Hagfræðin og verðtryggingin

Auglýsing

Hver sá sem hefur fylgst með efna­hags­um­ræðu á Íslandi hefur lík­lega rekið augun í að ég er ekki hrif­inn af efna­hags­legum afleið­ingum verð­trygg­ing­ar. Á vaxta- og verð­trygg­ing­ar­fund­inum í Háskóla­bíói þann 7. októ­ber bar ég m.a. rök fyrir eft­ir­far­andi þegar kemur að verð­tryggðum lánum til ein­stak­linga (sjá ítar­legri rök­stuðn­ing m.a. á heima­síðu minni patre­on.com/olaf­ur­mar­geirs­son):

  • Þau tryggja lán­tökum ekki lægri raun­vexti m.v. óverð­tryggð lán

  • Þau ýta undir áhættu­töku á fast­eigna­mark­aði

  • Þau ýta undir lík­urnar á fjár­mála­legum óstöð­ug­leika

  • Þau draga úr áhrifa­mætti vaxta­stefnu Seðla­banka Íslands

  • Þau valda því að vaxta­stig verður almennt hærra m.v. ef lán væru almennt óverð­tryggð

  • Þau valda því að vaxta­stig verður almennt sveiflu­kennd­ara m.v. ef lán væru almennt óverð­tryggð

  • Þau ýta undir sveiflur í gengi krón­unnar

  • Þau ýta undir verð­bólgu

En þótt ég haldi þessu fram og telji mig með hag­fræði­lega skyn­söm rök að baki mér er auð­velt að finna hag­fræð­inga og aðra sem segja þennan lista tóma vit­leysu. Sam­kvæmt þeim hefur verð­trygg­ingin í besta falli góð áhrif á íslenskt hag­kerfi og í versta falli engin áhrif. Og þá er eðli­legt að spyrja: af hverju eru hag­fræð­ingar svona ósam­mála?

Auglýsing

For­sendur skipta máli

Þetta mis­ræmi í svörum hag­fræð­inga er, skilj­an­lega, erfitt að skilja. En ástæðan er ein­föld: mis­mun­andi aðferða­fræði.

Nýklass­ískir hag­fræð­ingar sam­þykkja almennt að verð­trygg­ing sé af hinu góða. Það eru flestir íslenskir hag­fræð­ing­ar. Post-Key­nes­ian hag­fræð­ing­ar, eins og ég, sam­þykkja það ekki. Og ástæðan er að mis­mun­andi við­horf okkar hag­fræð­inga, post-Key­nes­ian sem ann­arra, varð­andi hvernig hag­kerfið virkar leiða okkur til mis­mun­andi nið­ur­staðna: for­sendur um virkni efna­hags­legra stærða eru mis­mun­andi – og þessar for­sendur skipta máli.

Dæmi um mik­il­vægi þessa munar er t.d. þegar Ásgeir Dan­í­els­son, for­stöðu­maður á hag­fræði- og pen­inga­stefnu­sviði Seðla­banka Íslands, bendir á, í rit­inu Verð­trygg­ing og pen­inga­stefna (2009), að verð­trygg­ing dragi úr sveiflum á greiðslu­byrði lána.

Þetta er rétt og er, sam­kvæmt post-Key­nes­ian hag­fræði­heims­mynd, einmitt vanda­mál­ið: einmitt vegna þess að verð­trygg­ing ver lán­taka frá greiðslu­byrð­is­á­hrifum stýri­vaxta­breyt­inga verða stýri­vextir að breyt­ast meira en ella til þess að ná fram til­ætl­uðum áhrifum á eft­ir­spurn­ar­hlið hag­kerf­is­ins; ef ætl­unin er að minnka ráð­stöf­un­ar­tekjur heim­ila og fyr­ir­tækja um 10.000kr. á mán­uði til að minnka eft­ir­spurn í hag­kerf­inu og með því verð­bólgu­þrýst­ing þarf að hækka stýri­vexti meira ef lán eru almennt verð­tryggð m.v. ef þau væru óverð­tryggð. Þetta sam­þykkir Ásgeir.

En Ásgeir segir þetta ekki skipta meg­in­máli því ekki hefur verið sýnt fram á að verð­trygg­ingin á lánum til ein­stak­linga skerði getu pen­inga­stefn­unnar til að hafa áhrif á lang­tíma­vexti. Þá heldur hann því fram (rang­lega að mínu mati) að „[e]f verð­bólgu­horfur eru mjög óvissar er verð­trygg­ing for­senda fyrir fram­boði lang­tíma­lána“ (bls. 11). Þetta á aftur að styrkja pen­inga­mála­stefn­una. Þetta á, sam­kvæmt Ásgeiri, að vera það sem skiptir máli frekar en greiðslu­flæðin af lán­unum og hvernig greiðslu­flæðin breyt­ast við breyt­ingar á stýri­vöxtum Seðla­banka Íslands.

