslu­mynstri og stjórn­valda sem bera ábyrgð á þeim leik­reglum sem ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki leika eft­ir. Eins og það er hlut­verk ein­stak­lings­ins að breyta neyslu­mynstri sínu, þá er hlut­verk stjórn­valda í það minnsta að tryggja jafna sam­keppni, þar sem fyr­ir­tæki sem losa gróð­ur­húsa­loft­teg­undir greiða fyrir þann skaða sem losun þeirra fylgir, því án slíkra reglna er spil­unum ekki dreift jafnt. Ég held því fram að stjórn­völd eigi ekki bara að dreifa spil­unum jafnt, heldur eigi þau að ganga enn lengra, því of stórir hags­munir eru í húfi - líf­væn­legar aðstæður fyrir okkar kyn­slóð og kom­andi kyn­slóðir á jörð­unni.

Valið

Vanda­málið sem þarf að leysa blasir við og engum sem er ekki á launa­skrá olíu­risa dettur í hug að draga stærð eða til­vist vand­ans í efa. Í raun er val stjórn­valda ein­falt, ann­að­hvort treystum við á núver­andi kerfi frels­is, eða breytum ástand­inu með inn­gripi.

Frelsi

Núver­andi fyr­ir­komu­lag byggir á frelsi þar sem við leyfum nokkurn veg­inn öllu að við­gang­ast. Ein­hver skatt­lagn­ing er til staðar á hluti eins og jarð­efna­elds­neyti, en í grunn­inn skiptir ekki máli hvort þú kjósir að rækta naut­gripi til mann­eldis eða stofna fyr­ir­tæki með það að mark­miði að fram­leiða kjöt á vís­inda­stofum með broti af umhverf­is­á­hrifum venju­legs kjöts, skatt­lagn­ingin á bæði fyr­ir­tækin væri svip­uð. Eins skiptir ekki miklu fjár­hags­legu máli fyrir neyt­endur hvort þeir kjósi að kaupa bens­ín­hák eða sams­konar bíl sem knú­inn er raf­magni. Í ein­hverjum til­vikum standa stjórn­völd fyrir eða tala um hvata/skatt­lagn­ingu, en í dag er staðan engu að síður sú að kaup á bens­ín­bílum og neysla nauta­hakks passar inn í heim­il­is­bók­hald flestra, þótt það hafi gríð­ar­stór og slæm áhrif á umhverf­is­bók­hald jarð­ar­inn­ar.

Í grunn­inn treystir þessi hug­mynda­fræði á að mark­að­ur­inn bjóði upp á ýmsa kosti, umhverf­is­væna og óum­hverf­is­væna, og að við sem upp­lýstir neyt­endur kjósum að kaupa okkur raf­magns­bíl í stað bens­ín­bíls, því þeir munu að lokum kosta jafn mikið og hafa sömu grunn­kosti. Þetta er fal­leg hugs­un, en það blasir við að þró­unin er ekki nægi­lega hröð, bransar sem styðj­ast við ódýra og meng­andi orku­gjafa (sbr. brennslu á kol­um) fá að leika lausum hala og til­hneig­ing neyt­enda er að velja það sem er ódýr­ara og aðgengi­legra. Þar að auki er það almennt sam­þykkt að brennsla á kolum og öðrum jarð­efna­elds­neytum við fram­leiðslu sé dæmi um mark­aðs­brest, því eng­inn borgar fyrir notkun á sam­eig­in­legum gæð­um, þ.e. umhverf­inu. Áfram­hald­andi fyr­ir­komu­lag frelsis er dæmt til þess að leiða okkur jarð­ar­búa á enn verri stað en við erum á í dag.

Inn­grip

Leið inn­grips er í grunn­at­riðum þessi: við bönn­um, skatt­leggjum upp í topp, eða skatt­legjum nokkuð þungt óum­hverf­is­væna fram­leiðslu og vörur og styðjum á sama tíma við fram­leiðslu og vörur sem hafa í för með sér minni­háttar losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Stigs­mun­ur­inn á aðgerðum ræðst í mínum huga helst af því hvaða sam­bæri­legir kostir eru til staðar fyrir neyt­endur í dag.

Mögu­legar leiðir til inn­grips eru fjöl­marg­ar.

Bann (eða mjög há skatt­lagn­ing) á tækni sem er orðin úrelt þar sem nýjir og umhverf­is­vænir kostir eru nú þegar í boði. Gott dæmi um þetta eru áætl­anir Norð­manna um að standa að skatt­lagn­ingu á jarð­efn­iselds­neytis bíl­um, nið­ur­greiðslu á umhverf­is­vænum bílum og upp­bygg­ingu á hleðslu­stöðvum, með það að mark­miði að engir nýjir bílar sem reiða sig á brennslu jarð­efn­iselds­neytis verði seldir árið 2025. Svip­aðar aðgerðir má sjá á fleiri stöð­um, þ.á.m. á heima­velli bíla­fram­leið­enda (Þýska­landVW). Sama mark­miði má ná, ann­að­hvort með þeim hætti að móta umhverfið þannig að það verði miklu dýr­ara fyrir neyt­endur að kaupa bensín týpuna af Toyota Yaris sam­an­borið við raf­magns týpuna, eða með því að banna bens­ín/dísel bíla. Hvaða leið sem farin er, þá þykir mér það deg­inum ljós­ara að slíkar aðgerðir eru löngu orðnar óhjá­kvæmi­legar og að auki vantar okkur enga tækni né tól til að breyta alfarið yfir í bif­reiðar sem keyra á umhverf­is­vænu elds­neyti.

Skattur á kolefn­islosun er leið sem hag­fræð­ingar af öllum hliðum eru sam­mála um að sé skyn­söm leið, vegna þess mark­aðs­brests sem á sér stað. Kolefn­is­skattur gæti verið gott inn­legg inn í skattaum­ræður í núver­andi stjórn­an­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um, mögu­lega er þverpóli­tísk­ari sátt um slíkan skatt en um aðrar leiðir til skatt­lagn­ing­ar. Kolefn­is­skattur er ný teg­und skatta sem leggst á almenn­ing og fyr­ir­tæki og er þess vegna m.a. hugs­aður sem yfir­færsla á skatt­byrði. Hann hjálpar einnig til við að ýta á bransa sem þurfa að taka breyt­ingum og leggur það í hendur neyt­enda að borga raun­veru­lega fyrir það sem við neyt­um. Sem dæmi þegar ég ákveð að fá mér ost­borg­ara, þá er ég ekki bara að ákveða að slátra einu nauti og borða hluta af því í mat­inn, heldur er ég einnig að ákveða að eyða tæpum 5000 lítrum af vatni í gerð ham­borg­ar­ans og að losa umtals­vert magn af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum vegna nauts­ins sjálfs og þess lands sem fer í fram­leiðslu á nær­ingu fyrir naut­ið. Slíkt eiga neyt­endur að greiða raun­veru­legt verð fyr­ir.

Stuðn­ingur við nýja tækni er nauð­syn­legur í sam­hengi við aðrar aðgerðir og má virkja hann með alls kyns leið­um. Nið­ur­greiðsla á umhverf­is­vænum vörum sem nú þegar eru á mark­aði, rann­sókn­ar- og þró­un­ar­styrkir til fyr­ir­tækja og mennta­stofn­ana o.s.frv. Hlut­verk stjórn­valda er að styðja við frum­kvöðla og skapa umhverfi þar sem það er ekki leyfi­legt að bjóða upp á vörur sem eyði­leggja jörð­ina, nema með því að greiða raun­veru­legt verð fyrir (les­ist: borga marg­falt meira fyrir bens­ín­bíla, nauta­lundir o.s.frv.).

Sam­an­tekt

Allar aðgerðir sem bæta upp­lýs­inga­öfl­un, minni notkun plast­poka, nýsköpun í umhverf­is­vænni tækni o.s.frv. eru góðra gjalda verð­ar, en einar og sér gera þær lít­ið. Skjótar og áhrifa­ríkar breyt­ingar krefj­ast hnit­mið­aðra aðgerða sem gjör­breyta rekstr­ar­grund­velli fyr­ir­tækja í stærstu los­un­ar­bröns­unum, hvatn­ingar til neyt­enda til að kjósa með vesk­inu og stuðn­ings við nýsköpun í umhverf­is­vænni tækni.

Við vitum hvað þarf að gera. Það sem stendur oft í vegi fyrir stórum aðgerðum og hrað­ari fram­förum er and­staða sér­hags­muna­hópa og tregða stjórn­kerf­is­ins. Nú þurfum við að finna kjarkinn og hætta öllu hálf­káki.

Ég hvet þig og 62 sam­herja þína á þing­inu til þess að leggja óskir um fylgi sér­hags­muna­hópa í næstu kosn­ingum til hliðar og ein­blína á að leggja sem þyngst lóð á vog­ar­skálar fram­tíðar okkar allra. Ég hvet þig til þess að mynda rík­is­stjórn með stór og hnit­miðuð mark­mið sem þið getið sagst hafa náð eftir fjögur ár. Veljið ykkur fá en áhrifa­rík verk­efni og keyrið þau í gegn. Pælum í því hvað það væri geggjað ef að við á Íslandi gætum sagt árið 2020 að hlut­fall seldra bíla sem eyða jarð­efna­elds­neyti væri undir 5%. Við værum að leggja raun­veru­lega til mál­anna og myndum þjóna sem fyr­ir­mynd fyrir aðrar þjóð­ir.

Fram­tíð okkar er í húfi, við erum komin á síð­ustu mín­útu fram­leng­ingar og bolt­inn er hjá þér!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None