Viðskiptaráði Íslands svarað

Athugasemdir við getgátur Viðskiptaráðs um óeðlilega viðskiptahætti í viðskiptum Reykjavíkurborgar og Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.

Auglýsing

Þann 16. jan­úar sl. birti Við­skipta­ráð pistil með heit­inu Mal­biks­borgin Reykja­vík, þar sem m.a. var fjallað um hlut­deild Mal­bik­un­ar­stöðv­ar­innar Höfða hf.  í sam­þykktum til­boðum Reykja­vík­ur­borgar og Vega­gerð­ar­innar á árunum 2008-2016.  En Höfði er í eigu Reykja­vík­ur­borgar og hefur verið frá upp­hafi. 

Er því haldið fram að „eign­ar­hald borg­ar­innar á Höfða sé … ósam­rým­an­legt sjón­ar­miðum um heil­brigða sam­keppni og hag­kvæma opin­bera þjón­ust­u“.

Ekki eru hér gerðar athuga­semdir við hlut­falls­tölur Við­skipta­ráðs um mark­aðs­hlut­deild Höfða, enda skiptir ekki máli fyrir neð­an­greindar athuga­semdir hverjar þær eru nákvæm­lega. Það sem skiptir máli er að í til­kynn­ingu Við­skipta­ráðs eru dregnar álykt­anir af þeim svo og eign­ar­hald­inu almennt, sem stand­ast ekki allar skoðun og því eru neð­an­greindar athuga­semdir fram sett­ar.

1. Hátt hlut­fall Höfða í sam­þykktum til­boðum í verk­efni hjá Reykja­vík­ur­borg

Í pistil Við­skipta­ráðs segir að hátt hlut­fall Höfða í sam­þykktum til­boðum (73%) í verk í útboðum Reykja­vík­ur­borgar skýrist að ein­hverju leyti af því af því að Reykja­vík­ur­borg sé hér „beggja megin borðs­ins“ og því sé ekki  „hægt að tryggja jafn­ræði á þessum sam­keppn­is­mark­að­i“. Á öðrum stað segir að á þessum mark­aði sé „sam­keppni lít­il“ og að  „sami aðili (sem) yfir­gnæfir mark­að­inn úthlutar einnig þeim verk­efnum sem mynda hann“ og „með eign­ar­haldi sé grafið undan frjálsri sam­keppni í atvinnu­grein­inn­i“, „fyr­ir­komu­lagið virð­ist hafa hjálpað Höfða í sam­keppn­inn­i“.

Með öðrum orðum að hátt hlut­fall Höfða í sam­þykktum til­boðum Reykja­vík­ur­borgar skýrist að ein­hverju marki af óeðli­legum við­skipta­háttum borg­ar­inn­ar, þvert á  al­menna útboðs- og samn­ings­skil­mála um verk­fram­kvæmdir (ÍST 30).  Ekki er til­greint með hvaða hætti það ger­ist.  Höfði keppir um öll þessi verk­efni í útboðum sem almennt eru und­ir­búin af verk­fræði­stof­um. Til­boð eru síðan opnuð í við­ur­vist allra til­boðs­gjafa. Aldrei hafa sam­keppn­is­að­ilar Höfða gert athuga­semdir við fram­kvæmd útboða eða sam­þykkt til­boða. 

Auglýsing

Engin efn­is­leg rök eru sett fram um útboðs­ferlið sem gefa til kynna að allir bjóð­endur hafi ekki setið við sama borð, útboðs­ferlið hafi ekki fylgt öllum almennum reglum (ÍST 30) og að Reykja­vík­ur­borg hafi ekki fengið í þessum verk­efnum besta mögu­legt verð. 

2. Lægra hlut­fall Höfða í verk­efnum fyrir Vega­gerð­ina

Sem vís­bend­ingu um að eitt­hvað sé óeðli­legt í við­skiptum Reykja­vík­ur­borgar og Höfða er til­greint í skjal­inu Mal­bik­un­ar­borgin Reykja­vík, að hlutur Höfða í sam­þykktum til­boðum Vega­gerð­ar­innar á árunum 2008-2016 sé aðeins 24%, sam­an­borið við 73% í útboðum Reykja­vík­ur­borg­ar. 

Þar er til að taka að þessir mark­að­ir þ.e. Reykja­vík­ur­borg og Vega­gerðin eru ekki sam­an­burð­ar­hæfir í þessu sam­heng­i,  því starfs­svæði Vega­gerð­ar­innar og þar með útboð, er landið allt, en Höfði hefur aðeins starfað á suð­vestur horni lands­ins hingað til. Höfði býður því að jafn­aði ekki í verk utan þess svæð­is. 

Ef Við­skipta­ráð vill nýta þetta atriði sem vís­bend­ingu um að eitt­hvað sé óeðli­legt í við­skiptum Höfða og Reykja­vík­ur­borg­ar, sem við föll­umst engan veg­inn á, væri nauð­syn­legt fyrir Við­skipta­ráð að greina útboð ­Vega­gerð­ar­inn­ar betur eft­ir land­svæð­u­m. 

3. Á Reykja­vík­ur­borg að eiga fyr­ir­tæki á sam­keppn­is­mark­aði?

Ég tel að með ofan­greindum athuga­semdum hafi verið sýnt fram á að full­yrð­ingar Við­skipta­ráðs um óeðli­lega við­skipta­hætti milli Reykja­vík­ur­borgar og Höfða séu hæpnar eða a.m.k. þurfi Við­skipta­ráð að und­ir­byggja þær bet­ur. 

Eftir stendur spurn­ingin um hags­muni Reykja­vík­ur­borgar af því að eiga Mal­bik­un­ar­stöð­ina Höfða hf., sem er annað tveggja fyr­ir­tækja á suð­vestur horn­inu sem fram­leiða mal­bik. Sú spurn­ing hlýtur ávallt að vera til umræðu og þá án hug­mynda­fræði­legra kreddna. Spurt sé fyrst og fremst hverjir eru hags­munir borg­ar­búa, borg­ar­inn­ar. 

Það er rétt sem stendur í til­kynn­ingu Við­skipta­ráðs að í umræðum um mögu­lega sölu fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið til­greind sú rök­semd af hálfu eig­anda, að með til­vist fyr­ir­tækis í eigu borg­ar­innar væri a.m.k. tryggð sam­keppni á mark­aði með mal­bik, en aðeins tvö fyr­ir­tæki fram­leiða mal­bik hér á suð­vestur horn­in­u.  Sú sam­keppni er mikið hags­muna­mál fyrir Reykja­vík­ur­borg og reynslan sýnir að þegar aðeins tvö fyr­ir­tæki keppa á mark­aði er meiri hætta á verð­sam­ráði þvert á sam­keppn­is­lög en ella.  Við­skipti Höfða við Reykja­víkurborg voru á árinu 2016 um 450 millj­ónir króna. með vsk.  Er þar með talin vetr­ar­þjón­usta Höfða, sem gerir fyr­ir­tæk­inu mögu­legt að vera með verk­efni fyrir fast starfs­fólk og að hluta tækja­búnað allt árið og gerir þar með heild­ar­rekst­ur­inn hag­felld­ar­i. 

Höf­undur er stjórn­ar­for­maður Mal­bik­un­ar­stöðv­ar­innar Höfða hf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None