Ástæðan fyrir því að nýklass­ískir hag­fræð­ingar hugsa svona er m.a. sú for­senda þeirra að pen­ingar séu hlut­laus­ir, a.m.k. til langs tíma: pen­ingar eru hlut­laus hula í við­skiptum þar sem öll ákvörð­un­ar­taka bygg­ist á raun­töl­um, s.s. raun­vöxt­um, frekar en nafn­töl­um, s.s. samn­ings­bundnu greiðslu­flæði. Jafn­vel þótt samn­ingar séu aug­ljós­lega rit­aðir í nafn­töl­um, á borð við „kr.“, þá er fólk, í þeirra huga, haldið pen­ingag­lýju hugsi það í nafn­töl­um, á borð mán­að­ar­lega greiðslu­byrði af lán­um, frekar en í raun­töl­um, á borð við raun­vexti af lán­um.

En fyrir post-Key­nesíska hag­fræð­inga eins og mig skiptir þetta máli. Pen­ingar eru t.d. aldrei álitnir hlut­laus­ir, hvorki til skamms né langs tíma, í post-Key­nes­ian hag­fræði. Ég sér­hæfði mig í mínu dokt­ors­námi í fjár­mála­legum stöð­ug­leika og þar er áherslan á að skilja hvernig greiðslu­flæði hag­kerf­is­ins haga sér af þeirri ein­földu ástæðu að hag­kerfið er sam­tín­ingur samn­inga um greiðslur sem inntar eru af hendi að nafnvirði en ekki raun­virði. Og ef fólk stendur ekki við samn­ings­bundin greiðslu­flæði mun hag­kerfið verða fyrir áhrifum af slíku, bæði til skamms sem langs tíma.

Athugið í þessu sam­hengi að greiðslu­flæði fela í sér bæði breyt­ingar á raun­töl­um, t.a.m. raun­vöxt­um, sem og nafn­töl­um, t.a.m. nafn­vöxt­um. Nálgun nýklass­ískra hag­fræð­inga er því ekki eins tæm­andi og nálgun post-Key­nes­ian hag­fræð­inga.

Fyrir hinn almenna les­enda getur þetta hljó­mað sem ómerki­legt torf. En aðferða­fræði skiptir máli! Aðferða­fræðin og for­send­urnar sem í henni eru búa til ímynd­aðan heim sem reynt er að klæða hinn raun­veru­lega í til þess að skilja betur hinn síð­ar­nefnda. Hinn ímynd­aði heimur – líkanið – verður aldrei annað en ófull­komin skugga­mynd af hinum raun­veru­lega heimi en sé raun­hæfum for­sendum beitt í hinum ímynd­aða heimi eru a.m.k. meiri líkur á að réttum skiln­ingi á hinum raun­veru­lega heimi sé náð.

Popúlísmi eða raun­hæf­ari hag­fræði?

Með pólítíska sögu síð­asta ára­tugar eða svo í huga skil ég fólk vel sem þrykkir popúl­ismalím­mið­anum á hvern þann sem talar um afnám verð­trygg­ingar á lánum til ein­stak­linga (ég tönnlast á þessu því ég vil hafa þetta skýrt: öfugt við til­felli ein­stak­linga ætti að stór­auka útgáfu verð­tryggra ríkisskulda­bréfa). En per­sónu­lega hef ég engan hag af því að verð­trygg­ingu á lánum til heim­ila sé hætt: ég bý erlend­is, hyggst ekki flytja til Íslands í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð, verð­tryggða náms­lánið mitt mun vera verð­tryggt áfram og ég hef engan áhuga á frama í pólítík. Ég finn mig ein­fald­lega knú­inn til að benda á, sam­kvæmt minni post-Key­nes­ian aðferða­fræði, eins aug­ljósan hlut og að verð­trygg­ing á lánum til ein­stak­linga hafi þau efna­hags­legu áhrif sem ég lista hér að ofan.

Ég treysti svo hinum almenna les­enda sem ekki er blind­aður af for­sendum nýklass­ískrar hag­fræði til að geta dæmt um það sjálfur hvort greiðslu­flæði af lánum skipti máli eða ekki.

Höf­undur er doktor í hag­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar